Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1963, Blaðsíða 15

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1963, Blaðsíða 15
TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS unnt að veita mjög góða menntun í hjúkr- un, án þess að vita með vissu, — hvað hún er í raun og veru, — hvað takmark skól- ans ætti að vera, — og í hverju hinn eig- inlegi kjarni starfsins er fólginn. Hvað er hjúkrun? Maðurinn allur, líkami hans og sálar- líf, er vettvangur hjúkrunarstarfsins. Hjúkrunarstarfið er fólgið í starfi handa og sálar. Starfið krefst þess, að mann- gildið sé virt. Það virðir rétt mannsins til þess að hafa eigin lífsskoðun, sem get- ur gefið lífi hans tilgang og takmark. Það viðurkennir einnig rétt hins sjúka á full- kominni umhyggju, bæði líkamlegri og andlegri. Hjúkrunarstarfið gerir þær kröfur, að á sérhvern sjúkling sé litið sem meSbróður, sem þarfnast samúðar og nærgætni. Það hefur heilsuvernd á sín- um vegum sem og fræðslu í heilbrigðis- háttum. Hjúkrun er læknandi máttur. Þeir, sem hjúkra, hafa með framkomu sinni gagn- vart sjúklingnum og kunnáttu í starfi bein áhrif á bataveg sjúklingsins. Takmark hjúkrunarskólans og einkenni starfssviSs hjúkninarfólksins mynda hinn eina rétta gmndvöll að mati á námsefni skólans. Mat er uppeldislegt tæki. Það hefur sem grundvöll takmark skólans og ein- kenni starfssviðs hjúkrunarfólksins. Það leiðir í ljós staðreyndir, sem benda á vöxt og þroska nemans. Ekki væri unnt að segja til um, í hve ríkum mæli nemarnir hafa tileinkað sér skólanámið, án þessa tækis. Ekki væri heldur unnt að gefa þær leiðbeiningar, sem nemarnir eiga kröfu á án stöðugs mats. Matið verður að rísa upp af sömu lífsskoðun og hjúkrunar- starfið gerir: „Umhyggja fyrir einstakl- ingnum“. 13 Hið uppeldislcga skipulag á námsefni hjúki-unarskólans. Kennsluandinn. Árangur rannsókna á sviði sálarfræði og uppeldisfræði hefur á fullvissandi hátt leitt í Ijós, hve mikil áhrif ríkjandi starfsandi hefur á náms- getu og framkomu nemans. Hjúkrunar- starfið lærist að mestu leyti á sjúkrahús- um. Starfslið skólans svo og stjómendur sjúkrahúsanna og hjúkrunarfólk þess ber ábyrgð á því, að starfið stuðli að aukn- um þroska nemans. Það er mjög ánðandi, að athyglinni sé beint að ríkjandi starfs- anda. Það er á sjúkrahúsunum, sem hjúkr- unarstarf framtíðarinnar mótast. Öllum rannsóknum á þessu sviði á Norðurlönd- um ber að fagna. Af rannsóknum annarra landa vitum við, að hjúkrunarneminn mætir oftast starfsanda járnharðs einræðis, þar sem hinir mismunandi starfshópar (lækn- ar, hjúkrunarfólk. sálfræðingar o. fl.) stjórnast af ákafri stöðuskiptingu. Ótti um stöðu sína og um neikvæða afstöðu liggur eins og mara á starfsliðinu, þó að ytra borð umgengnisháttanna séu í lagi. Slíkar stofnanir eru lærdómssetur margra starfshópa, og framkomu og innsæi starfs- fólksins tileinka nemarnir sér og beina því ósjálfrátt áfram til sér yngri nema. Með tilliti til hjúlcrunar framtíðarinn- ar ætti að rannsaka gaumgæfilega rekst- ursfyrirkomulag sjúkrahúsanna svo og hjúkrunarskólanna. Hvaða þelcking hefur mest gildi fyrir hjúknmarfólkið ? Hjúkrunarfólkið getur ekki rækt sín störf án staðgóðrar þekkingar. Við verð- um að gera okkur vel grein fyrir því, hvaða þekking hefur mest gildi. Aðal- námsgi’ein skólans er hjúkrunarfræði. Til þess, að neminn skilji gildi hennar og öðlist dýpri skilning á henni, verður hann

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.