Norðurslóð - 22.01.1981, Síða 3

Norðurslóð - 22.01.1981, Síða 3
Jólaleikir Norðurslóðar Ljóðagetraunin Margir sendu lausnir á ljóðaget- rauninni, sjá rammagrein að neðan. Þær voru að langmestu leyti alveg réttar og sumar aldeilis prýðilega frá gengnar með tilvitnunum í höf- unda og heilar vísur, sem klaus- prnar voru slitnar úr. Eftirtaldir sendu ráðningar, sem teljast fullgildar: Auður Björnsdóttir, Fagraskógi, Björn Stefánsson hagfr., Reykjavík, Dagbjört Ásgrímsdóttir, Dalvík, Gísli Jónsson, Akureyri, Gunn- laugur V. Snævarr, Reykjavík, Halldór Jóhannesson og Steinunn Daníelsdóttir, Dalvík, Helga Þórs- dóttir og Ásrún Ingvadóttir, Bakka, Jóhann Daníelsson, Dalvík, Maron Pétursson, Sauðárkróki, Jónína Kristjánsdóttir, Klængshóli, Sigrún Dagbjartsdóttir, Seldal, Norðfirði, Stefanía Jónasdóttir, Laugum, og Stefán og Jóna Snævarr, Dalvík. Sigrún í Seldal sendi skemmtilegt bréf. Hún skrifar m.a.: „Til dæmis um fossinn og eikina. Ég ætlaði aldrei að muna eftir því kvæði. Svo var ég andvaka eina nóttina og kemur þá ekki allt í einu upp í huga minn Ein fögur eik hjá fossi stóð. Ég fór að rifja upp kvæðið og það smákom.“ Og annarstaðar: „Ég hef ótrúlega gaman af að lesa það (blaðið) og svei mér ef mér finnst ekki ég vera farin að þekkja til manna og málefna þarna hjá ykkur. Bæjarheitin í daln- um ykkar komu öll í ljóði í blaðinu, og þótti mér þau ærið frumleg sum. Ef ég á einhverntíman eftir að koma í Svarfaðardal hefði ég gaman af að vita, hvort ég gæti þekkt bæina eftir ljóðinu . . . . “ Það var dregið um ein verðlaun af fyllsta heiðarleika og upp kom nr. 6 þ.e. Halldór og Steinunn á Dalvík. Þeim verður send ljóðabók Guð- mundar FRímanns, Draumur undir hauststjörnum. Krossgátan Lausnarvísa krossgátunnar var þessi: Bak við Stólinn blíð og góð blundar nýárssólin. Svo nóttin hér á norðurslóð er nístingsköld um jólin. Rétta lausn sendu eftirtaldir: Kristinn Pálsson, Blönduósi, Erna Kristjánsdóttir, Hnjúki, Stefán Jónmundsson og Helen Ármanns- dóttir, Haga, Sigrún Gísladóttir, Seldal, Hafsteinn Pálsson, Mið- koti, Elínborg og Sigurjón, Syðra- Hvarfi, Gunnar Friðriksson, Dal- vík, Jón Baldvinsson, Dalvík, Steinunn Davíðsdóttir, Akureyri, Hartmann Eymundsson, Akureyri. Dregið var um verðlaun og kom upp nr. 6 í röðinni, þ.e. Syðra- hvarfshjón Elínborg og Sigurjón. Þeim verðursend bókin Ungs manns gaman eftir Einar frá Hermundar- felli. Vísubotnar Allmargt skálda og hagyrðinga spreyttu sig á að botna vísuparta blaðsins. Hér koma tillögurnar og kennir margra grasa: I. Bak við Stólinn blundar sólin, bítur hólinn kuldans tönn. Þótt fjúki í skjólin, byggðu bólin blessa jólin dags í önn. Halldór Jóhanness., Dalvík. Hæðasjólinn hefur um jólin heiðabólin lagt í fönn. Birna Friðriksd. frá Melum. Færast ból í fannakjólinn, fresta jólin dagsins önn. Hartmann Eymundsson, Akureyri. Upp við pólinn oft um bólin er um jólin gleði sönn. Sami. Fýkur um jólin flest í skjólin fínna ei hjólin spor í fönn. Júlíana Lárusdóttir, Húsabakka. Er fellir njólinn fannakjólinn fljótt mun skólinn ljúka önn. Björn Þórleifsson, Húsabakka. Matartólin munda um jólin, má því kjólinn víkka um spönn. Sami. Heims um bólin höldum jólin, hylur pólinn klaki og fönn. Sami. Fellur njólinn, fölna bólin, faðmar pólinn ísahrönn. Oskar Karlsson, Hrísum. Lengjast nætur, laufið grætur, lama rætur haust og fönn. Sami. II. Ríkisstjórnin ráðum slynga reiknar niður verðbólguna. Mun hún samt á milli þinga magna stjórnarandstöðuna. Halldór Jóhannesson. Meðan aðrir þrátta og þinga og þrengja öllu í hækkunina. Birna Friðriksdóttir. En kappar ei á kýlum stinga, kosningarnar hafa í muna. Hartmann Eymundsson. Að mest hún geri milli þinga margan farið er að gruna. Sami. Nú er strútnum nautn að stinga nefinu í jarðskorpuna. Júlíana Lárusdóttir. Verra samsafn vitleysinga varla tækist þér að muna. Björn Þórleifsson. Enda sjálfsagt þörf að þinga um þjóðarinnar dans í Hruna. Sami. Allur þorri Islendinga afglöp hennar fyrri muna. Óskar Karlsson. Af gremju er nú Geir að springa, Gunnari þetta skal hann muna. Sami. Nú er úr vöndu að ráða með verð- launaveitinguna, því margur er botninn góður. Ætli við leysum ekki vandann með því að veitasameigin- Iega 1. verðlaun þeim Júlíönu og Birni á Húsabakka, þó ekki væri fyrir annað en framleiðslumagnið. Þeim verður send bókin Ýmsar verða ævirnar eftir sr. Bolla Gústavs son. Er þá Júlíana eigandi bókar- innarafturábls. 107,en Björnáþað sem þar er fyrir aftan. Að svo mæltu færum við öllum kærar þakkir fyrir þátttökuna. Frú Steinunni P. Hafstað þökkum við gerð krossgátunnar og bókaútgáf- unni Skjaldborg fyrir að leggja til bókaverðlaunin. Sauðfjár- sjúk- dómar færast 1 aukana Framhald af bls. 1. milli þessara dýrategunda á húsi og beitarhólfum er óheppilegur, þar sem garnaveikihætta er. Bólusetning allra ásetnings- lamba snemma og könnun á árangri bólusetningar fram- kvæmd af nákvæmni er örugg- asta vamaraðgerð gegn garna- veiki, en þar að auki er mikil nauðsyn að hreinlæti við alla hirðingu fjárins sé sem mest á öllum tímum ársins, einkum varðandi brynningarílát og saur mengun á heyi og í umhverfi unglamba á sauðburði að vori. Enn er þess að geta, að kaup á fé frá öðrum bæjum sem sýktir kunna að vera geta gert að engu fyrirhöfn við vamir á bænum og auk þess magnað hættu fyrir nágranna. Það kom einmitt upp í sambandi við staðfestingu á þessari veiki, að flutt hefði verið fé inn í hreppinn og þar kynni að vera orsök smitburðar. Því er vakin athygli á þessu, að rætt hefur verið um að hefja bótagreiðslur til bænda í hreppn um, sem verða fyrir tjóni af völdum riðuveiki. Áður en af því verður, er rétt að komið verði reglu yfir flutninga á fé til og frá hreppnum og milli bæja innan hrepps. Virðingarfyllst, f.h. Sauðfjárveikivarna Sigurður Sigurðarson, dýralæknir. Sent: Héraðsdýralækni, Oddvita, hreppstjóra og riðunefndarmönnum. Bændur á gv. bæjum. NORÐURSLÓÐ - 3 Lausn ljóðagetraunar Og hér kemur nú lausn ljóðagetraunar Norðurslóðar, þeirrar 4. í röðinni frá upphafi. Þátttaka var góð eins og fyrr og árangur sumra alveg frábær eins og brátt verður frá skýrt. 1. Sunna háu höfin á ' hvítum stráir dreglum. Veröld má sinn vænleik sjá í vatna bláum speglum. Stökur og brot, Sig. Breiðfjörð. 2. Nú þekkist sú skoðun og þykir fín, að þetta vort jarðlíf sé ekkert grín o.s.frv. Sigurður Þórarinsson. 3. Sólin klár á hveli heiða hvarma gljár við bai^punum. á sér hár hún er að lauga upp úr bárulaugunum. Stökur og brot, Sig. Breiðfjörð. 4. Dauðinn sótti sjávardrótt sog var ljótt í dröngum. Ekki er rótt að eiga nótt undir Gróttutöngum. Heyrt kveðið d glugga á 0eltjarnarnesi. 5. Afturgengin hrópa ég út yfir lönd og sjá: Varið ykkur veslingar á Abbalabbalá. Davíð Stefánsson. 6. Hélt ég þér á hesti í hörðum straumi og fann til fullnustu, blómknapp þann gæti ég borið og varið öll yfir æviskeið. Ferðalok, Jónas Hallgrímssa/t. 7. Falla tímans voldug verk varla falleg baga. Snjalla ríman siuðlasterk stendur alla daga. Ólafs ríma Grœnlendings, Einar Ben. 8. Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt sem dropi breytir veig heillar skálar. Þel getur snúist við átorð eitt aðgát skal höfð í nærveru sálar. Einrœður Starkaðar, Einar Ben. 9. Góðverka varð sjónin sjúk, svartan bar á skugga. Ágirndar þá flygsuQúk fennti á sálarglugga. Epitaphium pastoris, Bóluhjálmar. 10. Hitti að bragði Satan sinn sönn fram lagði skilríkin. Glóðaflagða gramurinn Grím þá sagði velkominn. Gönguhrólfsrímur, Bóluhjálmar. 11. Og jafnvel úr hlekkjunum sjóða má sverð í sannleiks og frelsins þjónustugerð. Vorhvöt, Steingr. Thorsteinsson. 12. Fátæktin er mín fylgikona frá því ég kom í þennan heim. Við höfum lafað saman svona sjötigu vetur fátt í tveim. Lausavísa, Jón Þorláksson. Þangið, sem horfði á hópinn var hnipið allan þann dag. Bylgjan, sem bar það uppi var blóðug um sólarlag. Heimþrá, Jóhann Sigurjónsson. 14. Þig ég trega-manna mest mædd af táraflóði. Ó, að við hefðum aldrei sést’ elsku vinurinn góði. Staka, Vatnsenda-Rósa. 15. Við næturkylju köldum leik þar klettur greinum hlúði. Og fossinn vökvun færði eik í fögrum sumarskrúði. Fossinn og eikin, Páll J. Árdal. 16. Ótal drauma blíða og bjarta barstu, vorsól, inn til mín. Það er engin þörf að kvarta, þegar blessuð sólin skín. Vorsól, Stefán frá Hvítadal. 17. Fyrir sunnan Fríkirkjuna fórum við á stefnumótin. Fyrir 8 árum, Tómas Guðmundsson. 18. Stolt siglir fleyið mitt stórsjónum á. Gylfi Ægisson. 19. Og vestfirskur jökull, sem heilsar við Horn í hilling með sólroðna brá. Það gefur á bátinn við Grœnland, Kristján frá Djúpalœk. 20. Sörli er heygður Húsafells í túni, hneggjar þar við stall með öllum ttygjum. krafsar hraunasalla blakkurinn brúni, bíður eftir vegum fjalla nýjum. Skúlaskeið, Grímur Thomsen. (Átti að spyrjast: hvað?, en misritaðist í hvar?) 21. Er gigtin fór að jafna um Jón fannst Jóni komið nóg. Hann nennti ekki að lifa lengur lagði sig og dó. Sálin hans Jóns míns, Davíð Stefánsson. 22. Náttskugga fyllurnar fjarlægðust dvínandj, fjörðurinn opnaðist breiður og skínandi. Illugadrápa, Stephan G. Stephansson. 23. Afi þinn á Barði bjó, bændaprýði ríkur nóg. Við mér ungri heimur hló ég hrasaði fyrr en varði. Amma kvað, Örn Arnarson. 24. Kertin brunnu bjart í lágum snúð, bræður fjórir áttu ljósin prúð. Mamma settist sjálf við okkar borð, sjáið ennþá man ég hennar orð. Jólin 1891, Matth. Jochumsson. 25. Náköld er Hemra, því Niflheimi frá nöpur sprettur á. En kaldara und rifjum er konungsmönnum hjá. Kalinn á hjarta þaðan slapp ég. Á Glœsivöllum, Grímur Thomsen.

x

Norðurslóð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.