Norðurslóð - 26.06.1980, Page 3

Norðurslóð - 26.06.1980, Page 3
Mjólkurbílstjórinn ... þarfasti þjónninn Rabbað við Jón Jónsson Nú á dögum var verið að vígja nýju mjólkurstöðina á Akureyri að viðstoddum múg og marg- menni, bændum og bæjarmönn um. Margt var þar talað, og sumt fagurlega, um góð samskipti bænda og þeirra iðnverka- manna, sem taka við mjólkinni og breyta henni í landsfræga söluvöru. í því sambandi má þó ekki gleymast, að það er enn ein stétt manna, sem er tengiliður á milli hinna tveggja og léleg yrði útkoman ef þeirra nyti ekki við. Það eru mjólkurbílstjórarnir. Mjólkurbílstjórar um land allt hafa gegnt ákaflega þýðing- armiklu hlutverki, sem tengi- liðir sveita og bæja. Ekki einasta hafa þeir gert það sem mjólkur- bílstjórar í þrengsta skilningi, heldur líka sem sendimenn og allsherjar útréttarar sveitafólks- ins hvort sem um var að ræða að Á hvítasunnudag 25. maí voru fermd í Dalvíkurkirkju eftirtalin börn: Anton Páll Níelsson, Dalsmynni. Arnar Már Snorrason, Völlum. Arnar Símonarson, Ásvegi 6. Árni Geir Helgason, Ásvegi 5. Árni örn Jónsson, Svarfaðarbr. 4. Ása Sverrisdóttir, Karlsbraut 13. Bergljót Snorrad., Karlsrauðat., 10. Elsa Hartmannsdóttir, Bárugötu 8. Eyrún Harpa Þórólfsd., Böggvisbr 9. Friðrik Þór Valsson, Svarfaðarbr. 9. Guðjón Manases Stefánsson, Her- jólfsgötu 22, Hafnarfirði. Guðmundur Jóhann Kristjánsson, Sogntúni 2. Guðlaugur Antonss., Sunnubr. 10. Gunnlaugur. Hólm Sigurðsson, Hólavegi 13. Hermína Gunnþórsdóttir, Svarf- aðarbr. 10. Jenný Valdemarsd., Svarfaðarbr., 15. ’Jóhann Magnússon, Ásvegi 3. Jón Davíð Georgsson, Jaðri. Jón Kjartan Ingólfss., Hólavegi 1. Júlíus Garðar Júlíuss., Höfn. Jörgen Þráinsson, Hafnarbr. 2. Páll Sigurþór Jónsson, Ásvegi 4. stinga bréfi í póst, framlengja víxil, kaupa flösku fyrir göng- urnar eða hvað annað. Að launum hafa þeir hlotið al- menna hylli og orðið tilefni hetjuljóða í gervi Bjössa á mjólkurbílnum og annarra slíkra kappa. Við Svarfdælingar höfum átt marga og ágæta Bjössa frá því að við fórum að senda mjólk í Samlagið á Akureyri fyrir tæpl. hálfri öld síðan. í kring um þá hefur gerst mikil saga sem einhverntímann verður skráð og þykja merkilegur þáttur í svarfdælskri atvinnu- og félags- sögu. Sumir mjólkurbílstjóra okk- ar hafa starfað svo lengi og svo vel, að þeir eru orðnir að hálfgerðum þjóðhetjum nú þeg- ar, sumir látnir, aðrir enn við stýrið og í fullu fjöri. Sigríður Inga Ingimarsd., Bárug. 5. Stefán Hilmarsson, Karlsbraut 21. Víkingur Amar Árnason, Smárav. 8 Vilhelm Anton Hallgrímsson, Bárugötu 13. Þórey Dögg Jónsdóttir, Karls- rauðatorgi 24. Þórhallur Marinó Kristjánsson. Svarfaðarbraut 7. Þorsteinn Helgi Guðbjörnsson, Drafnarbraut 2. Á degi heilagrar þrenningar, trini- tatis, sunnudaginn 1. júní voru eftirtalin börn fermd í Valla- kirkju: Anna Sólveig Sigurjónsdóttir, Syðra-Hvarfi. Hjalti Viðar Hjaltason, Ytra Garðs- hornL Rósa María Sigurðard., Hrísum. Sigríður Birna Björnsdóttir, Húsabakka. Sigurlaug Anna Gunnarsdóttir, Brekku. Steinborg Hlín Gísladóttir, Hofsá. Sveinn Arnason (frá Hæringsstöð- um) Austurbyggð 2, Akureyri. Maður er nefndur Jón og er Jónsson. Enginn maður hefur lengur ekið mjólkurbíl úr Svarfaðar- dal en Jón Jónsson frá Böggvis- stöðum, áður Gröf. í tilefni samlagsvígslunnar tók blaðamaður Norðurslóðar hann tali. Eftirfarandi upplýs- ingabrot höfðust upp úr krafs- inu. Blessaður vertu, ég hef ekkert að segja. Jú það er satt, ég er búinn að vera við þetta nærri 25 ár frá því ég var 18 ára. Það var nú kannski svolítið öðruvísi héma í gamladaga. Þá vorum við enn með gömlu GMC-trukk ana í vetrarferðunum. Þeir voru auðvitað alveg frábærlega góð verkfæri og alveg ómissandi eins og vegirnir voru þá og náttúrulega enn frekar fyrr á árum, áður en ég byrjaði á þessu. Ég man samt eftir Akureyrar- ferð, sem tók 43 klukkutíma eiginlöga í stöðugum akstri. Og einni ferð í dalinn man ég eftir, sem tók tvo sólarhringa. Þá gistum við á Hreiðarstöðum fyrri nóttina og í Brekku þá síðari. Þetta var snarvitlaust veður, blessaður vertu, bílarnir gengu ekki neitt og maður sá ekki nema fram á húddið. En þetta hefur nú allt breyst, vegirnir orðnir miklu betri og meira mokað. Og svo hafa nú ekki komið svona svakalega miklir snjóavetur og langvar- andi stórhríðar síðustu árin. Áður vorum við starfsmenn mjólkurflutningadeildarinnar í Svarfaðardal. En með tank- væðingunni breyttist það allt. Þá tók Samlagið að sér alla flutninga og við urðum starfs- menn þess. Þetta er nú allt annað starf en áður var, engir mjólkurbrúsar og eiginlega engir aukaflutningar nema mjólkurvörur til bændanna. Það er auðvitað miklu léttara, en hinsvegar er það ekki að öllu leyti skemmtilegra. Maður hef- ur nú miklu minni samskipti við sveitafólkið en áður var. Það er bara með höppum og glöppum Fermingarbörn á liðnu vori Engin uppgjöf hjá frystihúsi KEA Fjölmiðlar eru nú uppfullir af illum tíðindum af frysti- iðnaði landsmanna. Oddvitar í þessum iðnaði hafa jafnvel ráðlagt einstökum frysti- húsum að segja strax upp starfsfólki. Vegna þessara válegu tíðinda og vegna þess að frystihús KEA er stærsti vinnustaðurinn á Dalvík leitaði Norðurslóð upplýsinga hjá Aðalsteini Gottskálks- syni frystihússtjóra um það hvað framundan væri hjá frystihúsinu. Almennt má segja um ástandið, sagði Aðalsteinn, að það þrengir ákaflega að okkur með geymslupláss. Þó er ekki annað sýnna en að við getum haldið okkar striki. Við ákváðum í vetur að fara inn á nýja braut, þ.e. að loka húsinu um tíma meðan starfsfólkið er í sumarleyfi og togararnir í klössun. Þetta sumarfrí hefst í lok júlí og stendur í 2 til 3 vikur. Ég vil undirstrika það, sagði Aðalsteinn að þessi lokun hefur ekki verið ákveðin af neinni skyndingu nú á síðustu dögum. Þetta var ákveðið í vetur. Eins og kunnugt er tekur frystihúsið við öllum afla af togurum Útgerðarfélags Dalvíkinga, Björgvin og Björgúlfi. Við spurðum Aðalstein hvernig frystihús- inu gengi að verka þennan afla þegar sífellt fleiri veiðiferðir eru svokallaðir skraptúrar, þ.e. veiði á öðrum fisktegundum en þorski. Grálúðatt erfið. Aðalsteinn sagði að megnið af afla togaranna hefði verið þorskur, Björgvin væri nýkominn inn með 125 tonn en Björgúlfur hefði komið fyrir nokkrum dögum með 143 tonn. Fiskurinn væri vænn en horaður og nýttist því illa. En nú bytjar skrapið á ný, bætti Aðalsteinn við. Björgvin fer núna út á skrap og hið sama gildir um Björgúlf eftir næstu löndun. Grálúðan er ákaflega seinunnin. Hana þarf að handflaka og við það hafa m.a. komið fram nokkrir agnúar á bónusgreiðslum hjá okkur. Við höfum þurft að taka það fólk, sem vant er handflökun, úr góðum bónus. Auðvitað er ófært að sú kunnátta, sem við metum mikils hjá fólkinu, kunnáttan að handflaka, verði til þess að það lækki í kaupi. Þetta hyggjumst við leiðrétta. Grálúðuvinnsla er hvimleið til lengdar einkum í húsi sem er hannað til þorskvinnslu. | Það er persónuleg skoðun mín, sagði Aðalsteinn, að hér ætti jafnhliða þorskverkun að byggja upp línu fyrir | karfaverkun en að frystihúsið í Hrísey ætti að sérhæfa sig í grálúðuverkun jafnframt þorskvinnslunni. Síðan gæti | miðlun á þessum fisktegund- i um farið fram milli húsanna J hér og þar. 160 starfsmenn. Hér vinna nú við frystihúsið sjálft og í salthúsinu um 160 starfsmenn | en mikið af þessu fólki vinnur aðeins hálfan daginn og , töluvert er um skólafólk. Ég er, sagði Aðalsteinn, bjartsýnn á að þetta ástand vari sem styst og að ekki komi til stöðvunar. Við munum I leggja áherslu á að halda uppi j atvinnu. Aðspurður hvort hugsan- legt væri að sett yrði hámark á I skrapfisk, sem húsið tæki á | móti af togurunum, sagði i Aðalsteinn að svo væri ekki. Svolengisemunnteraðhalda | húsinu opnu og við getum | unnið með góðu móti, i höldum við áfram. fn Tveir alþekktir, Júlli og Jón. að maður sér fólk á bæjunum. Og svo er nú aksturinn reyndar meiri en áður var. Á sumrin förum við yfirleitt tvær ferðir á dag. Við höfum sko miklu stærra svæði en áður. Þessir tveir mjólkurbílar, sem eru staðsettir á Dalvík, taka nefnilega alla mjólk héðan og inn í Möðruvelli. Þetta er 2-3 hundruð kílómetra akstur á dag. Jú, jú, við höfum okkar lögboðnu frí, tvo daga í viku og mánaðar sumarfrí. Kjörin, jú þau eru sæmileg. Þau eru minnsta kosti orðin betri en var meðan við vorum hjá ykkur í gamladaga. En það byggist auð- vitað á því að við vinnum mjög mikið í eftir- og helgidaga- vinnu og fáum greitt fyrir það. Annars væri það nú heldur magurt. Auðvitað er þetta þreytandi til lengdar. Ég veit nú ekki hvort nokkur hefur gott af því að standa í þessu meira en aldar- fjórðung eins og ég. Ætli maður fari ekki að svipast um eftir öðru starfi svona í rólegheitum. Ingvarabræður, þeir eru nú bara nýgræðingar í starfinu, Júlli er bara búinn að vera í 10 eða 15 ár og Eiður, sem er í afleysingum, miklu skemur. Þetta hripaði blaðamaður niður. Hann var farþegi í bíl Jóns frá Akureyri þann 14. júní. Meira hafðist ekki niður á blað, enda ógerlegt að skrifa nema á olíumalarköflunum. En fyrir hönd svarfdælskra bænda leyfir hann sér að þakka Jóni og öðrum mjólkurbílstjór- um lífs og liðnum fyrir þeirra miklu og góðu störf, sem ætíð hafa verið unnin af trúmennsku og ábyrgðartilfinningu. H.E.Þ. Þakkarorð frá sókar- nefnd Vallakirkju Á síðasta ári var frá því skýrt í blaðinu að verið væri að gera við Vallakirkju í Svarfaðardal. Efnt var til samskota í þessu skyni, því mikils íjár var þörf. Nú er þessu verki að mestu lokið. Til viðbótar því, sem áður hefur verið frá skýrt hér í blaðinu, hefur nú verið skipt um útidyrahurð og sú nýja smíðuð í stíl við timburklæðningu kirkj- unnar, sem nú er eins og hún var upprunalega. Nú stendur fyrir dýrum að mála kirkjuna hið innra og er þá viðgerð hennar að mestu lokið og bætt úr þeim spjöllum, sem hún m.a. hlaut af sóti og reyk, þegar kviknaði í olíu út frá kyndiofni. Snemma á þessu ári bað sóknarnefndin Norðurslóð að birta lista yfir gjafir sem kirkj- unni bárust til endurreisnar- verksins. Gefendur eru fjöl- margir svo að mjögerfitt erfyrir lítið mánaðarblað að ljá pláss fyrir svo langan lista. Hefur hann því legið í hálfgerðu reiðuleysi hjá ritstjórninni helsti lengi, og þykir blaðinu leitt hvernig til hefur tekist. Hins vegar er Norðurslóð nú ljúft að verða við þeim tilmæl- um sóknarnefndar Vallakirkju að flytja gefendum bestu þakk- ir safnaðarins fyrir mjög góðar og almennar undirtektir við styrkbeiðni til verksins. Þ.að hefur nú sýnt sig enn á ný, hve mikillar velvildar Vallakirkja nýtur hjá gömlum og nýjum sóknarbörnum og raunar fjöl- mörgum öðrum. Að lokum í nafni sóknar- nefndar Vallakirkju: Hafið hugheilar þakkir fyrir rausn og rœktarsemi í garð hins aldna guðshúss, elstu byggingar í Svarfaðardal. Aflatregða hjá smábátum Norðurslóð hafði samband við Ingimar Lárusson hafnarvörð og spurði hvernig aflabrögð væru hjá báta- flotanum á Dalvík. Það er víst óhætt að segja að afli er tregur, sagði Ingi. Héðan róa 5 netabátar, þeir hafa verið með þetta frá þremur og upp í átta tonn, stundum tveggja nátta fisk, þetta er svona heldur tregt. Það hefur lítið gefið á trillufiskerí enda er fiskur ekki genginn í Fjörðinn. Það má sem sagt almennt segja að útgerð minni skipa hér á Dalvík hafi ekki verið hagstæð að undanförnu? Jú, það er rétt, Blikinn er á trolli. Hvað skal segja um aflann? Þeir eru úti núna en hafa landað hér þrisvar. Jú, hann landaði hér einu sinni 28 tonnum en annars hefur þetta verið tregt.

x

Norðurslóð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.