Norðurslóð - 30.04.1981, Qupperneq 7

Norðurslóð - 30.04.1981, Qupperneq 7
Eiríkur Hjartarson Fæddur 1. júní 1885 - Dáinn 4. apríl 1981 Margir eru þeir orðnir sveitung- ar okkar, sem horfið hafa burt úr heimahögum á ungum aldri til að leita sér að lífsstarfi þar sem fleiri kosta er völ en heima- fyrir gerist. Þannig hefur þetta sjálfsagt verið á öllum öldum, en þó miklu mest á síðari tímum eftir að bæir tóku að rísa við sjó- inn og verkaskipting nútímans hóf göngu sína. Ekki verður annað sagt en að margt af okkar brottflutta fólki hafi komist langt á þeirri braut, sem það hefur valið sér og borið uppruna sínum gott vitni á fjar- lægum slóðum. Þótt menn flytjist brott varð- veita flestir að einhverju leyti tengslin við heimabyggðina, en mjög er það þó misjafnt eins og gengur. Einn þeirra Svarfdælinga, sem best sameinaði gott gengi í starfi sínu innanlands og utan og áþreifanlega ræktarsemi við æskuslóðirnar var Eiríkur Hjart arson frá Uppsölum, sem lést 4. april nálega 96 ára að aldri. Eiríkur fluttist burt úr sveit- inni ungur að árum. Leið hans lá til Ameríku, þar sem hann nam rafmagnsfræði. Þar kvænt- ist hann íslenskri stúlku, Val- gerði Halldórsdóttur, og áttu þau hjónin 3 dætur, er þau flutt- ust heim 1918 og settust að í Reykjavík. Á vettvangi raffræð- innar vann Eiríkur æfistarf sitt, sem kallað er. Sem fagmaður í þeirri grein var hann í miklu áliti og átti mikinn þátt í að gera raf- magnið að þeim óaðskiljanlega hluta daglegs lífs manna í höf- uðborginni, sem þaðnúerorðið á hverju heimili á landi hér. En utan aðalstarfsins átti Eirikur hugðarefni, sjálfsagt fleiri en eitt hugðarefni. Eitt þeirra lagði hann þó mesta rækt við og fómaði mestum tíma. Það var trjá- og skógrækt. Hann reisti fjölskyldunni, 7 dætrum og einum syni, hús og heimili í Laugardalnum við Reykjavík og hóf um leið rækt- un trjágróðurs, sem brátt varð bæði mikill og fagur og stendur að einhverju leyti enn, þótt borgin vilji kreppa að slíkum grænum vinjum. Sjálfsagt hefur Eiríkur alltaf munað vel eftir uppruna sínum og æskudögum hér í Svarfaðar- dal á morgni aldarinnar. En á meðan börnin voru í uppvexti og umfangsmikil störf kölluðu að var ekki tími aflögu til að rækja tengslin við æskuslóðir. En það fór fyrir honum eins og svo mörgum öðrum, að þeg- ar aldurinn færðist yfir og dag- legu störfin farin að skipa minna rúm í huganum, þá taka minningar æskuáranna að leita á og kalla til manns sterkari rómi. Ekki veit ég hvenær sú hug- mynd kviknaði með Eiríki, að gaman væri að reyna sig við skógrækt norður í Svarfaðar- dal. Líklega hefur hann gengið með hana lengi, en það var ekki fyrr en hann var orðinn sextug- ur, árið 1945, að tækifærið bauðst til ð gera hana að veru- leika. Þá buðust honum Hánefs staðir til kaups, en þá jörð hafði Pétur Eggerz Stefánsson frá Völlum og Sigurveig Þorgils- dóttir frá Sökku keypt 1931, byggt upp og raflýst. Eiríkur hefði sennilega helst viljað eign- ast Uppsali, þar sem hann var fæddur og uppalinn, en sú jörð lá ekki á lausu. Hánefsstaðir var næstbésti kosturinn og að sumu leyti betur fallinn til þess, sem Eiríkur hafði í huga. Hann keypti því jörðina, leigði hana til venjulegra búnytja, en tók undan skákina neðan þjóðveg- arins. Þar skyldi draumurinn um svarfdælskan skóg rætast. Hánefsstaðaholtið, sem Ei- ríkur tók undan og girti hinni voldugu girðingu er um 7 hekt- arar að stærð og var heldur rýrt land, en lega þess mjögskemmti leg meðfram ánni. Þarna hófst hann handa að láta draum sinn um svarfdælsk- an skóg rætast. „Þangað flutti hann á hverju vori um áraröð trjáplöntur af eigin beðum í Laugardal, norður að Hánefs- stöðum í jeppakerru aftan í bíl sínum og gróðursetti þær með eigin höndum. Þar var að verki maður gróandans, er sýndi og sannaði, hvað unnt er að afreka þegar samstilling er meðal handa og hugar, vilja og um- hyggju, djörfungar og dáða í fari mannsins.“ Þessi tilvitnun er tekin úr minningargrein, sem Gísli frá Brautarhóli ritaði um Eirík í Tímanum á útfarardegi hans 15. apríl og þarf engu við það að bæta. Hið berangurslega holt, sem blasir svo vel við þeim sem búa gegnt því í dalnum, tók smám saman að breyta um svip. Á næstu 20 árum eða svo skrýddi jarðeigandinn það grænum skógi og gerði það aftur að því sem það var í árdaga, holt í hinni fornu merkingu orðsins, skógur eða skógi vaxið land. Nú er Hánefsstaðaskógur orðinn að fegursta veruleika og augnayndi bæðiveturogsumar. öspin kringum tjörnina, sem Eiríkur gerði í kvos norðurúnd- ir merkjunum er hávaxin og gróskumikil. Greni og fura teyg- ir úr sér ár frá ári í skjóli birkis- ins, og suður við gömlu rafstöð- ina hans Péturs eru raðir af ljómandi fallegum reyni. Og í skógbotninum er allt löðrandi í víði, lúpínu og innlendum blóm gróðri og lyngi og bláberin, sem allaf hafa vaxið þarna í holtinu, eru nú margfalt meiri en áður í skjóli trjánna og friði fyrir allt- nagandi tönn sauðkindarinnar. Árið 1965 ánafnaði Eiríkur jörðina og þar með skóginn Skógræktarfélagi Eyja'fjarðar í erfðaskrá sinni, og afhenti félag- inu þá þegar eignina til umsjár. Það heyrist á sumum að arftak<- inn hafi ekki sinnt arfinum sem skyldi. Ekki er því að neita að betur mætti gera, en þó skyldu menn minnast þess að frum- gróður landsins getur vel kom- ist af an afskipta mannsins, ef hann áðeins fær að vera í friði fyrir honum og fylginautum hans grasbítunum. Þótt lítil vinna hafi á undan- förnum árum verið lögð í um- hirðu skógarins, hefur hann haldið áfram að vaxa, birkið hækkar og breiðist út eftir sín- um lögmálum og víðir og jurt- kenndur gróður vex og dafnar. Það er ágætt að grisja og skera til trén ef menn vilja fá „vel hirt- an skóg“ sem kallað er, en það getur líka verið ágætt að lofa náttúrunni að fara sínu fram. Aðeins þarf að sjá um að vörn girðinganna bili aldrei, ogsvo er sjálfsagt að gera og merkja stíga fyrir gest og gangandi þar sem skógarþykknið er mest. Skóg- ræktarfélagið, sem nú er orðinn löglegur eigandi Hánefsstaða- skógar, þarf að taka málið til nýrrar athugunar og gera það, sem best væri í anda Eiríks, að opna svæðið yfír sumartímann, gera þann unaðsreit, sem það nú þegar er orðið, aðgengilegan fyr- ir almenning, en hafa jafnframt eitthvert eftirlit með því til að minnka líkumar á' að unnin verði spjöll á gróðrinum. Þá . þurfa sveitungar hins bjartsýna og þrautseiga ræktunarmanns; Eiríks Hjartarsoriar, ekki endi- lega að fara inn fyrir Akureýri eða austur í Fnjóskadal til að komast í ilmandi birkiskóg. Hann er hér á næstu grösum. Þau Eiríkur og Valgerður voru vinsæl af nágrönnum sín- um á Austurkjálkanum og öll- um öðrum, se_m þau áttu einhver samskipti við þau mörgu og yfirleitt löngu og góðu sumur, sem Eiríkur vann að skógrækt sinni á Hánefs- stöðum. Eitthvert vorið þegar birkið í holtinu tók að laufgast og sunnanblærinn bar angan þess upp að Sökku, setti Gunn- laugur bóndi saman þessa vtóu og sendi Eiríki vini sínum: Af verkum þínum leggur ilminn inn um allan bæinn minn á hverju vori. Blessi þig guðssól, gamli vinur minn, það grær upp björk í hverju þínu spori. Nú er Eiríkur allur og lítur ekki það vor, sem senn fer í hönd. En skógurinn hans vakn- ar bráðum af vetrardvala og fyllist angan og fuglasöng enn á ný og aftur um ókomin vor. Svarfdælir mega minnast Ei- ríks þakklátum huga. Hann unni heimabyggð sinni og sýndi það í verki fagurlega. Ég held að hin einfalda og innilega kveðja, sem fram kem- ur í vísunni hans Gunnlaugs, segi allt sem segja þarf nú við fráfall þessa ágæta sveitunga okkar. Undir þá kveðju taka all- ir Svarfdælir. H. E. Þ. Föstudaginn langa, 17. þessa mánaðar, fórum við 4 saman ut í Skíðadal en þar höfðum við fengið leyfí til að gista eina nótt í húsi sem Svarfaðardalshreppur og Ferðafélag Dalvíkur hafa reist á Krosshóli, eyðibýli í daln- um. Bílinn skildum við eftif við Kóngsstaði og stigum á slfíði. Eftir liðlega klukkustundar göngu komum við að þessu myndarlega húsi, sem rúmar 20-30 manns. Þarna er alveg ágæt aðstaða til að dvelja, og leiðir þaðan eru til fleiri staða. Sú leiðin sem trúlega verður nú mest farin er úr botni Skíðadals á Tungnahrygg, þarsem Ferða- félagið reisir bráðlega skála. Skálinn stendur reyndar og bíð- ur þess að verða fluttur þangað. Um Klængshólsdal og Heið- innamannadal er hægt að fara í Hörgárdal og eru sæmilega Kærar þakkir fyrir húsa- skjólið greiðfærar leiðir. Rétt framan við eyðibýlið Sveinsstaði er Vesturárdalur og liggur sem nafnið bendir til nokkuð mikið til vesturs, úr botni hans er greið leið vfir í Kolbeinsdal. Fjöllin þarna eru bæði ógn- vékjandi og töfrandi. Manni gæti dottið í hug að Ibsen hefði séð fyrir sér þessi fjöll, er hann lætur Pétur Gaut ríða á geit- hafrinum eftir egginni. Lions-klúbburinn á Dalvík hefur sett skilti með nöfnum eyðibýla á tættur þeirra og einnig hvenær þau voru seinast í byggð. Bara þetta gerir dalinn meira forvitnilegan. Kærar þakkir fyrir húsaskjól- ið og látið ekki svona ágæta að- stöðu vera ónotaða. Árni Jóhannesson (í Samlaginu). Haíharframkvæmdir að hefjast Eins og fram hefur komið í Norðurslóð eru fyrirhugaðar tals- vert miklar hafnarframkvæmd- ir á Dalvík í sumar. Stálþil verður rekið niður efst á norður- garði. Þar verður gengið frá kanti og pollum svo vonir standa til að taka megi þennan löndunarkant fyrir togara í notkun í haust, þó ekki verði gengið frá þekju fyrr en á næsta ári. Samkvæmt upplýsingum frá hafnarmálaskrifstofunni er stál- ið, sem rekið verður niður, væntanlegt til Dalvíkur um 10. mai og munu þá framkvæmdir hefjast. Loðdýrarækt Framhald af baksíðu. sagi og heyi (frá Valtý í Holti) o.s.frv. Algengast 6r, segir Þorsteinn, að læðan eigi 5-7 unga, en van- höld eru jafnan mikil, svo minkamönnum finnst ágætt ef upp komast til nytja 3 og hálfur til 4 frálagsminkar deilt út á all- ar „paraðar“ læður. Sem sagt, gottíminn er að byrja þessa dag- ana og eftir nokkrar vikur ættu að vera í búinu a.m.k. 10.000 ungar og kannske miklu fleiri, ef vel gengur. (Kannski má kalla ungana minklinga sbr. yrðling- ar og gríslingar.) Afkoma búsins? Það er sjálfsagt öllum kunn- ugt, hvaða áfalli búið varð fyrir í hitteðfyrra. Það kom upp lungnabólgufaraldur í ungun- um, sem fæddust vorið 1979, svo það drápust meira en 5000 stykki, áður en rönd varð við reist og bóluefni til, sem stöðv- aði faraldurinn. Það voru satt að segja ekkert skemmtileg morgunverk að byrja daginn með að hjóla út nokkur hundruð dauðum mink- um dag eftir dag. Svo útkoman gat ekki orðið upp á marga fiska það árið. í fyrra gekk það miklu betur og nú erum við mjög bjartsýnir. Skinnamarkaðurinn í vetur var sæmilega góður og líklegt að hann þokist upp á við heldur en hitt. Svo ef ekkert óvænt kemur fyrir, sem spillir árangrinum, á framtíðin að vera björt og fögur. Endurbœtur í búinu. Það er alltaf verið að vinna að einhverjum endurbótum. Brynn ingarkerfið er nú orðið allt ann- að og betra eftir að við fengum hitaveituvatnið til blöndunar í drykkjarvatnið. Og í vetur vor- um við að koma fyrir rennum eða flórum úr krossvið undir búrin. Þetta á að stuðla að þurr- ari gólfum og auknum þrifnaði. Svo er verið að huga að mögu leikum á að fullkomna fóður- stöðina. Hún er hvergi nærri komin í það horf, sem hún á að komast í og hugsað var í upp- hafi. Þarna strandarhinsvegará Qármagni, því hér er um dýra framkvæmd að ræða. Kannske raknar þó úr með lánsfjármagn- ið, ef búið fer að setja saman loðdýrafóður fyrir önnur bú hér í nágrenninu. Þá fer þetta að vera meira byggðamál, og þá nokkrar líkur til að Byggða- sjóður vilji styðja það. Það hafa fleiri en einn aðili talfært þetta við mig, hvað sem úr verður. Stofnun refabús I dag, 24. apríl, afgreiddi nefnd á vegum landbúnaðar- ráðuneytisins leyfisbeiðnir um stofnun nýrra loðdýrabúa. M.a. fengu jákvæða af- greiðslu aðilar hér, sem hyggj- ast koma upp refabúi á hentug- um stað í sveitinni. Um er að ræða 100 læðu bú með tilheyr- andi karlpeningi, Enn er ekki á hreinu, hvar unnt er að fá land „á hentugum stað“ svo of snemmt er að spá um, hvort af þessari bústofnun getur orðið. NORÐURSLÓÐ - 7

x

Norðurslóð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar: 4. tölublað (30.04.1981)
https://timarit.is/issue/394010

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

4. tölublað (30.04.1981)

Iliuutsit: