Kvennalistinn á Vesturlandi - 01.05.1986, Blaðsíða 2

Kvennalistinn á Vesturlandi - 01.05.1986, Blaðsíða 2
UTGEFANDI: Samtök um kvennalista á Vesturlandi Ábyrgö: Hulda K. Guöjónsdóttir Ingibjörg Daníelsdóttir Sesselja Bjarnadóttir Setning og prentun: Prentverk Akraness hf. Nýtt verðmætamat í byggðamálum sem og á öðrum sviðum þjóðlífsins er þörf fyr- ir nýtt verðmætamat sem byggir á lífssýn kvenna. Danfríður Skarphéðinsdóttir Þaö hefur ekki farið fram hjá neinum að atvinnulíf og þar með byggð úti á landsbyggðinni stendur á krossgötum. Undirstöðuatvinnuvegirnir hafa búið við skipulagsleysi og óstjórn. Afleiðingar kvótakerfis í sjávarútvegi hafa leitttil þess að mörg byggðarlög fá ekki nægjanlegt hráefni til úrvinnslu þannig að atvinna minnkar. — Hin skipulagslausa fækkun bænda stefnir atvinnulífi og þjónustu úti á landsbyggðinni í voða og rýfur þau félags- og menningarlegu tengsl sem eru samfélaginu nauðsynleg. Við Kvennalistakonur viljum auka áhrif kvenna við mótun og stjórn allra greina atvinnulífsins. Við leggjum áherslu á að allar afurðir verði fullunnar sem næst framleiðslustað. Nauðsynlegt er að leita nýrra leiða til nýtingar afurða okkar og fylgja nýjungum eftir. í Ijósi þeirrar staðreyndar að flest ný störf á vinnumarkaði verða til í þjónustugreinum er nauðsynlegt að auka hlutdeild landsbyggðarinnar í þeim. Ein leið til þess er að færa völd og þá um leið ýmiss konar þjónstu heim í héruð. Aukið fjárhags- legt sjálfstæði sveitarfélaga eflir getu þeirra til að stjórna eigin málum. Við viljum að gerð verði áætlun um bætta þjónustu ríkisstofnana. Hún gæti falist í því að flytja sumar þeirra eða stofna deildir úti um landið. — Ljóst er að vegna smæðar þjóðarinnar verða alltaf einhverjar stofnanir aðeins í höf- uðborg landsins. Til að jafna aðstöðu landsmanna sem þær þurfa að nota viljum við að allar opinberar stofnanir verði sett- ar á landsnúmer þannig að kostnaður við að hringja verði sá sami um allt land. Ennfremur að tekin verði upp ein gjaldskrá innan sama svæðisnúmers. — Kvennalistinn hefur lagt til á Alþingi að aðstandendum sjúklinga standi til boða húsnæði á góðum kjörum, þurfi þeir að dvelja með hinum sjúku fjarri heimabyggð. Ein er sú atvinnugrein sem landsmenn renna öðrum frem- ur hýru auga til um þessar mundir. Þar á ég við ferðaþjón- ustu. Sú atvinnugrein færir okkur síauknar gjaldeyristekjur. Á sviði ferðaþjónustunnar er mikilvægt að hlutur landsbyggðar- innar verði ekki fyrir borð borinn. Sérstaða landsins hvað varðar náttúrufegurð, friðsæld og hreinleik er nokkuð sem við verðum að varðveita. Góð þjónusta við ferðamenn er góð auglýsing, ekki bara fyrir land og þjóð heldur einnig fyrir ís- lenska framleiðslu. Kvennalistinn hefur lagt fram tillögu um úrbætur í ferðaþjónustu. Við teljum brýnt að gera sveitarfé- lögum kleift að standa myndarlega að baki þeirra uppbygg- ingar sem þörf er. Ein frumforsenda þess að auka megi hlut þjónustugreina í atvinnulífi landsbyggðarinnar eru stórbættar samgöngur, aðeins með því móti verða bæði atvinnu- og þjónustusvæðin stækkuð. Þau mál sem heitast brenna á konum eru hin sömu hvar sem er í landinu. Þær finna sárt til launamisréttis, þeim svíð- ur illur aðbúnaður barna til náms og þroska, þær vilja tryggja sjúkum, fötluðum og öldruðum sem besta þjónustu. í þessum efnum er mikið óunnið og því mikil þörf fyrir lífsýn kvenna. íslenska þjóðin hefur með rúmlega ellefu alda búsetu í landinu sýnt að með samstöðu og samhjálp hefur henni ætíð tekist að snúa vörn í sókn. Það hefur frá upphafi verið vilji Kvennalistans að úti á landsbyggðinni blómstri atvinnulíf samfara öflugu félags- og menningarlífi. Sú endurreisn landsbyggðarinnar sem nú er nauðsynleg er fyrst og fremst komin undir vilja og bjartsýni okkar sjálfra. Fái reynsla og viðhorf kvenna að njóta sín við þá endurreisn er um leið tryggt að mannleg verðmæti verða fyrst og fremst lögð til grundvallar þar sem málum er ráðið. — Konur eru reiðubúnar til að leggja sitt af mörkum. Danfríður Skarphéðinsdóttir Kosningaskrifstofa Kvennalistans er á Skúlagötu 17 í Borgarnesi, þar er alltaf heitt á könn- unni og hressar konur aö spjalla við. Opnunartími er 3-6 alla daga, en á laug- ardögum og sunnu- dögum er opiö frá kl. 2-5. Látið sjá ykkur. Síminn er 7105 Heimasími kosningastjóra er 7066 2

x

Kvennalistinn á Vesturlandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennalistinn á Vesturlandi
https://timarit.is/publication/1241

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.