Norðurslóð - 10.11.1978, Blaðsíða 3

Norðurslóð - 10.11.1978, Blaðsíða 3
Þinghúsið á Grund - Hjallur til niðurrifs eða musteri þjóðlegs samkomuhalds? Allir Svarfdælir þekkja þinghúsið á Grund, Grundina, eins og unga fólkið kallar staðinn. Tii skamms tíma var þetta aldna hús í litlu áliti og flestir litu aðeins á það sem spurningu um tíma, hvenær það yrði rifið og annað veglegra samkomuhús reist þar eða annarstaðar í sveitinni. Nú nýtur húsið vaxandi virðingar og vinsælda, og menn eru farnir að spyrja sig, hvort nokkur ástæða sé til að leggja það fyrir róða. Hvað sem ofan á verður þegar til kastanna kemur, hlýtur hreppsnefnd Svarfaðardalshrepps að taka samkomuhúsmál sveitarinnar til umíjöllunar hið fyrsta og koma hreyfingu á mál- ið, því eins og er er aðstaðan til samkomuhalds í hreppnum óvið- unandi. Um það eru allir sammála. Þinghúsið er að /tofni eitt elsta hús í byggðum-Æsvarf- dæla og á sér allmerkilega sögu. Upphaflega varþaðreist sem þinghús Svarfaðardals- hrepps fram á Tungum vel fyrir aldamótin. Grunnur húss ins er nú því miður horfinn af yfirborði jarðar, en hann var nærri austast í núverandi nýræktartúni Sigurðar bónda í Hreiðarsstaðakoti norðan þjóðvegarins á Tungunum. Árið 1912varráðistíþaðað taka húsið niður, flytja það niður að Grund og reisa aftur á nýjum grunni við veginn. Síðan var barnaskólinn þar til hús allt til ársins 1953, er hann fluttist að Húsabakka. Árið 1938 fékk ungmennafélagið Þorsteinn Svörfuður að reisa viðaukabyggingu sunnanvið Þinghúsið, þar sem er sena o.fl. Að lokum varsvo samkomu salurinn breikkaður til vesturs með skúrbyggingu og fordyri með snyrtingum gert norðan- við árið 1962. Var það hugsað sem bráðabyrgðaráðstöfun meðan hreppurinn væri að ljúka uppbyggingu skólaset- urs síns á Húsabakka. Nú er að líkindum komið að því, að Svarfdælingar þurfi að ákveða stefnuna í þessu máli. Á að byggja nýtt hús, „félags- heimili“, hvernig á að byggja, hvar á að byggja o.s.frv. Eða á alls ekki að byggja nýtt hús frá grunni, heldur snúa sér að því að dubba upp á Þinghúsið, stækka það eitthvað (til norð- urs?), koma þar fyrir rúmgóð- um forsal, snyrtingum o.fl. Trúlega þarf þá að gera miklar endurbætur og lagfæringar á gamla húsinu, skinna það upp útvortis og síðast en ekki síst lagfæra allt umhverfið bæði m.t.t. umferðar og útlits. Æ fleiri heyrast nú segja eitthvað á þessa leið: „Þinghúsið gæti bara verið fallegt séð frá veginum, ef það væri lagfært myndarlega og umhverfið tek- ið til bæna“. Eða: „Mér finnst Þinghúsið bara svo hlýlegt og huggulegt, það er hvergi betra að skemmta sér heldur en þar“. Víst er um það, að oft eru góðar og menningarlegar skemmtanir á Grundinni, þó þær séu það vissulega ekki allar. Margt aðkomufólk, sem þar hefur verið á samkomu, hefur látið þess getið, að það hafi aldrei séð fólk skemmta sér jafnvel, og það ódrukkið, eins og á þessum stað. Sumir hafa sagt, að líklega lifði gömludansa menningin hvergi betra lífi á íslandi heldur en á Grund í Svarfaðardal. „Við vissum bara ekki, að það væri til ennþá, að ungir og gamlir hömuðust svona í gömlu dönsunum af þessu líka feykna fjöri, og allir ódrukkn- ir.“ Þannig hafa menn komist að orði og annað í þeim dúr og ekki af ástæðulausu. Svo frægt er þetta fyrirbæri, að nú stendur til að áhugafólk um þjóðhætti í höfuðstaðnum geri út leiðangur hingað norð- ur í samvinnu við ríkisútvarp- ið, sjónvarp, í þeim erinda- gerðum að kvikmynda ball á Grundinni. Ætlunin er eink- um að kvikmynda ,,marsinn“ með gömlu dönsunum og öll- um tilheyrandi kúnstum og til- brigðum, sem ekki þarf að lýsa fyrir barnfæddum Svarfdæl- um. Vonandi verður þessi skemmtilega hugmynd að veruleika og kemur þá til kasta sveitamanna að sýna að enn séu þeir ekki dauðir úr öllum æðum. Grein þessi var að stofni til rituð fyrir ári síðan, en komst ekki í blaðið vegna rúmleysis. Hún er þó ekki síður í fullu gildi nú en þá. H. E. Þ. Tölvutceknjn kemur til Dalvíkur Tölvutækni ryður sér æ meira til rúms við færslu bókhalds og söfnunar ýmissa upplýsinga hjá fyrirtækjum. Fyrst í stað þurftu rekstrarreikningar að vera all stórar svo slíkt væri talið hagkvæmt og vegna smæðar fyrirtækja hér á landi hefur tölvunotkun ekki verið mikil. Ýmislegt bendir þó til að notkun tölvu muni stóraukast í náinni framtíð. Kaupfélag Eyfirðinga hefur nú um skeið verið að auka hjá sér tölvuvinnslu og stutt er síðan að útibúið hér á Dalvík tengdist þessu tölvukerfi Kaup- félagsins. Til að fræðast um þessa hluti sneri Norðurslóð sér til Rögnvaldar Friðbjörnsson- ar, skrifstofustjóra, og bar fram nokkrar spuringar. - Hvenær var tölvubókhald tekið upp hjá útibúinu? - Það var um síðustu áramót að viðskiptamanna- og launa- bókhald fastráðinna starfs- manna fór í þannig vinnslu. Aðalbókhaldið og vinnulaun lausráðinna fór í tölvuvinnslu um mitt ár og var þá aðalbók- haldið fært frá áramótum. Þar með var allt bókhald útibúsins komið í tölvu. Þess má geta, að enn er ekki farið að færa aðalbókhald K.E.A. í tölvu, en gert er ráð fyrir að það verði frá næstu áramótum. - Að hve miklu leiti er bók- haldið unnið hér á Dalvík? - í sumar fékk K.E.A. sér nýja tölvu, sem heitir I.B.M. system 34, en áður voru þeir með I.B.M. system 32. Aðal- munurinn, tæknilega, er sá, að hægt er að hafa beint samband við tölvuna með sjónvarps- skermakerfi. Hér er staðsett skráningavél, sem tveir geta unnið við sjálfstæðar skráning- ar í einu. Öll bókhaldsvinna, svo sem merkingar og skráning á svokallaða „disklinga" (sem eru litlar segulplötur), er fram- kvæmd hér. Disklingarnir eru síðan sendir til Akureyrar, þar sem keyrsla fer fram í tölvunni. öll geymsla á gögnum er því hér á Dalvík, aðeins endanleg tölvu vinnsla fer fram á Akureyri. Eins og ég sagðí áður er sá möguleiki fyrir hendi, að tengja nokkra sjónvarpsskerma inn á kerfið og um leið að hafa skermi hér á Dalvík. Þarf þá sérstaka símalínu, svo vel sé, til að hafa sem beztan aðgang að upplýs- ingum, en kostnaður við slíkt er svo mikill, að vafamál er að það borgi sig. Um þessar mundir er verið að kanna hvað hentar best Alltaf er nokkuð um það að blaðinu berast bréf frá áhuga- sömum lesendum. Nýlega komu samtímis bréf frá bræðr- um tveimur sem hvorugur vissi þó, að hinn væri að skrifa bréf, því annar er í Flórída en hinn á Djúpavogi. Þetta eru þeir Péturssynir, Jóhann Svarfdælingur í Amer- iku og sr. Trausti prófastur Sunnmýlinga. Hér birtum við stuttarglefsur úr bréfum þessara ágætu drengja, sem löngu eru fluttir héðan úr héraði, en geyma í hug og hjarta minningarnar frá æskuárum sínum og fylgjast af lifandi áhuga með öllu því sem hér er að gerast. Það er greinilegt að Jóhann hefur brennandi áhuga á fram- gangi Dvalarheimilis aldraðra á Dalvík, hefur enda sýnt það í í framtíðinni í þessum efnum. - Þið hafið tekið að ykkur bókhaldsvinnu fyrir aðra en útibúið? - Hér fer fram skráning á viðskiptamanna- og aðalbók- haldi útibús K.E.A. Ólafsfirði og frá 1. október höfum við tekið að okkur bókhald á hlaupareikningum í Sparisjóði Svarfdæla á Dalvík. - Hvererhelstiávinninguraf tölvuvinnslu, umfram það sem áður var? - Aðalkosturinn er aukinn hraði. Upplýsingar úr bókhaldi geta nú legið fyrir mun fyrr og ítarlegri en áður. Auk þess einfaldast vinnan við bókhaldið um leið og hún verður nákvæm- ari, sagði Rögnvaldur að lokum. verki með stórmyndarlegri gjöf til þeirrar stofnunar, sem senn tekur til starfa. Jafnframt ræðir hann í bréfinu um heilsugæslu- stöðina. í lok þess setur hann fram tillögu. „Bjarni Pálsson, fyrsti land- læknir íslands, var fæddur á Upsum í Svarfaðardal. Dalvík var þá ekki til nema sem Böggvisstaðasandur. Eyvindi duggusmið var reist minnis- merki, og er það vel. Mér finnst að við Svarfdælingar allir - Dalvíkingar auðvitað þar með taldir - verðum að vakna til umhugsunar og framtaks á því sviði að sjá um að Bjarna Pálssyni verði reistur myndar- legur og veglegur minnisvarði. Við og íslenska þjóðin öll stöndum í svo mikilli þakkar- skuld við þann mæta mann. Framhald á bls. 2. - Rætt við Framhald af síðu 4. baujuna, þá set ég út loggið og tek svo bara strikið upp að Sauðanesinu, til að sjá hvað þetta væru margar mílur. Mótoristinn var ævinlega uppi á landleið. Það var Anton Sigurjónsson. Það var fíni drengurinn. Ég bað hann ævin- lega að taka inn loggið og stemma það svo aftur á núll, svo enginn sæi neitt á því. Hann gerði það. En þegar ég kem í land, þá eru allir farnir í róður. Ég skipti mér ekkert af því. Ég fer svo bara sama strik fram aftur, en færi mig rúmu tengsli framar. Og það veit enginn af mér, hvar ég er. Og það er alveg sama, ég fæ aftur næsta dag þúsund pund á dekk, eða tólf þúsund pund alls, því báturinn tók ellefu þúsund í lest. Og þarna er ég búinn að fara tvo róðra og færði mig þetta fram, og það er sama í öðrum róðrin- um, að þá fæ ég miklu betri fisk á framendann heldur en grunn- endana. SvoTer ég í land og þá eru allir farnir. Þá færi ég mig ennþá fram, svona um rúmt tengsli. Fréttam: Hvað er tengsli? Guðl: Það eru sex eða sjö stokkar á milli belgja, eftir því, sem maður vill hafa. - Þegar ég kem þarna í þriðja róður og færi mig fram, þá kem ég að enskum togara, sem liggur þar og er með bauju úti. Ég stika svo þarna hjá baujunni, og það er ekþi nema nírætt vatn. Hann er þá þarna í hárifinu, langt norð- ur af Grímsey. Og ég byrja svo, stutt frá baujunni hans og legg norðaustur, eitt tengsli. Þar stika ég og það voru 140 faðmar orðnir. Svo hugsa ég með mér að hér skuli ég byrja að leggja. Ég legg svo alla línuna norður af austri og stika aldrei. Svo stika ég þegar ég er búinn að leggja alla línuna og það passar upp á faðm, að það eru 140 faðmar þar líka. Þarna næ ég fimm róðrum áður en þeir hafa upp á mér og er alltaf með á dekki. Fréttamaður: Voru þeir ekki orðnir vitlausir yfir þessu? Guðlaugur: Þeir voru alveg orðnir kolvitlausir, þú mátt nærri geta, þegar sumir fengu varla kvikindi, en aðrir ekki nema þrjú - fjögur þúsund pund, langmest. Þegar ég er að fara í sjötta róðurinn, þá sé ég að Þorsteinn Svörfuður liggur úti á firði, stopp, ég fer til hans, ég kunni ekki við að stíma fram hjá bátnum. Kristinn heitinn Hall- grímsson var þá háseti hjá Hannesi heitnum og ég segi við hann: „Er eitthvað að bila hjá ykkur?“ „Nei, ætli það, ég held það hafi bara farið þari í skrúf- una,“ svarar hann. „Nú, jæja,“ segi ég. „Þá þurfið þið ekki mína hjálp.“ Svo ég bara fer. Svo kemur hann á eftir, náttúr- lega, lá þá bara til að sjá hvert ég færi. Og fyrir þetta, sem hann lá þarna fyrir, þá náðu þeir allir saman einum róðri þarna frammi. Þá gekk hann í norð- austan hvell og var ekki hægt að róa í fleiri, fleirii daga. Guðlaug Fréttam: Mannstu hvað þið voruð langt norður af Grímsey? Guðlaugur: Við höfum verið einar 12-13 mílur norður af eynni. Við vorum rúman helm- ing vegalengdar frá Grímsey fram að Hólnum, en þar á milli eru 20 milur. Gömlu bryggjurnar. Guðlaugur yngri: Mannstu dýp in þarna á þessum miðum? Guðl. eldri: Já, ég man öll dýpi og ég fór ævinlega eftir merkj- um eða miðum af fjöllum, þegar sást til lands. En þó ekki sæist til lands, þá hefði ég svo góðan kompás, og áreiðanlegt logg - það var eitt þetta stóra skipa- logg - , það skeikaði aldrei á því. Maður hafði ekki annað að styðjast við og varð að treysta á sjálfan sig. En þetta gekk vel þessar vertíðir, sem ég var, það kom aldrei neitt fyrir mig. Fréttamaður: Hvenær byrjuð- uð þið á vorin? Guðlaugur: Við byrjuðum ekki fyrr en í júlí. Það kom aldrei fískur þá fyrr en 10. júlí. Þó að væri farið 7.-8., þá fengust ekki nema nokkrir slápar. En eftir svona tvo, þrjá daga, þá var alveg kakkfiskur. Þá var gang- an að koma. þá komu þessir slánar svona á undan, dökkleit- ir. Fréttam: Hvað stóð vertíðin lengi? Guðl: Hún stóð þangað til sein- ast íjúlí. Um mánaðamótinjúlí- ágúst fórum við á reknet. Fréttamaður: Hvaða bátarvoru þá áDalvík, manstu eftir því? Guðl: Þarna við Kaupfélags- bryggjuna voru, auk Baldvins Þorvaldssonar, sem ég var með, Bjarmi, Þorsteins heitins frá Efstakoti og Björgvin, Sigfúsar Þorleifssonar. Pállheitinn Frið- finnsson var með útgerð þarna líka, en Björn heitinn Arngríms son var með hans bát. Hét sá Arngrímur Jónsson. Svo var Baldvin Þorvaldsson, sem ég var með. Þeir voru með mér á honum bræðurnir Anton og Guðjón Sigurjónssynir og lík- lega einn úr Böggversstöðum, mig minnir Guðjón Loftsson (Gauji Lofts). Jón Emil í Holt- inu var með mér lengi. Hann byrjaði með mér á Baldri. Fréttamaður: Hverjir voru við Höppnersbyryggjuna? Júlíus Halldórs: Við Höppners bryggjuna voru Nói Svein- björns v Jóhannssonar og Skrauti, sem þeir kölluðu, sem hann Toni átti. Palli í Miðkoti var með hann um tíma. Þar var lika Hannes hafstein og svo áður Hugur Júlíusar Björns- sonar. Fréttam: En við Valensíu- bryna? Júlíus H: Við V. voru bátarnir hans Þorsteins kaupmanns: Skíði, Jón Stefánsson og Búi. Um margt skröfuðum við fleira, en það bíður betri tíma. Júlíus J. Daníelsson, frá Syðra-Garðshorni. Dalvíkurhöfn kringum 1940. Bréf frá bræðrum NORÐURSLÓÐ - 3

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.