Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1963, Side 18

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1963, Side 18
16 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS Nú, en störfin á deildunum verða að ganga jafnt fyrir sig, þó það séu jól, og það er veitt kvöldkaffi og slíkt skeður ekki á hverjum degi. En flestir eru svo saddir eftir jólamatinn, að kvöldkaffið verður næstum óþarfa fyrirhöfn. En það er ekki að spyrja að aganum á sjúkra- húsunum. Kvöldvaktin veldur almennum von- brigðum. Hún ætlast til að allir fari að sofa á sama tíma og vant er. Það mætti halda að þessir blessaðir hjúkrunarnemar, sem hér eru í kvöld væru algjörir fáráðlingar, í það minnsta illa að sér í fornum fræðum. Það var heilög skylda að vaka á jólanótt hér áður fyrr, og það væri nú ekki mikið, þótt ofboðlítið væri farið eftir því ennþá. En það væri víst til of mikils mælzt. Koddar eru hristir, gengið vel frá öllu og við bjóðum góðar nætur. Og hjúkrunarkon- umar koma á eftir með svefnlyf og þess háttar. Ekki eru þær óákveðnari en nemamir og þá vottar fyrir skilningi á atferli nemanna. Þeir voru bara eins og fyrirmyndin bauð þeim. En það eru sumir hér, sem þrá svefn, sem ekki vill koma. Þeir biðja ekki um vökuna, en hún kemur samt. Og jólanóttin verður þeim löng og sár, full af örvæntingu. Veðrið er milt og jörð er auð, rauð jól þetta árið. Ljósin glitra og bílar þjóta eftir götun- um. En á sjúkrahúsinu liggja þeir, sem kannske aldrei framar eiga eftir að ganga um þessar götur, eiga aldrei eftir að sjá ljósadýrðina nema í fjarlægð. Á einni stofunni liggur sárþjáð kona. Hún á aðeins einu sinni eftir að sjá gráan morg- uninn læðast yfir bæinn. Nóttin kemur hljóðlát og dimm, hin heilaga nótt. E. t. v. vaka góðir englar við rúm sjúkling- anna í nótt. Það heyrist ekkert fótatak og eng- inn sést á ferli. En maður hefur svo sem einu sinni verið barn og trúað því að guð væri ein- hvers staðar uppi á himnum og stjörnurnar væru augu hans, sem allt sjá og sólin sé sál hans, sem vakir yfir okkur allan daginn til sólarlags. Sigurveig Sigurðardóttir. Laun hjúkrunarkvenna d mdnuði Samkvæmt launalögum og lögum nr. 1/1959 og tilskipun 1961 að viðbættum 11,28%. Skólastjóri Hjúkrunarskólans: VI. flokkur: kr. 8.263,06 Skurðstofu- og röntgenhjúkrunarkonur: X. flokkur: Næturvinnuálag: 1. ár .... kr. 5.611,46 kr. 10,58 2. ár .... — 5.981,37 — 11,27 3. ár .... — 6.351,46 — 11,97 Yfirhjúkrunar- og forstöðukonur á stærri stofn- unum. VII. flokkur: 1. ár ................ kr. 6.813,90 2. ár .................. — 7.291,84 3. ár .................. — 7.769,60 Yfirhjúkrunar- og forstöðukonur á minni stofn- unum ásamt kennurum Hjúkrunarskólans. VIII. flokkur: 1. ár ................ kr. 6.289,78 2. ár .................. — 6.783,05 3. ár .................. — 7.276,32 Deildarhjúkrunarkonur: IX. flokkur: 1. ár .... kr. 5.827,34 2. ár .... — 6.305,11 3. ár .... — 6.783,05 Næturvinnuálag: kr. 10,98 — 11,90 — 12,79 Heilsuverndarhjúkrunarkonur (sérmenntaðar): IX. flokkur: Bæjarhjúkrunarkonur: X. flokkur: kr. Aðstoðarh j úkrunai'konur: XI. flokkur: 1. ár .... kr. 5.118,18 2. ár .... — 5.488,08 — 3. ár .... — 5.858,19 — X. flokkur eftir 4 ár kr. 5.981,37 — X. flokkur eftir 5 ár — 6.351,46 — Næturvinnuálag: 9,65 10,35 11,05 11,27 11,97 Eftirvinna fastráðinna hjúkrunarkvenna: Eftirv. Næturv. Deildarhjúkrunarkonur ......... 67,84 90,45 Aðstoðarhjúkrunarkonur XI. fl. 58,59 78,12 Aðstoðarhjúkrunarkonur X. fl. . 63,52 84,68 Lausavinna hjúkrunarkvenna: Fyrir 8 tíma vinnu á tímabilinu kl. 8—21 kr. 39,06 (dagvinna). Fyrir 8 tíma vinnu á tímabilinu kl. 21—8 kr. 51,95 (næturvinna). Sé unnið meira en 8 tíma í einu verða næstu 4 tímar kr. 58,59. Eftir það kr. 78,12.

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.