Kvennalistinn á Vesturlandi - 01.05.1986, Blaðsíða 3
Kvenfélögin hafa háð kvennabaráttu
Snjólaug Guðmundsdóttir er
fædd og uppalin á ísafirði en
býr núna á Brúarlandi á Mýrum
ásamt eiginmanni sínum,
Guðbrandi Brynjúlfssyni, og
sonunum, Brynjúlfi og Guð-
mundi. Hún skipar 5. sæti
Kvennalistans á Vesturlandi.
Snjólaug, hvenær komst þú
fyrst hingað í héraðið?
Haustið 1966 kom ég sem
vefnaðarkennari að hússtjórnar-
skólanum á Varmalandi og starf-
aði þar í 9 ár, en hætti kennslu
þegar ég fluttist að Brúarlandi.
Heldur þú að konur í sveitum
reyni að drýgja tekjur heimil-
anna með handavinnu?
Ég hef vefstól heima og hef ofið
lítils háttar, en er að auka það
núna. Einnig hef ég unnið aðra
handavinnu. Við erum hérna
nokkrar konur sem höfum unnið
heima að gerð ýmissa muna.
Síðan reynum við að koma þess-
um munum í verð, til dæmis höf-
um við tekið húsnæði á leigu og
haldið jólamarkað. Einnig höfum
við farið með framleiðslu okkar á
útimarkað á Akranesi og í Borg-
arnesi.
Heldur þú að margar konur í
sveitum reyni að drýgja tekjur
heimilanna með handavinnu?
Já, ég tel að það sé þó nokkuð
almennt og þá aðallega með
handprjónaskap.
En handavinna hefur verið lítils
metin upp á síðkastið og lág laun
verið greidd fyrir hana. Það er því
löngu orðið tímabært að hefja
hana til vegs og virðingar á ný.
Við konur ættum að sameina
krafta okkar til þess að kanna og
kynnast þeim markaði sem við
setjum vörur okkar á og losa okk-
ur við dýra milliliði.
Við þurfum að leitast við að
hanna þjóðlega muni úr íslensku
efni sem ferðamannamarkaður-
inn tæki við og vekja athygli á því
að það sem er handunnið er eftir-
sóknarvert.
Kvennalistinn er ný hreyfing á
Vesturlandi, stofnaður í októ-
ber 1984 og þú varst ein af
stofnendum hans. Hefur þú
starfað áður að félagsmálum?
Ég hef tekið þátt í félagsmálum
í minni sveit, er meðal annars í
Kvenfélagi Hraunhrepps og í
stjórn Sambands borgfirskra
kvenna.
Hvernig finnst þér samræmast
að starfa bæði í kvenfélagi og
fyrir Kvennalistann?
Þau störf geta mjög vel farið
saman. Kvennalistinn er fram
kominn til að heyja kvennabar-
áttu. Ég hef þá skoðun að kven-
félögin út um allt land hafi háð og
heyi kvennabaráttu og eigi því á
margan hátt samleið með
Kvennalistanum. Auðvitað eru
kvenfélögin ekki pólitískur félags-
skapur, en stefnuskrár og
markmið kvenfélaganna hafa frá
upphafi meðal annars snúist um
velferð barna og heimila og
fræðslu til handa konum og
börnum, auk líknarstarfa í þágu
alls þjóðfélagsins. Þessi störf
verðum við að muna og meta að
verðleikum, og sá félagsþroski og
styrkur sem konur hafa sótt til
kvenfélaganna er ómetanlegur.
Snjólaug Guðmundsdóttir
Þú átt tvo drengi á grunnskóla-
aldri. Nú er það svo á þínu
skólasvæði að börn eiga ein-
göngu kost á skólagöngu í
heimavist allt niður í sex ára
aldur. Hvað finnst þér um að
senda svo ung börn til dvalar í
heimavist?
Ég sé fátt jákvætt við það, af
því það getur verið býsna erfitt
fyrir 6 ára barn að fara í fyrsta
sinn í skóla, hvað þá ef skólinn er
heimavistarskóli.
Þau áhrif og þær afleiðingar
sem heimavistarskóli getur haft á
hlédræg og seinþroska börn geta
verið veruleg. Andleg og líkamleg
vanlíðan og athygli og einbeiting
við námið nánast engin. Af-
leiðingin er svo neikvætt viðhorf
til námsins og lítill námsárangur.
r 4. grein laga um grunnskóla
er ráðuneytinu heimilt að fenginni
tillögu hlutaðeigandi fræðsluráðs
að koma á fót úitbúum frá aðal-
skóla skólahverfis fyrir 7-10 ára
börn, þar sem heimanakstri til
aðalskóla verður ekki við komið.
Kvennalistinn hefur ásamt öðrum
flutt þingsályktunartillögu um
skólasel þar sem stefnt skal að
því að engin börn innan við 10 ára
aldur þurfi að dveija í heimavist.
Nú hefur Kvennalistinn ásamt
öðrum lagt fram tillögu um
friðarfræðslu í skólum. Hvað
felst í þessari tillögu?
Markmið fræðslunnar verði að
glæða skilning á mikilvægi friðar í
samskiptum einstaklinga, hópa
og þjóða.
Við teljum eina vænlegustu leið
til friðar vera að tryggja honum
sess í hugum og atferli þeirra
sem erfa löndin og efla kærleika
þeirra og löngun til þess að leysa
deilur sínar á friðsamlegan hátt.
Stríð eiga sér upptök í hugum
manna. Þess vegna þurfum við
að treysta varnir friðarins í
mannshuganum.
Sesselja Bjarnadóttir
Eru landsbyggðarbörn ver
gefin en Reykjavíkurbörn?
Fyrir nokkrum dögum las ég
grein sem vakti athygli mína.
Þessi grein benti mér á þá stað-
reynd að krakkar úti á landi fá
lægri einkunnir á samræmdum
prófum en krakkar fá að meðal-
tali, sem búa á höfuðborgar-
svæðinu.
Hvernig stendur á því?
Er skýringin sú að við sem eig-
um heima úti á landi séum svona
mikið verr gefin en þau sem búa í
Reykjavík eða nágrenni. Ég sam-
þykki það ekki þó að ég sé sveita-
lubbi sé ekki þar með sagt að ég
sé heimskur sveitalubbi. Er
skýringin ekki bara sú að það er
ekki jöfnuður til náms? (fyrsta lagi
þá hafa krakkar sem ganga í
heimavist þegar þau koma í 9.
bekk raunverulega bara gengið í
skóla í 8 ár miðað við krakka úr
Reykjavík eða nágrenni. Krakkar
þar byrja fulla skólagöngu strax í
7 ára bekk eða jafnvel fyrr. Við
hin fórum eina viku með 3ja vikna
fresti fyrstu 3 árin okkar. Þetta
hlýtur að skipta máli. Önnur á-
stæða kemur til greina og hún er
að fæstir kennarar okkar hafa
kennararéttindi. í skólanum eru
11 kennarar, þar af 5 með réttindi.
í 2 af 4 samræmdum greinum eru
réttindalausir kennarar.
Getur ekki veriö að krakkar úti
á landi eigi nógu erfitt með að
halda áfram þó að þeir fái ekki
verri einkunnir? Eru samræmd
próf því jöfnuður til náms?
Og annað réttlætismál sem er
jöfnuður til náms að loknum
grunnskóla. Það eru nefnilega
ekki margar leiöir um að velja ef
þú átt heima úti á landi.
Að fara eitthvað í heimavist,
sem er dýrt, svo dýrt að sumar-
peningarnir hrökkva ekki til.
Foreldrarnir verða að hlaupa
undir bagga en það getur líka
verið erfitt. Fjölskyldur úti á landi
eru oft stórar, 3-6 börn, og að
kosta þau öll í skóla er alls ekki
auðvelt. Því vill það yngsta eða
einhver annar í barnahópnum
verða útundan. Það er líka dýrt
að leigja íbúð, jafnvel þó leigt sé
með öðrum.
í dag eru allar stærstu skóla-
stofnanirnar fyrir sunnan á höfuð-
borgarsvæðinu og það er auðvit-
að eðlilegt, en þrátt fyrir það er
það ekki nógu gott. Krakkarnir
sækja þangað og koma ekki aftur
í langflestum tilvikum. Heima-
slóðirnar hafa ekki upp á næg at-
vinnutækifæri að bjóða. Það, sem
vantar er atvinna til að unga fólkið
komi heim eða það, sem er raun-
verulega enn betra að þau fari
ekki suður. Það verður að stöðva
peninga- og fólksflóttann suöur.
Sólveig Sturlagsdóttir
Það verða að reisa skóla úti á
landsbyggðinni og það verður að
bjóða upp á fleiri atvinnutækifæri.
Útlitið í landbúnaðarmálum er
ekki beinlínis til að hvetja fólk til
að setjast að í sveit.
Það verður ekki síður að
byggja upp iðnmenntaskóla því
að lært verkafólk hlýtur að vera
undirstaða nýrra atvinnugreina.
Við verðum að stoppa fólks- og
peningastreymið til Reykjavíkur.
Sólveig Sturlaugsdóttir,
nemandi í 9. bekk,
Laugaskóla, Dalasýslu.
3