Norðurslóð - 22.01.1981, Page 4

Norðurslóð - 22.01.1981, Page 4
V etr ar fuglarnir um áramótin Samkvæmt venju fór fram fugla- talning hér (og um allt land) um áramótin á vegum Náttúrufræði- stofnunar. Dagurinn var 29. des. Það var suðvestankaldi, hríðar- slitringur og 8 stiga frost. Á Dalvík taldi Steingrímur Þorsteinsson og gekk sam- kvæmt venju fjöruna frá mynni Svarfaðardalsár út að Brim- nesárkjafti (eins og Guðlaugur Arason kallar árósinn). Uppskeran varð sem hér segir: 1. Stokkönd 32 stk. 2. Hávella 40 stk. 3. Æðarfugl 65 stk. 4. Gulönd 4 stk. 5. Sendlingur 14 stk. 6. Stormmávur 8 stk. 7. Silfurmávur 40 stk. 8. Svartbakur 60 stk. 9. Bjartmávur 6 stk. 10. Hettumávur 15 stk. 11. Rita (skeggla) 1 stk. 12. Hrafn 6 stk. 13. Snjótittlingur 150 stk. í sveitinni taldi Kristján E. Hjartarson. Gekk hann sam- kvæmt venju frá Tjörn með bæj- um út að Holtsá, yfir flatann og suður með börðum austan ár og í gegnum Hánefsstaðaskóg og heim. Hann sá aðeins þetta: 1. Stokkönd 1 stk. 2. Hrafn 3 stk. 3. Snjótittlingur 11 stk. 4. Rjúpa 7 stk. Til viðbótar er þess að geta, að daginn áður, þ.e. 28. des., sá bóndinn á Tjörn fugl fljúga upp úr læknum milli fjóss og bæjar og fljúga móti vestangarranum uppeftir í átt til fjalls. Hann sá fuglinn mjög vel áfluginu og gat ekki betur séð en þetta væri hrossagaukur. Nú eiga hrossa- gaukar ekki að vera hér.á þess- um tíma árs, þótt ekki áé hægt að útiloka að eftirlegukindur kunni að leynast hér og lifa af vetrarhörkuna fram að áramót- um. En annar möguleiki er rétt hugsanlegur. Keldusvíd voru ekki.óalgeng hér um slóðirfyrir nokkrum áratugum. Nú munu þó liðin ein 20 ár, síðan frést hefur af þessum fugli. Keldu- svínið er staðfugl, heldur sig mikið við lindir á vetrum eins og nafnið bendir til (kelda = lind) og þykir gott að skýla sér og leita fanga undir snjóloftum. Það líkist hrossagauk á margan hátt, stærð, litur, neflag osfrv. Gæti það hugsast að þetta hafi verið keldusvín og þau séu ÞORRABLÓT Verkalýðsfélagið Eining, Dalvíkurdeild, heldur sitt árlega ÞORRABLÓT föstudaginn 6. febrúar kl. 20.00. Hljómsveit Geirmundar leikur fyrir dansi til kl. 02. Annáll og ýmislegt glens og gaman. Miðapantanir í síma 6-14-58, 6-15-86og 6-11-26dag- ana 1., 2. og 3. febrúar. Miðarnir seldir á skrifstofu Einingar miðvikudag og fimmtudag 4. og 5. febrúar milli kl. 19.00 og 21.00. Miðaverð aðeins kr: 100.00. SKEMMTINEFNDIN. LAUST STARF Starf tækjastjóra hjá Dalvíkurbæ er laust til um- sóknar. Upplýsingar um starfið veitir bæjarverk- stjóri. - Umsóknarfrestur er tii 30. janúar 1981. BÆJARSTJÓRI. Aðalfundur Samtök Svarfdælinga í Reykjavík og nágrenni halda aðalfund sinn í Safnaðarheimili Langholtskirkju laugardaginn 7. febrúar n.k. kl. 4 síðdegis. Á eftir verður spiluð félagsvist. Verðlaun veitt. Félagar fjöl- mennið og takið með ykkur gesti. STJÓRNIN. Innilegt þakklæti til allra þeirra, sem létu í Ijós samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför bróður míns, J. ST. BRIMARS SIGURJÓNSSONAR. F.h. aðstandenda. Þórdfs Sigurjónsdóttir. \ Gjafir til Urðakirkju þá ekki aldauða hér eftir allt saman? Nú langar okkur til að spyrja: Hafa einhverjir Svarfdæíingar séð að vetrarlagi fugl, sem líkist hrossagauk nú eða nýlega? Ef það kæmi á daginn, að keldu- svín sé hér enn við lýði, þá væri það heilmikil fuglafrétt og gleði- efni öllum þeim, sem láta sig málefni fuglanna einhverju skipta. Við látum fylgja mynd af þessum fugli. 10u. mynd. Keldusvín. Frá sóknarnefnd Urðakirkju hefur blaðinu borist eftirfarandi skrá um gjafir með ósk um birtingu: Á árinu 1979 gáfu systkinin frá Sandá Anna og Sigtryggur kr. 6.000 stofngjöf til kaupa á skírnarfonti í kirkjuna. Ennfremur gáfu þau Gunnlaug og Gunnlaugur á Atla- stöðum kr. 15.000 í sama skyni til minningar um lítinn dreng. Áárinu 1980gafst kirkjunnieftir- farandi til væntanlegra skírnar- fontskaupa: Kr. 100.000 frá Lilju, Karli, Dómhildi og Gunnlaugi í Klaufa- brekknakoti og Höllu og Atla á Hóli. Upphæðin er gefin í minn- ingu dóttur þeirra, systur og mág- konu Jónasínu Dómhildar Karls- dóttur í Klaufabrekknakoti. Kr. 100.000 frá Sigurpáli Hall- grímssyni frá Melum til minningar um Þóru systur hans og Halldór afa hans. Kr. 100.000 frá Helga Símonar- syni á Þverá og kr. 100.000 frá Kvenfélaginu Tilraun. Sóknarnefndin biður blaðið að færa ofanskráðum gefendum alúð- arþakkir fyrir góðar gjafir og hlý- hug í garð kirkjunnar. Á síðasta aðalsafnaðarfundi Urð- arkirkju var stofnaður viðhalds- sjóður kirkjunnar. Stofngjöf var kr. 15.000 frá sóknarnefndinni. Hana skipa nú Hreinn Jónsson, Jón J. Þórarinsson og Lena Gunnlaugs- dóttir. Frá bæjarskrifstofunni Eins og flestir hafa orðið varir við hefur verið tekin upp tölvu- vinnsla á gjaldendabókhaldi hjá bænum. Með því skapast mikið hagræði fyrir starfsmenn skrif- stofunnar og einnig geta gjald- endur fengið betri upplýsingar um stöðu sína á hverjum tíma. Síðari hluta janúarmánaðar verður sent út yfirlit til allra gjaldenda þar sem fram kemur staða þeirra um síðustu áramót. Þar verða líka sýnd öll gjöld á árinu 1980 svo og greiðslur og álagðir dráttarvextir hjá þeim sem þá fengu. Eru gjaldendur vinsamlega beðnir um að fara vandlega yfir yfirlitið og láta okkur á bæjarskrifstofunni vita ef eitthvað kemur ekki heim og saman við þeirra tölur. Með þessu yfirliti fylgir lika álögð fyrirframgreiðsla útsvars 1981 en hún er 70% af álögðum gjöldum síðasta árs. Þar kemur fram gjalddagi hverrar greiðslu og eru gjaldendur beðnir að at- huga það vel. Staðgreiðslukerfi skatta hefur ekki enn verið kom- ið á og því er fyrirframgreiðsla þessi raunverulega byggð á tekj- um ársins 1979 sem voru grund- völlur álagningar á árinu 1980. Heimild er til þess í lögum að lækka fyrirframgreiðsluna ef mikil tekjuskerðing hefur orðið á árinu 1980 miðað við árið 1979. Því geta þeir sem telja sig falla undir heimild þessa komið með afrit af skattframtali sínu til undirritaðs á skrifstofuna og fengið úrskurð í þvi máli. Ef aftur á móti tekjuaukningin 1980 hefur verið meiri en almennt gerðist, er ekkert á móti því að jafna útsvarsgreiðslunum betur yfir árið og greiða eitthvað meira fyrri hluta árs en fyrir- framgreiðslan segir til um. Á fyrirframgreiðsluseðlinum kemur hjá flestum einnig fram kaupgreiðandi ef einhver er. Þrátt fyrir lög um skyldu kaup- greiðenda til að halda útsvars- greiðslum eftir af kaupi starfs- manna sinna, mun gjaldendum á Dalvík eins og áður heimilt að greiða sjálfir gjöld sín á bæjar- skrifstofunni ef þeir óska þess. Þett^ er þeim heimilt meðan greiðslufall verður ekki og þurfa þeir að láta starfsmenn bæjar- skrifstofunnar vita ef þeir vilja notfæra sér þetta. Þeir sem ekki fá álagningar- seðil um fyrirframgreiðslu, en hafa átt lögheimili hér 1. des. sl., eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við undirritaðan sem allra fyrst. Allir eiga nú að hafa fengið fasteignagjaldaseðil sinn í hend- ur og var gjalddagi fyrri hluta þeirra 15. jan. s.l. Dráttarvextir verða fyrst reiknaðir á ógreidd fasteignagjöld 28. febr. n.k. og eru fasteignagjaldagreiðendur vinsamlega beðnir um að gera skil sem allra fyrst. Það skal minnt á að ef fyrri hluti fast- eignagjalda er ekki að fullu greiddur, þá fellur síðari hlúti þeirra: einnig í dráttarvexti. Einnig má minna þá á sem eiga ógreidd gjöld frá fyrra ári að 31. janúar verða reiknaðir 4.75% dráttarvextir á öll ógreidd gjöld frá fyrra ári. Bæjarritari. Pelastikk Guðlaugs Arasonar Ósvikin dalvíkska Ég var að enda við að lesa Pela- stikkið hans Gulla Ara. Áður var ég búinn að lesa nokkrar umsagnir eða dóma um bókina. Og ég held helst að allir hafi verið sammála um, að hún sé bara skrambans ári góð. Þar sem nú hér er um ósvikið dal- víkst bókmenntaframlag að ræða, yrði það að teljast helst til mikið tómlæti, ef ekki væri minnst á það í þessu blaði rétt eins og það hafi farið fram hjá okkur öllum, að nokkuð hafi gerst. Og það er þá skemmst frá því að segja, að undirritaður er sam mála öðrum þeim, sem hafa út- talað sig um bókina. Þetta er hugþekkt verk. Það er greini- legt, að höfundurinn er að skrifa um hluti, sem hann ger- þekkir. Bókin er ekta að því leyti til. Og það sem meira er. Hann er að skrifa um fólk og mannlíf, sem stendur hjarta hans nærri. Hann er að rifja upp fyrir sér (og öðrum) heim bernsku sinnar, og honum þykir vænt um hann. Þess vegna er bókin sann- færandi og lesandanum líður vel við lesturinn. Hér eru engir Guðmundar meðal sjómann- anna og konurnar i þorpinu eru engar eldhúsmellur og lita held- ur ekki á sig sem slíkar. Það er skemmtileg uppáfinning höf- undar að virða fyrir sér sjó- mennskuna og síldarævintýrið með augum barns. Þannigverð- ur það með sérstaklega ferskum blæ og á greiða leið að huga lesandans. Þaðeina ótrúlegavið þessa frásögn er það, sem þó er víst dagsatt, að 8 ára drengur hafi verið að velkjast á síldar- dalli heila vertíð. Og að auki kvað flest af því, sem látið er gerast um borð og frá borði, raunverulega hafa gerst í lík- ingu við það, sem sagan greinir frá. Það er skemmtilega dalvíkst bragð af þessari sögu. Aðstæð- urnar eru dalvíkskar, fólkið er dalvíkst, málfarið er sumstaðar svo dalvíkst, að það mun varla skiljast annarstaðar. Hér er aðeins ein aðfinnsla. Á einum stað segir að Logi hafi verið kominn með sax í hendurnar. Tala menn svona eða hafa talað á Dalvík? Ekki sögðum við þetta í sveitinni. Við sögðumst vera með saxa í handarbökun- um. Guðlaugur Arason sagði það í sjónvarpsviðtali einhverntím- ann um jólaleytið, að allt það, sem hann hefði að segja, rúm- aðist í einu sjávarplássi, það væri nú ekki merkilegra en svo. Þetta var mikil hæverska hjá rit- höfundinum. En kannski er þetta ekkert lítið, þegar allt kemur til alls. Kannske lífið í einu sjávar- plássi á borð við Dalvík spegli mannlífið í landinu svona yfir- leitt og kannske í heiminum öllum. Að í því smáa og þrönga, séð með augunum hans Loga litla, speglist hinn stóri, víði heimur með einhverjum hætti svo lesandinn eignist'að sínu leyti dálitla hlutdeild í honum eins og hann leggur sig. Og þá var þetta engin hæverska hjá höfundinum eftir allt saman. H. E. Þ. 4 - NORÐURSLÓÐ

x

Norðurslóð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.