Norðurslóð - 26.06.1980, Blaðsíða 4
Tímamót
17. júní voru gefin saman í hjónaband í Vallakirkju
Óskar Sveinrt Jónsson verkstæðisformaður og Dóróthea
Gísladóttir frá Hofsá. Heimili þeirra er Ægisgata 4, Dalvík.
Þann 1. júní var skírölngibjörg ösp, foreldrar Guðrún Ingva-,
dóttir og Ingólfur Jónasson verkamaður Dalvík.
Þann 1. júní var skírður Kristján, foreldrar Ingigerður
Snorradóttir og Sturla Kristjánsson, fræðslustjóri, Akureyri.
Þann 17. júní var skírðurSveinnBirkir, foreldrar Sigurbjörg
Snorradóttir og Sveinn Kristinsson sjómaður frá Dalvík.
Heimili þeirra er á Krossum á Árskógsströnd.
Þann 17. júní var skírður Teitur Már, foreldrar Sveinn
Sveinsson og Anna Dóra Antonsdóttir frá Dalvík. Þau búa á
Frostastöðum í Skagafírði.
Þann 24. maí andaðist Sigurjón Stefánsson, bókbindari á
Húsabakka. Hann var jarðsettur á Vopnafirði þann 31. maí.
Þann 15. júní andaðist Súsanna Guðmundsdóttir fyrrum hús-
freyja á Hóli. Hún fæddist á Óslandi í Skagafírði 6. febrúar
1884 og var því elsti borgari í prestakallinu. Árið 1916 giftist
hún Zóhóníasi Jónssyni á Hóli, þar sem þau áttu heima til
ársins 1976. Súsanna var jarðsungin frá Dalvíkurkirkju
21. júní.
Þann 16. júní andaðist Sigurlaug Jónsdóttir í Dalsmynni á
Dalvík. Hún var fædd 14. okt 1901 á Hofí. Árið 1947 giftist
hún Kristni Jónssyni, sundkennara, frá Hrafnsstaðakoti og
bjuggu þau á Dalvík allan sinn búskap.
Sigurlaug var jarðsungin frá Dalvíkurkirkju 24. júní.
Þann 20. júní andaðist Anna Gunnlaugsdóttir vistmaður í
Dalbæ. Hún fæddist 10. ágúst 1919 á Hreiðarsstöðum. Árið
1949 giftist hún Sigurði Jóhannessyni frá Hæringsstöðum.
Hún verður jarðsett á Dalvík laugard. 28. júní.
Sá fær happ sem
hamingjan ann
ÖII langar okkur til að detta í lukkupottinn. Flest höfum við
a.m.k. látið okkur dreyma um að hreppa stóra vinninginn í
happdrætti. En því miður rætast skíkir draumar sjaldan, það
vantar alltaf eitthvað upp á, að vísu stundum sárgrætilega
lítið, e.t.v. munar ekki nema einum á vinningsnúmerinu og
númerinu á okkar miða. Svona er lífið. Eða hvað. . . ?
Ekki alltaf. Hún Rósa Kristinsdóttir getur vitnað um það.
Við Norðurslóðar fengum að spjalla við hana stutta stund í
bókaversluninni Sogn þann 9. maí s.I., en þar var Rósa komin
tii að taka á móti stóra vinningnum, þeim alstærsta í
happdrætti DAS, 25.000.000,- kr.
Á meðan ljósmyndarinn okk-
ar, hann Rögnvaldur Frið-
björnsson, mundaði tæki sín og
tól, skutum viðnokkrumspurn-
ingum að Rósu.
Jœja, Rósa, Hvernig varð þér
við þegar þú fréttir þetta?
„Guðlaug Ántonsdóttir hring
di í mig. Mér þótti þetta
ótrúlegt. Taldi þetta vera ein-
hvern misskilning sem yrði
leiðréttur fljótlega.“
Guðlaug skýtur því inn í
samtalið að ekki hafi hún þorað
annað en að biðja Rósu að
setjast áður en hún segði henni
tíðindin.
„ Mér hefur aldrei dottið í
hug að ég fengi stóran vinning,
hvað þá svona stóran,“ segir
Rósa. „Ég hef spilað lengi í
happdrætti. Þennan miða, sem
ég vann á núna er ég búin að
eiga í a.m.k. 20 ár og þetta er
reyndar eini miðinn sem ég er
með núna. Fyrir einum þrettán
árum fékk ég vinning á þennan
sama miða, 5.000 krónur.“
Við spyrjum hvort hún haft
ákveðið hvað hún œtlar aðgera
með peningana, hvort ekki sé
upplagt að leggjast bara í leti.
Sólveig Antonsdóttir réttir Rósu Kristinsdóttur í Árhóli tuttugu og fimm
milljón króna ávísun. Við hlið hennar er Guðlaug Antonsdóttir, en, eins og
kunnugt er, reka þær systur verslunina Sogn sem er umboðsaðili fyrir stóru
happdrættin.
„Ja, ég varð alveg ráðalaus í
bili, en ég held alveg sönsum. Ég
er ekkert farin að hugsa um
hvað ég geri við þessa peninga.
Eitt er víst, ég hætti örugglega
ekki að vinna, ekki á meðan ég
hef heilsu og einhver vill hafa
mig í vinnu.“
Við þökkum Rósu spjallið og
um leið og við óskum henni til
hamingju leyfum við okkur enn
þá einu sinni að láta okkur
dreyma um að detta í lukku-
pollinn. Það er alltaf smá von,
eða hvað . . . ? Kannski. . .
ÓP
Um hvítasunnuna gekkst Lions-
klúbbur Dalvíkur fyrirsýningu í
barnaskólanum á Dalvík. Var
þetta liður í þeirri viðleitni
klúbbsins að sinna menningar-
málum á staðnum og hefur
þetta á undanförnum árum
verið auglýst undir nafninu
,, Vorkorna á Dalvík."
Undirritaður lagði leið sína í
skólann án þess að búast við
nokkru sérlega forvitinlegu, en
reyndin varð önnur. Þarna
reyndust vera 4 aðgreindar
sýningar allar merkilegar á sinn
hátt.
Fyrst skal nefna málverka-
sýningu Sólveigar P. Eggertz,
sem margir hér þekkja ekki
síður undir nafninu Dollý í
Hánefsstöðum. Sýning hennar
var í tvennu lagi ,,-venjuleg“
málverkasýning og sýning mál-
aðra mannamynda á rekavið.
Undirritaður kann' ekki að
skrifa um málverk, engetursagt
það eitt að mesta athygli hans
vöktu rekaviðarmálverkin. Það
er eftthvað töfrandi og dular-
fullt við þessi andlit, sem horfa á
mann með sínum óræða svip út
úr hrjúfu timbrinu. Sennilega er
hér á ferðinni mjög merkileg
listsköpun.
Vert er að geta þess að öll
listaverkin voru til sölu og
seldust velflest. Ekki ætlaði þó
listakonanan sér að græða
peninga á sýningunni, því að
hún gaf Lionsklúbbnum allt,
sem inn kom, til velferðarmála
hér, sem klúbburinn styður.
Mörg af listaverkunum seld-
ust og gáfu klúbbnum í aðra
hönd kr. 1.175.000.-
Þá var frímerkjasýning þeirra
Sveins Jónssonar í Kálfskinni
og Björgvins Jónssonar skip-
stjóra. Mun sýningsú hafa verið
hin merkasta, en vakti lítinn
áhuga leikmanns, sem ekkert
kann í þeim sérstöku fræðum,
sem söfnun og uppsetning frí-
merkja er.
Öðru máli gegndi muna-
sýningu Kristjáns Ólafssonar,
útibússtjóra. Oft hefur verið
ia;að um það, að þarflegt væri
Framhlaðningur, skíði, páll ofl.
að koma hér upp dálitlu mynja-
safni og ná saman í því skyni
einhverjum munum, tækjum og
öðru, sem áður voru í notkun,
en tilheyra nú sögunni. Það er
skemmst frá því að segja, að
þarna er Kristján búinn að
draga saman ótrúlega marga
gripi, suma mjög eigulega,
amboð alskonar, smíðatól o.fl.
o.fl. Alls voru þarna um 230
hlutir, flest eign Kristjáns og
safnað hér heima. Eitthvað er
þó í eigu Lionsklúbbsins, safnað
á undanförnum árum, og nokkr
ir mundir, sem Kristján hefur
fengið framan úr Eyjafirði.
Aðspurður sagði Kristján,
að það væri ætlun sín að þessi
vísir að byggðasafni færi ekki
héðan burt, heldur kæmist í
almenningseign þegar stundir
líða, og einhver staður finnst,
þar sem unnt er að hafa það til
sýnis. Er þetta björgunarstarf
Kristjáns stórlega þakkarvert
og má ótrúlegt heita, ef ekki
fínnst bráðlega einhver boð-
legur geymslustaður þessara
muna og annarra, sem enn eru
til á flækingi og þyrftu að
komast „undir manna hendur".
Síðasta og jafnframt furðu-
legasta safnið, sem ásýningunni
var, er kortasafn Guðbergs
Magnússonar á Þverá. Guð-
bergur hefur á undanförnum
árum safnað allskonar kortum,
póstkortum, jólakortum, af-
mæliskortum o.s.frv. 5-6000 að
tölu. Ekki var það þó allt á
sýningunni. Allt er þetta sett í
kerfi og raðað upp í albúm.
Jafnframt er skrá með upplýs-
ingum um hvert kort, hver
sendi, hverjum sent, hvaða ár
o.fl.
Er þetta allt hið mesta
eljuverk og snyrtilega upp sett.
Eins og Kristján hefur Guð-
bergur hug á að koma þessu
verki sínu fyrir á almennings-
safni hér á Dalvík.
Og lýkur hér að segja frá
þessari sérkennilegu sýningu.
H.E.Þ.
Hér birtum við mynd af Helga Má
Halldórssyni á Jarðbrú.
Hann hefur átt nokkrar ágætar
myndir i Norðurslóð, án þess að
þess hafi verið sérstaklega getið. f
síðasta tölublaði átti hann t.d. 4
myndir þ.e. frá kynningarfundum
forsetaefna og vígslu minningar-
skjaldar Kristins sundkennara.
Blaðið kann Helga bestu þakkir
fyrir framlag hans.
MÉR ER
SPURN?
Norðurslóð
leitar svara
1. Hverjir áttu að sjá uni
hátíðarhöldin 17. júní á
Dalvík, þau gleymdust.
2. Hvað ætla bæjaryfirvöld
að gera í tilefni af Ári trésins?
A.V.
1. Bæjarstjórn leitaði eftir því
við félagssamtök á staðnum, að
vísu með mjög stuttum fyrir-
vara, hvort hugsanlegt væri að
þau hefðu umsjón með ein-
hverjum hátíðarhöldum þann
17. júní. Af því gat ekki orðið og
því var ákveðið að ekki yrði af
hálfu bæjarins staðið fyrir nein-
um hátíðarhöldum. I umræðum
um þetta mál hefur komið fram
vilji til að endurvekja „vor-
mót“ við Sundskála Svarfdæla
þann 17. júní ár hvert og þá i
samvinnu við Svarfaðardals-
hrepp.
2. Bæjarstjórn Dalvíkur hefur
þegar samþykkt að fengnum
Framhald á bls. 2.
Merkileg söfn