Norðurslóð - 30.04.1981, Blaðsíða 8

Norðurslóð - 30.04.1981, Blaðsíða 8
Við snyrtiborðið. Verkstjórinn, Anna Sigríður, lengst til hægri. Fréttir af fiski Fréttamaður leit inn á skrifstofu frystihússins á dögunum. Frysti- hússtjóri var ekki heima, sagður á tölvunámskeiði á Akureyrt. Hins- vegar var til viðtals framleiðslu- stjóri, Magnús Guðmundsson. Hann veitti góðfúslega eftirfar- andi upplýsingabrot. Vinnuskorpa um páskana Eftir takmarkaða vinnu í frysti- húsinu frá áramótum, einkum vegna þess að Björgvin er i lamasessi, var mikið að gera fyrir og eftir páskana og er reyndar enn. Aðallega var þetta í kring um skreiðarverkunina og undirbúning hennar undir af- skipun til útflutnings. (Til Nígeríu). Til viðbótar venjulegu starfs- liði var ráðið margt skólafólk, sem var í páskafríi. Bæði var um að ræða pökkun á þurrum hausum (hausaskreið) og fiski. Þurrkklefinn nýi gefst ágætlega, þótt ekki hafi að vísu reynt mjög á hann núna vegna ágætra þurrka undanfarið. En samt hefur það sýnt sig að hann ræður alveg við rennblauta skreið, bæði hausa og fisk, ef á þarf að halda. Þetta gjörbreytir allri að- stöðu, að geta þannig ráðið ferðinni með þurrkunina, en þurfa ekki einvörðungu að treysta sól og vindi. (Þetta er alveg sambærilegt við súgþurrk- un heys, bara heita loftið fram yfir.) Nú eru tilbúnir 1500 pakkar af skreið, 309 kg. pakkinn, til útskipunar eftir nokkra daga. Gott að þurrka hausa á Hjalteyri Nú eru hirtir allir hausar, líka frá öðrum fiskverkendum á Dalvík. Þeir eru að mestu fluttir til Hjalteyrar og forþurrkaðir þar. Þótt undarlegt kunni að sýnast þykir þetta hagkvæmt. M.a. kom það nú í ljós, að fannfergið, sem öllu reið á slig hér útfrá, var ekkert vandamál þarna inn með firðinum. Hér brotnuðu og brömluðust hjall- ar, svo tjónið nemur stórfúlg- um. Auk þess er kostnaður við snjóruðning feykilegur. Einn reikningur er kominn upp á kr. 50.000. nýjar vel að merkja, og eitthvað er ókomið. Svo mikið um skreiðina. Tímamót Skírnir. Á páskadag, 19. apríl, voru skírð eftirtalin börn: Gunnar, foreldrar Erla Gunnarsdóttir og Eiríkur Ágústsson, Hjarðarslóð 4B á Dalvík. Jón Gunnlaugur, foreldrar Filippía Jónsdóttir og Stefán K. Jónsson, Mímisvegi 12 á Dalvík. Finna, foreldrar Steinunn K. Hauksdóttir og Sigurgeir Jóns- son, Dalbraut 3 á Dalvík. Guðmundur Jón, foreldrar Sólrún Lára Reynisdóttir og Magnús I. Guðmundsson, Böggvisbraut 10 á Dalvík. Á annan dag páska var skírð í Urðakirkju Erla Rebekka, foreldrar Margrét B. Gunnarsdóttir og Guðmundtir Gunn- laugsson á Göngustöðum. Á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 23. apríl., voru skírð: ívar örn, for. Snjólaug St. Rósmundsdóttir og Vignir Hall- grímsson, Skíðabraut 9, Dalvík. Agnar Snorri, for. Jenný Valdimarsdóttir, Svarfaðarbraut 15, Dalvík, og Stefán Agnarsson, Hofi, Svarfaðardal. Frú verkstjóri Þá er það frystingin. Á dögunum landaði Sléttbakurfrá Ú.A. 130 tonnum af þorski og ýsu aðallega. Þetta var verið að vinna núna, sumt í salt, annað til frystingar. Eftir helgina kemur svo Björgúlfur með fullfermi af „skrapfiski“ einkum karfa. Þá verður mjög mikið að gera, karfinn er svo seinunninn. Við höfðum tal af verkstjóra í vinnslusal. Það reyndist vera Anna Sigríður Hjaltadóttir (frá Ytra-Garðshorni. Anna Sigríð- ur er útskrifuð sem fiskiðnaðar- maður frá Fiskvinnsluskólan- um, sem menntar fólk til almennrar verkstjórnar og fisk- mats. Hún var ráðin sem verk- stjóri um áramótin, fyrsta kon- an í þeirri stöðu hér. Aðspurð sagði Anna Sigríður að nú væri verið að vinna úr 17 tonna ýsuafla úr Sléttbak. Það er nóg að gera, unnið til kl. 7 í kvöld og áætlað að vinna á morgun, laugardag. Það eru 20- 30 konur að vinna samtímis. Hvort þetta er skemmtilegt starf? Já, það er reglulega skemmtilegt, þegar nóg er að gera og allt gengur vel, en svolítið leiðinlegt, þegar skortur er á verkefnum fyrir fólkið. Það lítur út fyrir að áhugi á ræktun loðdýra sé vaknaður fyrir alvöru meðal bænda lands- ins og fleiri. Hjá landbúnaðar- ráðuneytinu liggja nú fyrir til afgreiðslu a.m.k. 50 umsóknir um leyfi til að mega stofna refa- bú og 10-20 beiðnir um minka- leyfi. Auk þess eru nokkrar beiðnir um leyfi fyrir ullar- kanínubúum og a.m.k. eitt fyrir annarri nagdýrategund, sem sinsilla heitir (með íslenskri staf- setningu). Hér á dögunum var hér á ferðinni búnaðarmálastjórinn Jónas Jónsson. Notaði hann þá tækifærið og fór ásamt með blaðamanni Norðurslóðar í heimsókn í Böggvisstaðabúið. Þar tók á móti þeim Þorsteinn Aðalsteinsson forstjóri búsins og fræddi um gang mála á þeim stóra stað. Vel lukkuð pörun. í búinu eru nú30001æðureða um það bil. Pörun er nýlega lokið og gekk sérlega vel. Pörun, hvað er nú það, er það einhver samkvæmisleikur? kunna menn að spyrja. Nei, ekki beinlínis, það er það sem í sam- bandi við sauðfjárræktina er kallað fengitími í sveitinni. Og pörunin gekk sem sagt prýðisvel eftir nýju „kerfi“, sem ekki hefur áður verið reynt á Böggvis stöðum. Þetta er líka fagmál, sem þarf að skýra fyrir leik- manninum. Með kerfinu er átt við hvenær, hve oft og hve lengi karlinn, högninn, er látinn vera hjá læðunni. Þetta er gert með ýmsu móti þ.e.a.s. menn fara eftir mismunandi kerfum. Þetta er allt of tæknilegt til þess að unnt sé að útskýra í almennu fréttablaði, en nóg er að geta þess, að fyrst er karlinn aðeins látinn „leita á“ eins og það heitir á bændamáli, áður en nokkuð alvarlegra gerist. „Ég er óánægður ef meira en 10% af læðunum er gelt núna,“ sagði Þorsteinn. Stundum er geldprósentan miklu hærri. Mikill bústofn. Nú fer gottíminn í hönd, því meðgöngutíminn er ekki nema ca. 60 dagar. í búinu er verið að undirbúa gotið, útbúa nýja „hreiðurkassa“ fóðra þá með Framhald á bls. 7. Búnaðarmálastjóri, til vinstri, í heimsókn. Gatnagerð og nýbyggingar í fjárhagsáætlun Dalvíkurbæj- ar er gert ráð fyrir að til gatnagerðarframkvæmda verði varið samtals 1.147.900. Álögð gatnagerðargjöld eru áætluð kr. 332.250, þannig að framlag úr bæjarsjóði nemur því 815.650.- Gert er ráð fyrir að gang- stéttir vejði lagðar við Karls- braut, Ásveg og lokið við lagningu við Hafnarbraut og Skíðabraut. Jarðvegsskipti og endurnýjun lagna verði í Hólavegi ofan Svarfaðarbrautar, Sognstúni, 03 nýrri götu á Brimnestúni. Þá er áætlað að Smáravegur, Goðabraut og Ránarbraut norð an Karlsrauðatorgs verði mal- bikaðar. Þá er í fjárhagsáætlun gert ráð fyrir að unnið verði við nýbygg- ingar sem hér segir: Skólabygging. Lokið verður við að koma öllu húsinu, sem byrjað var á í íyrra, á fokheldisstig, auk þess er gert ráð fyrir nokkurri upphæð til að ganga frekar frá þeim tveim stofum, sem teknar voru í notkun í fyrra. Ráðhús. Þar verður vestur hluti kjall- ara múrhúðaður. Þá verður gengið frá húsinu að utan. Þar á meðal verður húsið málað, auk þess verða framkvæmdir við stéttir og lóð. Leikskóli (Krílakot) Lítilsháttar verður unnið við lóðarframkvæmdir og frekari frágang hússins að innan. Heilsugæslustöð. Frágangur norðurhluta húss er þegar hafinn og verður hann tilbúinn undir tréverk á árinu. Þá verður húsið málað utan og gengið frá lóð. Samkomuhús Dalvíkur (Ungó) Samkomuhúsið er sameign bæjarins og all margra félaga á staðnum. I sumar er fyrirhuguð viðbygging við það, sem notað verður sem anddyri, fatahéngi og snyrtingar. Sundlaug. Undirbúningar að byggingu sundlaugar er hafinn og verður unnið að teikningum á árinu. Loðdýraræktin Mihill áhugi á stofnun refabúa

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.