Pilsaþytur á Suðurlandi - 01.04.1991, Síða 7
SVIPMYNDIR
ÚR STARFI KVENNALISTANS
Á afmæli Kvennalistans 13. mars s.l. var boðið
uppá dýrindis afmælistertu frá Guðna bakara í
anddyri KÁ á Selfossi. Kosningastýrumar Alda
og Ema fengu nóg að gera og kakan rann
ljúflega niður.
19. júní 1919 fengu íslenskar konur kosninga-
rétt. Kvennalistinn heldur þennan dag auðvitað
hátíðlegan. Tvö s.l. sumur höfum við haldið
kaffisamsæti og boðið til okkar miklum heiðurs-
konum. 1989 vom það Stefanía Gissurardóttir
og Guðrún Eiríksdóttir, sem heiðmðu okkur
með nærvem sinni. 1990 komu til okkar Ingi-
björg Pálsdóttir, Klara Karlsdóttir og Oddý Krist-
jánsdóttir.
STÓRKOSTLEGT VERÐ
Á ÖLLUM VÖRUM
Storris-eldhúskappar
Metravara frá kr 190,-
Regngallaefni kr. 350,-
Sængurverasett kr. 1.260,-
Sængur kr. 2.280,-
Straufríir dúkar frá kr. 1.230,-
Vinnuskyrtur kr. 500,-
Ungbarnajogginggallar kr. 700,-
Jogginggallar fullorðinna kr. 2.800,-
Herrabuxur kr. 1.600,-
Sundbolir kr. 900,-
Háskólabolir kr. 1.200,-
Stígvél kr. 1.500,-
Hljómplötur - Geisladiskar - Kassettur
ÁLNAVÖRUBÚÐIN
Breiðumörk 2, Hveragerði, sími 34517.
OPIÐ ALLA DAGA FRÁ KL. 10-18.
Vorhret
PÁLÍNA SNORRADÓTTIR
að sá rétt í gula
kolla krókusanna
minna, þegar ég
kom út í morgun. í
gær hafa þeir örugglega
kvefast, þvi að frostið fór
niður í tíu stig. Þeir kiktu
svo fagnandi upp úr mold-
inni í byijun mars. Auðvitað
hafa skollið á þá nokkur
hret, en ég hef áhyggjur af
þessu síðasta. Ætli það
dragi ekki úr öllum þroska -
allri lífsgleði?
En það em fleiri sem
lenda í vorhretinu á lífsleið-
inni. Mér dettur í hug: Hvað
á að gera við litla angann,
þegar mamma fer út að
vinna að loknu fæðingaror-
lofinu?
Hvað um nemendur okk-
ar sem borða engan morg-
unmat, koma nestislausir í
skólann, en eiga samt að
vinna þar 5-6 klst daglega.
Hvað um unglingana okk-
ar, sem lenda í hreint ótrú-
legum hremmingum; flosna
upp úr skóla, lenda í ofbeld-
isverkum bæði sem gerend-
ur og þolendur - og leit
þeirra að hjálpandi hönd ber
engan árangur?
Hvað um vin okkar á
hjólastólnum, sem kemst
hvorki lönd né strönd vegna
allra þröskuldanna í þjóð-
félaginu?
Hvað um fötluð böm sem
fæðast úti á landi. Fá þau
kennslu og þjálfun í sínum
heimaskóla - eða verða þau
að flytja með pabba og
mömmu til Reykjavíkur?
Veistu hvaða úrkosti geð-
veikir eiga í okkar þjóð-
félagi?
Við sjáum hveija ríkis-
stjómina af annarri hverfa
inn í eilífðína. Menn sem í
upphafi gáfu svo fögur fýrir-
heit - vildu vel - en árang-
urinn hefur orðið svo grát-
lega lítill.
Hvað gerðist? Getur verið
að hægri höndin viti ekki
alltaf hvað sú vinstri gjörir?
Getur verið að það gleym-
ist stundum við setningu
góðra laga, að það þurfi
peninga til að koma þeim í
framkvæmd?
Getur verið að forgangs-
röðin við ráðstöfun ríkisfjár-
munanna sé eitthvað dular-
full? Ekki nógu „mann-
eskjuvæn“?
Ætli forgangsröðin yrði
önnur ef „fjármálaráðherrar"
heimilanna - húsmæðumar
- fengju að spreyta sig?
Við skulum vanda val okk-
ar í kosningunum 20. apríl
næstkomandi.
Höfundur skipar 6. sæti Kvennalistans
á Suðurlandi.
Guðmunda Þóra Stefánsdóttir
húsfreyja í Geirakoti í Flóa sést hér á tali við ungviði á bæjarhlaðinu.
Guðmunda og maður hennar Kristján Sveinsson bjuggu í Geirakoti í Flóa í sex áratugi. Þau
eignuðust sex böm og segir Guðmunda það hafa verið mesta lán sitt í lífinu að þau hafi öll
fæðst heilbrigð og aldrei neitt alvarlegt annað að þeim í uppvextinum.
Guðmunda varð níræð á nýársdag, hún ber aldurinn vel; „hún er sú eina sem les gler-
augnalaust á heimilinu", segir tengdasonur hennar á Selfossi þar sem hún dvelur nú.
Guðmunda hefur haft ærinn starfa um dagana og þó hún standi ekki lengur fyrir stóm
heimili fellur henni aldrei verk úr hendi, hún pijónar, saumar út og málar auk þess sem hún
hefur yndi af lestri góðra bóka.
■ NU ER DOMUFRI ■■
ÞITT ER AÐ VELJA wM
Kvennalistinn vill þjóðarsátt um stórbætt kjör kvenna og annarra láglaunahópa, styttingu
vinnuvikunnar og sveigjanlegan vinnutíma.
Þetta höfum við boðið gömlu ílokkunum upp á tvisvar - en þeir höfnuðu!
Þeir voru ekki tilbúnir fyrir dömufri 1987 og 1988.
Þeir vildu ekki dansa í takt við okkur!
íslendingar em ein af ríkustu þjóðum heims. Við eigum gjöfular auðlindir í sjó og á landi
og fólkið okkar hefur skapað lífskjör sambærileg þeim bestu sem þekkjast í heiminum.
Þau hafa orðið til vegna mikillar vinnu, ekki síst sívaxandi vinnu kvenna utan heimilis.
Við öflum mikilla tekna og getum skapað fyrirmyndarþjóðfélag á íslandi ef jöfnuður,
réttlæti og virðing við mannlíflð og náttúmna situr í fyrirrúmi.
STÍGUM DANSINN SAMAN,
SKÖPUM RÉTTLÁTARA ÞJÓÐFÉLAG. DRÍFÐU ÞIG ÚT Á GÓLFIÐ!
7