Norðurslóð - 10.11.1978, Qupperneq 2
NORÐURSLÓ
Utgefendur og ábyrgðarmenn:
Hjortur E. Þórarinsson. Tjörn. Svarfaðardal
Jóhann Antonsson, Dalvlk
Úttarr Proppé. Dalvlk
Ljósmyndari: fíögnvaldur Sk. Friðbjörnsson
Prentun Prentsmiðja Björns Jónssonar
Sigtryggur Amason
F. 17. september 1916 - D. 5. október 1978
In Memoriam
Saga Dalvíkur
Dalvíkursaga, fyrra bindi, kemur út um næstu
mánaðamót. Bókin verður allt að 500 bls. að
stærð, prýdd 400 myndum, þ.á.m. litmyndum.
Sagan nær víða útfyrir Dalvík og Svarfaðardal og
grípur inn á viðburði og heimildir frá miklu stærra
svæði.
Útsöluverð bókarinnar verður kr.
áskrifenda kr. 12.000.
1 5.000. en til
Áskrifendasöfnun stendur enn yfir. Afgreiðslu-
menn eru Jónas Hallgrímsson, Bjarkarbraut 1,
Dalvík, sími 61116, og Sigvaldi Júlíusson,
Bústað 7 við Kleppsspítala , sími 9 1-352Ö7.
Dalvíkurbær.
—
ÞAKKARÁVARP
Hjartansþakkir tilallra skyldra og vanda/ausra, er
glöddu okkur meðgjöfum og skeytum og hlýhug á
70 ára afmæ/um okkar 12. júlí og 9. október s. I.
Guð blessi ykkur ÖH.
Hjónin í Svæði.
í dýrðlegu haustveðri, laugar
daginn 14. október, kvöddu
Svarfdælingar hinstu kveðju
góðan vin og sveitunga, Sig-
trygg Árnason frá Brekkukoti.
Hin rúmgóða kirkja á Dalvík
var fullsetin þegar kveðjuat-
höfnin fór fram. Presturinn, sr.
Stefán, hélt minningarræðu, en
kirkjukór og félagar úr karlakór
sungu.
Að þeirri athöfn lokinni var
kista Sigtryggs flutt fram í
Tjarnarkirkjugarð og jarðsett
þar sem foreldrar hans og aðrir
nánir ættingjar hvíla.
Hinn mikli mannfjöldi, sem
viðstaddur var, bar jjess ljósan
vott, hver ítök Sigtryggur Árna-
son, Tryggvi í Brekkukoti, átti í
hugum sveitunga sinna, bæði í
Svarfaðardal og á Dalvík. Blíð-
viðri haustsins og litadýrð lofts
og láðs mynduðu fagra og
tilhlýðilega umgjörð um þessa
látlausu jarðarför og stuðluðu
að þeirri heiðríkju, sem er og
verða mun yfir minningu
Tryggva í Brekkukoti í hugum
okkar sveitunga hans og vina og
vandamanna hans nær og fjær.
Hann leit fyrst dagsins ljós
langt frammi í dal, á Klaufa-
brekkum, í hinum volduga
fjallafaðmi framdalsins. Á ung-
lingsárum hans flutti fjölskyld-
an niður í miðsveitina, fyrsts í
Steindyr, en 4 árum síðar í
Brekkukot. Þar lifði Tryggvi
lengstan kafla ævi sinnar og við
þann bæ, nú fallinn úr byggð, er
nafn hans tengt í minningu
samferðamanna.
Hann var vel fullorðinn mað
ur, þegar hann fluttist síðasta
—
í
Frá
Kjörmarkaði KEA
Bestu innkaupin eru gerð
í Glerárgötu 28.
Allar vörur með 10% afslætti
Auk þess ágóðaskyldur.
Fylgist með vöruverðinu og
verslið hagstætt.
MATVÖRUDEILD
!ili
Sigtryggur Árnason.
Myndin tekin á Tungurétt á
réttardag í september sl.
áfangann á lífsleið sinni niður
eftir sveitinni, eins og vatnið,
sem rennurfráfjöllumtilsjávar.
í þetta sinn varáfangastaðurinn
Dalvík. Þarbjó hann I2síðustu
aldursárin og starfaði sem af-
greiðslumaður í byggingavöru-
deild kaupfélagsins. Hann
kvæntist ekki, en bjó með
foreldrum sínum og síðar, eftir
lát Árna, með Sólveigu móður
sinni og Jóhönnu systur hennar
í Sunnuhvoli á Dalvík.
Þetta er ekki margbrotin saga
eins og hún er hér sögð og sviðið
er alltaf hið sama, svarfdælsk
byggð, aðeins örlítil tilfærsla
svo sem á milli atriða í stuttum,
einföldum leik.
Samt er saga Tryggva í
Brekkukoti í raun og veru
hvorki stutt né einföld. Hann
vann langan, samfelldan starfs-
dag og lagði mörgum góðum
málum lið. Á ytra borði virtist
líf hans máske fábrotið, en hann
átti sér hugarhpim auðugan af
áhuga- og hugðarefnum. Hann
var mikill og einlægur unnandi
söngs og tóna og í íslenskum
bókmenntaheimi var hann ágæt
lega kunnugur.
Hann fylgdist vel með hrær-
ingum mannlífsins í þjóðfélag-
inu og í næsta umhverfi, e.t.v.
fremur sem áhorfandi en sem
þátttakandi, lagði jafnan gott til
mála og átti aldrei í útistöðum
við nokkurn mann. Hann var
sjálfsagt ekki að öllu leyti sáttur
við eigin örlög, sem sniðu lífi
hans þröngan stakk, en gerði
ekki uppreisn gegn þeim. Hann
var ekki þannig skapi farinn.
Ábyrgðarkennd hans og
skyldutilfinning gagnvart sam-
ferðamönnum almennt og
vandamönnum sínum sérstak-
lega var ákaflega ríkur þáttur í
eðlisfari Tryggva og kannske sá
þátturinn, sem auðsæastur var.
En það var aðeins einn af
mörgum góðum kostum hans.
Hann var í sannleika vandaður
maður til orðs og æðis, um það
eru örugglega allir sammála,
góðviljaður maður, sem vildi
láta gott af sár leiða. Og hann
uppskar ríkulega ávexti góð-
semi sinnar og hógværeðar í
vinarhug og trausti allra þeirra,
sem við hann áttu einhver
skipti, og þeir voru margir.
Tryggvi í Brekkukoti var
góður Svarfdælingur og unni
sveit sinni og samferðamönn-
um. Hann helgaði þessu byggð-
arlagi alla starfskrafta sína,
fyrst sem bóndi í sveitinni, síðan
sem starfsamaður kaupfélags-
ins á Dalvík. Hvert handtakævi
hans var unnið í þágu þess fólks,
sem hér býr skyldra og vanda-
lausra.
Það var enginn sorgarblær
yfir jarðarför Trýggva. Til þess
var ekki ástæða, hann hafði
lifað vel og skildi einungis eftir
góðar minningar en engin
vandamál öðrum til úrlausnar.
En við brottför hans fer ekki
hjá því, að margur finnur með
söknuði, að horfinn er einn
þeirra, sem settu svip á mannlíf
héraðsins, einn þeirra sem í
persónu sinni tengdu saman
svarfdælska sveit og fcaupstað.
Hjörtur E. Þórarinsson.
Bréf frá bræðrum
Framhald af bls. 3.
Teldi ég vel viðeigandi, að
slíkt minnismerki yrði látið
standa nálægt heilsugæslustöð-
inni eða jafnvel í fögrum
skrúðgarði við elliheimilið?“
Séra Trausti fer út í aðra
sálma:
,,Ég hafði gaman af mynda-
opnu Tímans frá Tungurétt.
Þar birtust þó nokkur andlit,
sem ég þekkti, þótt kynslóðabil-
ið sé orðið nokkuð stórt. Þessar
myndir minntu mig líka á gamla
daga, þegar maður var sjálfur
þátttakandi í réttarfagnaði á
Tungurétt og gangnamaður í
Stólnum.
Það er bjart yfir þeim minn-
ingum, þótt veðrið hafi stund-
um sorfið hart að bæði mönn-
um og málleysingjum. Sérstak-
lega minnist ég eins réttardags,
er norðaustan rigning og storm
ur ætluðu allt að drepa. Þá
björguðum við Vilhelm frændi
minn lífi okkar með því að
setjast á bak Gránu og Skjónu
og ríða sem harðast heim, áður
en búið var að draga.
En blautir og kaldir vorum
við, þegar við komumst heim í
gömlu baðstofuna á Jarðbrú.
Um morguninn hafði verið
dásemdarveður, svo fáum hefur
víst dottið í hug að hafa með sér
regnföt, og sumir ekki átt þau -
í það minnsta ekki ég.“
Blaðið þakkar þeim bræðr-
um tilskrifið og sendir þeim
svarfdælska vinarkveðju.
Útboð
Tilboð óskast í byggingu á 6 leiguíbúðum í raðhúsi við
Hjarðarslóð, Dalvík.
Húsin skulu vera fokheld fyrir 15. ágúst 1979 og full-
gerð 15. maí 1980.
Útboðsgögn fást hjá bæjartæknifræðingi Dalvíkurog á
Teiknistofu húsnæðismálastofnunar.
Leiguíbúðanefnd Dalvíkur.
2 - NORÐURSLÓÐ