Embla - 01.05.1986, Side 2

Embla - 01.05.1986, Side 2
2 EMBLA Í7U kýéundO' m Þann 31. maí nk. verður gengið til bæjar- og sveitarstjórnakosn- inga um allt land. Hér á Selfossi hafa komið fram sex framboð. Gera má ráð fyrir að þar stefni allir að betra samfélagi, en mér hefur sýnst að mjög sé misjafnt hvað þar er sett á oddinn. Að mínu mati vantar helst á að stjórnmálaflokkarnir taki til greina stöðu fjölsky1dunnar , sér- staklega kvenna og barna, en það er einkum markmið Kvennalistans að vinna að bættum hag fjölskyldunnar. Þegar verið er að móta stefnu þarf að hafa í huga hverjar eru frumþarfir mannsins, og vinna að því að hægt sé að uppfylla þær; síðan er hægt að snúa sér að því sem kallast lífsfylling. Uið í Kvenna1istanum á Selfossi höfum haft þetta að leiðarljósi við mót- un stefnu okkar. Frumþarfir allra einstaklinga eru fæði, klæði og húsaskjól. Til að þessum þörfum sé fullnægt þarf að vera hægt að afla fjár. Til þess þarf atvinnu, rétturinn til vinnu og mannsæm- andi launa er grundvallarmannrétt- indi. Því viljum við að stórátak verði gert i atvinnumálum Selfoss- kaupstaðar. Það þarf að finna nýjar leiðir, t.d. í matvælaiðnaði. Ef til vill væri hægt að koma upp dreifingarstöð fyrir matjurtir hér á Selfossi. Það þarf líka að kanna hvernig hægt er að nýta þau hráefni sem til staðar eru betur en nú er gert. Þegar ég er að kaupa innfluttar gúrkur og tómata eða barnamat i krukkum verður mér oft hugsað til ruslahauganna með öllum gúrkunum og tómötunum sem ekki seljast. Eg trúi ekki öðru en hægt sé að fjölga störfum hér á Selfossi, ef vel er á málum hald- ið, og finna megi nýjar leiðir í matvælaiðnaði ef rannsóknarstarf- semi verður efld í þeim tilgangi. Allir borga eða eiga að borga útsvar og skatta af sínum tekjum til ríkis og bæja. Þeim peningum viljum við að sé vel varið, þannig að hægt sé að mæta félagslegum þörfum fólks. Kvennalistinn yill því að dag- vistar- og skólamál og fleira sem varðar daglegt líf fólks fái forgang fram yfir önnur mál. Astandið í dagvistarmálum hér á Selfossi er slæmt og nauðsynlegt að gera átak í þeim málum. Skólatími barna þarf að vera samfelldur og brýnt er að félagsmiðstöð unglinga líti dagsins ljós sem fyrst. Einnig þarf að huga betur að atvinnumálum unglinga en gert hefur verið. Kvennalistinn leggur áherslu á heilsuvernd með fyrirbyggjandi að- gerðum og vill auka þjónustu við aldraða í bænum. Það sem heillar mig mest við Kvennalistann er að virðing fyrir lífi og samábyrgð sitja í önd- vegi, ekki bara í orði heldur í verki. Að mínu mati hefur stefna Kvennalistans fengið allt of lít- inn hljómgrunn enn sem komið er. Störf kvenna eru enn talin auka- störf, ekki fyrirvinnustörf. Þar af leiðir að lægstu launin eru greidd fyrir þau. Verst finnst mér hvernig störf eru metin til ábyrgðar. Þar fæ ég ekki betur séð en störf þar sem fólk fæst við að meðhöndla eða gæta peninga séu metin miklu hærra en þau störf sem lúta að því að vinna með fólki, hvort heldur er við uppeldi, fræðslu, hjúkrun, ráð- gjöf eða jafnvel að taka á móti nýju lífi; þar á ég við ljósmóður- starfið. Við teljum það forsendu fyrir lýðræði í stjórnun bæja að ibúar eigi greiðan aðgang að upplýsingum um málefni bæjarins, og að almenn- ingi séu vel kynntar áætlanir og fyrirhugaðar framkvæmdir. Þess vegna viljum við að gefinn verði út aðgengilegur bæklingur um nefndir' og ráð bæjarins. Við teljum það vera mikla ábyrgð að setja X við einhvern af þeim sex framboðslistum sem kosið verður á milli 31. maí. Við munum ekki reyna að smala atkvæðum með einhverjum gylliboðum; við viljum að fólk taki sínar sjálfstæðu ákvarðanir, því það hefur frjálst val. Kjósendur góðir, - sérstaklega þið sem fáið nú að kjósa í fyrsta sinn, - til hamingju og gangi ykkur vel í ykkar vali. Kveðja, ^ _

x

Embla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Embla
https://timarit.is/publication/1240

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.