Kvennalistinn á Vesturlandi - 01.05.1986, Blaðsíða 8
Þora, geta, vilja
Bima Kristín Lárusdóttir býr
ásamt eiginmanni sínum, Stur-
laugi Eyjólfssyni, á Efri-Brunná
í Dalasýslu. Þau eiga fjögur
börn, einn dreng og þrjár
stúlkur. Þau búa eingöngu með
kýr. Birna hefur verið mjög virk
í félagsmálum.
Að gömlum og góðum
sveitasið vil ég byrja á að
spyrja þig um ætt og uppruna.
Eg ólst upp í Rangárvallasýslu,
fyrstu árin í Fljótshlíðinni, síðan í
Artúnum í Rangárvöllum þar sem
móðir mín, Sigríður Símonardótt-
ir, og fósturfaðir, Gunnar Magn-
ússon búa.
Nú hefur þú búið hér í Dölum
síðan 1964. Hvaða breytingar
finnst þér hafa orðið helstar á
þessum tíma?
Bændur hafa byggt upp jaröir
og ræktun hefur margfaldast.
Rafmagn og sjálfvirkur sími hafa
komið síðan ég fluttist hingað og
samgöngur hafa lagast all veru-
lega.
Búðardalur hefur eflst mjög
sem þjónustumiðstöð en þrátt fyr-
ir alla þessa uppbyggingu hefur
Dalamönnum fækkað og unga
kynslóðin okkar hefur flust burtu
því atvinna hefur ekki verið næg.
Nú skipar þú 3. sætið, var erfitt
fyrir þig að taka þá ákvörðun?
Það var spurning um að þora,
vilja og geta. Auðvitað var þessi
ákvöröun tekin eftir mikið tilfinn-
ingastríð við sálartetrið. Hugurinn
leitaði til allra þeirra kvenna sem
ótrauðar hafa barist fyrir jafnrétti
og bættu samfélagi. Vitneskjan
um þær gaf mér kjark til þess að
taka þessa ákvörðun og leggja
mitt af mörkum til að auka áhrif
kvenna í samfélaginu og bæta
stöðu þeirra.
Ert þú ánægð með skólamálin?
Allir þegnar þjóðfélagsins eiga
að hafa jafnan rétt til menntunar
án tillits til efnahags, kynferðis
eða búsetu. Það eru sjálfsögð
mannréttindi. Hugsi nú hver fyrir
sig — hafa allir jafnan rétt til
náms? Því svara ég neitandi. Það
verður að tryggja að jafnrétti til
náms verði virt í raun með upp-
byggingu grunn- og framhalds-
menntunar í öllum landshlutum.
Síðast en ekki síst þarf að auka
leiguhúsnæði á góðum kjörum
fyrir þá sem þurfa að sækja nám
fjarri heimabyggð.
Hvað finnst þér um að hafa 97
lífeyrissjóði í landinu?
Það ætti að vera sameiginlegur
lífeyrissjóður fyrir alla landsmenn
og yrði þá lífeyrismál heimavinn-
andi fólks innan hans. Réttleysi
þess til lífeyris er þjóðinni til
skammar. Heimavinnandi fólk
vinnur verk sín án þess að krefj-
ast launa, það annast börn sín og
heimili, elur upp nýja kynslóð og
sameinarfjölskylduna. Nú eru um
25 þúsund manns utan lífeyris-
sjóða og þar af 17 þúsund konur.
Það er mikið réttlætismál að
tryggja þessu fólki lífeyrisréttindi.
Hvert er álit þitt á byggða-
stefnu stjórnvalda síðasta ára-
tugs?
Að mínu viti hefur ekki verið
nein ábyrg byggðastefna síðasta
áratuginn. Fólki hefur fækkað á
landsbyggðinni og þessi fækkun
er bein afleiðing af samdráttar-
stefnunni í ríkisfjármálum sem
Hlustaðu nú á. í fyrsta lagi kastarðu of grunnt. í öðru lagi ertu með ómögulega beitu.
í þriðja lagi.......
hefur bitnað hvað harðast á
landsbyggðinni.
Fjölgun starfa síðustu ár er
fyrst og fremst í þjónustugreinum.
Landsbyggðin verður að fá aukna
hlutdeild í þeim greinum atvinnu-
lífsins. Til þess að það megi
verða, verður að breyta stjórn-
kerfi landsins, sem mundi færa
landsbyggðinni aukna sjálfsstjórn
og forræði um eigin málefni og
aflafé.
Það þarf að hlúa að undirstöðu-
atvinnuvegunum, sjávarútvegi og
landbúnaði, og byggja upp aðra
atvinnuvegi úti á landi.
Það er til dæmis mjög umhugs-
unarvert að þar sem verðmætin
eru raunverulega sköpuð er unn-
ið á lægstu töxtum, en þar sem
þjónustugreinarnar eru allsráð-
andi er mest um alls konar yfir-
borganir og þá skipta taxtar engu
máli.
Hvaða málefni vilt þú leggja
áherslu á?
Þau eru mörg. Landbúnaðar-
og byggðamál sem hafa verið
mjög ofarlega undanfarin ár.
Einnig jafnréttismál og upp úr
þeim farvegi er Kvennalistinn
BIRNA KRISTIN LÁRUSDÓTTIR
sprottinn. Jafnréttis- og launamál
eru nátengd. Verkalýðshreyfingin
hefur barist fyrir launum verka-
fólks í áratugi og hver er árangur-
inn? Jú konur fylla alla lægstu
launaflokkana, en við megum
ekki líta á slíkan mismun sem
óhgagganlegt náttúrulögmál. Við
verðum að vinna ótrauð að við-
horfsbreytingum í þessum
efnum.
Ég vil nota tækifærið og hvetja
bændur og verkafólk til að standa
saman og styrkja hvort annað,
því baráttan fyrir bættum kjörum
fer harðnandi.
Sigurbjörg Ásgeirsdóttir