Norðurslóð - 24.10.1980, Blaðsíða 1

Norðurslóð - 24.10.1980, Blaðsíða 1
Svarfdælsk byggð & bær 4. árgangur Föstudaginn 24. október 1980 8. tölublað Skólasetning á Húsa- bakka - Rabbað við skólastjórahjónin Þriðjudaginn 30. sept. var Húsa bakkaskóli settur í glaðasói- skini og haustblíðu. Vel var mætt af nemendum, en auk þess var þarna þó nokkur slæðing- ur foreldra og annarra vanda- manna skólabarna. Það kom fram í setningar- ræðu skólastjóra, að þetta er í 25. sinn að skólinn er settur á Húsabakka, en vígsla hans fór fram í september árið 1955. Engin sérstök hátíðarsamkoma var þó að þessu sinni, en skólastjóri gaf í skyn, að af- mælisins kynni áð verða minnst betur síðar. Að þessu sinni eru nemendur við skólann aðeins 39 í 6 bekkj- ardeildum, því að auk 8. bekkj- ar, sem sótt hefur skólann á Dalvík undanfarin ár, er 7. bekkur nú líka þar. Ástæðan er sú að í þeim árgangi eru aðeins 2 börn og hefur skólinn ekki rétt til að halda 7. bekk af þeim sökum. Svo er þó að skilja, að þegar stærri árgangar koma á þennan aldur verði kennsla í 7. bekk aftur tekin upp við skól- ann. Starfsfólk við skólann er að mestu það sama og áður, þ.e. í mötuneyti Ósk Þórsdóttir, ráðs- kona, og Halla Einarsdóttir aðstoðarstúlka, við ræstingu Fjóla Guðmundsdóttir og Val- borg Sigurjónsdóttir og bryti Sigríður Hafstað. Stundakenn- arar verða Kári Gestsson og Valborg Sigurjónsdóttir, sem kennir nemendum hannyrðir, en smíðakennslu annast skóla- stjórinn. Bæði kynin fá sams- konar handavinnukennslu. Fastir kennarar eru Björn Daníelsson, sem kennt hefur lengst allra við skólann, og svo nýja fólkið Björn Þórleifsson, skólastjóri og kona hans Júlíana Lárusdóttir, kennari. Nýir kennslukraftar. Sú breyting hefur á orðið síðan í fyrra, að Heimir Krist- insson, sem verið hefur skóla- stjóri í 7 ár, hefur látið af því starfi, fengið ársfrí frá kennslu og stundar nú nám yið hljóm- listardeild Kennaraháskólans. Ennfremur hætti Þyri Jóns- dóttir kennslu, en hún var kennari við skólann tvö síðast- liðin skólaár. Sömuleiðis Helga Þórsdóttir, sem kennt hefur handavinnu stúlkna um árabil. Nýr skólastjóri er nú Björn Þórleifsson og fastur kennari er kona hans Júlíana Lárusdóttir, eins og að ofan er getið. Nýlega átti blaðamaður Norðurslóðar viðtal við þau hjónin til að forvitnast lítil- lega um hagi þeirra og hug í sambandi við starfíð. Hér birt- ist lausleg endursögn af rabb- innu. Björn Þórleifsson, hver er hann? Faðir hans er Þórleifur Bjarnason rithöfundur, áður kennari og námstjóri fyrst á Vestfjörðum, síðar á Vestur- landi. Móðirin var Sigríður F. Hjartar, dóttir Friðriks Hjartar, sem kennari var á Siglufirði og víðar og margir Svarfdælingar þekktu. Sigríður er nú látin. Björn ólst upp á ísafirði og síðar á Akranesi. Þá var hann mörg sumur í sveit, lengst af á Hjarðarfelli hjá Gunnari Guð- bjartssyni. Hann varð stúdent frá M.A. lauk siðan prófi úr Kennaraskólanum, kenndi í 2 ár, vann hjá sálfræðideild skóla í Reykjavík, var félagsmála- stjóri á Akureyri í 2 ár og varð að lokum deildarstjóri hjá Rauða krossinum. Sem slíkur var hann m.a. sendur til Malasíu til að sækja bátflótta- fólk frá Víetnam, sem hér fékk hæli. Júlíana Lárusdóttir, hver er hún? Hún er hálfsvarfdælsk, dóttir Lárusar Arnórssonar frá Upsum og konu hans Ásthildar Sigurgisladóttur, sem er hálf- systir Jóns G. Sólnes. Hún varð stúdent frá M.R. og lauk síðan prófi frá Kennaraskólanum. Tók síðar B. A. próf í heimspeki og bókmenntum við H.í. Hún hefur verið kennari í 6 ár í tveimur lotum, nú síðast í 3 ár við Fellaskóla í Breiðholti, Reykjavík. Hversvegna hurfu hjónin frá góðum stöðum í höfuðborg- inni og fluttu út á land? Þessu er nú svolítið erfitt að svara i stuttu máli, því það geta verið svo margar ástæður fyrir slíkri ákvörðun. En ætli megi ekki segja svo sem, að það hafi einna helst verið löngun til að öðlast nýja reynslu og kynnast annarri hlið á landi og þjóð- lífi. Líka vóg þungt vonin um að geta sinnt betur drengjunum, þeir eru tveir, og skapað þeim betra og friðsamlegra umhverfi. Það er svo óskaplega erfitt fyrir foreldra, sem bæði vinna úti í Reykjavik, að hafa nægan tíma bara til að umgangast börnin sín og sinna þörfum þeirra til sálar og líkama. Og hvernig er svo reynslan hingað til? Reynslan er nú ekki nema tæpur mánuður, en fram til þessa er hún öll ágæt. Við vorum alltaf bjartsýn á þessa nýbreytni, aðeins dálítið kvíðin að við myndum kannske ekki standa okkur nógu vel sem umsjónar- og ábyrgðarmenn á svona stóru heimili, sem heima- vistarskóli er, þótt hann sé fámennur. Þetta eru geysileg umskipti. í Fellaskólanum eru t.d. 1400 nemendur og 60 kennarar. Þar ber maður bara ábyrgð á sínum litla hópi og bara meðan kennsla fer fram. En hér þarf maður að vera „vakandi“ allan sólarhringinn. Samt finnst okk- ur þetta vera ljúft og létt og við erum alls ekkert stressuð. Það sem gerir þetta svo létt og notalegt er áreiðanlega ekki síst, að hér starfar áfram sama ágætisfólkið og verið hefur, samkennararnir og starfsstúlk- urnar. Okkur finnst við vera afskaplega heppin hvað þetta snertir eins og annað. Svo finnst okkur bara börnin vera svo ljúf og þægileg í öllum samskiptum. Það eru engin hegðunarvanda- mál. Líka léttir það okkur róður- inn að við borðum í heimavist- Framhald á bls. 4. Júlíana, Bjöm skólastjóri og Björn kennari. Útgerð og fisk- vinnsla á Dalvík Nokkru meiri afli hefur verið verkaður hér á Dalvík nú en á sama tíma í fyrra. Við lauslega samlagningu virðist okkur hjá Norðurslóð, sem rúmlega 10.100 tn. hafi verið verkuð á þessu ári á móti 9.500 tn. í fyrra. Þá kemur í ljós, að nær jafn mikið hefur farið til frystingar, söltunar og skreið, eða um 3.300 - 3.400 í hverja verkunaraðferð. Þetta þýðir að til muna meira hefur verið verkað í skreið nú, en minna farið til söltunar og frystingar. Til að fá fréttir af því sem hefur verið að gerast og er á döfinni í sjávarútvegi hér á Daivík leituðum við til forsvars- manna þeirra fyrirtækja sem verka afia á staðnum og kom þá eftirfarandi í Ijós. Fiskvinnsla K.E.A., Dalvík. Fram til 1. okt., hafa verið tekin til vinnslu 5.966 tn. hjá kaupfélaginu og skiptist aflinn þanig eftir vinnsluaðferðum: til frystingar 3.114 tn. 52.2% í söltun 1.393 tn. 23.4% saltflök 85 tn. 1.4% skreið 1.374 tn. 23% Aflinn er af ýmsum bátum, svo og togurum, en afli togar- anna er sém hér segir, á sama tíma: Björgúlfur E.A. 312 2.961 tn. 22 veiðiferð. Björgvin E.A. 311 3.016 tn. 22 veiðiferðir. Nokkur fiskmiðlun hefur ver- ið frá hendi kaupfélagsins til annarra fiskverkenda á Dalvík svo og Hrísey og Hjalteyri. Fleira er tiskur en þorskur. Fiskverkun Jóhannesar og Helga hf. Það sem af er árinu hafa verið verkuð 740 tn. af fiski. Um 350 tn. hafa farið í salt og 390 tn. í skreið. Þar af hefur Stafnes aflað 530 tn. Fyrirtækið hefur nú fest kaup á m.s. Guðfinnu Steinsdóttur ÁR. 10, sem er 149 tn. stál- bátur, byggðurí Noregi 1963, en var yfirbyggður 1979. í bátnum er Lister aðalvél 495 hö. Hann er útbúinn til neta-, línu- og togveiða, auk síldveiða, méðal Framhald á bls. 4. Ljósm. Jón Baldvinsson. Slátrun lokið - Metfé á mettíma Sauðfjárslátrun er nú lokið í sláturhúsinu á Dalvík. Hjá Jóhannesi Haraldssyni fékk blaðið upplýsingar um fjölda og meðaltöl, sem hér fara á eftir. Tölurnar eru mjög nærri réttu lagi, en getur þó skeikað eilítið frá endanlegri niðurstöðu. Svigatölur eru frá í fyrra. Fjöldi dilka var 11.995 (14.574) og fullorðins fjár 970 (2.273). Meðalfallþungi dilka, að frádregnum 2% fyrir vatns- tapi, varð 14,51 kg. (12,47 kg.) Sem sagt rúml. 2 kg. þunga- aukning frá vonda haustinu 1979. Samt er heildarkjötþungi nokkru minni en þá (ca. 6 tonnum) vegna fækkunar slát- urdilka. Áberandi er einnig fækkun fullorðins sláturfjár. Flokkun kjötsins var einnig frábær, eins og við mátti búast, og að sögn dýralæknis hefur fé sjaldan eða aldrei verið heil- brigðara en nú. Mestan meðalþunga dilka hafði Konráð Gottliebsson á Burstarbrekku í Ólafsfirði. Hann slátraði 48 dilkum, mest tvílembingum að sögn, og var meðalþunginn, að 2% frádregn- um, 21,6 kg. Þyngstur dilkur kom þó úr Svarfaðardal. Hann vóg 31 kg. eigandi Hjörleifur Hjartarson á Tjörn. Þá var slátrað hrút, sem taldist metfé. Skrokkurinn vóg 59,3 kg. eigandi Vilhelm Svein- björnsson í Vegamótum á Dal- vík. Að lokum má hafa það eftir sláturhússtjóra, að slátrunin gekk sérstakléga vel og vandræðalaust, þrátt fyrir það, að vetur datt á skyndilega viku af október og hefur ekki vikið á brott síðan. Slátrunin hófst 23. sept. og var lokið 21. október, enda þjappað saman eftir megni vegna tíðarinnar. Starfsfólk var liðlega 50, nokkuð jafnt skipt frá Dalvík, Svarfaðardal og Árskógsströnd.

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.