Norðurslóð - 19.04.1978, Side 4

Norðurslóð - 19.04.1978, Side 4
N ORÐURSLÓÐ SVARFDÆLSK BYGGÐ OG BÆR Sameining sveitarfélaga „Ekkert er eðlilegra en Svarfaðardalshreppur og Dálvíkurhcer sameinist og verði aftur eitt sveitarfélag<e ) Þannig mælir Gísli Kristjánsson frá Brautarhóli, sá mikli áhugamaður um svarfdælsk málefni. Ekki ei ósennilegt að það mál, sem hér um ræðir, geti komið á dagskrá áður en langir tímar líða. Ekki er að efa, að; um það eru nú a.m.k. mjög skiptar skoðanir, og væri gagnlegt, að fleiri létu frá sér heyra hér í blaðinu iim þetta efni. Þetta sýnist fráleitt frá sjónar- hóli þeirra, er gengu fastastl fram í því að eitt sveitarfélag var gert að tveimur árið 1945, sem aldrei skyldi verið hafa. Á tveimur áratugum, eða frá 1930-1950 virtust þau viðhorf ríkjandi hér á landi að skipta sveitafélögum í smærri ein- ingar. Það var þegar þorp og bæir voru í örustum vexti og sumum sýndist þá, að djúpar gjár ágreinings væru að mynd- ast milli sjávarbyggða og sveit- anna gömlu. En hér var um að ræða ótta og áhyggjur, sem bæði hér og meðal annarra þjóða hefur síðan sánnast að voru ástæðulausar. Þróun þjóð félagsfyrirbæranna hefur sýnt og sannað, að hlutverkaskipt- ing í sérhverju þjóðfélagi, með- al vestrænna þjóða, kallar stöð- ugt á samhug og samtengingu einstaklinga og stétta, kerfið miðast við stækkandi einingar og ekki minnkandi enda sýnir reynslan að alsstaðar þar, sem einingarnar eru litlar og minnk- andi, er kyrrstaða og hnignun á flestum sviðum ráðandi. Þaðer þessvegna að í flestum löndum Norður-Evrópu hefur samein- ing og fækkun sveitarfélaga verið efst á baugi um síðustu áratugi, ef ekki með frjálsu framtaki þá með lagaboði. í Hollandi voru sveitarfélögin 1012 árið 1950, en aðeins 850 árið 1975. í Danmörku voru þau 1360 árið 1945, en nú 280, þá með talin þau 20 sveitar- félög sem standa að Stór- Kaupmannahöfn. Svipað hefur gerst í Svíaríki. Og svipað verður að gerast hér ef ekki á að verða sveitarhrun við brott- flutning úr vissum byggðarlög- um landsins eins og gerst hefur í Loðmundarfirði, í hreppunum norðan ísafjarðardjúps og nú Tímamót Anna Jóhannsdóttir húsfreyja verður 85 ára þann 27. apríl. í Syðra-Garðshorni Alexander Jóhannsson kennari og bóndi Skíðadal verður 60 ára þann 24. apríl. Hlíð Steingrímur Óskarsson hestamaður á Sökku verður 75 ára þann 10. maí. Á páskadag voru gefin saman í Vallakirkju brúðhjónin Elín Gísladóttir á Hofsá og Benedikt Ásmundsson frá Höfða í Höfðahverfi. Á páskadag opinberuðu trúlofun sína Rannveig Guðnadóttir frá Akranesi, vetrarstúlka á Tjörn, og Snorri Kristinsson á Hnjúki í Skíðadal. Á annan páskadag voru gefin saman í hjónaband á lag Dalvík Jóhanna Öskarsdóttir, sjúkraliði, og Steindór Sigfússon sjómaður frá Sauðárkróki. Þau búa í Nýjabæ á Dalvík. Þann 21. mars voru gefin saman í hjónaband á Dalvík Guðrún Sigríður Valdemarsdóttir frá Grenivík og Sigurður Grétar Marinósson sjómaður, Dalvík. Þau búa í Hafnarbraut 30, Dalvík. ANDLÁT Þann 31. mars andaðist Hans Paule Johannsen, upprunninn í Færeyjum, en um áratuga skeið búsettur á Dalvík. Hann var á 98. aldursári, er hann lést. Þann 31. mars andaðist Jóhanna Sigtryggsdóttir frá Brekkukoti, en búsett á Dalvík hin síðari ár. Hún var á 85. aldursári. Þann 1. apríl var jarðsett frá Dalvíkurkirkju Júlíana Kristmundsdóttir fædd í Grímsey, móðir Ágústs Bjarnasonar frá Grímsey. síðast í Múlahrepp í Barða- strandasýslu. Mótun megin- drátta þjóðfélagsfyrirbæranna síðustu áratugina knýr blátt áfram til þess að gera stærri heildir og snúa algjörlega við á þeirri braut, sem í þessum efnum var gengin til ársins 1950. Hvað um Svarfaðardals- hrepp? Heima í Svarfaðardal vita allir þegnar innan fjalla- hringsins hver þróunin hefir orðið þessi síðustu ár. Þétt- býlið vex ört, strjálbýlið grisj- ast að íbúatölu. Með nútíma samgönguskilyrðum, góðum vegum og síma á hverjum bæ og í hverri íbúð, er auðvelt að ná tengslum milli allra aðilja, og er það allt annað en fyrr gerðist þótt ekki sé vitnað til þess, sem um var að ræða fyrir 1823, en það ár var gamla VALLNA- HREPPI skipt. Allt frá árinu 970 - eða jafnvel fyrr- hve löngu fyrr veit Framhald á bls. 3. MÉR ER SPURN? Norðurslóð leitar svara Fyrir nokkru virtist það liggja í loftinu, að sjálfvirkur sími yrði lagður um Svarfaðardal. Nú heyrist ekkert um þetta talað. Er kominn afturkippur í málið? Símstjórinn á Dalvík svarar: Af tæknilegum ástæðum, hefur engin ákvörðun verið tekin um sjálfvirkt símakerfi í Svarfaðardal. Með vallínum frá Ólafsfirði, Hrísey og Ár- skógarstöð - auk eigin síma- kerfis, þarf Dalvíkurstöð nú þegai rýmri möguleika en hún getur veitt. Þetta veldur því m.a. að sjálfvirkt val er ófull- nægjandi við mikið álag. Sjálfvirkt símakerfi getur verið bæði gott og mjög gall- að, og á öllum stigum þar á milli. Það er því í sjálfu sér engin trygging fyrir góðu símasambandi, nema símakerf ið í heild flytji notkunina (álagið). Það er stefna Póst- og símamálastofnunarinnar, að sjálfvirkur sími komi um allt land, og nú þegar hefur sú símatækni náð til bæja í sveit- um. í Eyjafjarðarsýslu eru nú 114 sveitasímar sjálfvirkir, en 253 handvirkir. Símamál landsmanna eru enn langt frá lokamarki. í sumum sveitum búa bændur við 4 stunda símaafgreiðslu á virkum dögum, og í innsveit- um Eyjafjarðar eru 6 sam- bandssímar við skiptiborð. Það þarf því í mörg horn að líta, áður en símaþægindum er jafnt skipt. Fjárskortur hefur mjög tafið símaframkvæmdir að undanförnu, og á þessu ári fer mest af framkvæmdafé til stækkunar á sjálfvirkum stöðv um, sem ekki hafa getað sinnt símabeiðnum árum saman. Þegar sjálfvirka símastöðin á Dalvík verður stækkuð, má telja líklegt, að sjálfvirkursími í Svarfaðardal verði í sjón- máli. Fyrir dalbúa skiptir mestu máli, að það símasam- band verði sem öruggast, og eins hagkvæmt og völ er á. Haraldur Zophoniasson: Sumarkoma Svarfaðardal í Eftir h örkur, hríðar, hret og vetrargrand, blessun betri tíðar berst nú yfir land. Öll af hauðri hrökkva hjarns- og frera -tök. Af sér vötn og elfur ísa- sprengja -þök. Vorsins hörpuhljómar hlýir fara um jörð. Ljóssins læknisdómar lífgva kalinn svörð. Burtu húmi bægja birtukvöldin löng. Fuglar loftið fylla „fjaðraþyt og söng". Vorið, vinur bestur, vermdu þinni glóð, kœrstur komugestur, kalda norðurslóð. Góðir veðurguðir gróðrar efii þrótt. Fróni sólríkt sendi sumar, gott og frjótt. Hví gerist ekkert? Margir hafa velt því fyrir sér hvers vegna framkvæmdir við læknamiðstöðina á Dalvík hafa stöðvast. Það er ekki furða að menn bíði með nokkurri óþreyju eftir að miðstöðin kom- ist í gagnið því að með tilkomu hennar mun gerbreytast öll að- staða til heilsugæslu í héraðinu. NORÐURSLÓÐ hafði heyrt því fleygt að framkvæmdir hefðu stöðvast vegna þess að Dalvíkurbær hefði ekki staðið við sinn hluta af samningi við ríkið. En við nánari eftirgrennsl an hefur blaðið fregnað að svo er ekki, heldur er málinu þver- öfugt farið: Dalvíkurbær hefur fyllilega staðið við sínar greiðsl- ur og það er ríkisvaldið sem ekki stendur við sitt. Flugufót- urinn undir sögunni um vanskil bæjarins gæti ef til vill verið það, að bærinn hefur samið við ríkið um að greiða ekki sitt framlag allt með beinhörðum peningum, hluti þess verður greiddur með malbikun bíla- stæðis. Ríkið hefur fyrir sitt leyti samþykkt þann greiðslu- máta. Málverkasýning á Dalvík Það ber ekki oft við að haldin er milverkasýning á Dalvfk, og enn sjaklgcfara er það að listamennirnir, sem sýna verk sín, séu heimamenn. En þó gerðist þetta um páskana. Þá sýndu þrir dalvískir listamenn í Bergþórshvoli bæði málverk og teikningar. Þetta voru þeir Brimar Siguijónsson, Jóhannes Hafsteins- son í Miðkoti og Jóhannes Þóroddsson, systursonur Brimars. - Sýningin var vel sótt og flestar mynd- irnar seldust. Allur ágóði rann til byggingar elliheimilisins. Kiwanis-félagar lögðu til húsið endur- gjaldslaust. - Norðurslóð hefur hlerað að Brimar ætli ef til vill að halda aðra og stærri sýningu á verkum sínum í sumar eða næsta haust.

x

Norðurslóð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.