Norðurslóð - 25.10.1983, Qupperneq 4

Norðurslóð - 25.10.1983, Qupperneq 4
Bændaskólinn á Hólum settur Blómlegt skólastarf á fornhelgu setri Föstudaginn 7. okt. var bænda- skólinn á Hólum settur í dóm- kirkjunni. Athöfnin hafði ekki verið auglýst utan sveitarinnar, en samt var kirkjan hálffull af fólki, nemendum og staðarfólki og gestum úr nágrenninu. A Hólum sjálfum hafa umsvif aukist svo upp á síðkastið, að þar eru nú búsettir u.þ.b. 50 manns auk nemenda í bænda- skóla og barnaskóla. Jón Bjarnason skólastjóri setti skólann með ræðu og ennfremur flutti ávarp fyrir hönd landbúnaðarráðuneytisins Sveinbjörn Dagfinnsson ráðu- neytisstjóri. Staðarprestur flutti ræðu og norska konan hans, organisti og söngkennari, lék á kirkjuorgelið góða og kirkju- gestir sungu sálmana. Með þessu byrjaði seinna námsár „efri deildar" skólans, þ.e. þeirra nema, sem byrjuðu í fyrra haust og voru við verknám á bæjum hér um slóðir og víðará útmánuðum og fram á vor í fyrra. Þessir nemendur eru 20 talsins. Hinsvegar tók „neðri deild“ til starfa 20. sept. þegar 10 manna hópur hóf nám. Sá hópur á að fara í verknámið eftir áramótin. Þá tekur skólinn á móti öðrum 10 manna hópi, sem fer í verknámið undir vorið og fram á sumar. Þetta fyrirkomu- lag var tekið upp vegna skorts á heimavistarrými. Af þessum 40 manna nemendahóp verða stúlkur 15 en piltar 25, og koma úr öllum landshlutum úr sveitum og bæjum. A þessu ári hefur vel miðað áfram endurreisninni á skóla- setrinu. Annar áfangi hesthúss- ins er orðinn fokheldur þ.e. hlaða og „aðstöðuhús" og loð- dýrabúið hefur risið af grunni. Minnkabúið fór í gang á árinu en refabúið fer í gang um ára- mótin. Þá hefur Hólahreppur byggt tvö íbúðarhús á staðnum, sem starfsmenn við skólann fá leigt í. Það er mjög ánægjulegt að koma i Hóla þessi misserin og verða vitni af þeirri markvissu uppbyggingu, sem þar fer nú fram undir handleiðslu hins dugmikla skólastjóra og með góðum skilningi fulltrúa ríkis- valdsins. Svarfdælir á Hólum Áður hefur það verið rakið hér í blaðinu hve mikil samskipti Svarfdælir hafa átt við Hóla- skóla í þau 100 ár, sem hann hefur starfað. Það er ánægjulegt að sjá, að enn eru þessi samskipti við lýði. Einn nemandi héðan úr dalnum byrjar nám þar í vetur, Sólrún Ingvadóttir á Bakka. Ennfremur er þar nýráðinn fjósameistari, Elva Jónmunds- dóttir á Hrafnsstöðum, búfræð- ingur frá skólanum 1981. Að lokum er þess að geta að Hjörtur E. Þórarinsson á Tjörn, sem verið hefur fulltrúi Eyfirð- inga í skólanefndinni og þar áður í sérstakri nefnd sem ráðherra skipaði til að gera tillögu um uppbyggingu á Hólum, gekk nú úr skólanefnd- inni. í hans stað hefur Búnaðar- samband Eyjafjarðar valið Jóhann Olafsson bónda á Ytra- Hvarfi í Svarfaðardal fulltrúa Eyfirðinga í nefndina. Félag Verslunar- og Skrif- stofufólks á Akureyri/Eyja- firði óskar félagsmönnum sinum á Dalvik og nágrenni gæfu og gengis á nýbyrjuðum vetri. Bændur Hólar í Hjaltadal. Þinir pemnpar eru menra vnði í KJÖRMARKVÐS Verslið í Hrísalundi og sannfærist um lágt vöruverð. Kjötborðin full af glæsilegum kjötrétt- um. - Fyrsta flokks þjónusta. Lítið inn í HRÍSALUND HRÍSALUNDI 5 Haustverð á heyvinnuvélum Eigum á lager: heytætiur, heyhleðsluvagna Guffen mykjudreifara, OC ALFA-LAVAL mykjudælur, ImM|I|I|||0 áburðardreifara. Véladeild KEA siniigqam Véladeild Sambandsins Atvinna - Bónus! Um leið og við óskum starfsfólki og viðskiptavinum góðs og gæfuríks vetrar og þökkum samskiptin á liðnu sumri, minnum við á að við höfum enn pláss fyrir fleira fólk í snyrtingu og pökkun. Allar nánari upplýsingar í síma 61211 og 61212. Frystihús KEA Dalvík. 4 - NORÐURSLÓÐ

x

Norðurslóð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.