Norðurslóð - 21.03.1985, Síða 3
Aðalfundur Sparisjóð Svarfdæla
Maður kemur manns í stað
Fyrrverandi og núverandi sparisjóðsstjóri.
Aðalfundur Sparisjóðsins, sá 101., var haldinn í Bergþórshvoli á
laugardaginn 16. mars. Á fundinum voru mættir ábyrgðarmenn
sjóðsins ásamt sparisjóðsstjóra og fyrrverandi sparisjóðsstjóra,
Gunnari Hjartarsyni, sem nú er orðinn útibússtjóri Búnaöar-
bankans á Ákureyri.
Skýrsla stjórnar
Formaður sjóðstjórnar, Valdimar
Bragason, gat þess í skýrslu
sinni að orðið hefðu forstöðu-
mannsskipti hjá sjóðnum á
árinu 1984. Nýi sparisjóðs-
stjórinn, Friðrik Friðriksson,
var áður skrifstofustjóri sjóðs-
ins. 1 þá stöðu hefur nú verið
ráðin Gíslina Gísladóttir, sem
starfáð hefur við stofnunina um
skeið.
Getið var um helstu nýmæli,
sem upp voru tekin á árinu, svo
sem útgáfu greiðslukorta og
opnun gjaldeyrisreikninga og
gjaldeyrisviðskipta.
Dágóð afkoma
Fyrrverandi sparisjóðsstjóri gerði
grein fyrir reikningsafkomu
sjóðsins árið 1984, en á því ári
voru vextir gefnir frjálsir og
fylgdi því mikið kapphlaup um
sparifé landsmanna. Svo er að
sjá sem sjóðurinn hafi haldið
sínum hlut í þeirri keppni.
Afkoman varð hinsvegar lakari
en undanfarin ár, en þar kemur
ásamt öðru til, sérstakur kostn-
aður vegna aldarafmælis sjóðs-
ins á árinu, en sá kostnaður varð
um 600 þús. krónur, þar af nær
helmingur útgáfa afmælisrits.
Rekstrartekjur alls urðu kr.
25.469.990, en regfuleg rekstrar-
gjöld kr. 24.175.277. Hagnaður
af reglulegri starfsemi varð því
kr. 1.294.713, en að frádregnum
afmæliskostnaði kr. 694.632.
Allar eru stærðir þessar miklu
lægri en 1983 og stafar það
einvörðungu af minni verðbólgu
og lægri vöxtum á árinu 1984.
Varasjóður Sparisjóðsins var
í árslok kr. 3.816.588, endur-
matsreikningur kr. 13.243.568
og eigið fé alls 31. des. 1984 því
kr. 17.060.246 og eru þá fast-
eignir og lausafjármunir inni-
faldir.
Menningarsjóður
Svarfdæla
Formaður stjórnar hins ný-
stofnaða Menningarsjóðs Svarf-
dæla, Þorgils Sigurðsson, gerði
grein fyrir fyrstu úthlutun úr
sjóðnum. Var úthlutað 4 styrkj-
um sem hér segir:
Til Lestrarlélags Svarfdæla kr. 50.000
Til Bókasalns Dalvíkur 150.000
l il 'I alllélags Dalvíkur 25.000
I il hljóðlæriskaupa í Þing-
húsiðáOrund 10.000
Samtals 255.000
Aðalfundurinn samþykkti til-
lögu stjórnar um að veita í sjóð-
inn kr. 150 þús. á þessu ári, en
áður hafði komið fram að
Svarfaðardalshreppur veitti í
Menningarsjóðinn kr. 35.000 á
síðastliðnu ári. Vert erað benda
á að Menningarsjóðurinn er
sjálfstæð stofnun, óháður Spari-
sjóðnum, og ræðst fjárhagsgeta
hans að miklu leyti af gjöfum,
sem honum kunna að hlotnast
frá stofnunum eða einstakl-
ingum.
Gunnar kvaddur
Ýmsir urðu til að ávarpa frá-
farandi sparisjóðsstjóra Gunnar
Hjartarson, og þakka honum
fyrir frábær störf við sjóðinn á
miklu þróunar- og vaxtarskeiði
hans. Færði stjórnin honum í
lokin gjöf til minningar um dvöl
hans hér, málverk úr Karls-
brautinni á Dalvík eftir Sigfús
Halldórsson.
Mannabreytingar urðu í stjórn,
úr gekk Halldór Jónsson á Jarð-
brú, en í stað hans kosinn
Þorgils Sigurðsson á Dalvík.
Fyrir eru í stjórn auk formanns
Baldvin Magnússon, Hjörtur E.
Þórarinsson og Óskar Jónsson.
Varastjórn skipa nú Guðríður
Ólafsdóttir, Halldór Jónsson og
Helgi Jónsson.
Stoltir synir bústjórans I Dýrholti. Sjá grein um lo&dýrarskt. (Ljósm. B.Þ.)
Fólksfjöldinn
1. des. 1984
Dalvík
Eins og venjulega hefur Þjóð-
skráin sent frá sér mannfjölda-
skýrslur, sem miðaðar eru við
1. desember. Norðurslóð hefur
birt þessar tölur oft á undan-
förnum árum og gjarnan fjallað
um þá ánægjulegu þróun, sem
birst hefur í vaxandi fólksfjölda
á Dalvík, oftast vel yfir lands-
meðaltali.
Hér birtast enn fólksfjölda-
tölur frá 1. des. en nú eru þær
ekki jafnánægjulegar og áður.
Það hefur sem sé orðið fækkun
fólks á Dalvík frá árinu áður
eins og hér má sjá.
íbúafjöldi l.des. 19841368en
var 1375 árinu áður. Fækkun
um 7 manns. Á stað með þessum
fólksfjölda ætti fjölgun að vera
milli 10 og 15 manns miðað við
landsmeðaltal. Tapið er því um
20 manns eða um 114% og er
þetta tilfinnanlegt.
Karlar eru 714 en konur 654
og staðfestist enn sú
regla að konur haldast ver við á
smærri stöðum landsbyggðar-
innar heldur en karlpening-
urinn.
Sveitin
í Svarfaðardalshreppi teljast
íbúar nú 290 en voru 285 í fyrra
á sama tíma. Fjölgun 5 sálir. En
hér bregður svo kynlega við að
konur eru fleiri en karlar nefni-
lega 148 móti 142 körlum og
mun þetta fátítt í sveitabyggð.
Þess skal að lokum getið að
allt eru þetta fyrstu tölur, sem
verða leiðréttar og munu þá
vafalaust takaeinhverjum breyt-
ingum. En svona verður þetta
þó í megindráttum og er þetta í
heild sinni spegilmynd af því
sem er að gerast nú. Ryksugan
mikla, Stórreykjavíkursvæðið,
er komin í gang aftur að draga
til sín börn landsbyggðarinnar
og er vonandi að fljótlega verði
hægt að stöðva þá öfugþróun.
ATVINNA
Starfsmaður óskast til
Hita- og vatnsveitu Dalvíkur.
Æskileg kunnátta í rafsuðu og logsuðu.
Umsóknarfrestur er til 15. apríl n.k. og skal
skila umsóknum til Guðmundar Árnasonar
veitustjóra sem gefurallar nánari upplýsing-
ar í síma 61375 eða 61687.
Veitustjóri.
Myndlistarsýning
Um páskahelgina verður haldin málverkasýning í Árskógi. Þar mun
Aðalsteinn Svanur Sigfússon sýna akrýlmálverk sem hann hefur
málað á þessu ári og því síðasta. Flestar myndanna eru af landslagi
við utanverðan Eyjafjörð og eru nær allar til sölu.
Þetta er þriðja einkasýning Aðalsteins sem hefur lagt stund á list-
nám undanfarin þrjú ár, fyrst við Myndlistaskólann á Akureyri og
nú við Myndlista- og handíðaskóla íslands í Reykjavík.
Sýningin verður opin laugardag 6. apríl, páskadag og annan í
páskum kl. 14.00 til 20.00 alladagana. Aðgangurerókeypisogheitt
verður á könnunni við opnun,
NORÐURSLÓÐ - 3