Norðurslóð - 21.03.1985, Side 7

Norðurslóð - 21.03.1985, Side 7
Allir í judo Góð íþrótt er gulli betri ** Judokappar á Akureyri: Aftari röð f.v. Hallgrímur Matthíasson, Róbert Lárusson, Jón D. Georgsson, Jón G. Stefánsson, Svavar Ingimars- son. Krjúpandi f.v. Jón Áki Bjarnason, Vilhjálmur Bergsson og Börkur Ottósson. Bjarni Friðriksson judomaður vann til bronsverðlauna á Ólympyuleikunum ’84. Þetta vita flestir, en það vita færri að vegur judoíþróttarinnar hefur farið sívaxandi síðan, og nú er svo komið að judo er stundað hér á Dalvík. Það bar að með þeim hætti, að nokkrir ungir menn hér í bæ fengu „uppgjafa" judomann til að kenna þeim það sem hann kunni í íþróttinni. Þegar svo kennslan átti að hefjast, reynd- ust engar dýnur til í íþróttahúsi bæjarins. (Það eru notaðar nokkuð sérstakar dýnur í judo.) Ekki var þó gefist upp, var næst leitað til Judoráðs Akureyrar, því menn vissu að þeir áttu eitthvað af gömlum dýnum, sem þeir voru hættir að nota. Akur- eyringar voru sérlega hjálp- samir, lánuðu hingað 11 dýnur. Þetta var allveg fyrirtak, svona í byrjun, æfingar gátu síðan hafist eftir verkfall B.S.R.B. Fyrst voru aðeins tvær æfingar í viku, eftir áramót var síðan þriðju æfinghnni bætt við, því menn voru í stöðugri framför, svo kröfurnar jukust. Um þetta leiti var judomönnum boðin innganga í U.M.F.S. og þáðu menn það með þökkum. Það þótti síðan við hæfi að stofna judodeild innan U.M.F.S. Stofnfundur var síðan hald- inn 7. mars. Fjölmennt var á fundinn, kosið var í stjórn, og ýmsar ákvarðanir teknar, þ.á.m. var ákveið að láta búa til veifu með merki judodeildarinnar á, merkið hannaði Einar Emilsson smiður. Mikill áhugi Skráðir félagar innan deildar- innar eru um 30 talsins, má það teljast bara nokkuð gott á ekki stærri stað. Myndast hefur nokkuð fastur kjarni, sem stundar æfingar reglulega. Af 30 skráðum félögum eru aðeins tvær ungar stúlkur, sem stunda Olís Dalvík Seljum Varta rafgeyma í bíla og báta. Margskonar Aquaseal þéttiefni á þök og veggi, smurolíur, brennsuolíur og margt fleira. ■B Olísumboðið Dalvík mrH Bliki h.f. sími 61431 þessa íþrótt hér í bæ. Gott væri ef kvenþjóðin bætti nú úr þessu, því allir geta æft judo, konur sem karlar, ungir sem aldnir, judo er hægt að æfa sem almenningsíþrótt þó judo sé yfirleitt útfærð sem keppnis- íþrótt. Tvisvar í vetur hafa meðlimir judodeildarinnar farið á mót, bæði mótin voru haldin á Akureyri. Hið fyrra rétt fyrir jól, kallað Ýlismót eftir gömlu mánaðarheiti. Keppendur frá Dalvík voru sex talsins, og stóðu sig bara vel, t.d. náði þjálf- ari judodeildarinnar, Brynjar Aðalsteinsson, að vinna til l. verðlauna í tröllaflokki. Seinna mótið var Akureyrarmót, haldið l. mars. Af 56 skráðum keppend- um kepptu 9 Dalvíkingar sem gestir. Fyrir okkur bar hæst sá árangur sem Börkur Ottósson náði í miðvigt. Þar var skipt í tvo riðla vegna fjölda þátt- takenda. Börkur vann alla í sínum riðli og komst þar með í úrslit. Glíman um gullverðlaun- in var nokkuð erfið fyrir Börk, þar sem andstæðingur hans var nokkuð stærri og þyngri. Þó náði Börkur tvívegis að skora „koka“ (3 stig) og dugði það honum til sigurs, því hinn hafði ekki náð að skora neitt. Af fimm glímum vann Börkur fjórar á „ippon“ (10 stig) og eina á koka, svo hann var vel að sigrinum kominn. Fleiri Dalvíkingar náðu ekki verðlaunasæti, en það má koma hér fram, að Órn V. Sverrisson náði 4. sæti í +70 kg. þyngdarflokki, sama árangri náði Jón D. Georgsson í +60 kg. þyngdarflokki. Aðrir stóðu sig samt mjög vel og eru upprenn- andi judomenn. J.D. - U.M.F.S. Framh. af forsíðu En markaðurinn? Hreinn bóndi er ekkert smeykur um að markaður verði ekki fyrir hendi. Gjarnan vildi hann hafa sem mestan markað hér á Dalvík, það gefur að skilja. Nú þegar hefur hann t.d. Víkurbakarí og eitthvað fleira þar, en vonandi bætast nýir kaupendur við fljót- lega. Þetta kemur allt með hægðinni. Dýragarður Að lokinni skoðun í hænsna- húsinu fer fréttamaður með föruneyti sínu að líta á annan búskap á Klaufabrekkum. Þáer röðin komin að Soffíu bónda Hreinsdóttur að leiða gesti í fjárhús (en fjósið gleymdist reyndar og er þó að sögn þess virði að skoða). í fjárhúsunum eru að sjálf- sögðu sauðkindur fyrst og fremst. En raðir þeirra blessuðu dýra hafa grisjast á Klaufabrekkum eins og víðar. En þar hafa menn bætt í skörðin með öðrum dýra- tegundum. Þania er hópur af geldneytum og parna í stíu eru 6 hestar. Og hvað er svo þarna í spili sem líkist kind en er þó ekki kind? Jú það eru auðvitað geiturnar hennar Soffíu 7 að tölu, 5 höðnur og tveir hafrar. Geiturnar eiga allar að vera með kiði, svo nú standa vonir til að hjörðin geti orðið ein 12-15 stykki á komandi sumri. Kannske maður fái bráðum að smakka á svarfdælskum geitaosti, gaman væri nú það. Já það er svei mér ekki kyrrstaðan og framtaksleysið á þessum bænum eins og hjá sumum okkar hinna. Þama er nú t.d. gróðurhúsið og þarna er vélaverkstæðið og hvað á svo að koma þama syðst, það er gmnnur að einhverri byggingu? Það reynist þá vera grunnurinn að framtíðarhúsi ungu hjón- anna Soffíu og Gunnlaugs, sem smátt og smátt eru að taka við „gamla búskapnum“ á bænum. Það á að koma einingahús frá Selfossi með vordögunum og síðan flutt í húsið um mitt sumar ef guð lofar. Það er uppörvandi að koma á þennan dalabæ, þar sem enginn uppgjafatónn er í mannskapn- um. Hreinn bóndi leiðir gesti til bíls og laumar tveimur eggja- bökkum inn í aftursætið. Þetta er fyrir bensíninu hugsar frétta- maður og þakkar kurteislega fyrir gjafir og góðar móttökur. Ekur síðan léttur í skapi niður í sveitina. Erla Jóna Jónsdóttir í geitakrónni. HVER ER MAÐURINN? Upplýsingar óskast. Sími 61218 NORÐURSLÓÐ - 7

x

Norðurslóð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.