Norðurslóð - 24.10.1980, Qupperneq 6

Norðurslóð - 24.10.1980, Qupperneq 6
-------- , ----------------- Fyrsti Hríseyingurinn Hér er mynd af 1. kálfinum, sem fæðist í Svarfaðardal út af Galloway nauti í Hrísey. Hann fæddist á Tjörn 19. okt. og heitir Jörundur Vetur- nóttakonungur. Faðirinn er Jör- undur, móðirin Hrefna. Uppskeran fer eftir saningunni “ Fyrir liðlega 80 árum var í heiminn borinn að Helgafelli í þessari sveit lítill sveinn. Prest- urinn skrifaði í sínar bækur, „fæddur 13. september árið 1900“. Móðirin samsinnti þessu hinsvegar ekki, og fullyrti að hann hefði ekki fæðst fyrr en tveimur dögum síðar, þann 15. september. Síðar var drengur- inn skírður, og nafnið fór ekki á milli mála: Jóhann Guðlaugur Sigurðsson heitir hann. Það var því ekki nema eðlilegt að Jóhann vildi nú í haust minnast þess er prestinn og móðurina greindi á fyrir 80 árum. - En þú hefur upp á tvo daga að hlaupa? sem er nokkuð óvanalegt, Jóhann. Hvorn dag- inn hefurðu kosið þér sem afmælisdag? - Ég hef aldrei verið í vafa um hvoru ég átti að treysta í þessum efnum, prestinum eða móður minni. Mamma vissi nokkuð hvað klukkan sló, hún sem bar mig undir belti. Ég tel mig fæddan 15. september árið 1900 - en í þetta skipti í haust, hafði ég það nú í flimtingum, að það dygði ekkert annað en að halda upp á afmælið tímabilið 13.-15. september - af tillitsemi við bæði tvö. - Jóhann er hress í anda og jafnan kátur, er hvikur og léttur á fæti. Ef honum liggur lítið við, þá hleypur hann gjarnan við fót. Hann sýslar við fjölmargt, þótt hann hafi nú látið af þeim starfa sem hann lengst af hafði á Dalvík - bókaverslunina. Jó- hann hefur áhuga á garðrækt, annast blaðdreifingu o.fl. Hann syndir eins oft og hann kemur því við. Til marks um áhuga, þá synti hann tvisvar sinnum á af- mælisdaginn sinn í haust - rétt si sona til að halda upp á daginn. Jóhann hefur um sína tíð sett nokkurn svip á daglegt líf á Dalvík, og því þótti fyllilega við hæfi að mæla sér mót við þennan mæta borgara og skyggnast inn í hans tilveru örlítið, sem nú spannar 80 ár. Heima í Helgafelli. Ég ólst upp í Helgafelli við kröpp kjör, eins og oft gerðist á þessum tíma. Lengi framan af var ég hálf vesæll og þreklítill. Ungur tvíbraut ég á mér annan handlegginn, og hef aldrei beðið þess bætur. Ég hef því lifað með krepptan og máttlítinn hand- legginn mestan hluta ævinnar. Hið líkamlega strit í sveitinni átti þess vegna ekki alls kostar við mig. Ég brá því á það ráð 22 ára gamall, um líkt leyti og aðrir Tímamót Þann 28. október verður 70 ára Jónas Hallgrímsson fyrrv. verkstæðisformaður, Bjarkarbraut 1 á Dalvík. Þann 2. nóvember verður 70 ára Sigurlaug Halldórsdóttir, húsfreyja í Brekku. Þann 3. nóvember verður bóndi í Brekku. 70 ára Klerhenz Vilhjálmsson, Þann 13. október varð 75 ára Gunnlaug Magnúsdóttir, hús- freyja á Atlastöðum. Þann 29. október verður 80 ára Jóhann Kristjánsson, (frá Uppsölum) Karlsbraut 1 á Dalvík. Þann 2. nóvember verður 80 ára Ingibjörg Jónsdóttir, Laxa- mýri á Dalvík. Þann 30. október verður 80 ára Rannveig Sigurðardóttir, fyrrv. húsfreyja á Jarðbrú, nú í Dalbæ á Dalvík. Norðurslóð flytur bestu heillaóskir. 25, september var skírðurBrynjarÞór, foreldrar Bára Artúrs- dóttir og Eggert Bollason, bústjóri, Bjarkarbraut 3, Dalvík. 28. september var skírður Reimar, foreldrar Dóróþea Reimarsdóttir og Viðar Kristmundsson fisleiðnaðarmaður Smáravegi 5, Dalvík. 5. október var skírð Ingibjörg Hulda, foreldrar Helga D. Haraldsdóttir frá Dalvík og Ragnar Reykjalín Jóhannesson, skipstjóri, Ásvegi 3 Hauganesi. 19. október var skírð Ragnheiður, foreldrar Karen Eiriks- dóttir, hjúkrunarfræðingur, og Sigvaldi Júlíusson, kennari Hólavegi 7, Dalvík. Þann 5. október andaðist á Kristneshæli Jónína Anna Magnúsdóttir, Karlsbraut 24 Dalvík. Hún var fædd á Sauðanesi á Upsaströnd 20. apríl 1895. Þann 14. október 1925 giftist Jónína heitin Hermanni Árnasyni frá Ytri-Hagaá Árskógsströnd. Þau eignuðust 3 börn. Eru 2 þeirra búsett hér á Dalvík, Sigríður og Friðbjörn, en Árni í Keflavík. Fyrir giftingu hafði Jónína eignast son, Ingva Ebenharðsson, sem nú er bókari hjá sýslumanninum á Selfossi. - Hún var jarð- sett í Dalvík 11. október. (Upplýsingar frá sóknarpresti.) menn fara að leita sér kvon- fangs, að fara til Akureyrar í því skyni að finna mér eitthvert lífsviðurværi. Ég hafði lengi hug á bókbandi, þótt ég vissi í rauninni ekki hvað sneri upp eða niður á þessum iðngreinum. Skósmíðanám. Af rælni komst ég í tæri við skósmið nokkurn á Akureyri, og vegna fagurgala í honum lét ég tælast til að ráða mig þar í nám. Það hefði ég betur látið ógert, því að reynsla mín af skóræflunum varð bölvanleg. Hjá þessum skóara var ég svo aðeins í einn vetur og losaði mig síðan úr vistinni, þótt hann reyndar vildi binda mig frekar áfram. Við sjó og á sjó. Sumarið eftir var ég á sjó, eins og ég átti eftir að vera af og til í nokkuð mörg ár - eða alla vega við sjóinn loðandi. Síðan fórég hingað úteftir um haustið 1923 og hugðist leita mér einhvers að starfa. „Jói skó“. Skórnir urðu þrautalending- in, og lengst af hafði ég litla kompu í Þorsteinshúsinu. Þetta var ógurlegt norp. Ég hafði lélegan tækjakost og enginn vegur að fá lán, og þótt einhverj- ir ættu skó til að láta gera við, þá átti enginn pening til að borga fyrir. Auk þess er skóvinna hið mesta strit og alls ekki fyrir þreklítið fólk að fást við. Ég var samt viðloðandi skóvinnuna í tæp tuttugu ár, en varð að vinna ýmis störf meðfram - m.a. ýmsa sjóvinnu. Að því kom þó að ég varð annaðhvort að hætta með skóræksnin eða fá mér eitthvert haldmeira aukastarf. Ég fór að hafa bækur, mest fyrir atbeina fræðslunefndarinnar, - skóla- bækur og pappírsvörur, fengið frá Akureyri, með 5 og 10% sölulaun. Dageinnárið 1941 fór ég svo suður til Reykjavíkur til að athuga rétt hvort ég gæti ekki fengið bóksalaréttindi. „Jói bók“. Með erfiðismunum tókst mér að hamra út bóksalaréttindi í þessari ferð. Það gekk illa þá eins og nú. Fyrst í stað hafði ég skóræflana með, því afkoman var svo aum. Þegar ég gaf þá upp á bátinn, varð ég að fá eitthvað auka í staðinn, og gerðist m.a. landmaður við báta. Eftir að hafa verið til húsa með bókabúðina, þar sem hét Garðar í nokkur ár, keypti ég svo húshjallinn þann, þar sem ég hélt til flest árin, að Skíða- braut 2 og standsetti hann og var þar samfellt í um 40 ár. - Þú hlaust ýmis viðurnefni, Jóhann? Já, fljótlega festist á mér viðurnefnið „Jói skói“ eða „Jói gói“ og svo seinna „Jói bók“. Löngu eftir að ég hætti við skóna var ég af mörgum kallað- ur „Jói skó“, ogerþað raunar af sumum enn. Ókunnugum þótti einkennilegt að bóksalinn væri kenndur við skó, því enga seldi ég skóna í búðinni. Þegar happdrættin komu til sögunnar, fór ég að taka þau hvert af öðru, sum nær frá byrjun. Ég jók söluna ár frá ári, enda lagði ég töluverða vinnu í að fólk endurnýjaði sína miða og fylgdist með. Undir lokin á mínum bóksalaferli var ég far- inn að hafa meira upp úr miðunum en bókunum, svo ég brá á það ráð að losa mig við skruddurnar, þá 75 ára gamall. Alls hafði ég því bóksalaréttindi í um 34 ár. Miðana hafði ég svo eina saman í 5 ár, eða þar til um síðustu áramóti. Aldrei kvænst - og hafði jafn gott af. - Jóhann þú varst um langan árafjöjda eini bóksalinn á Dal- vík og umboðsmaður happ- ég gjarnan hafa fleira í takinu. Með bókunum hafði ég t.d. um tíma nokkrar rolluskjátur, mest 20 ær og heyjaði oní þær líka. En þegar kom til álita að ég þyrfti að fá mér fjármann, þá fór að koma hik á mig. - Þú hefur mikinn áhuga á garðrækt og gróðri? Já, ég seldi gjarnan í búðinni ýmiskonar fræ og blómlauka. Seinni árin hef ég svo dundað mér við kartöflurnar með ágæt- um árangri, gefið mikið af uppskerunni en selt hitt. Jóhann G. á afmælisdaginn drættanna, en aldrei hefur þú kvænst? - Nei, og það hefur aldrei stappað nærri því, og ég er mjög ánægður með mitt hlutskipti, ég þarf því ekki að hafa áhyggjur af einum eða neinum. Ég hef nú oft í þröngum hópi hent gaman að því hvers vegna ég hafi aldrei bundist konu, en það er ekki hafandi eftir hér. - Ertu þá ekki orðinn forrík- ur, Jóhann G.? - Nei, veistu að ég var svo aumur á timabili að ég gerði ekki skattaskýrslu í mörg ár. Ég vildi ekki láta nokkurn vita hve efnahagurinn var þröngur. Ég hef alltaf borið mig betur en ástæða hefur verið til, því það vitlausasta sem nokkur gerir er að kvarta og kveina, því að þá hefði ekki nokkur maður treyst mér til neins. Ég borgaði því mörg árin meiri skatta en mér í rauninni bar. Til þess að varna því að ég flosnaði þó upp, vildi - Hefurðu átt fleiri áhugamál í gegnum tíðina? Já, ég var náttúrulega á mínum yngri árum félagi í Ungmennafélagi Svarfd., ogtók þátt í félagsstörfum þar. Um tíma hafði ég umsjá með Gróð- urreitnum á þess vegum. Ég var gerður að heiðursfélaga í Ungmennafélaginu, en mér mis- líkaði það svo að ég mætti ekki á fund eftir það. - Svo sigldi hann út um höfln blá. - Þú hefur löngum haft gaman af að ferðast, Jóhann? Fyrstu skemmtiferðina mína, sem hægt er að kalla þvi nafni, fór ég árið 1948. Það var fyrsta ferðin sem farin var af norður- landi á vegum Ferðafélags Akureyrar suður að Tungnaá. Þetta var viðburðaríkt ferðalag og ánægjulegt. Árið 1977 fórég svo mína fyrstu utanlandsferð, Framhald á bls. 3.

x

Norðurslóð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.