Norðurslóð - 28.03.1984, Qupperneq 4

Norðurslóð - 28.03.1984, Qupperneq 4
DALVÍKURBÆR ÍOÁRA Árið 1974 samþykkti Alþingi fslendinga lög sem veittu Dalvík kaupstaðarréttindi. Þáverandi forseti fslands, Dr. Kristján Eldjárn, staðfesti lögin með undirskrift sinni 10. apríl það ár. Því telst 10. apríl vera afmælisdagur Dalvíkurkaupstaðar og 10 ára afmælið vera nú í ár. Af því tilefni skulu öllum bæjarbúum sendar bestu heilla- óskir með afmælisbarnið. Megi það blómgast og dafna um ókomin ár. Bæjarstjórnin. Náimskeið í fiskeldi Bændaskólinn á Hólum hefur nú um þriggja ára skeið gefið nemendum sínum kost á kennslu um fiskeldi. Hefur það mælst vel fyrir, og hefur skólinn stöðugt fengið auknar fyrir- spurnir vegna þessa náms. í kjölfar þess mikla áhuga, sem virðist vera á fiskeldi hér á landi hefur Bændaskólinn á Hólum ákveðið að efna til þriggja daga kynningarnámskeiðs í fiskeldi. Námskeiðið verður haldið á Hólum dagana 14.-16. apríl næstkomandi. Auk starfskrafta skólans hefur skólinn fengið til liðs við sig nokkra starfandi sér- fræðinga á hinum ýmsu sviðum fiskeldis. Námskeiðið verður sniðið fyrir byrjendur á sviði fiskeldis, og verður reynt að gera sem flestum þáttum fisk- eldis nokkur skil, bæði með bóklegri og verklegri fræðslu. Þeim sem áhuga hafa á þátttöku er bent á að snúa sér til skólans. Umsóknarfrestur er til 6. apríl, en vegna plássleysis verður að takmarka aðgang. Allar nánari upplýsingar veita Jón Bjarnason, skólastjóri og Pétur Bjarnason, kennari í síma 95-5962 og 95-5961. ORÐSENDING Þeir sem eiga ógneidda gíróseðla vegna sóknangjalda 1983, eru vinsamlegast beðnir um að greiða þá sem fyrst. Sóknarnefnd Dalvíkurkirkju Þú lifir lengi á góðu sumarleyfi ’84 Grikkland - Sólarströndin Rimini Sæluhúsin í Hollandi - Sumarhúsin í Danmörku Sólarparadísin Dubrovnik - Flug og bíll - Rútuferðir Kynningarmynd fyrir VHS og BETA myndbönd og kynningarbæklingur hjá umboðsmanni. ATH. Ókeypis innanlandsfiug fyrir þá sem staðfesta ferðapöntun fyrir 6. apríl. Afgreiðum áætlunarfarseðla innanlands sem utan. Sérþekking getur oft sparað talsverðar upphæðir. 37 Samvinnuferðir - Landsýn Umboðsmaður Dalvík - Rögnvaldur Friðbjörnsson Dalbraut 8 - ÚKE Dalvík - Símar 61415 og 61200 4 - NORÐURSLÓÐ

x

Norðurslóð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.