Norðurslóð - 22.01.1981, Side 5

Norðurslóð - 22.01.1981, Side 5
Um hreinræktun holdanauta Pistill frá Hrísey Hann Hjörtur á Tjörn fór ívetur fram á við undirritaðan, starfs- m'ann Sóttvarnarstöðvarinnar í Hrísey, að láta Norðurslóð í té upplýsingar um gang mála hjá Galloway-gripum í Hríseyjar- flósi. Sóttvarnarstöðinni hefur verið hampað nokkuð í blöð- um, útvarpi og sjónvarpi þau ár sem hún hefur starfað, en í flestum tilfellum hefur það sama verið að koma fram aftur og aftur. Því verður nú reynt að þræða ekki troðnar slóðir og jafnframt að forðast allt of fræðilegt hjal. • Grœnar grundir holdablendinga Verulegur-hluti lesenda Norð urslóðar hlýtur að vera á Dalvík og í utanverðum Svarfaðar- dal. Undirritaður var þar áferð í ágúst síðastliðnum, sem og oftar. Þaðan gat að líta allstórt fagurgrænt tún þar sem áður höfðu verið fremur litlitlir lyng- móar og á tímabili dökkt moldarflag, skammt utan byggð Á þessari mynd er ársgömul kvtga sem ekki er minna en 75% Gallo- way. Hún ber þess líka mjög glögg merki. arinnar í Hrísey. Þetta er þó ekki tún í venjulegum skiln- ingi, heldur 16 hektara beitiland fyrir Gallóway-kálfa og mæður þeirra. Vænir Gallóway-bolar fá hins vegar ekki að njóta þessara grænu grunda á sól- ríkum sumardögum. Þeirrahlut skipti er innilokun og einangr- un frá hnellnum kvígum ogtroð júgra kúm. Eins og margir vita verða kýrnar í Hrísey nefni- lega ekki kálffullar af sam- Maður ársins 8 ára sjómaður Norska blaðið Verdens Gang hefur árum saman útnefnt „mann ársins“ þar í landi. Mörg stór- menni bafa orðið þessa heiðurs aðnjótandi, t.d. Ólafur konung- ur, Thor Heyerdahl og Jens Evensen. En nú var það reyndar 8 ára drengur, sem hlaut heiðurinn sem auk titlsins er í förmi brons- styttu. Maður ársins heitir Svein Inge Jakobsen frá OrmeyíNorð- landi. Hann var einn með fóður sínum í róðri á 36 feta fiskibáti, þegar faðirinn veiktist svo hastar lega, að hann gat enga björg sér veitt né heldur annast bátinn. Þá tók Svein málin í sínar hendur og stýrði bátnum heilum í höfn og tók það 3 klukkutíma. neyti við bolana þar, heldur er flutt inn sæði handa þeim úr sérstaklega völdum Galloway- nautum í Skotlandi. Vart hefur orðið nokkurs misskilnings hjá fólki varðandi þetta atriði, og þá um leið hvernig hreinræktun in fer fram. • Að hreinrœkta holdanaut Það sem af er starfsemi Sóttvarnarstöðvar ríkisins í Hrísey hefur verið notað sæði úr þremur skoskum nautum,' en það fjórða verður væntanlega tekið í notkun á næstunni. Kýrnar sem í upphafi voru fluttar til stöðvarinnar fengu sæði úr þessum nautum. Dætur þeirra, sem urðu 50% Galloway- kýr, voru einnig sæddar með sæði úr Galloway-nauti. Þær ólu svo kvígur sem voru Gallo- way-kýr að 75% hluta. Þannig eykst blöndunin koll af kolli með sífelldri notkun innflutta sæðisins þar til blöndunin nálg- ast svo 100%, það jafngildir hreinræktun. Hér hefur aðeins verið minnst á kvígur, en vitanlega fæðast naut líka og raunar hafa þau verið i nokkrum meirihluta. Best byggðu nautin og þau sem sýnt hafa mesta vextareigin- leika hafa orðið þau lánsömu og fengið að lifa lengst. Úr þeim hefur verið tekið sæði og djúp- fryst til að setja á markað handa bændum í landinu almennt. Þannig á að koma upp hrein- ræktuðum Galloway-stofni á íslandi án þess að sæðið frá Skotlandi sé notað annars stað- ar en í sóttvarnarstöðinni í Hrísey. Þess má svo geta, að sæði það sem hingað hefur verið flutt í land til sölu, er úr nautum sem eru hálfblendingar. Því eru kálfar sem undan þeim koma aðeins blandaðir að 1/4 hluta eða 25%. Á næstunni má vænta þess að farið verði að taka sæði úr nautum sem eru holdablend- ingar að 3/4, eða 75%. Má þá reikna með að bændur sem nota það sjái meiri svip holdakyns á kálfum sínum en verið hefur fram til þessa. • Til hvers holdanaut? Þetta er algeng spurning þegar spurf er frétta af búskapn- um í sóttvarnarstöðinni. Ekki í Noregi 1980 Það er gaman fyrir okkur Svarfdæli að hugleiða það, að við eigum líka og höfum átt unga fiskimenn. Einn þeirra er Guð- laugur Arason, sem líka var 8 ára, þegar hann gerðist sjó- maður. Hann hefur reyndar ekki verið kjörinn formlega „maður ársins“ hér á landi, en þó er ekki fjarri því. Með þeim frábaru viðtökum og dómum, sem bók hans, Pelastikk, hefur hlotið hefur þjóðin kjörið hann a.m.k. einn af best metnu sonum sínum þetta árið. Hvernig vari að dalvískir sjómenn létu búa til bronsstyttu af fiskibát og gefa Gulla? Á stærri myndinni eru þeir NÓRI, JÖTUNN og FÓSTRI. Jötunn, sá í miðjunni, er sá sem sagt er frá í greininni að hafi verið 555 kg við 18mánaða aldurinn. ætla ég að gefa viðhlítandi svar við því, en þó verður líklega að segja það misskilning að það sé mikið bragðbetra kjötsemverið er að sækjast eftir. Hins vegar verður maður fljótt var við þegar holdablendingarnir vaxa úr grasi að þar eru á ferðinni holdameiri skepnur en við sjá- um hjá íslenska mjólkurkúa- stofninum. Það þýðir annars vegar mikla vöðva í girnilegar stórsteikur og svo má bóndinn vænta meiri afurða eftir hvern grip- • Átangur. Helmingur þeirra 20 kúa sem í upphafi starfseminnar voru fluttar til Hríseyjar voru af íslenska mjólkurkúastofninum, en hinar undan holdablending- um frá Gunnarsholti og íslensk- um kúm. Talsverður útlitsmun- ur er á gripum undan þessum tveimur hópum. Gripir undan dætrum skotanna frá Gunnars- holti eru lágfættari og hafa vöxt meiri holdagripa. Hins vegar hefur það alls ekki alltaf þýtt afgerandi mun á þyngdaraukn- ingu, og jafnvel engan. Sé litið á fáeinar tölur til að forvitnast um þyngd gripa má t.d. nefna að 11 naut sem náðu 18 mánaða aldri voru til jafn- aðar rúmlega 430 kg við 18 mánaða aldurinn. Þar af voru tvö naut sem drógutölunaveru- lega niður. Þessi naut voru öll hálfblendingar. Nú eru nokkrir gripir komnir í hópinn sem eru blandaðir að 3/4 hlutum og má þar nefna eitt naut sem nýlega er orðið 18 mánaða og var þá 555 kg að þyngd. Dæmi um góðan vaxtarhraða á nautkálfi frá síðastliðnu sumri, en hann þyngdist um 46, 51 og 56 kg á 5. 6. og 7. mánuði. Jörundur, fyrsti gripur sem fæddist í Hríseyjarfjósi, var felldur 31. október sl. Hann var þrifinn og mjög gæfur gripur og af honum talsverð eftirsjá. Jörundur var 40 mánaða þegar hann var felldur og vó á fæti 781 kg. Fallið var 429 kg og fall- nýting 54,9%. Þess má að lokum geta að þessir afkomendur Galloway- nautanna skosku og íslensku kúnna eru flestir óskó’p spakir og gæfir gripir. Mannýg er ekki þekkt svo orð sé á ger- andi, nema þá við burð þegar móðurástin er í algeru hámarki. Guðjón Björnsson. BRUNABÓTAFÉLAG ÍSLANDS - LAUGAVEG1103 - SÍMI260S5 NORÐURSLÓÐ - 5

x

Norðurslóð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.