Norðurslóð - 21.03.1985, Side 2
NORÐURSLÓÐ
Útgefendur og ábyrgðarmenn:
Hjörtur E. Þórarinsson, Tjörn Svarfaöardal
Jóhann Antonsson, Dalvik
Afgreiðsla og innheimta.SigriöurHafstað, Tjörn
Sími 96-61555
Ljósmyndari: fíögnvaldur Sk. Friöbjörnsson
Prentun: Prentsmiöja Björns Jónssonar
Að leiðrétta mistök
Á undanförnum árum hefur hér í leiðurum Norðurslóð-
ar verið lýst áhyggjum yfir þeirri búseturöskun, sem á
sér stað hérá landi. Sífellt birtast nýjar upplýsingarsem
sýna versnandi stöðu landsbyggðarinnar gagnvart
höfuðborgarsvæðinu.
Nýjustu upplýsingarnar koma frá hagdeild Seðla-
bankans og sýna að eigið fé fyrirtækja í sjávarútvegi
hefur stórlega minnkað vegna tapreksturs undanfarinna
ára. Sú staðreynd, að uppistaða atvinnulífs út um allt
land er sjávarútvegur, gerir að verkum, að landsbyggðin
líður fyrir bága stöðu sjávarútvegs langt umfram höfuð-
borgarsvæðið.
Tapreksturinn hefur verið fjármagnaður með dýru
lánsfjármagni, sem þá leiðir til meira taps. Seðlabankinn
lætur í það skína, að eigið fé sjávarútvegsfyrirtækja
verði búið innan fárra ára, ef heldur fram sem horfir.
Einn þáttur þessa máls er, að fjölmörg sveitarfélög
hafa þurft að lána fyrirtækjum fjármagn eða Ieggja fram
hlutafé til að treysta rekstur þeirra. Þar með þrengist
hagur sveitarfélaganna. Fjárfesting þeirra og jafnvel
rekstur dregst saman. Staða sjávarútvegs skapar því
margþættan vanda víða um land. Ekki er vafamál, að af
einstökum málum sem geta bætt stöðu landsbyggðarinnar
er leiðrétting á rekstrargrundvelli sjávarútvegs lang
mikilvægust.
Forsætisráðherra hefur nýlega lýst vaxtastefnu síðustu
missera sem pólitískum mistökum. Stærsta vandamál
sjávarútvegs er óhóflegur fjármagnskostnaður. Leið-
rétting þessara mistaka mun því treysta grundvöll hans,
og er því eitt brýnasta verkefnið tii að treysta byggð um
landið að nýju.
J.A.
Staðfræði-
getraun
Það kom í Ijós að töluverður áhugi var á fjalla- og dalagetraun Áma
Rögnvaldssonar frá Dæli.
6 sendu inn svör, öll rétt samkvæmt úrlausn, sem Árni sendi á sínum
tima með getrauninni. Hún er svofelld:
1. svæði: Dagmálahnjúkur, Messuhnjúkur, Rimar, Hamarsdalur,
Hálsdalur og Hofsdalur.
2. svæði: Dýjafellshnjúkur, Hestur, Hnjúkur, Hvarfshnjúkur,
Kistufjall A eða B, Kvarnárdalshnjúkur, Lambárfjall, Sælufjall,
Hofsárdalur, Klængshólsdalur, Lambárdalur og Sæludalur.
3. svæði: Almenningsfjall, Blekkill, Gloppuhnjúkur, Heiðinna-
mannafjall, Holárfjall, Ingjaldur, Krosshólsfjall, Rauðuhnjúkar,
Stafnstungnafjall, Vesturárdalsfjall, Gljúfurárdalur, Grjótárdalur,
Heiðinnamannadalur, Holárdalur, Kálfadalur, Kongstaðadalur og
Vesturárdalur.
4. svæði: Búrfellshyrna, Hamrahnjúkur, Kerling, Kotafjall, Skeiðs-
fjall, Stóll, Teigarfjall, Tjarnhólafjall og Vífilsfjall, - búrfellsdalur,
Grýtudalur, Kerlingadalur, Teigardalur, Vatnsdalur, Vífilsdalur og
Þverárdalur (fremri).
5. svæði: Auðnasýling, Gimbrarhnjúkur, Hnjótafjall, Hreiðars-
staðafjall, Skjöldur, - Klaufabrekkudalur, Sandárdalur, Skallár-
dalur og Þverárdalur (neðri).
6. svæði: Brennihnjúkur, Böggvisstaðafjall, Digrihnjúkur, Langi-
hryggur, Litlihnjúkur, Sigmundur-Bakkadalur, Böggvisstaðadalur
og Holtsdalur.
7. svæði: Bæjarfjall, Grímuhnjúkur, Hólshyrna, Kistufjall A eða B,
Mjóihnjúkur, Múlinn, Sauðaneshnjúkar, Systrahnjúkur, Upsi, -
Grímudalur, Hólsdalur, Karlsárdalur, Sauðdalur, Torfdalur,
Tungudalur og Upsadalur.
Þeir 6, sem svör sendur eru:
Árni R. Óskarsson Smáravegi 8 Dalvík, Björn Þórðarson Oddagötu
5 Akureyri, Gunnar Rögnvaldsson og Kristín óskarsdóttir hjón í
Dæli Skíðadal, Pálmi Jóhannsson Skíðabraut 14 Dalvík, Sigurður
Kristjánsson og Kristján Tryggvi Sigurðsson feðgar i Brautarhóli
Svarfaðardal og Stefán Jónmundsson Sunnubraut 7 Dalvík. Enn
verður að draga á milli snillinganna og upp kemur hlutur Árna
Óskarssonar. Hann fær með næstu póstferð kr. 500,- sem eru
verðlaunin, sem Árni getraunahöfundur lagði fram af örlæti sínu.
Norðurslóð þakkar honum og öllum þátttakendum fyrir gamanið.
2 -NORÐURSLÓÐ
Bústaðir huldra vætta og álagastaðir
Álfakirkjan á Brimnesi
(Dalvík)
Skammt fyrir utan og ofan
gamla Brimnesbæinn á Dalvík,
er risastór steinn á bakka
Brimnesár, sunnan megin, er
kallast Alfakirkja.'Er hann nærri
beint suður frá Upsum, enda
ildarmanns, að segja frá ýmsum
kynlegum fyrirbrigðum, sem
gerst höfðu í nánd við steininn.
Af eigin reynd sagði heimilda-
maður þessa sögu:
„Eitt sinn var hann þar á ferð;
ásamt nokrum fleiri smölum. I
fylgd með þeim voru nokkrir
hundar, sem ruku upp með
gelti og gauragangi, urrandi og
Súlum, 4. árg, 1974,bls. 103-104,
skráð af Erlingi Davíðssyni
ritstjóra.
„Var Ágúst þarna á ferð að
vetrarlagi með systrum tveim
frá Hofi, Halldóru og Dagbjörtu
Gísladætrum, ogvoru þau áleið
til Ólafsfjarðar. í Grímu-
brekkum sótti snögglega mikill
svefn og drungi á Halldóru, svo
hún vildi bara setjast að og
sofna. Ekki kvaðst hún vera
veik, aðeins syfjuð, en þeim
hinum fannst hún vera „sljó og
undarleg“. Komu þau henni
aðeins lítinn spotta í einu, en þá
vildi hún leggjast fyrir. Sáu þau
þann kost vænstan að taka hana
á milli sín og tosa henni áleiðis
upp brekkurnar, enda segist
Ágúst hafa heyrt getið þessa
fyrirbæris áður.
„En okkur tókst a komast
upp á skarðið, og þá var sem
fjötrar féllu af Halldóru í einni
svipan, og hún varð eins og hún
átd að sér að vera,“ segir Agúst.
Ágúst hefur það eftir ömmu
sinni, Sesselju Jónsdóttur, að
ung stúlka úr Svarfaðardal, sem
hún þekkti, hafi orðið úti í
Grímubrekkum á leið til Ólafs-
Qarðar að vetrarlagi, og fundist
sumarið eftir. Má skilja, að
menn hafi sett áhrifin í samband
við dauðdaga hennar.
Kirkjan við ána. - Ljósm. H.Sv.
segja forn munnmæli, að Upsa-
prestar hafi stundum messgð
þar fyrir álfafólkið. (Jóh. Óli
Sæm.: Örnefnaskrá). Steinninn
er um 4 m. á lengd, og aðeins
minna á breiddina, en rís að
sunnanverðu upp í um 2,50 m.
háan stafn (sbr.meðf. mynd).
Grunnt gil er þarna að ánni,
og göngubrú yfir hana skammt
fyrir neðan steininn, en gripahús
nokkur norðan ár. Svo er að sjá,
sem Dalvíkingar hafi verið
búnir að gleyma því merkilega
hlutverki, sem þessi steinn
gegnir í hulduheimum, ef dæma
má af umgengninni í kringum
hann, en þar ægði saman
ruðningi spýtum, og alls konar
drasli (sumarið 1984), eins og
oft vill verða í þéttbýli. Sé
huldukirkjan enn í notkun,
hlýtur þetta að vera hvimleitt
kirkjugestum, og þyrfti því hið
bráðasta að laga til og snyrta
kringum steininn. Hlýtur þaðað
vera metnaðarmál fyrir Dal-
víkinga að búa vel að kirkju
huldufólksins, enda er mér ekki
kunnugt, að aðrir kaupstaðir
hafi svo merkilegt guðshús
innan vébanda sinna. (Væri
þetta svæði friðað fyrir beit
myndi þar fljótt vaxa upp hinn
fegursti blómgróður).
Dýjalækjasteinn
á Upsadal.
Upp frá Dalvíkurkaupstað
gengur dalur mikill til suð-
vesturs inn í fjöllin, samhliða
Holtsdal, er fyrr var nefndur.
Heitir hann Böggvisstaðadalur
sunnan ár en Upsadalur norðan
hennar. Sjálf áin nefnist hins
vegar Brimnesá, sem fyrr var
rætt um. Nokkuð inni á Upsadal
er þverdalur lítill til norðurs, er
Dýjadalur kallast, og fram úr
honum rennur Dýjalœkur ofan í
Brimnesá. Við þennan læk er
meira en mannhæðarhár steinn,
ekki ólíkur húsi í laginu, Dýja-
lœkjarsteinn. Fyrrum var því
trúað, að í steini þessum byggi
huldufólk, og kunnu gamlir
menn á uppvaxtarárum heim-
hvæsandi, þegar þeir nálguðust
steininn. Var því líkast sem
eitthvað stæði fyrir þeim, og
augljóst virtist að eitthvað sæju
þeir. Drengirnir sáu ekkert
óvenjulegt, sem valdið gæti
æsingi hundanna. Drengirnir
héldu áfram, en hundunum
dvaldist við steininn, og var ekki
laust við að þeir væru sneypu-
legir, er þeir loksins komu.
Nóttina eftir dreymdi einn
smalann, að til hans kæmi ung
stúlka, sem sagði við hann. „Illa
gerðuð þið að setja niður þvott-
inn fyrir mér í gær.“ Svo hvarf
stúlkan, en pilturinn vaknaði.
Telur heimildamaður fráleitt að
pilturinn hafi skrökvað draum-
num.“ (Jóh. Óli Sæm.: Örnefni í
Eyf., bls. 355).
Bröndólfsbrekkur
(eða Grímubrekkur)
Innantil á Upsadal, rúmum km.
innan við Dýjalækinn, eru
Bröndólfsbrekkur (eða Brand-
ólfsbrekkur). Um þær liggur
gömul alfaraleið upp á Grímu-
dalinn, sem er víð dalkvos þar
fyri ofan og um Grímubrekkur,
yfir fjallgarðinn til Ólafsfjarðar.
Reyndar eru menn víst ekki
alveg sammála um, hvað beri að
kalla Grímubrekkur, og virðist
það stundum vera notað sem
samnefni á Bröndólfsbrekkum,
en stundum um brekkurnar upp
úr Grímudal. Gróðursælt er í
Bröndólfsbrekkum, og falla þar
niður af dalnum nokkrir lækir í
freyðandi straumköstum.
I Bröndólfsbrekkum hafa
margir orðið fyrir einkenni-
legum áhrifum, sem oftast lýstu
sér í syíju og sljóleika eða
magnleysi, en einkennilegast
var þó að þetta kom sjaldan
fyrir nema einn ferðamanninn,
ef fleiri voru á ferð þessa leið.
Gat þá komið fyrir, að hinir
yrðu að bera þann sem varð fyrir
áhrifunum, eða drasla honum
upp á dalinn, en þar liðu áhrifin
vanalega frá. Frá einu slíku
atviki segir Ágúst Jónsson
byggingameistari á Akureyri í
Björn Stefánsson, segir hins
vegar í grein sinni um Ólafs-
fjörð í 27. árg. Ferða (1968), að
það sé sögn manna að þarna hafi
orðið úti kona sem hér Gríma og
heiti brekkurnar eftir henni,
Grímubrekkur.
Þá hefur Sigurjón Sigtryggs-
son á Siglufirði bent mér á
klausu í „Ættartölum Espólíns“
bls. 1813-14, þar sem sagt er frá
Magnúsi nokkrum á Kálfsá í
Ólafsfirði, er fylgdi með tveimur
mönnum „þjóf“ einum til sýslu-
manns á Munkaþverá, en á
heimleið villtust þeir í Grímu-
brekkum, og féllu fram af
klettum. Fundus þeir ekki fyrr
en á þriðja sumri, og var lík
Magnúsar þá órotnað og fötin
ófúin, svo og öðrum megin á
öðrum fylgdarmanninum, sem
lá upp við Magnús, en hinn var
allur rotnaður. Þótti þetta að
vonum undarlegt.
Mér sýnist ljóst, að í Brönd-
ólfsbrekkum sé einn þeirra
furðulegu „áhrifastaða", sem
getið er á fáeinum öðrum
stöðum á landinu, og enginn
kann neina skýringu á. Svipað
fyrirbæri og þó ennþásvæsnara,
virðist fyrrum hafa verið í
Siglufjarðarskarði, þangað til
það var vígt af séra Þorleifi
Skaptasyni árið 1835, og ekki er
örgrannt um að það sé þar enn
við lýði. Var það kallað „andinn
í Siglufjarðarskarði“ án frekari
skilgreiningar.
Örnefnin Bröndólfsbrekkur
og Grímubrekkur (Grímudalur,
Grímuhnjúkur) benda til þess
að fyrirbærið sé æfafornt, og er
ekki ólíklegt að menn hafi sett
það í samband við tröll, sem
þekkt voru að því að framkalla
ýmiss konar seið til að ná til sín
mönnum. Mættu þau Gríma og
Bröndólfur vel hafa verið hjón
af þeim kynflokki, en þess er
einnig að geta, að orðið Gríma
merkir nótt eða myrkur, og
getur þannig höfðað til syfj-
unnar sem kom yfir menn.
Slysin sem þarna hafa orðið,
er líklegt að megi fremur rekja
til áhrifanna, en að áhrifin stafi
frá þeim sem þar létust, enda
hafa menn orðið úti á öllum
fjallvegum.