Norðurslóð - 21.05.1985, Blaðsíða 4

Norðurslóð - 21.05.1985, Blaðsíða 4
Aldarminning Eiríkur Hjartarson fr 1. 6. 1885 - 4. 4. 1981 Gísli Kristjánsson. A morgni okkar aldar runnu straumar margra linda inn í vitund ungmenna og á vettvang starfanna. Hann Eiríkur Hjartarson í Uppsölum var 15 ára aldamótaárið og ekki síður en aðrir unglingar þeirra tíma næmur fyrir áhrifum frá lítt eða ekki kunnum fyrirbærum. Á meðal nýjunga, sem nýja öldin færði á almennan vettvang, voru frásagnir um hagnýtar orkulindir, sem þar voru teknar til nytja í þágu almennings en hér einungis þekktar af orðspori. Árin liðu. Heima í Uppsölum var verkahringur daglegra athafna tengdur búskap, en framsýnum unglingi litust aðrir vegir vænlegri til viðfangsefna ævilangt, en að erja þýft land með orfi og Ijá og safna þanig vetrarforða handa búfé og hirða það og hygla því til árlegra afurða. Með honum nærðist þó sú vitund, að góðu landi væri unnt að breyta til auðugra gróðurfars en þá ríkti í umhverfinu. Þess minnist höfundur þessa pistils, að sjötugur öldungur- inn, Eiríkur frá Uppsölum, tjáði að í æsku hafði hann öðlast þá vitneskju, að orðið holt í ís- lensku máli og norrænu hafi upprunalega verið skógur, og um það tjáði hann: ,,Þegar ég horfði af Uppsalahlaði yfir Hánefsstaðaholtin varð mér oft á að hugsa: Gaman væri nú að þarna yxi skógur eins og í fvrndinni og kannski hfur þá fyrndinni og kannski hefur þá nærst með mér sú ósk, að víst væri það verðugt verkefni að rækta þar trjágróður, sem gæfi holtinu sitt réttnefni á ný.“ - Vissu aðrir um viðhorf þín? spvr ég. - Líklega hefur svo verið. Það er stutt á milli Ölduhryggjar og Uppsala. Vilhjálmur Einarsson, sá þróttmikli athafnamaður, bjó í Ölduhrygg, en flutti að Bakka árið 1904. Það var rétt eftir að hann var kominn að Bakka er hann mæltist til þess að ég tæki að mér að flytja stóra birkihríslu úr Þverárgili og gróðursetja hana heima á Bakka. Þettagerði ég með mikilli ánægju, en hver urðu afdrif hennar á nýjum stað veit ég ekki, ég fór að heiman stuttu síðar og fylgdist ekki með viðgangi og velferð trésins." - En með þér hefur þó fram- vegis blundað áhuginn fyrir tæktun trjáa og runna, það sýna afrek þín þótt löngu síðar yrði að veruleika svo að eftirtekt vakti. - Já. Þegar ég var kominn í aðra heimsálfu opnuðust alveg nýir heimar í þessum efnum og ég reyndi að færa mér í nyt þekkingu á þeim sviðum, svona í hjáverkum. - En sleppum þvi viðhorfi í bili. Þú fórst að heiman þar sem bernsku- og æskusporin voru stigin og nú skyldi troða nýjar götur. - Já, hugurinn stóð til annarra hlutverka. Eg fór til smíðanáms um tíma. Árið 1909 lá leiðin vestur um haf. Á þessum árum voru uppi háværar raddir um nýtingu raforku fenginni úr afli fall- vatna hér á landi: þar streymdu auðævin fram engum til nytja og bæði eðlilegt og sjálfsagt að nýta þau, rétt eins og frændur okkar í Noregi gerðu. Með því mætti gera dimmu húsakynnin á Is- landi að björtum og hlýjum vistarverum innan dyra áhverju heimili, með því að breyta orkunni þar í ljós og yl. Eg hafði fengið töluverða innsýn í gagn- semi þessarar orkulindar, hvernig fallvötn sneru hverflum, er breyttu aðdráttarafli jarðar í nýja orku, sem flytja mætti um langvegu með vírum og breyta henni þar í ljós og hita. Hann Eiríkur afi minn hafði kynnt sér þessi fyrirbæri eftir bestu getu og ég fylgdist með. Hér voru stórir draumar á ferð og svo var bara að gera þá að veruleika. Tilgangurinn með förinni vestur var sá einn, að láta þá rætast eftir því sem unnt revndist. Á námstímanum vestra voru vinnudagar langir, rétt eins og almennt gerðist á þeim tímum. Bóknámið var stundað á kvöldin að loknum vinnudegi hins ver að loknum vinnudegi hins verk- lega þáttar, en hvorutveggja var auðvitað námsferill, sem lauk með viðunandi árangri. Að námi loknu sem rafvirki tóku við störf á faglega sviðinu og þá hitti Eiríkur unga stúlku, er reyndist frábær lífsföru- nautur hans sem eiginkona um langar og gæfuríkar samvistir. Valgerður Halldórsdóttir var af íslensku bergi brotin, fædd vestra, alin upp á bóndabæ í Norður-Dakóta, í íslensku and- rúmslofti heimilis foreldra hennar frá bernsku. Heim til ættlandsins „Ég þóttist vera ríkur þegar ég sté á land í Revkjavík árið 1918, með konu og þrjárdætur, en ég átti ekki grænan eyri“, sagði Eiríkur við mig einhverju sinni er ég heimsótti hann eftir að hann hafð búið á annan áratug í Laugardal og aukið barnahópinn verulega. Eiríkur var farinn úr heima- sveit fyrir mitt minni, en árið 1920 sá ég hann í fyrsta sinni þegar hann - eftir langa úti- vist - kom og heimsótti gamla kunningja og leiksystkini æsku- áranna á grannbæjum fornra slóða í dalnum. Þá hreifst ég af hug hans og orðræðum um framtíðardrauma og framtíðar- viðhorf og þegar ég svo hitti Eirík í Reykjavik, aldarfjórð- ungi síðar og kynntist honum talsvert, fann ég að við áttum samleið í mörgum viðhorfum. í Reykjavík tók Eiríkur strax til við þau hlutverk, er menntun hans hafði miðast við, en þau voru dreifð í fyrstu því að þá var vatnsvirkjun hér á frumstigi og komst ekki á teljandi skrið fyrr en Elliðaárnar voru virkjaðar og vírinn kom í borgina flytjandi þá orku sem nauðsynleg var til þess að lamparnir í ljósastæðum íbúðanna sendu frá sér það Ijós, er breytt gæti nótt í dag á vetrar- vökum í skammdeginu. Fáein hús höfðu áður fengið orku frá aflvélum, en árið 1920 skeði byltingin í höfuðstaðnum og þá varð meiri en nóg atvinna á sviði rafvæðingar- innar. Um þær mundir stofnaði Eiríkur - ásamt fleirum - fyrir- tækið Hiti og Ijós, en hvarf frá samstarfi þar eftir fá ár og hóf störf alveg á eigin vegum að öllu leyti sem verktaki og verslun með efni og tæki tilheyrandi faginu. Þeim hlutverkum sinnti hann svo með umfangsmiklum athöfnum jal'nan til ársins 1944 er hann seldi verslunina. Eftir það gegndi hann þó enn hlut- verkum á vissum fagsviðum, aðallega með umboð fyrir stór erlend fyrirtæki, er framleiddu og seldu vörur til búnaðar og notkunar á umræddum sviðum. Það yrði langur list ef rekja skyldi afrek iðnaðar og fag- mannsins á aldarfjórðungs skeiði við iðju og innlagnir rafbúnaðar, því að vafalaust voru það hundruð íbúða, þús- undir herbergja og þaðan af fleiri ljósastæði, sem meistarinn lagði leiðslur til og lamparnir hafa dreift birtu frá og gera það framvegis þegar stutt er á hnappana og þannig opnað fyrir innstreymi orkunnar frá fossum og fallvötnum. Af stærri verkum sem Eiríkur afgreiddi, má nefna Háskóla Islands, Sjómanna- skólann og Þjóðleikhúsið að nokkru. Afrek fagmannsins á þessum sviðum segja um langa framtíð sögu meistaraverkanna og löngu eftir ævidaga meistarans.Verkin lofa meistarann og varpa veru- leikans ljósi yfir drauma æsku- mannsins og framtíðarsýnir hans. r I Laugardal Búsetan í miðju Reykjavíkur- borgar skyldi ekki vera ævi- vistarsvæði fjölskyldunnar. Eftir II ára veru þar var flutt um set í nýbyggt hús, sem Eiríkur reisti í forarmýri, sem auðvitað var framræst rækilega. Þarna var guðsgræn jörð, sem líklegt var að mætti rækta og móta þar verksvið fyrir starfs- fúsar hendur fjölskyldunnar, er þá taldi 7 dætur og 1 son. Verkefni og athafnir á starfs- sviði fagmannsins voru ærin og næg til framfæris stórri fjöl- skyldu, en með því að komast á væna spildu þótt á votlendi væri, voru auðsæ viðhorf til landbóta og ræktunar nytja- jurta og runna og trjáa á gróður- beðum. Aldamótaljóðin hans Hannesar Hafsteins höfðu alla tíð blundað í innsta eðli Eiríks og í ríkum mæli nærst við dvölina vestan hafs undir lim- krónum veglegra viða og vöxtu- legra auk annars gróanda á þeirri slóð. „Menningin vex í lundi nýrra skóga.“ Það voru spádómsorð Hannesar og því ekki að birta hana - menninguna - í ljósi veruleikans á nýjum stað þar sem þá og síðan heitir Laugardalur. Valgerður, kona Eiríks, gat rakið rætur. ættar sinnar í Laugardal í Árnesþingi og þótti vel við eiga að það nafn yrði tengd hinu nýja landnámi fjöl- skyldunnar, það væri vottur um rækt við reit horfinna feðra og mæðra, rétt eins og hugur hús- bóndans leitaði oft í kyrrþey á æskuslóðir hans. Og þarna í Laugardal risu mannvirki með ólíkindum á fyrrverandi forar- mýri, er brátt varð frjósamt akurlendi. Auk íbúðarhússins risu gróðurhús og brátt uxu þar tré og runnar og svo blómjurtir og nytjajurtir undir gleri, í sól- reitum og á opnum beðum. Fræi var sáð, og upp af því spratt gróður ótal tegunda. Sumt af fræinu kom frá fjar- lægum löndum, jafnvel af hlý- viðrasvæðum svo að hugsanlega yrði gróður af því tagi vonar- peningur á svalri slóð hér í norðrinu, vonarpeningur, sem líklega mundi visna í sam- búðinni við íslenskt veðurfar. Sú varð raunin á stundum, en „maður varð að prófa“ sagði Eiríkur, þegar ræktun trjáa og runna í Laugardal var umræðu- efnj. Á vaxtar- og þroskaskeiði barnahópsins voru margar hendur að ræktunarstarfi, utan húss og undir gleri og árangur- inn varð svo veglegur að eftir- tekt vakti, enda þreifst þar sitthvað, sem almenningur ætlaði að hér gæti ekki gróið né vaxið. Auðvitað struku bitrir vornæðingar stundum um L augardal eins ogannarsstaðar, en nærfærnir fingur fjölskyld- unnar hlúðu að ungviðinu og birtu í ljósi veruleikans draum- sýnir æskuára föðurins. Þarna nærðist og óx því sá frumgróður, sem nú er stofn hins mikla parks (skemmtigarðs og grasgarðs) sem á okkar skeiði er veg- legsti reitur höfuðstaðarins. I Laugardal urðu æsku- draumar húsbóndans þannig að veruleika þegar samstillar hendur fjölskyldunnar og starfs- fúsar voru að verki og vænir viðir uxu svo að fagur dalur fylltist skógi. Hánefsstaðaskógur I upphagi þessa máls er um það getið, að í æsku hafi Eiríkur Hjartarson litið yfir Hánefs- staðaholtin af heimahlaði og þá vitað að í fyrndinni voru þar skóglendi. Skógur. Það nafn hreyfðist alla tíð í vitund og undirvitund athafnamannsins, sem ekki lét staðar numið fyrr en æsku- draumarnir voru orðnir að veru- leika. Hvað skyldi það annars hafa verið annað en draum- sýnir til framtíðarinnar, sem hreyfðu sig innra með nær sextugum manni, til þess að kaupa bújörð norður í landi - í fornri heimasveit? Ekki til þess að reisa þar bú og stunda jarðar- aftmt til framfæris á elliárum. „Eg hef alltaf haldið mest upp á heimasveitina“ skrifaði blaða- maður nokkur einhverju sinni og hafði orðrétt eftir Eiriki. Heima í Laugardal, í útjaðri Reykjavíkur, var friðsæld ríku- leg undir limi vöxtulegra trjáa en í daglegum athöfnum utan heimilis það mikill erill, að ætla mætti að sextugum manni væru næg verkefni á höndum til starf- rækslu, er hæfði því aldursstigi. En það var allt annað en værukærð í huga húsbóndans í Laugardal þegar hann réðst í að kaupa Hánefsstaði í Svarfaðar- dal er hún var föl árið 1944. Þar réði heill hugur og endurnæring æskudrauma kallaði til úrræða og athafna. Nú skyldi gamall draumur sýndur í ljósi veru- leikans. Nú skyldi gamla heitið holt verða réttnefni aftur. Og svo var tekið til óspilltra mál- anna og athafna. Fyrstu störfin að undir- í gróðurreitum og á opnum beðum, í skjóli belta trjáa og runna, uxu blóm og nytjajurtir nieð ágætum undir handleiðslu fjölskyldunnar í Laugardal. Á sólsælum reit, sunnan íbúðarhússins var fjölbreytt blómskrúð til augna- yndis og þreifst þar með ágætum við natni og alúð starfsfúsra handa fjölskyldunnar. Þar ríkti ræktunarmenning. 4 NORÐU RSLÓÐ

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.