Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 02.06.1993, Blaðsíða 2

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 02.06.1993, Blaðsíða 2
þegar eg finn að það, sem eg hefi lært kemur heim við reynsluna. Og hvað er í raun og veru allur lærdómur (þ.e.a.s. bóklegur) annað en reynsla annarra, og þá þeirra, sem lengra eru komnir. En það er eitt, sem maður græðir á fram- haldsnámi, og það er meiri víð- sýni." I lok greinarinnar segir hún: „Hugsjónir hjúkrunarkvennastétt- arinnar hafa að mörgu leyti breyst á síðustu árum. Hjúkrunarkonan, sem vakti nótt og dag yfir einum sjúkling og eyðilagði heilsu sína á örfáum árum, er að hverfa úr sög- unni. í stað hennar kemur nútíma hjúkrunarkonan sem á að vera kennari og leiðbeinandi almenn- ings, bæði í því, hvernig megi verj- ast sjúkdómunum og líka hjálpari, þegar veikindi ber að höndum." Þorbjörg ásamt Sig- ríði Eiríksdóttur skrif- uðu mikið og fluttu út- varpserindi. Þorbjörg flutti röð útvarps- erinda um heilsuvernd á árunum 1930 til 1935. Við fáum ekki betur séð en að þarna sé á ferðinni heilbrigð- isfræðsla í víðtækri merkingu því hún kemur víða við. Sér- staka athygli vekur heimildanotkun henn- ar og hve efnið er fræðilega unnið. Það sem hún er að vekja athygli á fyrir 60 árum hvort heldur varðar nám eða starf hjúkrun- arfræðinga gæti eins hafa verið sagt í dag. Þá vaknar sú spurning hvers vegna miðar oklcur svo hægt áfram? í grein í Hjúkr- unarkvennablaðinu, 3. tbl. 1936 sem Þorbjörg nefnir „Ungbarna- vernd og skólar" og byggð er á samnefndu útvarpserindi segir: „Vér könnumst líklega öll við að hafa heyrt eldra fólk segja: „Ung- dómurinn er spilltur",- og svo hefi eg aftur heyrt ungt fólk segja: „Eldra fólkið ásakar okkur, en það er því að kenna að við erum svona." Því miður mun hin síðari ás- ökun í sumum tilfellum hafa nokkurn rétt á sér, ekki af því að foreldrar eða aðrir , sem með upp- eldi unglingsins hafa haft að gera, hafi ekki viljað unglingnum vel, en kannske hafa hinar daglegu annir hamlað þeim frá að þekkja barnið eins vel og skyldi, kannske hefir þekking þeirra um uppeldis- mál verið takmörkuð við þeirra eigin heimili fyrr og nú, og kannski margt fleira, sem of langt yrði upp að telja. Það kunna að vera einhverjir meðal hlustenda minna, sem segja, að þessi málefni komi þeim ekkert við. En eg vil leifa mér að segja, að þau komi öllum við, því að lífinu er nú einu sinni þannig háttað að vér höfum öll áhrif hvert á annað og berum því hvert fyrir sig ábyrgð gagnvart samtíð vorri og hinni uppvaxandi kynslóð, sem er framtíð þjóðar vor- rar og lands vors." Enn segir Þorbjörg í grein sem byggð er á útvarpserindi sem bar heitið: „Nokkur orð um mental Hygiene - andlega heilsuvernd" og birtist í 4. tbl. 1936: „Andleg heilsuvernd, með tilliti til að fyrirbyggja misheppnun, glæpi og andlega sjúlcdóma og stuðla að andlegum og siðferðislegum þroska hjá eins- taklingunum, er með nýjustu en ekki þýðingarminnstu greinum al- mennrar heilsuverndar, en vegna þess, hve tiltölulega stutt er síðan henni hefur verið alvarlega gaum- ur gefinn, þá er hún enn sem kom- ið er skammt á veg komin.... Allt sem miðar að líkamlegri heisu- vernd, svo sem meiri þekking, heilsusamleg aðbúð og umhverfi o.s.frv., miðar líka að andlegri heilsuvernd, því að vér vitum að andleg líðan einstaklingsins hefur áhrif á líkamlega líðan hans og öfugt." Ennfremur segir hún í fram- haldi sörnu greinar sem birtist í l.tbl. 1937: „Hjálpið barninu til að varðveita virðinguna fyrir sjálfu sér. Takið ekki burt frá því með orðum eða athöfnum þá sjálfsvirð- ingu, sem það hefir. Foreldrar sem ná valdi yfir barni sínu með því að lama það andlega eru óverðir for- eldrar. Og að lokum ætti að hafa hugfast, að ef maður óskar eftir að rækta heilbrigðar andlegar venjur hjá barni sínu, þá er gott að rækta dálítið í sínum eigin persónulega garði." 2 Hjúkrun aukablað með sýnishorni af efni blaðsins fyrstu áratugina

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.