Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 02.06.1993, Blaðsíða 4

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 02.06.1993, Blaðsíða 4
Hugleiðingar um heilsufar og vinnudag hjúkrunarkvenna í erindi sem bar ofangreint heiti sem Þorbjörg Árnadóttir flutti á fundi í FÍH árið 1935 og birt er í 1. tbl. árið 1936 athugar hún málið frá heilsufarslegu sjón- armiði og segir svo um 8 stunda vinnutíma: „En hvað segir svo sjálf heilsuverndin?" Hún vitnar í gamlan kennara sinn Mrs. Soule: „Heilsuverndarhjúkrunarkonan ætti ekki að hafa yfirvinnu, ef mögulegt er að komast hjá því. A. Hún vinnur betur ef hún er ekki þreytt, og hún ætti að vera eins vel upplögð í fyrstu eins og síðustu heimsókn. B. Vegna heilsu hennar sjálfrar. Það er slæm aug- lýsing fyrir heilsuverndina, að sjá þreytta og lasna hjúkrunarkonu í vinnu. C. Skipulagning. Það er oft slæmt fyrirkomulag sem er orsök langs vinnutíma." Þorbjörg spyr: „Getur þetta ekki líka átt við um aðrar hjúkrunarkonur?" Ennfrem- ur segir hún: „Hæfileg stytting vinnutímans leiðir til meiri starfs- orku og þar af leiðandi betri vinnu. Hún stuðlar að betra heilsufari, sem verður gróði fyrir einstaklingana og þjóðfélögin í heild sinni. Með auknum frí- stundum verður betra tækifæri til persónulegra áhugamála og þekk- ingar á öðrum sviðum, en þekk- ingin eykur skilning, sem er hin sanna fullkomnun." Þess má geta að árið 1942 var gerður viðbótar- samningur við launasamning rík- isins frá 1937 sem varðaði heimild fyrir 8 klst. vinnudegi. „Vegna skorts á vinnuafli var óvíða unnt að koma vinnunni fyrir á þann hátt, var því ákveðið fast yfir- vinnukaup fyrir þann tíma sem unnið var umfram 48 klst. vinnu- viku." (2,tbl.l945). PINNIÐ ÞER ANÆGJU í STARPIYÐAR? Igrein sem Sigríður Eiríks- dóttir þýddi og birtist í 3. tbl. 1941 um niðurstöður rannsóknar á athugunum á starfsgleði koma fram áhuga- verðar upplýsingar. Tilgangur rannsóknarinnar var að komast að raun um hversu margar hjúkr- unarkonur fyndu ánægju í starfi sínu, og hverjar væru orsakir til óánægju eða tómlætis í því. Einnig var reynt að komast að því hvaða samband væri milli skólanámsins og afstöðunnar til starfsins síðar. í úrtakinu voru 275 hjúkrunarkonur. Spurning- um var dreift til 100 heimilishjúk- runarkvenna, 100 sem störfuðu á stofnunum og 75 sem störfuðu að heilsuvernd, og höfðu flestar þeirra lokið hjúkrunarprófi frá hjúkrunarkvennaskólanum í Minnesota á árunum 1935-1939. I niðurstöðum kemur m.a. fram að: „Greinilegt samband virðist vera á milli tekna og starfsgleði. Meiri hluti þeirra sem ánægðar eru, hafa sæmilegar tekjur. Þær hjúkrunarkonur, sem höfðu starfsgleði, sýndu meiri áhuga fyrir félagsskap stéttarinnar og sóttu oftar fundi þeirra. Ennfremur virtist starfsgleði vera meiri þar sem starfið var metið af yfirboðurunum, og þar sem litið var á það með skilningi og réttsýni. Starfstíminn var þeim ekki síður til gleði og upp- örvunar, en frístundirnar. Og í þeim tilfellum litu þær oft á starfið sem ríkt af árangri, og að þær hefðu fengið svo góða að- stöðu í lífinu sem þær gátu vænzt. Niðurstaða á þessari rannsókn á starfsgleði var sú, að um 60% hafði ánægju af og áhuga fyrir lífstarfi sínu, 20% voru óánægðar og 20% voru áhugalitlar, þar sem þeim ekki hafði tekizt að finna þann grund- völl sem öll starfsgleði er byggð á." 4 Hjúkrun aukablað með sýnishorni af efni blaðsins fyrstu áratugina

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.