Embla

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Embla - 01.05.1986, Qupperneq 10

Embla - 01.05.1986, Qupperneq 10
10 EMBLA Samgöngur A Selfossi þar f að koma á samgöngum með almenningsvögn- um, þannig að ein- falt verði að ferð- ast innan bæjarins, ekki síst fyrir börn og aldraða. Farið skal að lögum um ferlimál fatlaðra þannig að þeir komist auð- veldlega leiðar sinnar og eigi greiðan aðgang að stofnunum bæjarins. Leitað skal allra leiða til að auka öryggi í umferðinni. Kvennalistinn vill * að umferðarfræðs1a verði aukin fyrir unga sem aldna. * að réttur gangandi og hjólandi vegfarenda sé virtur. * að tryggð verði nauðsynleg yfir- sýn við gatnamót. * að götu- og umferðarmerkingar verði bættar og lýsing þar sem þörf krefur. * að gerð verði örugg gönguleið yfir Ölfusárbrú. Almannavarnir Við teljum brýnt að efla almanna- varnir og að skipuð verði sérstök almannavarnanefnd Selfosskaupstað- ar . Mikil hætta er talin vera á að stórir jarðskjálftar verði á Suður- landi einhvern tíma á næstu ára- tugum. I skýrslu vinnuhóps almanna- varnaráðs "Jarðskjálftar á Suður- landi" útg. 1978 er talið full- vist að margar byggingar og önnur mannvirki hér standist ekki kröfur um styrkleika komi til meiri háttar jarðskjálfta. Fræðsla og leiðbeiningar um al- mannavarnir geta komið að ómet- anlegu gagni og því viljum við stuðla að umræðum um þau mál. Þeirri umræðu er hvorki ætlað að vekja ótta né falska öryggiskennd, heldur vekja athygli á þeim ráð- stöfunum sem brýnastar eru. Kvennalistinn vill * að öllum verði kynnt hvernig bregðast skal við náttúruham- fö r um. * að áætlun um neyðarvarnir liggi fyrir og sé rækilega kynnt almenningi. * að í skólum, á sjúkrahúsum og öðrum stofnunum og stórum vinnu- stöðum fari reglulega fram brunaæfingar og æfingar vegna almannavarna. * að framkvæmd verði kerfisbundin rannsókn á öllum mannvirkjum og settar fram tillögur um styrkingu eða aðrar umbætur sem þörf kann að vera á. * að brúargerð á Ölfusá við Oseyrarnes verði hraðað til að auka öryggi allra ibúa austan Ö1f usár. Lýðræði og stjórnun Forsenda lýðræðis í stjórn Selfosskaup- staðar er að bæjar- búar eigi greiðan aðgang að öllum upplýsingum um bæjarmálefni og bærinn sinni þeirri sjálfsögðu skyldu að kynna almenningi áætlanir og fyrirhugaðar framkvæmdir. I upphafi hvers kjörtímabils verði gefinn út aðgengilegur upplýs- ingabæk1ingur um nefndir og ráð bæjarins, verksvið þeirra og að- setur, fundarstaði, fundartima og þá fulltrúa sem þar eiga sæti. Þá skulu vera í bæklingnum greinar- góðar upplýsingar um hvernig ein- staklingar geta komið málum á fram- færi við bæjaryfirvöld. Bækl- ingnum verði dreift til allra bæjarbúa.

x

Embla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Embla
https://timarit.is/publication/1240

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.