Norðurslóð - 25.11.1977, Page 3

Norðurslóð - 25.11.1977, Page 3
Jóhannes Jóhannesson leikari F. 13. júní 1896 - D. 12. október 1977 Vegabætur eitt stærsta framfaramál byggöarinnar Samgöngumál héraðsins eru enn einu sinni ofarlega í hugum margra. Undanfarið hefur tíð verið storma- og snjóasöm, svo að vegasamband hefur verið stopult eftir lífæðinni, sem vegurinn frá Ólafsfirði til Akur- eyrar er þessu héraði. Enn meiri erfiðleikar hafa þó verið á sam- göngum frá Dalvík og fram í sveitirnar báðum megin ár. Sú spurning var lögð fyrir stóran hóp Svarfdælinga fyrir nokkrum árum, hvernig þeir teldu að best yrði varið sveit- inni til heilla vænni íjárfúlgu, segjum 500 milljónum, í nútíma krónum, ef slíict fé lægi allt í einu á borðinu. Eftir stuttar umræður urðu allir sammála um að fénu yrði best varið til að endurbyggja vegakerfið í daln- um, hverri einustu krónu. Nokkuð hefur þessum mál- um þokað í rétta átt síðan þetta var og skal það síst vanþakk- að. Mestu munar þar að vegur- inn til Akureyrar, Ólafsfjarð- arvegur, frá Hagaás er nú að mestu uppbyggður, enda er sjaldan um nokkra verulega ófærð þar að ræða. Engum manni þarf lengur að blandast hugur um að slík hækkun vegarins „upp úr snjónum" er það sem koma skal í öllu Eyja- íjarðarhéraði, og að sjálfsögðu miklu víðar, og að með því móti, og með þvi móti einu, er unnt að gera alla vegi svo trygga að vel má við una. Hafi menn vantað fullnaðarsönnun á af- gerandi áhrifum upphækkun- ar vegarins þá er hún nú fengin með vegarspotta þeim á Hrísa- móum, sem endurbættur var í sumar sem leið. í hríðum og umhleypingum undanfarinna daga og vikna var sá vegur alltaf eins og sópað stofugólf, en á fyrstu metrunum þar fyrir ofan tólcu strax við ófærir skaflar. Og þannig hélst það allt inn á Hagaás, þar sem hái vegurinn tekur aftur við. Þótt nokkuð hafi þannig áunnist er hitt þó meira áber- andi, hvílíkt óhemjuverk er enn óunnið í þessu efni. Hér skal það helsta talið: Endurbygging Ölafsfjarðarvegar frá Dalvík að Hagaás, ennfremur sami vegur að miklu leyti frá Hofi í Hörgár- dal upp á Norðurlandsveg á Moldhaugahálsi. Skíðadalsveg- ur mest allur frá vegamótum við Hrisa og á byggðarenda. Svarf- aðardalsvegur frá Þverá fram á byggðarenda auk smáhafta á sama vegi neðar. Tengivegur yfir Tungurnar milli Svarfaðar- og Skíðadals. Ótalin er þá ný brú á Svarfaðardalsá hjá Ár- gerði. Hún er nú ein hrörleg- asta brú sinnar stærðar í byggð á íslandi og til lýta á fagurri leið í stað þess að vera sveitar- prýði eins og margar nýbyggð- ar brýr (og reyndar sumar gömlu brýrnar) annars eru. Stjórnvöld landsins hafa lýst þeirri stefnu sinni að gera nú ný og aukin átök í vegamálum. Enginn hefur heyrst andmæla þeim góða ásetningi, hvorki vinir né óvinir núverandi stjórn- ar. Aðeins hafa heyrst einhverj- ar nöldrandi raddir út af fyrir- hugaðri hækkun bensínskatts, sem að einhverju leyti á að fjármagna framkvæmdirnar. Hér skal sú afstaða sett fram að þetta mál hafi slíka höfuð- þýðingu fyrir svarfdælska byggð, eins og flestar aðrar byggðir, að slíkt lítilræði eins og einhver hækkun á bensíni og þungaskatti diselbíla sé ekki nefnandi á nafn í því sambandi. Uppbygging allra meginvega byggðarlagsins, eins og drepið er á hér að ofan þarf að gerast á næstu 5-10 árum og til þess þarf mikið fé. Hvernig þess fjár er aflað er aukaatriði, sé það ekki mútufé af ætt Arons og gullkálfsins. Þessu áliti munu Svarfdælir í bæ og byggð vilja beina til þingmanna sinna og vonast til að þegar kemur til skipta þess aukna fjármagns, sem aflað verður til vegamála, þá leggi þeir allan sinn sameiginlega þunga á sveif með sanngirn- inni, sem er að sjálfsögðu á okkar bandi, svo að vænn skerfur komi til vega í þessu þéttbýla en afar snjóþunga héraði. H.E.Þ. Hinn góðkunni borgari á Dal- vík Jóhannes Jóhannesson, Jói leikari, var jarðsunginn frá Dalvíkurkirkju og jarðsettur i Tjarnarkirkugarði laugardag- inn 22. október síðastliðinn. f fjarveru sóknarprestsins, sr. Stefáns Snævarrs, framkvæmdi nágrannapresturinn, sr. Úlfar Guðmundsson athöfnina. Jóhannes fæddist í Hreiðar- staðakoti, þar sem móðir hans, Filippía Pálsdóttir, fékkathvarf meðan hún ól barnið nokkrum dögum eftir að maður hennar, Jóhannes í Syðri-Sælu, var jarðsettur. Jóhannes ólst upp í Skíða- dalnum til fullorðinsára hjá heiðurshjónunum Vigfúsi og Soffíu á Þverá, sem gengu honum í foreldra stað. Framan af árum var hann vinnumaður á ýmsum bæjum í sveitinni, en eftir 1940 fluttist hann til Dalvíkur. Hann kvæntist Láru Sigurhjartardóttur frá Skeiði og eignuðust þau eina dóttur barna, Jóhönnu. Þau byggðu sér húsið Þrastarhól og átti Jóhannes þar heima æ síðan. Meðan haustkvöld heið og fögur hafa í faðmi vík og fjörð, meðan vorið skarti skrýðir Skíðadalsins frjóu jörð: hreinskilnin og heiðarleikinn halda um þína minning vörð. Haraldur Zophoníasson. Hér verða engin eftirmæli skrifuð um Jóa leikara, heldur látið nægja að birta erfiljóð Haraldar Zóphóníassonar, sem lesið var við kistu hins látna. Mun mörgum þykja sem ekki gerist þörf á að bæta miklu við það, sem þar er mælt. Aðeins skal það undirstrik- að, sem raunar kemur vel fram í ljóðinu, að Jóhannes var maður frábærlega vinsæll bæði í sveit- inni og í kaupstaðnum ekki síst vegna þess þáttar, sem hann átti í félags og skemmtanalífi byggð arlagsins um langt árabil. Hann var góður fulltrúi fyrir þá mörgu af báðum kynjum, sem alist hafa upp í dalnum en lagt síðan leið sína niður að sjónum og orðið traustir borg- arar í hinum vaxandi svarf- dælska byggðarkjarna, án þess að glata þó nokkurn tímann sveitamanninum úr persónu- leika sínum. H.E.Þ. Síðasta för að heiman hafin. Hinstu kveðju lokið er. Undan bleika banaljánum bjargað enginn getur sér. Framaf hálum feigðarskörum fyrr eða síðar hnígur hver. Löng var orðin lífsins gata lágum vöggustokki frá. Vandi oft á vegferðinni vá og hættum sneiða hjá. Þolraun sár í leiðarlokin langann þrautavef að kljá. Nú er öllum nauðum lokið nætur langar, dægrin stríð. Aftur rennur hrein og höfug heilsulindin tær og þýð. Lausn er fengin, Ijúf upp runnin langþráð bata- og hvíldartíð. Næga fram til efri ára átti seiglu, fjör og þrótt. Var með stolti og styrkum vilja 'starfsins önn af kappi sótt. Margoft sýndi í mæli ríkum manndómsþrek og kostagnótt. Vel að hverju verki stóð hann, vinnudrjúgur með afbrigðum. Heyskapar við annir allar afköstin með fágætum. Enginn fljótar bjó til bagga, - bindingsmaður með ágætum. Einn var þó að allra dómi eðliskostur bestur hans: kátínunnar kviku elda kveikti í brjóstum vífs og manns góðu heilli er gæddi lífi gamanvísur, leik og dans. Þýðum huga þúsundfalda þökk og lof er skylt að tjá þeim sem öðrum gleðigullið gefur báðar hendur á, Ijósi og yl á lífið bregður, létta gerir stúrna brá. Hefur nú aftur heill og glaður himinsálfu bjarta gist. Hlotið þar um eilífð alla yndislega og góða vist. Sunnan við bæ í sólskininu sungið getur af hjartans list. Aflaaukning frá því í fyrra Það sem af er árinu eða frá janúar til októberloka hefur verið unnið út 7.200 lestum af bolfiski á Dalvík en allt árið 1976, um 5.840 lestum. Stærsti hluti aflans, eða 5.070 lestir, hefur verið unnin hjá Hraðfrysti húsi KEA, en 2.130 lestir hjá 6 saltfiskverkendum. Rækja sem landað hefur verið hjá Söltunar félagi Dalvíkur hf. nam á sama tíma 306 lestum. Eins og að framan segir hefur Hraðfrystihús KEA tekið á móti 5.070 lestum en allt árið í fyrra 4.240 lestum þannig að nú þegar er 20% aflaaukningxmið- að við allt síðasta ár. Hráefnis- öflunin hefur verið þannig: Björgvin b/v Björgúlfur aðrir heimabátar aðkeypt hráefni 2.415 lestir 1.785 lestir 465 lestir 405 lestir 5.070 lestir Vinnslu aflans hefur verið þann ig háttað: frysting 2.940 lestir saltfiskverkun 1.740 lestir skreiðarverkun 160 lestir selt öðrum 230 lestir 5.070 lestir B/v Björgúlfur hóf veiðar í apríl. Þess má geta að báðir togararnir lönduðu í Færeyjum í sumar þannig að afli þeirra nam í októberlok, Björgvin 2.517 lest og Björgúlfur 1.911 lest. Aðkeypt hráefni er fiskur frá Akureyri og Hrísey. Aftur á móti er hráefni selt öðrum ýmist selt til saltfiskverkenda á Dalvík eða til Hríseyjar. Hér er því um hráefnisöflun að ræða. Þær saltfiskverkunarstöðvar sem hér starfa eru flestar kringum útgerð eins báts, þar sem éigendur þeirra verka afla sinn sjálfir. Þó eru á þessu undan- tekningar. Það sem af er árinu hafa verið verkaðar 2.130 lestir á móti 1.400 lestum í fyrra. Hæstu stöðvarnar eru: Haraldur sf. 480 lestir Jóhannes og Helgi 440 lestir Otur hf. 390 lestir Bliki hf. 390 lestir Rækja Söltunarfélag Dalvíkur hf. hef- ur tekið á móti 306 lestum af rækju á þessu ári, en 307 lestum allt árið í fyrra. Þessir hafa landað rækju: Arnarborg 140 lestum Langanes 121 lest Dalborg 35 lestum Aðrir bátar 10 lestum 306 lestirg Þess má geta að Arnarborg hefur verið talsvert frá veiðum vegna bilana, meðal annars samfellt í 2 mánuði sl. vor. Þá seldi b/v Dalborg 67 tonn af rækju erlendis, sem unnin var um borð og um sl. mánaðar- mót voru 30 tonna byrgðir um borð, þannig að togarinn hefur aflað 132 tonn af rækju frá því um miðjan júlí. Skíðavörur Nýkomin sending af margskonar skíðavörum. Alltaf eitthvað nýtt! Versl. Borgarhóll Dalvík - Sími 61236 NORÐURSLÓÐ - 3

x

Norðurslóð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.