Norðurslóð - 28.03.1984, Síða 1
Svarfdælsk byggð & bær
8. árgangur
Miðvikudagur 28. mars 1984
3. tölublað
Úr stúdíói Útvarps Dalvíkurskóla. Ábúðarmiklir tæknimenn að störfum ásamt þul.
Vettvangsvika í Dalvíkurskóla
Mikið líf hefur verið í Dalvíkur-
skóla undanfarna daga. Biaða-
maður og Ijósmyndari Norður-
slóðar litu þar inn á dögunum
og urðu vitni að því lífi og fjöri
sem þar var. Myndefni ljós-
myndarans var óþrjótandi, en
því miður aðeins hægt að birta
fáeinar myndir hér. Um það var
samið að nemendur sjálfir sæju
um frásögn af því sem hefur
verið að gerast. Við gefum því
Helgu B. Eiríksdóttur í 9. bekk
orðið.
Vikuna 19.-23. mars var
Hraðar hendur við færibandið.
Rækjan kemur aftur
Laugardaginn 24. mars fór aftur að rjúka hjá rækjuvinnslu
Söltunarfélags Dalvíkur eftir rúmlega tveggja ára hlé.
Settar hafa verið niður nýjar rækjuvinnsluvélar. Afköst eru
nú svipuð og áður var, en munu síðar aukast með viðbótar
tækjakosti.
Veiðar hafa gengið vel að undanförnu og haldi svo fram
sem horfir má vænta mikillar vinnslu á næstunni.
Hraðar hendur við færibandi.
stundaskrá brotin upp í Dalvík-
urskóla og var nemendum skipt
niður í hina ýmsu hópa. 7.-9.
bekkur fékkst að mestu leyti við
breytingar inni í gamla skóla í
þessari vettvangsviku. Má þar
nefna myndlistarhóp, smíðahóp
og saumahóp. Vinna þessara
hópa var í sameiningu að mála
veggi, setja upp bekki oggardín-
ur sem nemendur höfðu unnið
þessa daga ofl. ofl.
Fram til þessa hafa gangar
skólans verið mjög óaðlaðandi
þar sem nemendur hafa hvergi
getað tyllt sér og þurft að vaða í
óhreinindum frá útiskóm og
yfirhöfnum. Á þessu var ráðin
bót með smíðum á skóhillum og
fatahengi í anddyri skólans. Auk
þessa störfuðu hópar að skóla-
blaði sem ráðgert er að komi út
bráðlega og þá var starfrækt
útvarp sem sendi út margvíslegt
fróðleiks- og skemmtiefni sem
nemendur unnu upp í vikunni.
Þá var einn aðstoðarhópur
meðal eldri nemenda skólans
sem aðstoðaði yngri nemendur
við þeirra vinnu. Yngri bekkir
skólans unnu við grímu- og
brúðugerð, lærðu skyndihjálp
og notkun áttavita og sumir
unnu við útvarpið.
í fyrrnefnd'ri viku var einnig
mikið um æfingar fyrir árshátíð
skólans sem haldin var 23. og
24. mars. Á föstudag voru
sýningar fyrir nemendur skólans
en á laugardag voru 2 sýningar
fyrir almenning og var uppselt á
Frh. á bls. 5.
Kynning fyrirtækja
Víkurbakarí
Víkurbakarí eiga og reka hjónin
Hallfríður þorsteinsdóttir og
Ríkharður Björnsson. Ég heim-
sótti Fríðu og Rikka um daginn
og bað þau að segja mér ögn frá
fyrirtæki sínu. Þau tóku því vel
°g gef ég nú Rikka orðið:
Námið
„Ég var ekki nema 15 ára þegar
ég fór til sjós. Eftir að hafa verið
eitt sumar í landi ákvað ég að
drífa mig í eitthvert iðnnám. Ég
fór að huga að því hvaða iðn-
greinar vantaði á staðinn. Ég sá
lljótt að nóg virtist vera af bif-
vélavirkjum og smiðum og
hugurinn beindist í fyrstu að
rakaraiðn. Þá vildi svo til að hér
var verkfræðingur að nafni
Edgar Guðnrundsson. Hann
hvatti mig til að fara í bakaraiðn
og taidi sig geta konrið mér í læri
hjá karli föður sínum sem rak
Sveinsbakarí í Reykjavík. Það
varð úr. Þá var ekki hægt að
stunda iðnnánr hér heima
þannig að ég Jrurfti að taka
bóklega námið í Iðnskólanum á
Akureyri en verklega nánrið fór,
eins og ég sagði áðan, fram í
Sveinsbakaríi í Reykjavík.
Teikningum gátum við sem þá
vorum í iðnnámi reyndar lokið
hér heima, Edgar kenndi okkur
þær. Þetta gekk allt vel og að
námi loknu langaði mig til að
kynnast fleiru hjá góðum meist-
urum. Ég var svo heppinn að
komast að í Bernhöftsbakaríi
sem er gamalgróið, talið elsta
bakaríið á landinu og hefuralla
tíð haft gott orð á sér.“
Fjölskylda -flutningur
„Ég býst við að ég hafi alltaf
verið ákveðinn í því með
sjálfum mér að koma heim aftur
þótt auðvitað hafi ýmislegt
annað freistandi rekið á fjörurn-
ar hjá mér. Þegar þarna var
komið sögu hafði ég eignast
konu. Hún hafði lokið sínu iðn-
námi þegar leiðir okkar lágu
saman og stóð að því leytinu
betur en ég að hún rak sína eigin
hárgreiðslustofu. Það er því
engin furða þótt hún hafi ekki
verið alveg tilbúin í fyrstu að
ílytja með mér norður á þennan
útkjálka sem Dalvík hlýtur
að hafa verið í hennar huga.
Hún er innfæddur Reykvíking-
ur, hafði aldrei búið utan
Reykjavíkur og það er engin
launung á því að hún var mjög
kvíðin enda rifin upp með
rótum úr sínu umhverfi þar sem
ættingjar hennar og vinir allir
voru. En hún vildi gefa mér
tækifæri og prófa þetta og
haustið 1973 fluttum við
norður.“
Starfslið -
tækjabúnaður
„Ég hafði frétt af uppgjafa-
bakaríi á Vopnafirði. Þaðan
keypti ég ofn, hrærivélar og
fleira sem komið var fyrir í
húsnæði sem við leigjum enn að
Skíðabraut 3. Við gátum svo
opnað í desember 1973.
Þessi Vopnafjarðartæki reynd-
ust nú ekki öll eins og vonir
stóðu til. Ofninn var t.d. hand-
ónýtur og fór beint á haugana.
Til allrar hamingju hafði ég
pantað annan ofn sem kom í
tæka tíð. Við byrjuðum því með
fjórfaldan „kommóðuofn" sem
tók 12 plötur. Þá vorum við
með handsnúna vél til að rúlla
út vínarbrauð og því um líkt. Nú
er þetta allt gert í vélum og því
mikill munur á. Nú erum við
komin með svokallaðan „stikk-
ofn“ þar senr „stikkinn" snýst í
ofninum og hér er vél sem lagar
deigið, setur í trekt og út kenrur
brauðið tilbúið á plötuna.
í fyrstu vorum við fjögur sem
unnum hér en þrátt fyrir vél-
tegundir af matarbrauði sem við
framleiddum en í dag bökum
við daglega 10-11 tegundir og
allt eru það gróf brauð sem bæst
hafa við. Neysla á kaffibrauði er
alltaf svipuð, auðvitað bætast
við fleiri tegundir og fólk er
þakklátt þegar við komum með
eitthvað nýtt. Fólk vill breyta til
og við reynum að koma til móts
við það.“
Markaður
Áður en ég kom höfðu Dalvík-
ingar um árabil einungis haft
völ á brauði frá Brauðgerð
KEA. Ég er samt ekki fyrsti
bakarinn hér á Dalvík og það er
saga sem gaman væri að rekja
einhverntíma. Ég varð auðvitað
að byrja á því að leita hófanna
hjá útibússtjóra KEA, Kristjáni
Olafssyni áður en ég ákvað
Starfsfólk í brauðgerðinni - hjónin Rikki og Fríða til vinstri.
væðingu erum við átta sem
vinnum hér í dag.
Einn nemi hefur útskrifast
héðan. Það er Björn Ingi
Hilmarsson sem vinnur nú í
bakaríi í Vestmannaeyjum.“
Neysluvenjur
„Breyting á neysluvenjum er
gífurleg. Fyrst voru þetta 3-4
endanlega að koma. Hann tjáði
mér skömmu seinna að ekkert
væri því til fyrirstöðu að ÚKEA
keypti af mér allt brauð sem ég
framleiddi. Ég sel að vísu víðar.
Ég byrjaði t.d. á því að selja til
Vopnafjarðar, að ég held í tvö ár
og svipaðan tíma til Siglufjarð-
ar. Til Ólafsfjarðar hef ég selt
frá fyrstu tíð, þó ekki sömu
aðilum. Ég hef alls ekki einokun
á brauðsölu hér á Dalvík. Kr.
Jónsson sendir t.d. brauð hingað
út eftir. Mér finnst gott og
heilbrigt að hafa samkeppni.
Búðin okkar er illa staðsett
svona á enda bæjarins. Sumt
fólk kemur þó alltaf reglulega
og virðist ekki telja vegalengd-
ina eftir sér enda er brauðið hér
alltaf ferskt og við getum verið
með fleiri tegundir af ljúffengu
kaffibrauði sem ekki er pantað
af öðrum útsöluaðilum. Nú, svo
er auðvitað alltaf hægt að panta
hitt og þetta fyrir veislur og sér-
stök tilefni.
Vinnutími - frístundir
Vinnutíminn er frá kl. 5:00 á
morgnana til kl. 15:00. Þá taka
að vísu við alls konar snúrfihgar
sem fylgja þessu. Ég hef vanist
þessum vinnutíma. Hann er
góður á sumrin og þó sérstak-
lega á vorin. Fjölskyldunni
finnst þetta stundum erfitt því
að ég er oft syfjaður á kvöldin ef
ég hef ekki haft færi á að leggja
mig svona í klukkutíma um
daginn.
Fyrst eftir að ég kom hingað
heim aftur var ég mikið á
skíðum og tók þátt í uppbygg-
ingunni í fjallinu af lífi og sál. En
það kom að því að ég lagði
skíðin algjörlega á hilluna og fór
út í hestamennskuna. Ég hef
ekki tíma til að stunda hvoru-
tveggja.
Lokaorð
Fríða tjáði mér að ekki hefði
hún séð eftir því að hafa flust
hingað úr borginni þótt auð-
vitað væri margs að sakna,
annað kæmi í staðinn.
Rikki sagði öll samskipti sín
við viðskiptavini, bæði fyrirtæki
og einstaklinga, hafa verið með
miklum ágætum til þessa og
hann kvaðst vonast til að svo
yrði áfram.
Svanh. Bj.