Norðurslóð - 25.10.1983, Blaðsíða 3

Norðurslóð - 25.10.1983, Blaðsíða 3
Aðalsteinn Cottskálksson Framhald af forsíðu. eitthvað á vogarskálina í þessum efnum í hinu nýja starfi. Hvað varðar þróunina hér á Dalvík held ég að mikilvægast sé að menn standi saman. Hér blóm- gist a.m.k. eitt stórt fiskvinnslu- fyrirtæki sem hafi sem mesta vinnslubreidd, og standi það traust að áhrif markaðssveiflna séu sem minnstar. Eins þurfa menn að hafa augu opin gagn- vart nýjum möguleikum. Þitt starfssvið hér hefur verið við sjávarútveg, en hvað finnst þér um að búa hér? Mannlífið hér á Dalvík hefur mér bara fundist gott. Við hjónin höfum ekki mætt öðru en hlýju og vináttu. Eitt finnst mér þó einkénna staðinn þ.e. mikill fjöldi félaga, kannski mörg á sama sviði. Þetta hefur valdið því að margir eru í of mörgum félögum sem síðan verður til þess að virkni margra þeirra verður of lítil. Þessu kynntist ég vel í tilraun okkar við að endur- reisa U.M.F.S. Þá finnst mér að íþróttalíf mætti vera blómlegra og hlúa mætti meira að því, fyrir utan skíðaíþróttina. Á þeim vettvangi er bæði áhugi og aðstaða góð enda eigum við margar góðar minningar og byltur úr Böggvistaðafjalli. Eitthvað sem þú villt koma á framfœri að lokum? Að lokum vil ég sérstaklega þakka samstarfsmönnum góða samvinnu. Það hefur oft verið mjög gaman að takast á við vandamálin og finna þá sam- stöðu sem oft hefur einkennt frystihúsið hér að margra mati. Við höfum lagt áherslu á upplýsingamiðlun til fólksins og reynt þannig að skapa sam- ábyrgð og áhuga á því að gera vel. Þetta held ég að oft hafi tekist. Mestistyrkurfrystihúsins að mínu mati er sá gamli kjarni starfsfólks, sem búinn er að vinna jafnvel i áratugi. Þetta fólk býr yfir ómetanlegri reynslu og er alls ekki í samningum launalega nógu vel metið. Þessi ábyrgi vinnukraftur er góður skóli fyrir okkur unga fólkið. Að endingu vil ég segja að þessi vera mín hér og starfsreynsla mun örugglega nýtast mér vel í nýju starfi, og okkur hjónum er efst í huga þakklæti til allra fyrir góða viðkynningu. J.A. ÚTSALA Á fimmtudaginn 27. okt. hefst stórútsala á hljómplötum. 30-70% afsláttur. Verslunin Sogn. Ýlir auglýsir Frá Sanyo: Videótæki. - Tilboð: Frítt efni í 30 daga. (Ein spóla á dag). Sjónvarpstæki. Frá Pioneer: Bílaútvarpstæki og hátalarar. Frá Haudic: 40 rása talstöðvar. Frá Sony: Stereó samstæður og útvarps- og kasettutæki. Nýkomin haglaskot á mjög góðu verði. •k Kuldastígvél og gúmmístígvél. ★ Gönguskíði - Skíðaskór. Við útbúum blómaskreytingar við öll tækifæri, t.d. veislur, afmæli og jarðarfarir. Vinsamlega pantið útfararkransa og krossa með tveggja daga fyrirvara. Opið á laugardögum frá kl. 10-12. Hafnarbraut 14 Sími 61405. Bókin „Ljóðþrá“ úrval Ijóða og sálma eftir föður minn Valdemar Snævarr, fyrrverandi skólastjóra, fæst hjá undirrituð- um og kostar hún kr. 400.00 innbundin. Góð bók og tilvalin til tækifærisgjafa. Stefán Snævarr, Hólavegi 17, Dalvík. Sími: 61350. /-----------------------------------------------------\ Svarfdælir í Reykjavík og nágrenni Árshátíð Svarfdælingasamtakanna í Reykjavík verður haldin í Félagsheimili Seltjarnarness 19. nóvember n.k. Húsið verður opnað kl. 19.00. Borðhald hefst kl. 19.30. DAGSKRÁ: 1. Flutt minni Svarfaðardals. 2. Nýstofnuð söngsveit samtakanna syngur. Söngstjóri Kári Gestsson. 3. Einnig syngja Halla Jónasdóttir og Kolbrún Arn- grímsdóttir við undirleik Kára. 4. Flutt verða gamanmál. 5. Hljómsveit Villa á Karlsá spilar fyrir dansi. Miðapantanir eru hjá Ingu Klemensdóttur í síma 81977 mið- vikudag og fimmtudag 16. og 17. nóvember eftir kl. 16.00. Gott fólk, látið sannast að: „setinn verður Svarfaðardalur/Seltjarnar á lágu nesi“ Stjórnin. k_____________________________________________________/ OLÍS, Dalvík auglýsir Höfum til sölu margar gerðir af Aqseal-vörum: • Þéttiefni á þök og veggi. • Utanhússmálningu á pappa og stein. • Álbrons og lím. Ennfremur seljum við Varta-rafhlöður og rafgeyma. Allskyns þvotta- og hreinsiefni, smurolíur og margt fleira. OLÍS-umboöiö Dalvík. BLIKI HF. Sími 61431. Lí □ □ □ □ QC Höfum fengið umboð fyrir BILLY hillusamstæðum. Komið og kynnið ykkur hagstætt verð. Vorum að taka upp mikið úrval af fallegum handklæðum. Verslunin Sogn sf. sími 61300. NORÐURSLÓÐ - 3

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.