Norðurslóð - 19.02.1980, Síða 3

Norðurslóð - 19.02.1980, Síða 3
ÁR TRÉSINS PrýÖum landið - Plöntum trjám Skóræktarfélag íslands verður 50 ára í vor en það var stofnað á Þingvöllum Alþingishátíðarár- ið 1930. I því tilefni hefur árinu verið gefið nafn og kallast ár trésins. Með „ári trésins 1980“ er stefnt að því að kynna trjárækt skógvernd og skógrækt á ís- landi og áhersla lögð á mikil- vægi þess að koma uppi trjá- gróðri til fegrunar, skjóls og nytja. Sett hefur verið á laggirn- ar samstarfsnefnd er í eiga sæti fulltrúar fjölmargra félagssam- taka er láta sig umhverfisvernd og ræktun einhverju skifta. Komið hefur fram að á vegum þessara samtaka er fyrirhugað að gefa út kynningar - og fræðslurit um trjárækt auk fræðsluþátta í fjölmiðlum. Einnig verði málefnið kynnt í skólum landsins og efnt til ritgerðarsamkeppni. Ljóst er að áróður verður mikill á árinu, fyrirtrjárækt, og er það vel. Áróður sem hafinn er yfir allt dægurþras, og varla fer hjá því að hann nái eyrum þeirra er freðmýrar hafa á heilanum, og beitt hafa kröftum sínum á síðustu tímum til að níða þá stétt er lengst af hefur gengið að sínu starfi sem ræktunarstarfi. Norðmenn gerðu árið 1977 að ári trésins þar í landi. Þar þótti vel til takast almennur áhugi á viðfangsefninu hefur þar stóraukist. Fullvíst má telja að árangur verði ekki lakari hér. Svarfdælir hafa löngum átt áhugafólk í trjárækt og má þess víða sjá glöggt vitni: skrúð- garðar á Dalvík og í Svarfaðar- dal, marga hverja forkunnar fagra. Fyrir nokkrum árum veitti Búnaðarsamband Eyjafjarðar eigendum eins þessara garða viðurkenningur fyrir garð sinn, þeim Olgu Steigrímsdóttur og Þorgilsi Gunnlaugssyni Sökku. Væri ekki athugandi fyrir yfir- völd Dalvíkurbæjar að taka upp þann hátt, á þessu ári, sem víða tíðkast, að veita viður- kenningar fyrir fegurstu garða bæjarfélagsins? Eitt brínasta verkefni á vegum bæjaryfir- valda Dalvíkurbæjar er við- kemur gróðurvernd og ræktun er þó að ganga svo frá málum að búpeningur gangi ekki laus í þéttbýlinu. Hefur ræktunarfólk bæjarfélagsins sýnt undravert umburðarlyndi í þessum efnum hin síðari ár, þvi þótt trjámaðk- ur geri verulegan usla árlega er sauðkindin þar snöggt um verri plága. ISvarfaðardal eru 6 trjáreitir er kallast geta því nafni. Reitur U.M.F.S. í landi Ytra-Holts, reitur í landi Laugahlíðar í eigu Jakobs Frímannssonar, reitur Svarfaðard. hr. í Hofsárlandi gjöf Zophoníasar Þorkelssonar Dælisreitur og loks reitir í Kóngsaðalandi og Hánefsstöð- um hinn fyrnefndi í umsjá Skógræktarfélags Eyjafjarðar og hinn síðarnefndi í eigu sama félags. Árið 1941 keypti Eiríkur Hjartarson jörðina Hánefs- staði, en árið 1965 afhenti hann hana Skóræktarfél. Eyjafjarðar til eignar. Þá hafði Eigíkur girt um 12 ha. landspildu vestan þjóðvegar, til trjáræktar og að mestu lokið við að gróðursetja í landspilduna. Nú er þarna fögur gróðurvin. Fyrir nokkrum árum gerði einn af félögum Lionsklúbbs Dalvikur það að tillögu sinni í hópi sinna félaga, að klúbbur- inn byði fram þjónustu sína til umhirðu og umsjónar þessa skógarreits. Þessi tillaga fékk ekki þá hljómgrunn. Fram til Síðast liðinn laugardag opn- aði Ríkarður Björnsson bak- ari brauðbúð að Skíðabraut 3, þar sem bakarí hans Víkur- bakarí leigir húsnæði. Innrétt- ingar í versluninni eru hinar smekklegustu teiknaðar af dönskum sérfræðingi, og flutt- ar inn frá Danmörku. Ríkarð- ur sagði í samtali við blaða- mann Norðurslóðar, að þrjú önnur bakarí hefðu pantað svona innréttingar, en ekki væri búið að setja þær upp annars staðar. Fyrst um sinn verður bak- aríið opið virka daga frá 8 að morgni til kl. 6 eh, og laugar- daga frá kl. 10 til 4 eh. Eins og kunnugt er hefur brauð frá Víkurbakaríi verið selt í kjör- búðum kaupfélagsins hér og sagðist Ríkarður hafa boðist til að hafa það fyrirkomulag óbreytt, en segist með opnun verslunarinnar aðeins vera að bjóða viðskiptavinum meiri þjónustu enda sé Dalvík það stórt bæjarfélag að sérbúð eins og þessi sé nauðsynleg. Vöru- úrval mun aukast og eru nú þegar komnar nýjar tegundir af brauði og kökum. Víkurbakarí hóf starfsemi sína í desember 1973 og hefur selt framleiðslu sína hér á Dal- vík en auk þess hefur kaup- félagsverslunin í Ólafsfirði keypt brauð héðan. Fram- leiðslan hefur aukist ár frá ári og starfa nú 6 manns við fyrir- tækið. | NÝ BRAUÐBÚÐ Á DALVÍK ■ þessa hefur reiturinn verið lokaður og verður það að teljast eðlilegt við óbreittar kringum- stæður. En missir ekki skóg- rækt að nokkru tilgang sinn ef fólki gefst ekki kostur á að um- gangast gróðurinn? En til þess að unnt sé að opna fyrrnefnt svæði fyrir almenn- ingi, verður nokkuð til þess að vinna. Er þar fyrst til að nefna að umsjón og eftirlit verður að vera í höndum heimamanna. Merkja þarf leiðir er fólk mætti ganga eftir, svo og ef fært þætti að hafa þar tjaldstæði. Eins þarf að mynda aðstöðu austan svæð- isins fyrir bifreiðar, svo eitthvað sé nefnt. Hvort þessi hugmynd fellur gefandanum Eiríki Hjart- arsyni í geð eða núverandi eigendum, er ekki vitað, en að sjálfsögðu yrði það fyrst kann- að ef einhver félagssamtök fengju áhuga á að framkvæma hugmyndina. Þótt Svarfdælir (Dalvíkingar og Svarfdælingar) hafi unnið vel að trjá og blómarækt fyrr og nú, hefur það hin síðari ár nær einvörðungu verið bundið við ræktun skrúðgarða, en ræktun á félagslegum grunni látið und- an síga. Þannig hefur t.d. starfsemi Skógræktarfélags Svarfdæla legið niðri um langt skeið. Væri það nú ekki vel við hæfi, ,,á ári trésins“ að áhugafólk í trjárækt græfi upp gögn félags- ins, blési af þeim rykið og glæddi félagið nýju lífi? Við megum gjarnan hugleiða hvort okkur beri ekki að skila landinu nokkru af því er forfeðurnir tóku af því. Sagt er að landið hafi verið skógi vaxið. Það dettur vala nokkrum í hug að forfeðurnir hafi haft sér það til gamans að eyða skóglendinu. Nei það var af illri nauðsyn, er að því var gengið. Skóglendið átti sinn stóra þátt í því að landið gat talist byggilegt. Skógurinn var nytjaður til húsagerðar, húsa- hitunar og beitar og hefur því átt sinn stóra þátt í því að fólk dró hér fram lífið. Því má líta svo á að nútíma- fólk hafi arftekið ógreiddan reikning við landið. Væri því ekki tímabært að gera verulegt átak í að minnka þessa skuld við föðurlandið. En hvar skal þá byrja? Af nógu er að taka. Nú eru þær blikur á lofti að sauðQárhald þeirra er í bæjun- um búa, dragist verulega saman á næstu árum, og því gæti Dalvíkurbær séð af einhverju af landareignum sínum til skóg- ræktar. Verum minnug þess að Eiríkur Hjartarson girti fyrir nálægt 30 árum 12 ha. lands sem hann einn stóðfyrirgróðursetn- ingu í. Það væri því ekki í of mikið ráðist af fleira fólki, þá væntanlega skógræktarfélagi, að taka til friðunar og gróðursetningar svo sem eina eða tvær eyðijarðir. Hvernig væri t.d. að hefjast handa í Sauðaneslandi? Gróðursetja þar tré í stað þess að aka þangað úrgangsefnum sem er til stór- skammar eins og að því er staðið, enda hlýtur þar að vera breytinga á innan tíðar. Á fleira má benda svo sem eins og verndun Hrísahöfða, friðun höfðans og umhverfi tjarnar- innar gegn ágangi búfjár gróð- ursetningu trjáa í landsvæðið m.a. í sár þau er myndast hafa vegna moldartöku síðustu áratugi og dýpkun tjarnarinnar að hluta svo unnt væri að stunda þar stangarveiði. Framkvæmdir þessar væru við það miðaðar að gera svæðið síðar að útivistarsvæði eða fólksvangi eins og sagt er á fínu máli, og myndu þannig skila sér til ánægju fyrir Dalvíkinga og þá er sækja þá heim. En hugmyndir mun ekki skorta og næg eru verkefnin á þessum vettvangi. Aðalatriðið er að fólkið taki höndum saman þeim til úrlausnar, og ef veru- legt átak á að gera á þessum vettvangi þá er samstaða fólks- ins nauðsyn. Á þesu ári munu mörg bæjar- felög láta nokkurt fé renna til skógræktar, hvert innan sinna marka. Má því ekki ætla að ef áhugafólk sameinaðist í félag og hyggði á framkvæmdir í skóg- rækt á vori komandi, að fjár- framlög til framkvæmdanna kæmu frá Dalvíkurbæ og Svarfaðardalshreppi? Skógræktarfélag fyrir byggðarlagið, bjartsýni, stór- hugur, atorka og trú á landið, það er það sem til þarf, og ár- angurinn léti ekki á sér standa. Órækja. HVAÐ VERÐUR .. ? Atvinnumál. Eins og fyrr sagði mun sjósókn og vinnsla sjávarafurða verða aðalatvinnugrein, sem fyrr. Þótt vísir spámenn haaldi því fram, að ekki verði um mannaflaaukningu í þessum atvinnugreinum að ræða á landinu í heild, þá tökum við okkur það bessaleyfi að telja Dalvík til undantekningar í þeim efnum. Sem sagt; fisk- vinnsla í hefðbundinni merk- ingu mun aukast. Frekari fullvinnsla ýmissa sjávarafurða, svo sem niður- suða, mun vaxa. Nýjar atvinnu- greinar munu líta dagsins ljós hér á staðnum á áratugnum. Til að fylgja eftir almennum hug- myndum um þróun atvinnu- mála, þá gerum við ráð fyrir einhvers konar nýiðnaði, en látum lesendum eftir að skil- greina það nánar. Fiskirækt mun sterklega koma til álita, ekki síst í kjölfar umræðna, sem þegar eru hafn- ar, um að laxeldi muni í framtíðinni skapa meiri útflutn- ingsverðmæti en okkar gamli og guli þorskur. Dalvík mun örugg lega bjóða upp á ákjósanlega möguleika í þeim efnum með Hrísatjörn í nágrenni við sjó og hreint vatn í seilinarfjarlægð. Framhald af baksiðu. Félagsmál. Fyrirsjáanleg er áframhald- andi uppbygging heimilis aldr- aðra. Þegar lokið verður þeim áfanga, sem nú er í smíðum, er ekki fjarri lagi að talin verði þörf á húsrými fyrir félagslegar þarfir íbúa heimilisins og ann- arra aldinna íbúa byggðarlags- ins. Því er spáð að bygging fyrir slíka starfsemi verði næsti áfangi í þeim efnum fremur en íbúðarými. Barnaheimilið sem nú er fokhelt, verður senn tekið í notkun og viðbygging viðþað mun rísa á áratugnum. Víkurröst og „Ungó“ verða líklega ekki leyst af hólmi í sínum hlutverkum á næstunni. Niðurlagsorð. Fjölda margt er enn ótalið sem í framtíðinni mun setja svip sinn á líf og afkomu fólks í þessu byggðarlagi er fóstrað hefur mörg okkar frá fæðingu en tekið aðra fullþroskaða í faðm sinn og boðið til starfa. Spádómur sem þessi er leikur manna til að geta inn í fram- tíðina og verður því aldrei ábyggilegur. Frekarmásegjaað um óskhyggju sé að ræða því að öll viljum við að í svarfdælskri byggð og bæ blómgist göfugt og gott mannlíf. H.A. og S.B. NORÐURSLÓÐ - 3

x

Norðurslóð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.