Pilsaþytur - 31.03.1995, Blaðsíða 7
Af hverju eru stelp-
urnar að brölta þetta?
Sigurlaug
Sveinsdóttir
Dalvík
Þegar ég skrifa þessar línur verður mér
hugsað til þess þegar í vetur, þær dætur
rnínar, Anna Dóra og Elín vitnuðu til þess í
útvarpsviðtali að það væri fyrir uppeldis-
áhrif frá bemskuheimilinu að þær færu út
í stjómmálin. Ekki er það fyrir það að við
hjónin og bömin væmm alltaf sammála
þegar stjómmál bar á góma. En málin vom
rædd vítt og breytt og ef ég man rétt þá
vora oft snörp skoðanaskipti.
Vegagerð kvenna
Á bemskuheimili mínu, Tjöm á Skaga, var
mikið rætt um stjómmál. Foreldrar nu'nir
fylgdu Sjálfstæðisflokknum og urðum við
bömin fyrir áhrifum af því. Ég minnist
þess að í bamaskóla stældum við krakk-
arnir oft um stjómmál og bar þá oftast á
góma Sjálfstæði og Framsókn enda vom
valkostir ekki margir. Þegar ég minnist for-
mæðra og feðra á Skaga finnst mér að það
hafi verið kjamafólk liert við glímuna við
óblíð náttúmöflin. Það vildi vera sjálfu sér
nóg og ekki þurfa að sækja neitt til ann-
arra. Þar vom konumar ekki eftirbátar
karla. Þær stofnuðu kvenfélagið Heklu.
Með einhverjum ráðum öfluðu þær fjár og
keyptu áhöld til þess að létta störf heimil-
anna t.d. prjónavél, spunavél og vefstól.
Einnig unnu þær í sameiningu að ræktun
grænmetis. Já, þær létu sér ekki allt fyrir
brjósti brenna konumar þær.
Vegagerð kvennanna á Skaga varð fræg
á sínum tíma. Þær lagfærðu hluta vegarins
en sú leið sem farin var þama þótti ill yflr-
ferðar og jafnvel hættuleg. Með samvinnu
og dugnaði þeirra kvenna sem þama
bjuggu þá var ráðist í þessar framkvæmdir.
Véltækni var ekki til staðar, lieldur var
handaflið notað með haka og skóílu, hest-
um og kermm. Ætlunarverkið tókst. Á sín-
um tíma varð vegagerðin blaðaefni í Spegl-
inum en nú er búið að reisa þessum heið-
urskonum minnisvarða sem stendur sunn-
an í Digramúla milli bæjanna Hafna og
Víkur.
Launamisrétti enn
Ég fór snemma að fylgjast með kaupi og
kjömm. Ég held að ég segi það rétt að þeg-
ar ég var unglingur þá hafl vinnukonur ver-
ið metnar hálfdrættingar til launa á við
karla. Þetta var óréttlæti sem mér sveið.
Ég minnist þess þegar ég var í kaupavinnu
í Vatnsdalnum hjá Bimi bónda á Flögu þá
hafði hann orð á því að ég væri karlmanns-
ígildi til vinnu. Ég spurði hann hvort hon-
um finndist þá ekki ástæða til þess að
greiða mér laun samkvæmt því. Hann var
fljótur að bakka, það var til of mikils
mælst. Það er orðið langt síðan að þetta
var og er ég alltaf jafn hissa á því hvað
launanúsréttið viðhelst á milli kynja.
Ég var alltaf heimavinnandi kona á
meðan ég var að eiga börnin og ala þau
upp. Maðurinn núnn var sjómaður, lang-
dvölum að heiman og fannst mér oft erfltt
að axla þá ábyrgð að sjá um heimili og
böm. En þetta gerðu konur og gera enn.
Oft hef ég fundið sárlega til þess á lífs-
leiðinni að hafa ekki átt þess kost að njóta
meiri menntunar enda hét ég því að bömin
nu'n fengju að mennta sig ef þess væri
nokkur kostur. Ég trúi því að hvar í stétt
sem einstaklingurinn stendur sé menntun
ávinningur.
Fram til dáða
Við konumar sem höfum lengst af staðið
við eldhúsbekkinn höfum kannske ekki
mikið fram að færa í kvennabaráttunni. En
eitt getum við þó gert. Við getum kosið
Kvennalistann og sýnt á þann hátt í verki
að við virðum þær baráttukonur sem í eld-
línunni standa og væntum núkils af störf-
um þeirra.
Þegar Kvennafrídagurinn var haldinn
hátíðlegur 24. október 1975 gat ég ein-
hverra hluta vegna ekki verið á þeim vett-
vangi þar sem konur söfnuðust saman. En
á tíu ára afmælinu árið 1985 héldu mér
engin bönd. Ég dreif mig til Akureyrar og
hélt upp á daginn ásamt hundmðum
kvenna úr öllum áttum, ungum og öldnum.
Samstaðan og gleðin sem ríkti meðal
kvennanna gerðu daginn ógleymanlegan
og minntu eftinuinnanlega á hvað sameig-
inlegt afl kvenna getur áorkað.
Því segi ég nú er lag fyrir okkur konur
að kjósa Kvennalistann og koma konum
fjölmennum á þing. Fram konur til dáða,
fram til sigurs.
Utankjörfundar-
kosning
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna alþingiskosn-
inga, sem fram fara 8. apríl 1995, hófst 28. febrúar sl.
Kosið er á skrifstofu embættisins að Hafnarstræti 107, Akureyri, 3.
hæð, alla virka daga á venjulegum skrifstofutíma frá kl. 09.00 til
15.00 svo og kl. 17.00 til 19.00 og kl. 20.00 til 22.00. Laugardaga og
sunnudaga kl. 13.00 til 16.00.
Á skrifstofu embættisins í Ráðhúsinu á Dalvík er kosið kl. 09.00 til
15.00 alla virka daga svo og á öðrum tímum eftir samkomulagi við
Gíslínu Gísladóttur, fulltrúa á Dalvík.
Kosið er hjá hreppstjórum eftir samkomulagi við þá.
Kjósendur eru sérstaklega hvattir til að nota tímann utan hins venju-
lega skrifstofutíma, því þá má vænta skjótari þjónustu.
Sýslumaðurinn á Akureyri, 16. mars 1995.
Kvennalistinn