Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1963, Síða 9
TÍMARIT HJÚKRUNARPÉLAGS ÍSLANDS
Aðalfundur Bandalags kvenna í Rvík
var haldinn 12.—13. nóv. Rætt var um
heilbrigðismál, skólamál, gæzlu fyrir 6—9
ára börn, tryggingamál, verðlags- og verzl-
unarmál, áfengismál o. fl.
Samstarfsnefnd B.S.R.B. og ríkisstjórn-
arinnar um launa- og kjaramál hefur
fjallað um og fallist á, að 33% nætur-
vinnuálagið skuli greiðast í orlofi og veik-
indaforföllum í sama hlutfalli og viðkom-
andi starfsmaður hefði verið við störf.
Tekur þetta til orlofs fyrir yfirstandandi
orlofsár og veikindaforföll frá 1. október
1962.
Eftir ýtarlegar viðræður Kjararáðs B.
S.R.B. og samninganefndar ríkisins náð-
ist samkomulag um 7% launahækkun til
ríkisstarfsmanna frá 1. júní s.l., sem voru
útborguð 1. okt. Kom þessi hækkun á
launin eins og þau voru eftir 4% hækk-
unina, sem greidd var frá 1. júní s.l.
Lög um Hjúkrunarskóla íslands voru
samþykkt á Alþingi 10. apríl 1962; sam-
kvæmt þeim var nafni skólans breytt og
námið stytt um 10 vikur, fyrir tilmæli
skólanefndar.
Lög um Hjúkrunarkvennaskóla Islands
frá 20. des 1944 féllu jafnframt úr gildi.
Gísli Sigurbjörnsson forstjóri Elli- og
hjúkrunarheimilisins Grundar, afhenti
H.F.l. gjöf frá stofnuninni, 10 þúsund kr.,
til minningar um Jakobínu Magnúsdótt-
ur, sem lézt 5. maí 1957 og hafði þá verið
yfirhjúkrunarkona á Grund í 16 ár. Skyldi
gjöfin renna í náms- og ferðasjóð stétt-
arinnar.
4 hjúkrunarkonum var veitt lán úr líf-
eyrissjóði hjúkrunarkvenna til húsnæðis-
kaupa.
Haldnir voru 17 stjórnarfundir, auk
þess 2 fundir með fulltrúanefnd, sem
kom með tillögur um launa- og kjaramál.
Stjórnin hefur unnið að þeim málum í
samstarfi við B.S.R.B., sem hefur með
7
höndum undirbúning væntanlegra kjara-
samninga.
5 félagsfundir voru haldnir, einn þeirra
var jafnframt skemmtifundur í tilefni
þess, að Sigríður Eiríksdóttir var kjörin
heiðursfélagi; hún flutti fróðlegan og
skemmtilegan fyrirlestur um för sína til
Kína 1961. Guðrún Árnadóttir og María
Pétursdóttir, sem voru með í förinni,
sýndu skuggamyndir. Ennfremur las Guð-
björg Þorbjarnardóttir leikkona kvæði og
Aage Lorange lék létt klassísk lög.
4 fyrirlestrar voru fluttir á félagsfund-
um. Guðjón B. Baldvinsson fulltrúi talaði
um samningsrétt. Kristín Guðmundsdóttir
híbýlafræðingur flutti erindi um eldhús-
innréttingu. Og Gísli Sigurbjörnsson for-
stjóri hélt fyrirlestur um starfsemi elli-
heimila.
27 ísl. hjúkrunarkonur hafa dvalist í
Danmörku, 7 í Noregi, 13 í Svíþjóð, 1 í
Englandi, 14 í Bandaríkjunum og 3 í
Kanada; auk þess eru ísl. hjúkrunarkonur
utanlands án tilhlutunar H.F.l.
5 danskar hjúkrunarkonur hafa dvalist
hér, 1 frá Svíþjóð, 2 frá Finnlandi, 2 frá
Sviss.
Ennfremur dvaldist hér hjúkrunarkona
frá Nigeríu í hálfan mánuð, til þess að
kynna sér heilbrigðismál íslendinga.
Nokkrar erlendar hjúkrunarkonur starfa
hér án tilhlutunar H.F.Í.
Anna Loftsdóttir.
r-------------------------------------v
Yfirhjúkrunarkonu og
aðstoðarhjúkrunarkonu
vantar á sjúkrahús Siglufjarðar sem
fyrst. — Laun samkv. launalögum.
Upplýsingar gefur
BÆJARSTJÓRINN, Siglufirði.
v-------------------------------------,