Norðurslóð - 24.10.1980, Blaðsíða 5

Norðurslóð - 24.10.1980, Blaðsíða 5
Nýr leikskóli Krílakot Sunnudaginn 12. okt. var Dal- víkingum boðið að skoða húsa- kynni hins nýja leikskóla, sem tekinn var í notkun í ágúst sl. Ekki þekktust margir boðið, en væntanlega á leið margra eftir að liggja upp í Krílakot á næstu árum ef svo fer sem horfir. Húsið er keypt frá Húseining- um á Siglufirði og er fyrsti áfangi fyrirhugaðrar leikskóla og dagheimilisbyggingar. Svo sem kunnugt er hefur Dalvíkurbær rekið leikskóla í leiguhúsnæði í nokkur ár. Und- anfarih ár hefur hluti af skáta- húsinu verið til umráða (ca. 50m2). Þar hafa verið 17-22 börn á aldrinum 1-5 ára, ýmist hálfan dag (leikskóli) eða heilan (dagheimili). Ekki var það húspláss hentugt til þessarar starfsemi, þrengsli mikil og Arna Björnsdóttir og Ásdís Gunnarsdóttir með börnum úr eldri deild leikskólans. lóðin óheppileg. Með tilkomu hins nýja húsnæðis er því brotið blað. Leiksvæðið er stórt og fjölbreytilegt, með hólum og brekkum sem nýtast börnunum vel í leikjum, jafnt sumar sem vetur. Húsið sjálft er 160m2 þannig að svigrúm innan dyra er ólíkt meira. Rými er fyrir 60 börn á leikskóla (30 fyrir hádegi og 30 eftir hádegi). I dagheim- ilisvist eru nú aðeins tekin börn einstæðra foreldra, svo og ef heimilisaðstæður eru erfiðar einhverra hluta vegna, um lengri eða skemmri tíma. En þrátt fyrir aukið húsrými og þ.a.l. fjölgun barna eru strax komnir biðlistar, svo sýnt er að ekki verður lengi staðar numið við þennan áfanga ef takast á að fullnægja eftirspurn. Sv. J. Jóhann G. áttræður Framhald af baksíðu. og lá leiðin til Kanada. Ég brá mér til og með yfir landamærin í stutta ferð til Bandaríkjanna. Árið 1979 fór ég svo í skemmti- siglingu með skemmtisnekkj- unni Funchal, bæði norður og daga á hafi, 13 sinnum synti ég í daga á hafi og 13 sinnum syntí í lauginni um borð og setti þar með skipsmet. Sjórinn í laug- inni var með öllu óupphitaður. Ég þótti afskaplega léttur og hress um borð og kynntist mörgu góðu fólki. Á mínu áttugasta aldursári sat ég heldur ekki alveg um kyrrt. Ég dvaldi á Sæluviku Skagfirðinga mér til mikillar ánægju. Seinna fór ég svo suður til Vestmannaeyja og tók þátt í þjóðhátíð þeirra. Þar var ekki minni sæla. - Jóhann, þú minntist á að á þínum ungbarnsárum hefðir þú verið heldur heilsulítill og veill, en nú, þegar þú stendur á áttræðu ertu fleygur og fær. Kanntu á þessu einhverja skýr- ingu? - Þarna tekurðu nú kannski heldur djúpt í árinni, en ég hef kappkostað í minni sjálfs- mennsku að borða kjarngóðan mat - ekki mikið, en vandað heldur til fæðunnar. Ég hef reynt að lifa sæmilega reglu- sömu lífi, ekki notað tóbak, nema rétt i fikti. Aldrei hefur mér þótt gott að taka í nefið og ekki notað vín, nema rétt svona sem „meðal“. Sambúðin við kerlinguna elli. - Jóhann, ertu sáttur við ellina? - Já, það er ég svo sannarlega. Ég bý hér í Dalbæ og mér líður vel. Mér finnst ég geta strokið um frjálst höfuð og leitað hæfilegra viðfangsefna. Ég lét af minni föstu iðju fyllilega sáttur, þegar ég var orðinn þreyttur og fannst ég þurfa hvíldina. A afmælisdeginum mínum í haust orti ég þessa vísu sem kannski vitnar best um viðhorf mín til ellinnar: Ellin er mér undurblíð, ástarkveðjur læt ég falla. Senn er liðin sumartíð Sólarfaðir; gleddu alla. - Hefursamferðafólkið reynst þér vel, Jóhann? - Já, afskaplega vel. Ég hef átt samskipti við fjölda manns, bæði hér á Dalvík og annars staðar á landinu. Margur hefur gert mér greiða, sem mér finnst ég ekki hafa getað launað aftur. Oft hafa verið hafðar uppi ýmsar glettur við mig. Einu sinni vildi t.d. Siggi P. endilega koma í mig brúnum hatti og orti af því tilefni: Fær ert þú í flestan sjá fáirðu brúna hattinn. Á þig góna allir þá eins og þú værir skrattinn. Ég keypti hattinn, enda var hann hræódýr eins og allt sem hann seldi. Siggi hlaut aldrei viðurnefnið kaupmaður - enda var hann það alls ekki. Uppskeran eftir sáningunni. Þegar ég horfi yfir farinn veg, þá get ég ekki annað sagt en ég sé sáttur við allt og alla. Ég hef leitast við að lifa heiðarlegu lífi, og helst launað grikki méð góðu. Trúin mín er sú, að í þessum lífsins gróðurreit fari uppskeran alveg eftir sáning- unni. G.Brj. Ragnar Guðmundsson Minningarorð í tímamótaþætti síðasta tölu- blaðs Norðurslóðar var getið andlát Ragnars Guðmundsson- ar frá Karlsá. Einnig skrifaði mágkona hans í Reykjavík stutta minningargrein um hann í Morgunblaðinu skömmu eftir fráfall hans 16. september s.l. Mér þykir hlýða að minnast hans einnig hér orfáum orðum. Hann fæddist í Gullbringu 16. desember 1933, 10. í röðinni af 13 börnum þeirra hjóna Sigur- bjargar Hjörleifsdóttur og Guð- mundar Guðmundssonar. Þessi stóra og tápmikla fjöl- skylda flutti síðan í Karlsá á Upsaströnd. Það var árið 1946, þegar Ragnar var 13 ára gamall. Þar undi Gullbringufólk sér hið besta, ekki síst strákarnir, sem kunnu vel að meta stórfenglega náttúru staðarins og samskipti við hana á sjó og landi. Ragnar var tápmikill og glaðvær unglingur, hafðiyndiaf útivist og íþróttum, naut lífsins á hollan hátt og horfði með eftirvæntingu hins unga manns fram á heillandi æfibraut. En sú braut átti þó eftir að verða örðug og þyrnum stráð. Löngu innan við tvítugt tók hann að kenna meins, sem átti eftir að þróast stig af stigi uns það dró hann til dauða langt fyrir aldur fram. Það var sjaldgæfur, ólæknandi tauga- sjúkdómur, sem fyrst gerði vart við sig í fótunum svo að hann hætti að geta gengið hjálpar- laut um eða innan við tvítugt. Síðan ágerðist sjúkdómurinn jafnt og þétt uns nálega allur líkaminn var lamaður. Mjög lengi fékk hann þó notið handa sinna, en einnig það var honum bannað hin síðari ár. Af þessum sökum lá æfibraut Ragnars milli margra sjúkra- stofnana, þar sem reynt var af fremsta megni að bæta mein hans eða a.m.k. að tefja fram- gang þess og gera líðan hans bærilegri. Það má nærri geta hvílíkt skelfilegt áfall það er ungum manni að vera eins og Ragnar hnepptur í Qötra sjúkdóms í blóma lífsins og fá aldrei upp frá því að lifa eðlilegu lífi og njóta hæfileika sinna óheftur. Fáir Ragnar Guðmundsson. geta sætt sig við slíkt hlutskipti, og það átti Ragnar líka bágt með að gera og neitaði að gera lengi vel, en hélt dauðahaldi í vonina um að bati væri fram- undan þrátt fyrir allt. Að lokum hlaut sú von þó að deyja. Sagt er að þá hafi Ólafur heitinn Tryggvason á Hamborg orðið honum mikil hjálparhella með „huglækningum“ sínum. Víst er það að eftir miklar andlegar þrengingar öðlaðist hann sálarstyrk og ró, sem áttu eftir að fylgja honum á erfiðri braut hans allt til hinstu stund- ar, eins og mágkona hans lýalr af miklum hlýleik í grein sinni. Hann sættist við örlögin og tókst þrátt fyrir allt að gera sér lífið mikils virði og vera veitandi ekki síður en þiggjandi í sam- skiptum sinum við meðbræð- urna. Að sjálfsögðu stóð hann ekki einn í straumi lífsins. öll hans stóra fjölskylda stóð við hlið hans og veitti allan þann stuðning, sem unnt var að veita, þegar svona stendur á. En því miður er stundum svo sárlega lítið hægt að gera, hversu góður sem viljinn er. Éífsferill Ragnars á Karlsá er dæmi um það að andinn er efninu æðra. Hann var dæmdur úr lífsins leik i venjulegum skilningi áður en æfistarfið hófst. En hann þroskaði anda sinn og lifði auðugu, andlegu lífi, óbugaður maður til hins síðasta. Hann var jarðsettur á Dalvík 25. dag septembermánaðar. H.E.Þ. Leikför til Danmerkur Leikfélag Dalvíkur er á förum til Danmerkur til að leika fyrir frændur vora Dani. Má þetta teljast merkisatburður í sögu félagsins og ber vott um dugnað og áræði þess unga fólks, sem þar skipar bekkina um þessar mundir. Um er að ræða boð frá Sambandi áhugaleikfélaga á Norðurlöndum til íslensks leik- félags um að taka þátt í norrænni menningarviku í Viborg á Jótlandi. Þar sem svo vill til að Viborg er einmitt hinn danski vinabær Dalvíkur þótti eðlilegt að leikfélagið hér sæti fyrir um að fara þessa för. Jafnframt mun félagið leika í tveimur öðrum borgum á Jót- landi, Grásten suður við þýsku landamærin og Árhus stærstu borg Jótlands. Leikritið, sem félagið ætlar að sýna er Saumastofan eftir Kjartan Ragnarsson, sem hér var sýnt veturinn 1978 og almennt þótti takast með ágæt- um. Svona för með 13 þátttak- endum alls er æði dýrt fyrir- tæki. Það bjargar málinu, að Norræna leikfélagasambandið, N.A.R. mun greiða fargjaldið að mestu eða öllu. Þá hefur bæjarstjórn Dalvíkur ákveðið að styrkja fyrirtækið með 500.000 krónu framlagi. Fleiri aðilar munu hafa verið beðnir Eins og flestum mun kunnugt héfur Flugfélag Norðurlands fengið einkaleyfi á flugi á leiðinni Ólafsfjörður-Reykjavík -Akureyri. Flugið er þegar hafið og er flogið frá Ólfj. alla virka daga nema laugardag kl. 12 á hádegi. \ Það er líklega full ástæða til að benda fólki hér um slóðir á þennan nýja möguleika til að komast fljótt og vel til höfuð- borgarinnar, þegar svo ber undir. Hugsum okkuraðtíminn um hádegið henti okkur, við þurfum að láta skutla okkur í að leggja eitthvað af mörkum, en óvist um undirtektir. Ástæða er til að gleðjast yfir framtaki L.D. og óska góðrar ferðar, sem hefst 8. nóvember með flugi alla leið til Grásteins syðst á Jótlandi. bílnum á flugvöllinn, við eigum kannske ekki öruggt far, erum á biðlista eða þessháttar. Hvað er þá upplagðara en að láta renna með sig norður fyrir Múlann og taka Norðurflug suður. Vegalengdin frá Dalvík fram og til baka er ca. 40 km. Inn á Akureyrarflugvöll og til baka er hún ca. 90. Mismunur 50 km. á kr. 200/km. eftir opinbera taxtanum. Það gerir kr. 10.000 í sparnað, takk. Sjá ennfremur auglýsingu Flugfélags Norður- lands í blaðinu. Flugfélag Norðurlands: Ólafsfjörður-Reykjavík Suður fyrir Múlann Styrkið byggðarblaðið. Auglýsið í Norðurslóð. NORÐURSLÓÐ - 5

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.