Norðurslóð - 30.04.1981, Side 5

Norðurslóð - 30.04.1981, Side 5
rndina? i sínum. Bláklætt fólk í meðförum Guð rúnar Tómasdóttur, Guðnýjar Sverrisdóttur, Indriða Helgason- ar, Guðnýjar Ólafsdóttur, Þor- steins Aðalsteinssonar og Rúnars Lund gaf sýningunni góðan punkt yfir i-ið. 011 voru þau mjög í anda þess sem hægt er að ímynda sér dæmigerða eilífðar- sjúklinga á geðv.hæli, óttinn og vonleysið uppmálað, umkomu- leysið algjört. Þorsteinn og Rúnar báru þó af bæði hvað varðar gerfi og látbragð. Rúnar stal reyndar senu á köflum sem þykir ekki hólsins vert í „alvöru bissness", þótt áríðandi sé aftur á móti að tolla í rullunni. Eg verð að játa að samtal Láru og Kalla á föndurstofunni fór að mestu fram hjá mér á báðum sýningunum vegna stórkostlegr ar hegðunar Rúnars meðan á því stóð. Þetta hlýtur að skrifast á kostnað leikstjóra þar sem ekkert af hegðan blákl. fólks- ins er skrifað í handriti nema fliss I.H. er Kalli kemur inn. Því segi ég: Húrra Rúnar!, en við leikstjó leikstjóra: Þú gast notað þetta í annan tíma t.d. í kringum dansleikinn. Leikskrá er nýstárlega og vel upp sett þrátt fyrir tvo smágalla á bls. 11; annars vegar mynd- galla, hins vegar vöntun á nafni formanns. Lýsing var góð þótt nokkrar slysasnurðrur væru á síðustu sýningu., Tónlistin féll einkar vel að stemningu hverju sinni. Leik- mynd látlaus og smekkleg og góðum tæknikostum búin fyrir skiptingar og eins til ferða- laga, sem ég vil hvetja hópinn til, fyrir hönd nágrannabyggð- anna og þeirra Dalvíkinga sem ekki ómökuðu sig. Það væri synd að láta svo vel leikna og jafngóða sýningu niður falla við svo búið. Að lokum læt ég hér fylgja línur úr einu eftirlætiskvæði mínu sem sífellt ásótti huga minn á báðum sýningunum (Brecht; María Farrar, þýð. H.K.L.): „.... Ég vænti griða, herra, af ykkur hinum: því hvað er líf án samhjálpar frá vinum? . . . . og fordxmdu ei hið bogna, brotna, veika, þess böl er mikið, þjáning þess er djúp.“ Áfram L.D.! -Brynja. örn Ingi með listaverk, sem hann skenkti félaginu. Fréttir frá Trygginga- stofnun ríkisins Fœðingarorlof Norðurslóð hefur fengið bréf frá Tryggingarstofnun rikisins. Þar er vakin athygli á bæklingi um fæðingarorlof sem tók gildi Handlistarfélag Dalvíkur og nágrennis stofnað Agúst Karl Gunnarsson og örn Ingi. Mánudaginn 16. mars var hald- inn stofnfundur félags áhuga- manna um hvers kyns hand- mennt sem nöfnum tjáir að nefna. Er félagið kennt við handlist og mun það nýyrði í íslensku máli. Aðal hvatamaður að stofnuninni var Ágúst Karl Gunnarsson. Var hann á fund- inum kjörinn formaður félags- ins, með honum í stjórn þær Sólveig Pétursdóttir og Svein- björg Hallgrímsdóttir. Einnig var kosin starfsnefnd, hana skipa Sigríður Hafstað, Kol- brún Ólafsdóttir, Júlíana Lárus dóttir og Jóhann Daníelsson. Að sögn Ágústs Karls er hug- myndin á bak við stofnun félagsins sú að sameina alla þá sem áhuga hafa á að þjálfa huga og hönd og framleiða fallega og/eða nytsama hluti hvers könar. f því augnamiði hyggst félagið efna til námskeiðahalds í framtíðinni. Ennfremur verður reynt að víkka sjóndeildarhring inn með því að fá listamenn til að koma hér og sýna og kynna verk sín og störf, auk sýninga á verkum félaganna sjálfra. Stofnun Handlistarfélagsins virðist þegar hafa fengið mjög góðar undirtektir bæði hér og annars staðar. Stofnfélagar eru 35 og á fundinn bárust kveðjur og velfamaðaróskir víða að. Stjórn Handlistarfélagsins á Dalvík og nágrenni vill hvetja fólk til þátttöku og stuðnings við markmið félagsins. Fyrsta verkefni félagsins var sýning í Ráðhúsi Dalvíkur 3., 4. og 5. apríl s.l. á verkum Arnar Inga. Sýningin var vel sótt og seldust mörg málverk. Norðurslóð sendir árnaðar- óskir. Brvnia. 1. jan. s.l. Ekki er hægt að birta bæklinginn í heild, en hann liggur frammi hjáumboðsmönn um tryggingarstofnunarinnar. í þessum bæklingi stendur meðal annars: Hverjir eiga rétt á fæðingar- orlofsgreiðslum almannatrygg- inga? Allar konur sem lögheimili eiga á íslandi og ekki eiga rétt á launum í þriggja mánaða fæð- ngarorlofi, eiga rétt á fæðingar- orlofsgreiðslu frá almannatrygg ingum. Það er ekki skilyrði að kona hafi unnið á almennum vinnumarkaði. Þannig eiga t.d. konur sem stunda heimilis- störf eingöngu, einnig rétt á greiðslu fæðingarorlofs. Hins vegar hefur þátttaka á al- mennum vinnumarkaði áhrif á upphæð fæðingarorlofs. Rétt er að vekja sérstaklega athygli á að lögin eru aftur- virk, þannig að konur, sem alið hafa barn eftir 1. okt. 1980 öðlast einnig rétt til fæðingar- orlofs, þó misjafnlega mikinn. En í 12. tölulið bæklingsins stendur: Enda þótt lögin um greiðslu fæðingarorlofs almannatrygg- inga hafi fyrst gengið í gildi þann l.jan. 1981, getaþókonur sem fæddu á tímabilinu 1. október- 31. desember 1980, og ekki hafa átt rétt til greiðslu fæðingarorlofs á vegum stéttar- félags t.d. heimavinnandi hús- mæður, átt rétt á greiðslu fæðingarorlofs samkv. vissum reglum í einn til þrjá mánuði. a) Fæðing í okt. 1980: Fæðingar orlof greiðist í einn mánuð. b) Fæðing í nóv. 1980: Fæðing- arorlof greiðist í tvo mánuði. c) Fæðing í des. 1980: Fæðingar orlof greiðist i þrjá mánuði. Athugið: Sækja skal um greiðslur fæðingarorlofs á sér- stökum eyðublöðum sem fást hjá Tryggingarstofnun og hjá umboðum hennar úti um land. (Á Dalvík á skrifstofu bæjar- fógeta). FRÉTTIR ÚR PRESTAKALLINU Góð kirkjusókn um páskana Fjórar messur voru fluttar hér í prestakallinu og Voru allar vel sóttar. Sú nýbreytni var höfð á hér á Dalvík, að messað var í kirkjunni kl. 8 á páskadags- morgun. Heita mátti, að kirkjan væri full og voru messugestir um 200. Var þetta mjög ánægjuleg athöfn og hefur verið gerður góður rómur að þessari ný- breytni. Áuk þess að messa í öllum 4 kirkjum Vallaprestakalls, flutti prófasturinn,sr. Stefán Snævarr messu í Olafsfjarðarkirkju. Kirkjan var fullsetin og voru skírð 2 börn við athöfnina. Fermingar á þessu vori I Dalvíkurkirkju'verður fermt sunnudaginn 24. maí kl. 10,30. Þessi börn verða fermd: Bragi Haraldsson, Hjarðarslóð 6d Elvar Þór Antonsson, Bjarkarbraut 19 Eiríkur Svanur Sigfússon, Bjarkarbr. 5 Gestur Jóhannes Arskóg, Smáravegi 9 Gísli Már Jóhannsson, Mímisvegi 22 Guðmundur Haraldsson, Grundargötu Grundargötu 1 Hjörleifur Már Haraldsson, s.st. Jón Hjálmar Herbertsson, Hafnarbraut 16 ^ Jón Sveinbjörn Vigfússon, Öldugötu 2 Kristján Þorvaldsson, Mímisvegi 5 Sigurður Sveinn Antonsson, Sunnubraut 10 Svanur Bjarni Ottósson, Asvegi 1 Sævaldur Jens Gunnarsson, Svarfaðarbraut 16 Þorsteinn Kristinn Stefánsson, Mímisvegi 10 Árdís Freyja Antonsdóttir, Karlsbraut 13 Dóróthea Elfa Jóhannsdóttir, Karlsbraut 7 Eydís Arna Eiríksdóttir, Böggvisbraut Hanna Marís Skaftadóttir, Karlsbraut 13 (Lögh. Hraunholt 4, Akureyri) Ingibjörg Nancy Georgsdóttir, Jaðri Sigríður Brynjarsdóttir, Ásvegi 9 Sigríður Þráinsdóttir, Hafnarbraut 2 Sigrún Júlíusdóttir, Goðabraut 13 Sigrún Stefánsdóttir, Goðabraut 15 Steinunn Jóhannsdóttir, Karlsbraut 7 Sædís Guðrún Bjarnadóttir, Bárugötu 2 I Vallakirkju verður ferming á uppstigningadag 28. maí kl. 13.30. Þessi börn verða fermd: Friðjón Sigurðsson, Hrísum Rögnvaldur Ingvason, Þverá Jóhanna Kristín Gunnlaugsdóttir, Hofsárkoti „Fögur saftin bleika“ »að er nú komið upp úr kafinu, ð ekki var rétt skýrt frá höf- ndi vísunnar góðu um kaffið, ögru, bleiku saftina, sem við órtum í jólablaðinu. Hún var ögð eftir Hans Baldvinsson rá Upsum. Vísan er svona: Fjör og krafta færandi fögur saftin bleika. Lúahaftið leysandi, lífgar aftur veika. Við þetta hefur Gunnlaugur jíslason á Sökku dálítið að at- íuga. Hann lærði þessa vísu tefnilega kornungur af Dag- jjörtu ömmu sinni, konu Jóns Cristjánssonar á Syðra-Hvarfi. dún sagði honum að vísan væri ;ftir föður sinn, GunnlaugGísla ;on bónda á Göngustöðum og /íðar hér í sveit (f. 1807, d. 1861). Gunnlaugur bóndi kvað hafa ærið mikill kaffiunnandi, eins og. vísan bendir til, en alnafni tians á Sökku kann aðra vísu eftir langafa sinn, sem sýn- ir hið sama. Gunnlaugur kom inn frá gegningum og var þá kona hans, Soffía Arngríms- dóttir, enn ekki komin á fætur. Bóndi vildi fá sopann sinn og engar refjar og mælti fram vísu þessa: Góðan daginn, guð þinn haginn blessi. Rístu úr fleti, reflatróð, og réttu ketil upp á glóð. Gunnlaugur var seinni mað- ur Soffíu og eignuðust þau að- eins eitt barn, dótturina Dag- björtu. Um hana kvað faðir hennar þessa gamansömu vísu: Dagbjört min er fallegt fljóð, fer henni allt með snilli. Stundum ill og stundum góð, stundum þar á milli. Og nú vitum við sannleikann í þessu máli og þökkum Gunn- laugi á Sökku fyrir hans hlut í að leiða hann í ljós. Um leið óskum við þeim Gunnlaugi og Rósu til hamingju með nýja símann, sem er nr. 61563. NORÐURSLÓÐ - 5

x

Norðurslóð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.