Norðurslóð - 19.02.1980, Síða 2

Norðurslóð - 19.02.1980, Síða 2
NORÐURSLÓÐ Útgefendur og ábyrgðarmenn: Hjörtur E. Þórarinsson, Tjörn, Svarfáöardal Jóhann Antonsson, Dalvik Óttar Proppé, Dalvlk Afgreiðsla og innheimta: Sigriöur Hafstað, Tjörn Ljósmyndari: fíögnvaldur Sk. Friöbjörnsson Prentun: PrentsmiOja Björns Jónssonar Auglýsing Dalvíkurbær auglýsir hér með eftir umsóknum um kaup á íbúð að Hjarðarslóð 6, Dalvík, samkvæmt lögum um leigu- og söluíbúðir. Umsóknarfrestur er til 12. mars 1980. Umsókn skulu fylgja upplýsingar um: 1. Atvinnu umsækjenda 2. Fjölskyldustærð 3. Húsnæðisstöðu þeirra 4. Tekjur umsækjenda og eignir s.l. þrjú ár. Allar frekari upplýsingar þ.m.t. upplýsingar um stærð og gerð íbúðanna eru veittar á skrifstofum bæjarins. Dalvík, 18. febrúar 1980. Bæjarstjóri. ...... ................... ■ ■ ■■ > Húsnæði til sölu Dalvíkurbær auglýsir til sölu suðurhluta húseign- arinnar Skíðabraut 4, Dalvík (áður bæjarskrif- stofur). Tilboð skilist á bæjarskrifstofumar, Ráðhúsi Dal- víkur, fyrir 1. mars 1980. Bæjarstjórinn Dalvík. Upphitunarvandamálið hitadeild Orkustofnunar þetta mál til athugunar á síðastliðnu ári og lét hreppsnefndinni í té umsögn í desember. Hefur Norðurslóð fengið leyfi til að birta bréfið, sem er undirritað af Kristjáni Sæmundssyni helsta jarðhitasérfræðing deildarinn- ar: Bréf Orkustofnunar „í apríl síðastliðnum var tekið á vegum Jarðhitadeildar vatns- sýni úr borholunni við Lauga- hlíð til efnagreiningar. Til- gangurinn var að athuga hversu heitt vatn megi væntanlega fá úr því vatnskerfi, sem fæðir laug- arnar við Laugahlíð. Nokkrar gamlar efnagreiningar eru til og ber öllum greiningunum vel saman. Samkvæmt þeim má búast við allt að 50° C heitu vatni í nokkur hundruð metra djúpri borholu við Laugahlíð. I Eyjafirði stjórna berggang- ar víðast hvar upprennsli heits vatns neðan úr berggrunninum. Talið er að svo sé einnig í Svarf- aðardal. Til að finna legu ganganna og þar með upp- streymisleið heita vatnsins þarf að segulmæla allstórt svæði við laugarnar og gera jarðfræði- rannsóknir í nágrenni jarð- hitans. Þessar athuganir gætu tekið tvo menn um það bil tíu daga. Áætlaður kostnaður miðað við núverandi verðlag er 1 millj. kr. Samkvæmt upplýsingum frá Jarðborunum ríkisins kostar 600 m. borhola með jarðborn- um Ými um 30 milljónir króna á núgildandi verðlagi. Orkusjóð- ur hefur yfírleitt lánað 60% borkostnaðar vegna borana fyrir hitaveitur. Áður en farið verður út í frek- ari rannsóknir, er nauðsynlegt að gera úttekt á hagkvæmni hitaveitu miðað við 50° C heitt vatn, og bera saman við aðra 2 - NORÐURSLÓÐ Framhald af forsíðu. kosti til upphitunar. Jarðhita- deiid mun gera slíka hag- kvæmnisúttekt og senda yður fyrir vorið. Ef útkoman verður góð ætti að vera hægt að gera nauðsynlegar rannsóknir til undirbúnings borun næsta sumar.“ Tvær stórar spurningar Eins og í bréfinu stendur er þarna a.m.k. tveimur þýðinga- miklum spurningum ósvarað: í fyrsta lagi! fæst þarna 50 stiga heitt vatn eða meira, og í öðru lagi væri fjárhagslega hag- kvæmt að leiða slíkt vatn um einhvern hluta sveitarinnar? Undir svarinu við síðari spurn- ingunni er það væntanlega komið, hvort réttlætanlegt þykir að leggja í kostnað og áhættu við að fá hinni fyrri svarað. Aðrir kostir. Ástæða er til að staldra við það atriði í bréfi Jarðhitadeildar þar sem segir að naupsynlegt sé að bera hagkvæmni varmaveitu frá Laugahlíð saman við „aðra kosti til upphitunar“. Hér er vafalaust m.a. átt við saman- burð við niðurgreidda olíu og/eða rafhitun. En jafnframt hlýtur þama að koma til skoðun- ar möguleikinn að tengjast hita- veitu Dalvíkurhjá Hrafnsstaða- koti og kannske ekkert síður sérstök hitaveita frá Hamri (þar sem nú er þó nokkuð afgangs- vatn) fram Austurkjálka og yfir ána á hagkvæmum stað. Hvor kosturinn sem fýsilegur þætti þyrfti þarna að koma til góð samvinna við Dalvíkinga. Ekki er að efa að slíkt mætti takast og má þá hafa í huga að Dalvíkingar njóta verulega góðra kjara hjá Svarfaðardals- hreppi í sambandi við vinnslu og notkun heita vatnsins á eignarjörð hreppsins á Hamri. Frk. Margrét staldrar við á Dalvík Vikuna 25. - 29. febrúar n.k. mun Þjóðleikhúsið heimsækja Dalvík og nágrannabyggðir með hið kunna leikrit, „frk. Margrét“. Höfundurinn, Ro- berto Athayde frá Brasilíu var aðeins 18 ára gamall er hann reit þetta verk, og þá sennilega enn sitjandi á skólabekk. íleikritinu fáum við einmitt að fylgjast með kennslukonunni, frk. Margréti og kennsluháttum hennarítvær kennslustundir. Þótt hinn ytri rammi verksins takmarkist af þröngum veggj- um skólastofunnar, þá er ekki örgrannt um að finna megi enn djúpstæðari og víðtækari merk- ingu í því sem ber á góma. Skírskota menn þá gjarnan til þess þjóðfélagsástands sem ríkt hefur í Brasilíu - og raunar miklu víðar. Með hlutverk kefinslukon- unnar í uppfærslu Þjóðleik- hússins fer Herdís Þorvalds- dóttir. Hefur túlkun hennar á þessu verkefni hvarvetna hlotið einróma lof. Leikritið hefur verið sýnt nú á þriðja ár, alls um 120 skipti. Um páskana í fyrra var „frk. Margrét" sýnd á árlegri leikhúsviku í Helsingfors í Finnlandi, í boði þarlendra. Undirtektir urðu slíkar að nú hefur Þjóðleikhúsinu verið boð- ið að sýna verkið enn víðar. Þýðandi leikritsins er Úlfar Hjörvar, en leikstjóri Benedikt Árnason. Óhætt er að fullyrða að frk. Margrét kennslukona vekur margar spurningar, og er að því leyti tilvalin hvati til umræðna um skólamál og þjóðfélagsmál yfirleitt. Fyrirhuguð er skólasýning þann 26. febrúar á Dalvík og sýning fyrir almenning þann 27. febrúar. Nánar verður auglýst um þetta síðar. G. B. Hvar eru reikistjömumar? Örstutt dbending fyrir skýjaglópa Þessi grein er skrifuð fyrir þá, ef einhverjir eru, sem hafa gaman af að líta upp í loftið á björtum kvöldum og virða fyrir sér festinguna. Það vill svo til að nú um stundir sjást þar mjög greinilega 4 reikistjörnur vorar. Fyrst ber að nefna ástastjörn- una Venus. Hún er kvöldstjarna um þessar mundir á suðvestur himni. Nú um miðjanfebrúarer braut hennar orðin nokkuð hátt á lofti, en er þó enn björt og undrafögur, þegar sól sest og lítið eitt farið að húma að. Þá er það Júppíter. Hann er nú í merki Ljónsins og kemur upp með því um 10 leytið á kvöldin undan miðjum Látra- fjöllum eða svo frá Dalvík séð. Júppíter er skíriandi bjartur og gengur að því leyti næst Venus, þegar hún er björtust. Mars, stjarna herguðsins, er líka í Ljónsmerkinu dálítinn spöl á eftir (vinstra megin við) Júppíter. Mars er auðþekktur á sínum daufrauða lit. Loks er það Satúnus, stjarna sjávarguðsins. Hann er líka furðunærri hinum tveimur fyrr- nefndu, en er þó ekki í Ljóninu heldur Meyjarmerkinu núna. Hann er svo sem hálftíma á eftir Mars (að koma upp) og er dálít- ið lægra á himninum og er held- ur daufari. Þessar 3 stjörnur fara mjög hátt yfir himinbog- ann og setjast undir vesturfjöll- in þegar morgnar, líklega undir Böggustaðafjallið frá Dalvík séð. Þess skal að lokum getið að auðvitað „reika“ þessar stjörn- ur burt úr þessum stöðum, en mishratt þó. Venus mun bráð- lega hverfa okkur sýnum, en birtast svo sem morgunstjarna í ágúst. Mars færir sig líka fljótt milli stjörnumerkja, enda er hann bara tæp 2 ár að hringsnú- ast um sólu. Júppíter er hinsvegar nærri 12 ár að ljúka sinni hringferð og vesalings Satúnus þarf heil 30 ár til að tölta hringinn sinn. Við megum því búast við að sjá hann á svipnðum slóðum og hann er nú í langan, langan tíma. Lengi hefur verið uppi ráðgerð um að gera símann hér í Svarf- aðardal sjálfvirkan, eins og hann er nú orðinn áallri línunni Akureyri-Dalvík. Umdæmisstjóri Pósts og síma á Akureyri, Ársæll Magnússon lét góðfúslega eftir- farandi upplýsingar í té. í samræmi við langtíma áætlun Landsímans og sam- kvæmt eindregnum tilmælum hreppsnefndar Svarfaðardals- hrepps er Svarfdælska síma- kerfið nú á framkvæmdaáætlun ársins 1980. Þess ber þó að geta að þetta er áætlun stofnunar- innar en til þess að öðlast gildi þarf hún að hljóta samþykki Alþingis. Þetta getur því ekki talist öruggt ennþá. f sambancii við þessa breyt- ingu þarf að leggja nýjan jarð- streng í sveitina og er kostnaður áætlaður kr. 50 milljónir. Þá verður ennfremur að stækka stöðina (miðstöðina) á Dalvík sem nú hefur 400 númer, svo unnt sé að bæta hinum nýju Og svo skal svona í lokin bent á fastastjörnuna Síríus, hunda- stjörnuna, sem er allra fasta- stjarna fegurst, tindrandi í öll- um litbrigðum. Hérna í mið- sveitinni fer hún fremur lágt yfir fjöllum, en frá Dalvík séð er sýnileg braut hennar talsvert löng. Hún kemur upp undan Vallafjalli nú um kl. 9 og sest yfir Svarfaðardalnum. H.E.Þ. númerum við. Engin vand- kvæði eiga að vera á því tækni- lega, ef kostnaður að sjálfsögðu nokkur. Aukinn notendakostnaður. Nú er bara að bíða og biðja að fjárbeiðni Landsímans til þess- arar framkvæmdar verði ekki skorin niður af Fjárveitinga- nefnd og Alþingi. Þess ber að geta að stofnunin er hér ekki að biðja Alþingi um fjárveitingu á fjárlögum, heldur um heimild til að gera framkvæmd, sem kost- uð verður af eigin tekjum símans. Að lokum skal á það minnt, að engin rós er án þyrna. í þessu sambandi þýðir þetta það að kostnaður notandans af sjálf- virka símanum er til muna hærri en af gamla kerfinu og kemur það víst engum á óvart. Þó verða Svarfdælingar að því leyti vel settir að Dalvík og sveitin verða eitt símsvæði, svo ekki kostar neitt sérstaklega að tala innan þess. SjálfVirkur sími • Svarfaðardalur á áætlun L. L • Alþingi á eftir að samþykkja Lengi er von á einum Rétt eftir að síðasta tölublað kom út, þar sem birtar voru niðurstöður jólagetrauna blaðs- ins, kom upp úr pósthólfinu enn eitt lausnarbréfið. Það var frá Jóni Bjartmar Hermannssyni frá Klængshóli. Það var lausn á Ijóðagetrauninni og viti menn: öll 20svörin rétt. Líka nr. 5. sem þó var í rauninni ekki hægt að svara rétt af því að vitlaust var spurt. Svona lá í málinu. Spurt var: hvert stefna allar stundir? Og svarið átti að vera: til dómsins sbr. kvæði Benedikts Gröndal, Gýgjan. Gallinn var bara sá, að höfundur getraunarinnar hafði lært þessa ljóðlínur vitlaust í æsku sinni. Hann hélt að kvæð- ið endaðisvona: Ég veit að alltaf eilíf lifir saga Og allar stundir stefna dómsins til Nú er síðasta línan alls ekki svona, heldur: og allar stundir nefndir dóm- sins til. Þetta er auðvitað miklu betra hjá Benedikt. Og það merkilega er að Jón Hermannsson hefur áttað sig á þessari vitleysu og tilfærir sem svar ljóðlínurnar tvær, eins og þær eiga að vera. Vel gert, Jón!. H.E.Þ.

x

Norðurslóð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.