Norðurslóð - 30.04.1981, Side 4

Norðurslóð - 30.04.1981, Side 4
NORÐURSLÓÐ Útgefendur og ábyrgðarmenn: Hjörtur E. Þórarinsson, Tjörn, Svarfaðardal Jóhann Antonsson, Dalvík . Afgreiðsla og innheimta: Sigriður Hafstað, Tjörn Sími 96-61555 Ljósmyndari: Rögnvaldur Sk. Friðbjörnsson Prenlun: Prentsmiðja Björns Jónssonar HITAVEITAN - staðaruppbót - Sá efnahagslegi afturkippur, sem varð víða í nágrannalönd- um okkar á síðari hluta liðins áratugs er rakinn til hinna gífur- legu olíuverðhækkana, sem verið hafa. Auðvitað hafa þessar hækkanir haft mikil áhrif á íslenskt efnahagslíf. Meira en Öll verðmætisaukning íslenskra útflutningsvara á liðnum árum hefur farið í að mæta þessum hækkunum, svo ljóst er að um skerðingu tekna almennt hefur verið að ræða. Þó að við eigum góða möguleika að framleiða orku hér innanlands, er það svo og verður næstu árin, að við erum háð notkun olíu á ýmsum sviðum. Nægir að benda á fiskiskipa- flotann og farartæki af ýmsu tagi. Á undanförnum árum hef- ur verið unnið að nýtingu innlendrar orku í stað innfluttrar. í því sambandi má minna á hitaveituframkvæmdir víða um land. Hér á Dalvík hefur hitaveita verið í rúman áratug, þannig að hækkun olíuverðs, vegna hitunar húsnæðis, hefur ekki komið við stærstan hluta íbúa þessa byggðalags. í þessu blaði eru birtir útreikningar, sem gerðir hafa verið um árlegan sparnað byggðalagsins á að hita húsin með hitaveitu miðað við oliu, Nemur sparnaður þessi 6,8 milljónum króna áriega á verðlagi í dag, eða heldur hærrí upphæð en öll áætluð útsvör, aðstöðugjöld og fasteignaskattar til Ðalvíkurbæjar í ár. Þá kemur fram að kostnaður hér við upphitun meðalstórs fbúðarhúss nemur aðeins 18,4% af kostnaði við olíukynd- ingu. Af tölum þessum má ráða hve hitaveitur spara íbúum ýmíssa byggðarlaga og þjóðfélaginu í heild mikil útgjöld. Hins vegar varpa þær einnig ljósi á þann mikla aðstöðumun, sem landsmenn búa við, annars vegar þeir sem hafa hitaveitu og hins vegar þeir sem þurfa að nota olíu. Rafmagn er tals- vert notað til upphitunar, en kostnaður við það er ámóta og olíu. Þennan aðstöðumun ber samfélaginu sem heild aðjafna og verður það best gert með sanngjarnri verðlagningu á raf- magni til þeirra sem ekki eiga þess kost að njóta hitaveitu, nú eða í framtíðinni. j ^ Skíðafólkið við Stóruvörðu. 1. sumardagur á Heljardalsheiði Á sumardaginn fyrsta fórhópur ferðamanna vestur yfir Heljar- dalsheiði til Hóla heim. Þetta voru félagar úr ferðafélögum Svarfdæla og Akureyrar, 18 að tölu, á skíðum að sjálfsögðu. Þetta var hið yndislegasta ferðalag, sól skein í heiði, snjórinn var að vísu harður en rennslið ágætt. Kaffi var drukk- ið við Stóruvörðu og síðan svifið niður Heljardalinn. Á Heljardalshálsi er útsýn mikil upp eftir Kolbeinsdal allt til Tungnahryggs og jöklanna þar. Þaðan blasa við hnjúk- arnir, sem einnig sjást úr Skíða- dalsbotni, Steingrímur og aðrir tindar. Við Kolbeinsdalsá vonuðust göngumenn eftir að jeppabíll væri kominn frá Hólum til að ferja menn yfir ána og flytja niður eftir snjólausum dalnum. Sú von brást, því leiðin frá Hjaltadal yfir Grófina var alger- lega ófær. Menn ösluðu því yfír ána berfættir og gengu síðan með skíði um öxl niður að Víðinesi í Hjaltadal, tveggja og hálfs tíma göngu. 4 - NORÐURSLÓÐ Þaðan var ekið (í rútu frá Akureyri) heim til Hóla, þar sem beið rausnarlegt kaffiborð í boði ráðsmannskonunnar, Jón- ínu Hjaltadóttur frá Ytra-Garð- horni. Á leiðinni var kveðin þessi vísa: Hjamið var á Helju rennislétt í heiði sólin skein á fjallasalinn. Skiðin bæði og skapið voru létt, er skunduðum við niður Kolbeinsdalinn. Og í gestabók þeirra ráðs- mannshjóna, Grétars og Jónínu á Hólum skrifaði Eiríkur læknir Sveinsson þessa þakkarvísu: Klofuðum berir Kolkuvað kræfir átta og tiu. Þökkum góðan griðastað, gleðistund og hlýju. Það er óhætt að mæla með ferðum sem þessari. Allir Svarf- dælir þurfa að kynnast Heljar- dalsheiði. Hún er nátengd svarf- dælskri sögu og mannlífi í aldanna rás. Vill enginn rétta mér hc Kertalog eftir Jökul Jakobsson Sýning Leikfélags Dalvíkur Tónlist: Sig. Rúnar Jónsson Leikmynd: Björn Björnsson og Kristján Hjartarson Lýsing: Lárus Gunniaugsson Leikstjórn: Kristín Anna Þórarinsdóttir í þessu leikriti leiðir höf. okkur um hina margvíslegu myrkviði sálarlífsins, bæði þeirra sem hlotið hafa dóminn geðsjúkir, en ekki síður hinna sem heita eiga heilbrigðir á mælikvarða þjóðfélagsins. For- eldrar Kalla teljast til þeirra síðarnefndu. Ingólfur Jónsson sýnir okkur á einkar sannfær- andi hátt hinn dugandi Föður Forstjóra sem alla tíð hefur staðið sína „pligt“ og lítur á annað sem þó nokkurn aum- ingjaskap. Um leið og hann býsnast yfir dekrinu við unga fólkið, sýnir hann syni sínum þann einn skilning sem kaupa má fyrir peninga; færir honum sígarettur og grammófónplötu - þekkir þó tónlistarsmekk sonar- ins heldur illa, því miður. Hlutverk móðurinnar er vandasamt og greinilega á Guð- laug Björnsdóttir í erfiðleikum með það á köflum en á þó mjög góða spretti. Sérstaklega tókst henni vel upp í senunni á mnóti Kalla á síðustu sýningunni, kom sannarlega hrolli í hrygginn á manni. vantaði hins vegarfestu í viðtalið við geðlækninn. - Og þá er maður búinn að sjá hvað er Kalla fjötur um fót og hver þyrfti helst á læknishjálp að halda, ef ekki væri almennings- álitið... Persónan Kalli er líklega sú flóknasta og erfiðasta í túlkun í öllu leikritinu. Friðrik Gígja á heiður skilinn fyrir frammistöðu sína þótt stundum vanti nokkuð á að látbragð og sviðshreyfmg- ar séu nógu sannfærandi. Hon- um tekst vel að svipta sér milli duttlunga og geðbrigða Kalla sem er ýmist ofsareiður, glaður, hryggur, kaldur og lokaður eða blíður og einlægur. Af öllu þessu tekst Friðrik best að sýna hið síðasttalda í samskiptum við Láru, gerir það af varkárnis- legri feimni hins unga pilts sem er óvanur að tjá slíkar tilfinn- ingar. Enda slíkt tæpast talið nógu „töff ‘ í þeirri veröld sem ól Kalla (og okkur öll) upp. Lovísa María Sigurgeirs- dóttir leikur Láru af einstakri innlifun svo maður hrærist gjör- samlega með. Ég sat með gæsahúð og kaldan svita í lófum undir túlkun hennar á umkomu leysi þess sem allir hafa yfirgefið og enginn skilur - nema Kalli um hríð, þar til hann er fordæmdur fyrir. Lóa Maja hefur enn einu sinni sannað okkur hæfileika sína og áber- andi næmni í leik. Frænka Láru „rann“ vel í meðförum Guðnýjar Bjarnadótt ur sem hefur klassíska og góða sviðsrödd. Þó fannst mér Inga Matthíasdóttir öllu meira sann- færandi í ópersónulegri túlkun sinni á þessari konu er hún hljóp í skarðið fyrir Guðnýju á sýn. 17. apr. Guðný er ætíð mjög hlý og einlæg í leik og eiginlega trúði maður því varla á þessa góðu konu að hún gæti eða vildi ekkert betra fyrir veslings Láru gera en raun bar vitni. Eða var etv. ætlun leikstjórans að draga einmitt það fram í sviðsljósið? Má vera, og þá var Guðný rétt manneskja á réttum stað. Annað hlutverk veldur mér dálitlum heilabrotum, en það er geðlæknirinn og ætlun leikstjór- ans með svo litbrigðalausri persónu sem hann er gerður. Textinn er vel skrifaður og ég trúi tæpast að Jón Hjaltason hefði ekki getað unnið betur úr honum með tilsögn. Að vísu get ég sætt mig við þann tilgang frá höf. hendi að sýna okkur fram á hve litlum sköpum geðlæknar skipta einir í þessum efnum, en flestir hljóta þeir þó að hafa einhverja persónu til að bera. Jóni var td. mjög þröngur stakkur skorinn í viðtalinu við Kalla hvað sviðsrými varðar. Eg hefði gjarnan viljað fá að sjá hann ganga um gólf - eitthvað til að gæða hlutverkið ögn meira lífi. Þremenningarnir nafnlausu, sem Björn Ingi Hilmarsson, Dagný Kjartansdóttir og Björn Björnsson leika eru einkar skemmtilegt ívaf í leikritið, eins konar áhersla á hinar margvís- legu myndir veikinnar um- ræddu og hversu erfit er að draga mörkin milli heilbrigðra og sjúkra. Felst etv. einhver samlíking í umræðum þeirra um bilið milli lífs og dauða og því hvernig farið er með geðsjúka í nútíma þjóðfélagi? Hið endalausa tilbreytingar- leysi hælisvistarinnar kemur einna best fram í texta þessara þriggja. Þeim tekst öllum vel upp hverju á sinn hátt. Hlut- Friðrik Gígja og Lóa Mæja í hlutverkun verk Björns Inga krefst einna minnstra tilþrifa þótt það segi sína sögu, en gerfið er gott. Hvort sem það er leikstjóra eða reynsluleysi Björns Inga um að kenna finnst mér hann of oft „blokkeraður“, einkum af Dagnýju. Slíkir hlutir sjást þó vart annars. Dagný sýnir ágætt látbragð í sínu kátbroslega skrautgerfi. Hún er einna líkust „skerja- skrímsli" innan um látleysi í leikmynd og klæðnaði annarra leikara. Einmitt þetta á ekki hvað sístan þátt í að gera þrenninguna svo nöturlega kómíska. Þrátt fyrir nokkra galla hjá Dagnýju í framsögn, sem leikstjóri hefði átt að kveða niður, hef ég ekki fyrr séð svo góðan leik hjá henni. Björn Björnsson var blátt áfram heillandi. Við sjálft lá að maður yrði fyrir vonbrigðum er hann lauk máli sínu hverju sinni. Björn og Lovísa María eiga greinilega yfir mestri sviðs- tækni að ráða að öðrum ólöst- uðum. Allar hreyfingar hnitmið aðar og öruggar, látbragð og framsögn einnig til fyrirmynd- ar. Einkum eru þessir þættir aðdáunarverðir hjá Birni sem hefur ekki ýkja mikla reynslu á sviði. Ég er sammála sessunaut mínum á síðustu sýningunni ér hann sagði: „Nú ætti að verða næsta verkefni L.D. að gefa Birni kost á stóru hlutverki í góðum gamanleik.“ „Þremennlngarnir nafnlausu", Dagný Kjartansdóttir, Björn Ingi Hilmarsson og Björn Björnsson.

x

Norðurslóð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.