Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1963, Blaðsíða 20

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1963, Blaðsíða 20
18 TÍMARIT HJÚKRUNARPÉLAGS ÍSLANDS Heimilissjóður Hjúkrunarfél. íslands. Rekstrarreikningur 1961. Tekjur: Yfirfært frá 1960 ............... kr. 301.652,93 Leigutekjur .................... — 33.240,00 Vextir ............................ — 5.458,04 Minningarkort og gjafir .......... — 2.695,39 Gjöld: Fasteignagj. o. fl. kr. 1.987,00 Vextir ............ — 11.498,71 Yfirf. til næsta árs — 329.560,65 Kr. 343.046,36 Kr. 343.046,36 Efnahagsi-eikningur pr. 31/12 1961. E i g n i r : Efri hæð, Blönduhlíð 33....... kr. 425.000,00 Bankainnstæða ................ — 95.855,05 Kr. 520.855,05 Skuldir : Skuld við Lífeyrissjóð ........... kr. 158.794,40 — — Andvöku ................... — 32.500,00 Hrein eign ....................... — 329.560,65 Kr. 520.855,05 Ofanritaður rekstrar- og efnahagsreikningur er saminn eftir sjóðbók og fyrirliggjandi spari- sjóðsbókum sjóðsins. Reykjavík í desember 1962. Jón Guðmundsson. Anna Ó. Johnsen. lya/wey hjúkrunarkona á Berklavarnarstöðinni átti 70 ára afmæli þann 11. febrúar s.l. Um leið og Tímarit H.F.Í. þakkar Bjarneyju mikilsverð störf í þágu heilbrigðis- og félagsmála, óskar það henni alls hins bezta í framtíðinni. FRETTIR □ G TILKYNNINGAR Á síðasta aðalfundi (des. ’62) var sam- þykkt, að árstillag félaga H.F.Í. yrði sem hér segir: Starfandi hjúkrunarkonur(menn) greiði kr. 400,00 árlega. Hjúkrunarkonur er starfa hálfan dag eða skemur greiði kr. 200,00 árlega. Hjúkrunarkonur, sem ekki starfa að hjúkrun, ásamt St. Jósepssystrum, greiði kr. 100,00 árlega. Aukafélagar (nemendur í Hjúkrunar- skóla íslands) greiði kr. 25,00. Ennfremur var það samþykkt, að þær hjúkrunarkonur er skulda meira en tveggja ára félagsgjald, missi réttindi í Hjúkrunarfélaginu, og beri þeim þá einnig að skila nálinni til gjaldkera. Félagsgjöld eiga að greiðast innan loka marzmánaðar ár hvert til gjaldkerans, Emu Aradóttur, Álfhólsvegi 18, Kópa- vogi, sími 23316. Munið að tilkynna bústaðabreytingar! Stjórn Hjúkrunarfélags íslands. Hjónabönd: Á jóladag voru gefin saman í hjónaband í Fríkirkjunni í Hafnarfirði Margrét Jónsdóttir og Óskar H. Jónsson hjúkrunarmaður. Heimili ungu hjónanna er að Arnarholti, Kjalarnesi. Á gamlaársdag voru gefin saman í hjónaband í Osló ungfrú Margrét Stefánsdóttir hjúkrunar- kona og Halvor Nielsen stýrimaður. Á gamlaársdag voru gefin saman í hjónaband af séra Sigurjóni Þ. Árnasyni, Nanna Jónas- dóttir hjúkrunarkona frá Dalvík, Lsp., og stud. jur. Jónatan Sveinsson frá Ólafsvík.

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.