Kvennalistinn á Vesturlandi - 01.05.1986, Blaðsíða 5
Hótel
s
T
Y
K
K
I
S
O
L
M
U
R
Skólamál
Haustið 1984 voru Samtök um
kvennalista stofnuð á Vestur-
landi. ( framhaldi af því var á-
kveðið strax veturinn ’85 að halda
ráðstefnu að Varmalandi þá um
sumarið.
Við Kvennalistakonur skiptum
með okkur verkefnum og unnum í
litlum hópum. Við tókum fyrir fjóra
málaflokka, en það voru: Konur í
sjávarútvegi, hugmyndafræði
kvenna, skólamál í dreifbýli og
konur í landbúnaði.
Við vorum nokkrar héðan af
Snæfellsnesinu, sem fengum
skólamálin í okkar hlut. Allar vor-
um við mæður, sem áttum börn í
skólum og höfðum því mikinn hug
á að vinna þetta verkefni vel.
Við hringdum í alla sveitaskóla
á Vesturlandi og leituðum álits
skólastjóra og/eða kennara og
starfsfólks. Við töluðum líka við
þó nokkra foreldra.
Reyndar höfðum við mestan
áhuga á hvernig yngstu börnun-
um líður og hvernig þeim reiðir af,
þegar þau stíga sín fyrstu skref út
í lífið, ef svo má segja, því eins og
við vitum öll hafa fæst sveitabörn
nokkuð farið að heiman fyrr en
þau byrja í skóla 6-7 ára gömul.
Við hittumst nokkrum sinnum
og bárum saman bækur okkar,
skiptumst á skoðunum og pæld-
um í grunnskólalögunum. Sér-
staklega stakk okkur klausa úr
skýrslu menntamálaráðherra til
Alþingis 1978 um helstu megin:
atriði grunnskólalaganna. (
henni er lögð áhersla á heiman-
akstursskóla þar sem því verður
við komið sakir veðurfars, vega-
kerfis og vegalengda og ennfrem-
ur er gert ráð fyrir útibúum frá
aðalskólum fyrir yngstu börnin,
þannig að þau séu í þeirri nálægð
við heimili sín að unnt sé að
koma við heimanakstri.
Þessi lög voru sett 1974.
Hvernig hefur þeim verið fram-
fylgt hér á Vesturlandi? Vægast
sagt afar slælega miðað við aðra
landshluta.
Á öllu Vesturlandi er aðeins eitt
útibú (skólasel) fyrir yngstu
börnin.
Það eru því ótrúlega mörg lítil
börn, sem þurfa enn að dvelja á
heimavistum meira eða minna,
og deila þá oft vistinni með allt að
16 ára unglingum. Dæmi eru til
að vistum sé læst á kvöldin og
eftir það sé enginn fullorðinn með
börnunum, en þau hafa bjöllu og
lykil, sem þau geta notað í neyð-
artilfellum. Við vorum sammála
um, að þetta næði engri átt. Okk-
ar skoðun er sú, að yngstu börnin
eigi ekki að vera á heimavistum,
heldur í skólaseljum nálægt
heimilum sínum. Til að nýta
heimavistarhúsnæðið væri hægt
að taka öll börn í 7., 8. og 9. bekk
í heimavist, líka þau, sem byggju
nálægt skólanum. Þau eru orðin
stálpaðri og njóta félagslífsins á
kvöldin, sem heimanaksturs-
krakkar missa af.
Um það leyti, sem við unnum
þetta verkefni, urðu mikil blaða-
skrif um grimmd eldri barna við
þau yngri í frímínútum milli
kennslustunda í skólum í Reykja-
vík — hvað þá um heimavistar-
skólana? Þar þurfa börnin að um-
bera hvert annað allan sólar-
hringinn fimm daga vikunnar.
X“V
Okkur fannst líka ömurlegur
þessi mikli aðskilnaður foreldra
og lítilla barna, sem við líktum
helst við fráfærurnar í gamla
daga, nema þá áttu í hlut ær og
lömb en ekki manneskjur.
Margt fleira tókum við fyrir, sem
of langt yrði upp að telja hér. . .
Við fluttum svo erindi um skóla-
málin á ráðstefnunni á Varma-
landi. Urðum við mjög varar við
hve mikið þessi mál höfðuðu til
þeirra kvenna, sem ráðstefnuna
sóttu, sérstaklega man ég eftir
undrun mæðra á Reykjavíkur-
svæðinu. Þetta hafði þeim aldrei
til hugar komið. Sést vel á þessu
m.a. hversu breitt bilið er milli
landsbyggðarinnar og höfuðborg-
arsvæðisins.
Skólamálin voru mikið rædd og
virtust allar á einu máli um að úr-
bóta væri þörf.
í lok ráðstefnunnar var samin
ályktun um skólamál, sem send
var fræðslustjóra, sýslumanni,
öllum oddvitum og skólastjórum í
dreifbýli á Vesturlandi, en hvergi
varð nokkurra undirtekta vart,
þótt undarlegt megi virðast. Getur
verið, að ástæðan sé sú, hve fáar
mæður séu í hreppsnefndum og
því hafi þetta dottið uppfyrir? Því
miður er eins og margir feður hafi
ekki eins náinn skilning á tilfinn-
ingum barna sinna og mæðurnar.
Kristín Halldórsdóttir, þingkona
Kvennalistans, tók þetta mál upp
á Alþingi. Hún fékk þau gögn,
sem við höfðum aflað okkur og
vann út frá þeim þingsályktunar-
tillögu þá, sem hún flutti á Alþingi
sl. vetur um skólasel. Þá fundum
við hvað grasrótarhreyfing er. (
vor verða Alþingiskosningar og
vonandi fáum við þá mennta-
málaráðherra, sem verður já-
kvæðari út í landsbyggðina og þá
kemur betri tíð með blóm í haga.
Svava f Görðum.
Góðar fermingargjafir
í Bókaskemmunni
NÝJA TOPPSTÆÐAN
FRÁ TECHNICS
★ Hljómtækjasamstæður, ferðakassettutæki.
★ Tölvur, margar gerðir.
★ Bækur í miklu úrvali.
★ Fermingarkort—sérvéttur—gjafapappír.
MUNIÐ HRAÐFRAMKÖLL UNINA. ÓKEYPIS
STÆKKUN Á EINNI MYND FYLGIR MEÐ FRAM-
KÖLLUNÁ 35mm FILMU.
OPIÐ LAUGARDAGA.
Höfum opið alla föstudaga til kl. 7(19) og frá kl.
10-12 laugardagana 28. mars, 4., 11. og 25.
apríl.
BOKASKEMMAN
Stekkjarholti 8 -10 — Akranesi — Simi 2840
5