Norðurslóð - 24.10.1980, Side 4
Útgerð og fiskvinnsla
Skólastjóri og nemendur.
Skólasetning á Húsabakka
Framhald af forsíðu.
inni, þennan líka ágætismat,
sem þær búa til Ósk og Halla.
(Og samt ódýra, innskot blaða-
manns).
En samband við foreldra barn-
anna?
Við höfum haft talsvert sam-
band við heimilin og viljum hafa
það meira ogtilframbúðar. Það
hefur komið í ljós að sumir ungu
foreldrarnir hafa dálitlar efa-
semdir um það, hvort rétt sé að
taka svona ung börn í heima-
vist, 7 ára skinn. Eftir þessa
stuttu reynslu virðist mér nú,
segir Júlíana, að þetta gangi
býsna vel og ég hef styrkst í
þeirri trú, að þetta eigi ekki að
vera mikið vandamál. Hér
hjálpar það hvað mest, að hafa
þetta góða starfsfólk, og svo er
eldri börnin mörg svo einstak-
lega góð og nærgætin við litlu
krakkana. Svo eru þetta nú bar
3 nætur í viku, sem þeir eru hér í
vistinni. Já mér sýnist þau sjóast
ansi fljótt, bætir Björn inn í.
Að því er varðar foreldrana,
þá er ætlunin að hafa a.m.k. einn
foreldradag á vetrinum og svo
er nú líka orðið svo auðvelt að
hafa samband við okkur sím-
leiðis, ef eitthvað þarf að ræða
viðvíkjandi börnunum.
Þegar rætt er við eldra fólkið
hérna í sveitinni um skólann í
gamla daga, kemur oft fram, að
það minnist með alveg sérstakri
ánægju söngsins í gamla Grund-
arskólanum.
Þetta hafa þau hjónin líka
heyrt og eru sammála um að
gott sönglíf sé flestu öðru
mikilvægara í skóla eins og
annarstaðar. Björn hefur hugs-
að sér, að reyna að hafa
einhvern sameiginlegan söng
krakkanfta, eins og reyndar
Heimir gerði (og hann var nú
svo skrambi góður að spila
undir). Til að byrja með verður
reynt að láta börnin syngja
a.m.k. síðasta tímann, áður en
þau fara heim á föstudögum.
Nú hafið þið séð aðeins framan í
veturinn og hvað snjór getur
verið ríkur þáttur í umhverf-
inu. Fer ekki um ykkur hryll-
ingur?
Nei alls ekki, við erum
ákveðin í að reyna að hafa
gaman af snjónum og erum að
koma okkur upp gönguskíðum.
Það sýnist gangslítið að vera
Hálsbrúin nýja.
Vegabætur við Hálsá
Nú hefur Akureyrarleiðin styst
um eina 50-100 metra. Þaðgerir
nýja brúin á Hálsánni og
tilheyrandi vegarspottar sem
hafa rétt úr beygjunni, sem áður
var svo kröpp og hættuleg.
Blaðið átti tal við umdæmis-
verkfræðing á Akureyri, Guð-
mund Svafarsson og fékk eftir-
farandi upplýsingar:
Brúardeild V.R. sá um brúar
gerðina. Verkstjóri var Jakob
Böðvarsson frá Akureyri. Brú
in kostaði rétt um kr.
milljónir.
Vegastubbarnir nýju, sitt
hvoru meginárinnareru 1.2 km.
á lengd. Það voru á áætlun 70
milljónir til verksins. Það tókst
líka að hækka gamla veginn
niður Hrísamóana þangað, sem
hækkunin frá því fyrir þremur
árum endaði.
4 - NORÐURSLÓÐ
75
með svigskíði og svoleiðis bún-
að hér. Tolli (Þórleifur Björns-
son 10 ára) er að safna í göngu-
skiðabúnað. Það er sjálfsagt að
reyna að efla skíðalíf hér á
þessum snjóastað og við viljum
endilega hvetja börnin til að
koma með gönguskíði í skól-
ann, öll sem þau eiga.
Drengirnir, Þórleifur og
Lárus Arnór 3 ára, eru nær-
staddir og hlusta með athygli á
gáfulegar samræður þeirra full-
orðnu.
Hvernig líkar þeim vistin hér í
Svarfaðardal?
Þetta er allt annað líf, segir
Þórleifur alvarlega. Og betra?
Já, miklu betra. Lárus Arnór
kinkar kolli til samþykkis.
Að lokum berst talið að fólki
og viðmóti þess við innflytjend-
urna. Björn afgreiðir málið á
eftirfarandi hátt. /
Þegar við vorum að koma
okkur hérna fyrir í síðasta
mánuði, komu hingað nokkrar
góðar konur úr nágrenninu og
voru að færa okkur mat.
Aðallega var það þó grænmeti
úr görðunum þeirra, kál og þess
háttar. Um það orti ég stöku
þessa:
Er að vonum glatt mitt geð,
glöggt er hvers ég metinn er.
Sífellt koma konur með
kálhausa að fagna mér.
H.E.Þ.
Framhald af forsíðu.
annars fylgir honum kraft-
blökk.
Báturinn verður afhentur inn
an skamms, eða þegar síldveið-
um hans er lokið. Þess má geta
að báturinn var á rækjuveiðum
1978 oglandaðiþá héráDalvík.
Seljendur, Hafliði hf. Þorláks-
höfn, taka Stafnes upp í kaupin.
Á þessu og síðasta ári hefur
fiskhús fyrirtækisins verið
stækkað um 280 m2 hvor hæð,
og nú um áramótin kemur
flatningsvél, sem þeir hafa fest
kaup á.
Bliki hf.
Þar hefur verið tekið á móti
928 tn. af fiski, 400 tn. farið í salt
og 528 tn. í skreið. Af þessum
afla hefur Bliki E.A. 12 komið
með 575 tn. að landi, auk þess
selt i Hull 97 tn. fyrir 85
milljónir króna. Reiknað er
með því að Bliki fari í söluferð
síðar í mánuðinum. Hann hefur
verið á trolli frá i vor. Um næstu
áramót fær fyrirtækið flatnings-
vél.
Rán hf.
Það sem af er hafa þeir tekið á
móti 360 tn. affiski. Þar afhefur
Sæljón aflað 170 tn. 150 tn. hafa
verið söltuð og 210 tn. farið í
skreið.
Auk þess var Sæljón smá
tíma á rækju, en lengst af í
sumar, eða nærri 3 mánuði,
hamlaði vélarbilun veiðum, en
skipið er nú komið í lag og er á
netaveiðum.
Söltunarfélag Dalvíkur hf.
Sl. vetur var tekið á móti 180
tn. af bolfiski, sem skiptist
þannig eftir verkunaraðferðum.
67 tn. til frystingar.
45 tn. til söltunar.
68 tn. í skreið.
Þá hefur verið tekið á móti
185 tn. af rækju og 198 tn. af
síld.
Dalborg veiddi 560 tn. á
þorskveiðum, en landaði 360 tn.
utan heimahafnar. Á rækju-
veiðum hefur Dalborg fengið
250 tn. af rækju á árinu, þar af
hafa 150 tn. verið fullunnin í
skipinu og flutt beint út.
Otur hf.
Þeir hafa aðeins verkað afla
af eigin skipum og hafa þau
landað 470 tn. f salt hafa farið
270 tn. og 200 tn. í skreið.
í sumar keypti fyrirtækið Búa
E.A. 100 af Stefáni Stefánssyni,
en voru ekki búnir að selja Otur
síðast þegar fréttist. Heyrst
hefur að hann verði seldur
mönnum hér á Dalvík.
Um síðustu áramót tóku þeir
í notkun flatningsvél í saltfisk-
verkun sinni.
Stórhóll sf.
Tryggvi Jónsson E.A. hefur
aflað 97 tn. það sem af er árinu,
en alls hefur fyrirtækið verkað
128 tn. 80 tn. í skreið og48 tn. í
salt. Tryggvi Jónsson E.A. var
um tíma á síld, en er nú með
dragnót.
Vinur sf.
Á árinu hefur fyrirtækið
verkað 216 tn. sem er einungis af
eigin bát. 40 tn. fóru i skreið og
176 tn. í salt. Auk þess landaði'
Vinur E.A. 130 tn. af síld
sumpart hjá S.F.D., en auk þess
létu þeir frysta fyrir sig beitv-
síld. Síðast liðinn miðvikudag
byrjuðu þeir að róa með línu og
fengu 5 tn. í fyrsta róðrinum.
Haraldur sf.
Þar hafa verið verkuð 576 tn.
250 tn. í salt og 326 tn. í skreið.
Af þessum afla hefur Haraldur
E.A. komið með 545 tn. á land.
Nú í haust .hófust byrjunar-
'framkvæmdir við byggingu sem
þeir ætla að reisa í stað
núverandi húsa. Grunnflötur
hennar er 500 m2 á tveimur
hæðum. Verðurframkvæmdum
haldið áfram næsta sumar. J.A.
Saltfiskverkun.
Ljósm. Jón Baldvinsson.
Hvað gerist svo næsta ár?
Á næsta ári verður lagt í
Árgerðisbrúna og hún annað-
hvort hálf- eða fullgerð. Svo er
íjárveiting í veginn í sambandi
við hana upp á kr. 150 millj. á*
verðlagi þessa árs.
Þá er á vegaáætlun þess árs
151 millj. til bundins slitlags á
Ólafsfjarðarveg. Hvar það verð-
ur látið er ekki alveg ljóst, það
vantar nefnilega undirbyggingu
á nokkra spotta á innanverðri
Árskógsströnd, svo hægt verði
að setja bundna lagið á heilleg-
an kafla.
Það kom í ljós að Guð-
mundur hefur hug á að fá að
láni til eins árs fjármagn, sem
ætlað er í vegi annarstaðar við
utanverðan Eyjafjörð á árinu
1981. Hvernig það gengur er
hins vegar allt á huldu.
j
1930
1980
Félag verslunar- og skrifstofufólks á Akureyri og nágrenni
heldur
50 ára afmælisfagnað
í Sjálfstæðishúsinu laugardaginn 1. nóvember n.k. er hefst með
borðhaldi kl. 19.30.
DAGSKRÁ:
Borðhald.
Skemmtiatriði.
Dans tíl kl. 03.
Húsið opnað kl. 19.00.
Aðgöngumiði kr. 9.500 gildir sem happdrætti.
Aðalvinningur: Flugfar Akureyri-Reykjavík-Akureyri.
Upplýsingar í síma 21635 daglega milli kl. 16-17.
SKEMMTINEFNDIN.
r