Norðurslóð - 25.10.1983, Blaðsíða 2

Norðurslóð - 25.10.1983, Blaðsíða 2
NORÐURSLÓÐ Útgefendur og ábyrgðarmenn: Hjörtur E. Þórarinsson, Tjörn, Svarfaðardal Jóhann Antonsson, Dalvik Afgreiðsla og innheimta: Sigriður Hafstað, Tjörn Sími 96-61555 Ljósmyndari: Rögnvaldur Sk. Friðbjörnsson Prentun: Prentsmiðia Björns Jónssonar A tvinnur é ttind i í landbúnaði Hcr í hlaðinu ergrcint írá þeirri ánægjulegu þróun, sem orðið hei'ur undanlárið við bændaskólann á Hólum í Hjaltadal. Umsóknir um skólavist eru mun fleiri cn unnt er að sinna vegna takmarkaðs heimavistarrýmis. Þá berast þærfréttirfrá Hvanneyrarskóla, að þar sé líka hvert sæti skipað ogfái færri en vilja. Það er sannarlega hughreystandi að fá slíkan vitnisburð um óbilaða og raunar vaxandi trú á Iramtíð landbúnaðar hér, þrátt fyrir linnulausar og ol'safengnar árásir á hann frá hendi alla í höluðborginni, sem hafa yfir að ráða útbreiddum Ijölmiðlum. Líklcga má draga af þessu m.a. þá ályktun að neikvæðáhrif slíkra öfgafullra skril'a á móðuratvinnuveg þjóðarinnar séu miklu minni en margir hafa óttast eða e.t.v. bókstallega engin, þegar allt kemur til alls. l>að væri þá góður vitnis- burður um heilbrigða dómgreind alþýðu manna í þessu landi. í þessu sambandi cr ástæða til að vekja athygli á því að á vegum stéttarsambands bænda er nú verið að móta löggjöf unt „atvinnuréttindi í landbúnaði" eins og það er oröaö. I>ar eru í stuttu máli á ferðinni hugmyndirumaðsetja skilyrði um menntun og þjálfun til þess að menn geti hafið búskap á lögbýlum í landinu. Tilgangurinn meðslíkri lagasetningu cr aö sjálfsögðu sá að tryggja réttindi þeirra, sem hafa aflað sér bóklegrar og verklegrar þekkingará landbúnaði ogekki síður sá að setja skorður við þvi, að hver scm er, og hcfur fjármuni milli handa, geti gerst bóndi og hafið framleiðslu búvara, þó að hann skorti alla kunnáttu og æfingu, sem til þcss þarf. Þaö skal tekiö fram, að í tillögunum er þjálfun við bústörf mikils mctin og ckki síður cn beint skólanám. Ennfremur cr lagt til að taka megi tillit til annarrar menntunar, t.d, i iðn- skóla o.fl. þegar umsóknir manna um starfsleyfi eru metnar. Valalaust verða skiptar skoðanir meðal bænda á réttmæti eða nauðsyn iagasetningaraf þessu tagi, endaer vandalítiðað linna málinu sitthvað til foráttu. Hinu cr þó ekki aö neita að allt of mörg dæmi cru þess úr svcitum landsins, að aðvífandi fólk án allrar reynslu af búskap, hvort heldur væri bóklegri eöa verklegri, nái tangarhaldi á jarðnæði og hefji búskap, en reki von bráðar upp á skerog hrökklist burtu báðum til tjóns, sjálfum sér og sveitarfélaginu, sem það hugðist stunda búskapinn í. H.E.K Frá barnaverndar- nefnd Dalvíkur „Góðu börnin gera það . . . . “ Úrdráttur úr reglugerð um verndun barna og unglinga . . nr. 105/9.6 1970, samkv. 44. gr. laga nr. 53/1966 . . . í kaupstöðum, kauptúnum og öðru slíku þéttbýli með 400 íbúa og fleiri, mega börn yngri en 12 ára ekki vera á almannafaeri eftir kl. 20, og eftir kl. 22 tímabilið 1. maí til 1. september, nema í fylgd með fullorðnum, aðstandendum sínum eða umsjónarmönnum. Unglingar, yngri en 15 ára, mega á slíkum stöðum ekki vera á almannafæri eftir kl. 22 tímabilið 1. september til 1. maí og eftir kl. 23 1. maí til 1. september, nema 1 fylgd með fullorðnum, eða um sé að ræða beina heimferð frá skóla- skemmtunum, íþróttasamkomu eða frá annarri viðurkenndri æskulýðsstarfsemi. Hvers konar þjónusta við börn og ungmenni eftir löglegan útivistartíma, önnur en heimflutningur, er bönnuð, að viðlagðri ábyrgð þess, er þjónustu veitir. Handhöfum þjónustuleyfa er skylt að fylgjast með því, að ákvæði þessi séu haldin. Ungmennum yngri en 16 ára er óheimill aðgangur og dvöl á almennum dansleikjum eftir kl. 20, - öðrum en sérstökum unglingaskemmtunum, sem haldnar eru af skólum, æskulýðsfélögum eða öðrum aðilum, sem til þess hafa leyfi og háðar eru sérstöku eftirliti. Forstöðu- mönnum dansleikja er skylt að fylgjast með þvi, að ákvæði þessi séu haldin, að viðlögðum sektum og/eða missi leyfis til veitingahalds eða skemmtanahalds um lengri eða skemmri tíma. Ungmennum yngri en 18 ára er óheimill aðgangur og dvöl á veitinga- húsum, sem hafa leyfi til vinveitinga 2 - NORÐURSLÓÐ eftir kl. 20, nema í fylgd með foreldrum, forráðamönnum eða maka. Veitinga- leyfishafa er skylt að gæta þess, að ákvæði þetta sé haldið, að viðlögðum sektum og/eða missi veitingaleyfa sinna um lengri eða skemmri tíma. Þeir, sem hafa forsjá eða foreldraráð barna og ungmenna, skulu, að viðlögð- um sektum, gæta þess, að ákvæði þessarar greinar séu ekki brotin. Þá má einnig beita sakhæf ungmenni viðlögum fyrir brot á þessum ákvæðum. Utdráttur úr ákvæðum þessarar greinar skal hanga á áberandi stað í öllum skólum skyldu- náms, almennum veitingahúsum og samkomustöðum I lögsagnarumdæm- inu, og sér viðkomandi barnaverndar- nefnd um það, - ásamt lögreglu. Barnaverndarnefnd Dalvíkur LÖG um breyting á lögum nr. 53/1966, um vernd barna og ungmenna. 1. gr. 2. mgr. 1. gr. laga nr. 53 1966, um vernd barna og ungmenna, orðist svo: Með börnum er samkvæmt lögum þessum átt við einstaklinga innan 16 ára aldurs, en ungmenni eru unglingar á aldursskeiði 16-18 ára, sbr. ákvæði 1. mgr. 43. gr. þessara laga. 2. gr. Við 1. mgr. 43. gr. þessara sömu laga komi eftirfarandi viðbót: Þegar börnum og ungmennum er bannaður aðgangur að þeim skemmtun- um sem að ofan greinir, þar með taldar kvikmyndasýningar, sbr. 58. gr. þessara laga, skal miða aldur þeirra við fæðingarár en ekki fæðingardag. Samþykkt á Alþingi 2. mars 1983. Gjöf til Héraðsskjalasafnsins „Röm er sú taug“ Þann 19. ágúst sl. afhenti Bjarki Elíasson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, Héraðsskjalasafni Svarfdæla á Dalvík, bramsegls- skonnortu stóra og fallega undir fullum seglum, ásamt öllum þeim búnaði, sem við á á þesskonar skipum. Að Bjarkarbraut 11 á Dalvík fór afhendingin fram í hinu mikla og vel uppsetta og skráða byggðasafni Kristjáns Ólafs- sonar útibússtjóra. Það er hag- leiksmaðurinn Kristinn Arna- son frá Skeiði í Svarfaðardal, sem smíðað hefur og gefið þetta listaverk hingað í fæðingarsveit sína. Um leið og Bjarki afhenti gjöfina, gerði hann í stuttu máli grein fyrir gefandanum með eftirfarandi orðum: „Kristinn Arnason, sonur hjónanna Guðrúnar Sigríðar Björnsdóttur og Arna Jónssonar bónda á Skeiði, er fæddur 22. 12. 1899 í Garðakoti í Vallasókn í Svarfaðardal en fluttist að Skeiði 5 á.ra gamall með foreldrum sínurn. Árið 1922 fluttist Krist- inn til Siglufjarðar og vann þar við beykisstörf í mörg ár. Hann vann við þessi störf í 13 ár hjá Ingvari Guðjónssyni á Siglu- firði og í önnur 13 ár hjá Valtý Þorsteinssyni á Raufarhöfn. Hann langaði til þess að læra smíðar er hann var ungur en fékk ekki tækifæri til þess, en er hann hafði tækifæri til, safnaði hann að sér verkfærum og hefil- bekk og dundaði við smíðar í frístundum. Þessi bramsegls- skonnorta er árangur þeirrar iðju, en hann hóf smíðina, er hann var 81 árs og hefur verið að dunda við þetta í tvö ár, þó aldrei í skammdeginu. Kristinn kvæntist árið 1928 Unni Guðmundsdóttur frá Skarði í Höfðahverfi, og eignuðust þau þrjár dætur, sem allar eru á lífi. Gjöf þessa vill hann láta Héraðsskjalasafn Svarfdæla á Dalvik varðveita, sent þakklætis- vott til æskustöðvanna og dals- ins er fóstraði hann, sem hann Kristinn Árnason. unni alla tíð og ann enn“. Júlíus Kristjánsson formaður stjórnar Héraðsskjalasafnsins veitti gjöfinni móttöku og þakk- aði þennan höfðingsskap og bað Bjarka, að flytja Kristni Árna- syni kveðjur okkar Svarfdæl- inga. Hann taldi að með gjöf þessari sýndi Kristinn mikla ræktarsemi við sínar æsku- stöðvar og væri það metið að verðleikum. Smíði skonnortr unnar og allur frágangur er mell ólíkindum góður og vafalaust mætti telja Kristin í hópi meiri hagleiksmanna á þessu sviðum. Júlíus upplýsti, að þegar væri ákveðið, að setja skonnortuna upp í Ráðhúsi Dalvíkur við fyrsta tækifæri, þar sem hún gæti orðið til augnayndis þeim er leið ættu um húsið. Sömuleiðis þakkaði hann Bjarka fyrir hans þátt í þessu máli, en Bjarki veitti gjöfinni móttöku syðra, ásamt því að sjá um flutning norður og svo afhendingu hér. Skonnortan fríða. Búdagur á Böggvisstöðum Loðdýrarækt - Búgrein í örum vexti SÍL heitir félagsskaður einn hér á landi - Samband íslenskra loðdýraframleiðenda - fullu nafni. Sambandið hélt aðalfund sinn á Akureyri laugardaginn 15. október. Daginn áður, föstudaginn 14. okt. var hinsvegar svokallaður ,,búdagur“. Komu þá fundar- menn, sem voru nokkrir tugir víðsvegar að af landinu, hingað úteftir í hríð og leiðindaveðri og fóru í kynnisferð í loðdýrabúið á Böggvisstöðum. Þorsteinn bóndi og Sigríður kona hans tóku á móti gestum og leiddu þá um hin víðlendu húsakynni staðar- ins og mátti heyra á mönnum að þeim þætti hlutirnir stórir í sniðum. Enda er hér um að ræða stærsta loðdýrabú landsins með 2500 minkalæðum og 600 tófu- læðum og öllu tilheyrandi, (töjurnar ekki nákvæmar). I lokin buðu þau hjón upp á smá hressingu inni á skrifstofu búsins og fóru menn burt af staðnum fróðari og sælli en þeir komu. Að lokinni heimsókn í Böggvisstaði var settur fræðslu- fundur í Víkurröst á Dalvík.J>ar héldu erindi ráðunautar Búnaðarfl. Islands, Sigurjón Bláfeld og Jón Árnason svo og framkvæmdastjóri SIL, Jón R. Björnsson. Urðu miklar um- ræður um málefni loðdýra- ræktarinnar, en fundinum stýrði Þorsteinn Aðalssteinsson loð- dýrabóndi og ritari SIL. Að loknum fundi var snæddur kvöldverður í Sæluhúsinu. Aðalfundurinn Meðal viðfangsefna aðalfundar- ins á Akureyri var að ganga frá nýjum samþykktum fyrir Sam- band ísl. loðdýraframleiðenda og að marka meginstefnu í þessum unga atvinnuvegi hérlendis. I því sambandi var lögð áhersla á útrýmingu smit- sjúkdóma úr minkastofninum, sem verið hefur þeirri búgrein fjötur um fót. Þá var undir- strikuð nauðsyn þess að loð- dýraræktinni verði þjappað sem mest saman í nánd við helstu útgerðarstaði og þar komið upp nokkrum allstórum og velbún- um fóðurstöðvum. Ennfremur var lögð mikil áhersla á eflingu fræðslu- og leiðbeiningarstarfs meðal loðdýrabænda. Loðdýrabú eru nú milli 80 og 90 í landinu og er búist við að a.m.k. 30 bætist við í lok þessa árs, sem er að vísu miklu færri en reiknað var með fyrr á árinu. Það kom fram á fundinum að veruleg lægð er nú í markaðs- verði blárefaskinna, sem talin er stafa af mjög hnaðri framleiðslu- aukningu í þessari grein í Finnlandi, en þar í landi eru framleidd 85% af heimsfram- leiðslunni. Virðist almennt reiknað með að Finnarnir hljóti að draga saman framleiðsluna nauðugir viljugir og muni þá markaðsverð fljótlega þokast upp í eðlilegt horf á ný. Loðdýraræktin er búgrein á bemskuskeiði hér á landi enn sem komið er. Útflutningsverðmæti hennar er ekki mikið ennþá eða e.t.v. upp á einar 40 miljónir króna af framleiðslu yfirstand- andi árs. Þó skyldu menn ekki líta þetta svo smáum augum, það jafngildir brúttó framleiðslu- verðmætum 40 vænna kúabúa. Og allar horfur eru á að þessar tölur margfaldist á allra næstu árum. Þá er þetta orðið stórt mál fyrir íslenskan landbúnað og mikils virði í þjóðarbúskapnum. Þess skal að lokum getið að enn sem komið er er loðdýra- ræktin öflugust hérnorðanlands og sérstaklega hér í Eyjafirði. Oskandi er að við getum haldið þeirri stöðu jafnframt því sem þessi búgrein eflist á öðrum hentugum stöðum hringinn í kring um land.

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.