Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 02.06.1993, Blaðsíða 1

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 02.06.1993, Blaðsíða 1
,pifKUR A AÐ ÞYKJA VÆ UM 8LAÐIÐ fCKAR" %!%, ^JPV % j i u*i i'i^'** mf Þegar tímaritinu er flett á fyrstu áratugum útgáfu þess má sjá að hjúkrunarkohur eru að móta hlutverk sitt á metn- aðarfullan hátt. Þær eru mjög dug- legar að sækja sér menntun út fyr- ir landsteinana m.a. til Norður- landanna, Englands og Bandaríkj- anna þrátt fyrir erfið skilyrði. Athygli vekur hve margar hjúkrun- arkonur fara í háskóla, má þar nefna skóla eins og University of Wash- ington, University of Toronto, Bedford Coll- ege í London, Árósarhá- skóla og Norræna há- skólann í Gautaborg. Augljóst er að hjúkrun- arkonurnar eru á þess- um tíma að greina og forgangsraða verkefn- um á sviði hjúkrunar. Viðfangsefnin mundu í dag trúlega vera flokk- uð undir það sem við myndum kalla auk hjúkrunar, heilbrigðis- hvatningu, heilbrigðis- fræðslu, starfsmanna- heilsuvernd, starfsánægju, gæða eftirht, fræðimennsku og svo mætti áfram telja. Ljóst er að starfssviðið eykst með menntun þeirra og reynslu. Nánustu samstarfsmenn þ.e.a.s. læknar létu í ljós hugmyndir um hvernig nýta mætti þekkingu hjúkrunarkvenna og sagði Ólafur Helgason læknir í grein í l.tbl. 1941 um „Heilbrigðiseftirlit í barnaskólum" sem byggð var á er- indi sem hann flutti á fræðslu- fundi Félags íslenskra hjúkrunar- kvenna (FÍH): „ Enskur skólalæknir hefir skrifað: Sembarna- skólalæknir (hukrunar- konulaus) gat eg engu áorkað. Eg sá ekki svo mikið af sjúkdómum, en meira af því, sem orsakar sjúkdóma,- óhreinindum, óhirðu, næringarskorti, klæð- leysi og óþrifum. Það var ómögulegt að fá nægar upplýsingar um börnin og heimilis- hagi þeirra, og enginn var til að bera boð til heimilanna um börn- in og til að hjálpa til við skoðanirnar. Ein- asta leiðin til að kom- ast í samband við for- eldrana var að senda bréf um að þetta eða hitt þyrfti umbóta við. Eg gerði ekkert annað en senda út tilkynningar, og þar við sat. En lít- ið mark var tekið á því. Án eftirlits hjúkrunarkonu, sem gengur á heimilin , er skólalæknisstarfið áhrifalaust (Hoeg og Terman)." Síðar segir Ólafur: „Þesg vegna er það eðlilegt og sjálfsagt, að þar sem bæjar- eða héraðshjúkrunar- konur eru og vinna að almennri heilsuvernd, að þær séu einnig skólahjúkrunarkonur. Einnig gæti komið til mála, að þær hjúkrunar- konur, sem til þess hefðu lært tækju að sér heilsufræðikennslu í skólunum." Sérstaka athygli vekur hve virk Þorbjörg Árnadóttir hjúkrunar- kona var í að miðla á opinberum vettvangi. Hún útskrifaðist sem hjúkrunarkona frá Bispebjerg spít- ala í Kaupmannahöfn árið 1923. Árið 1941 lauk hún B.S. prófi frá University of Wasington og meist- araprófi í hjúkrunarfræði frá sama skóla árið 1945. Það er henni mikið kappsmál að menntun hjúkrunarkvenna og störf séu í háum gæðaflokki. Hún skrifaði t.d. í grein um „Heilsu- verndamám fyrir hjúkrunarkonur" 2.tbl. 1937: „Með þessum línum vil eg sérstaklega taka til athugun- ar hvaða undirbúnings og þekk- ingar er krafist af nútíma heilsu- verndar-hjúkrunarkonunni. Ef við athugum spurninguna frá byrjun verður fyrst fyrir okkur undirbún- ingsmenntun undir hjúkrunar- námið, og er hún best sem svarar stúdentsprófi, síðan kemur þriggja ára hjúkrunarnám við þekktan skóla, þá sérgreinanám, geðveikra- hjúkrun, heilsuhæli o.s.fr v., þá heilsuverndarnám, sem er best eins árs háskólanám með skír- teini. Til þess að heilsuverndar- hjúkrunarkonan verði starfi sínu vaxin, má engu af þessu sleppa. „Síðar í greininni segir Þorbjörg: „En í þessu sambandi vil eg geta þess, að námið er aðeins lykillinn að leiknum, sem er lífið sjálft, en mér finnst alltaf uppörvun að því, Hjúkrun aukablað með sýnishorni af efni blaðsins fyrstu áratugina

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.