Norðurslóð - 21.05.1985, Blaðsíða 8

Norðurslóð - 21.05.1985, Blaðsíða 8
Svarfdælsk byggð & bær Tímamót Skírn Þann 25. apríl, sumardaginn fyrsta, var skíröSony'fl. Foreldr- ar hennar eru Sigurgeir Jónsson málarameistari og Steinunn Kristín Hauksdóttir, Dalbraut 3, Dalvík. Andlát Þann 25. apríl lést Hjörtur Björnsson, vist- maður á Dalbæ, Dalvík. Hjörtur fæddist að Klippstað í Loðmundarfirði 12. desember 1907. Hann kvæntist árið 1943 Þóru Haralds- dóttur og bjuggu þau lengst af á Vökuvöllum við Akureyri, og við þann bæ kenndi Hjörtur sig síðan. Þau hjón eignuðust 3 börn. Hjörtur missti konu sína 1971 og flutti tveimur árum síðar að Grund í Svarfaðardal ásamt tveimur barna sinna, þar sem hann bjó þar til hann fór á Dalbæ, 1979. Hjörtur var jarðsunginn í Dalvíkurkirkju settur á Akureyri. 2. maí ogjarð- Samsöngur Þann 30. apríl var haldinn samsöngur þriggja kóra í Víkurröst á Dalvík. Húsið var fullskipað áheyrendum sem gerðu góðan róm að mjög fjölbrejttu og skemmtilegu prógrammi kóranna. Karlakór Dalvíkur, stjórnandi Antonia Ogonovsky. Samkór Dalvikur, stjórnandi Colin P. Virr. Kirkjukór Svarfdæla, stjórnandi Ólafur Tryggvason. Má ég kynna? Ráðinn hefur verið nýr forstjóri að Dalbæ, heimili aldraðra á Dalvík. Sá heitir Ólafur Braga- son Thóroddsen, kennari við Dalvíkurskóla, og öllum Dalvíkingum af góðu kunnur. Flann tekur við nýja starfinu 28. þessa mánaðar, en þá lætur Gunnar Bergmann af þvi starfi og mun a.m.k. næsta vetur verða kennari í Hrísey, sem og líka kona hans Sólveig Hjálmarsdóttir. Ólafur Thóroddsen erfæddur 25. júlí 1953 á Patreksfirði, sonur Braga Thóroddsens vega- verkstjóra og konu hans Þórdísar Haraldsdóttur frá Bakkafirði austur. Ólafur sótti barna- og unglingaskóla í heimabyggð, en var síðan einn vetur í Héraðsskólanum á Núpi í Dýrafirði. Síðan lá leiðin í M. A hvaðan hann útskrifaðist 1974. Þá innritaðist hann í Háskóla Islands í landafræði sem aðal- fag, en lagði ennfremur stund á sögu, einkum Islandssögu, svo og uppeldis- og kennslufræði. Hann lauk B. Sc. prófi í landafræði, þegar hann hafði lokið ritgerð sinni í faginu. Áður þ.e. 1980 var hann þó kominn hingað til Dalvíkur sem kennari við Dalvíkurskóla, þar sem hann hefur starfað síðan. Ólafur og Þóra ásamt Áka, elsta syni Kona Ólafs, uppgötvuð í M.A. er Þóra Ákadóttir Stefánssonar togaraskipstjóra á Akureyri, altsvo Svarfdælingur að hálfu. Hún er hjúkrunarkona á Heilsu- gæslustöðinni á Dalvík. Þau hjónin eiga 3 syni Áka, Braga og Egil, 10, 4 og 2 ára. Aðspurður um hugðarefni fyrir utan brauðstritið segist Ólafur hafa mikið yndi af ferðum úti í náttúrunni, ekki síst um fjöll og firnindi. Hann er nú formaður Björgunarsveitar Slysavarnarfélagsins á Dalvík en það starf tengist mikið ferða- lögum á öllum árstímum. Hann segist hlakka til að takast á við nýja starfið, það er hollt að breyta til við og við, kennslan hefur fallið honum vel og ekki síður samstarfið við kollega í skólanum. En sem sagt, það er gott að breyta til, kannske á hann þó afturkvæmt til gamla starfsins, hver veit? Norðurslóð óskar Ólafi vel- gengni í nýju starfi. Gluggasjóður Tjarnarkirkju Hér í blaðinu kom það fram nýlega, að sóknarnefnd Tjarnar- kirkju hefur ákveðið að láta gera glugga í norðurhlið kirkjunnar eftir teikningum Valgerðar Haf- stað. Þar var þess getið að meiningin væri að stofna sjóð og safna í til að kosta þetta verk. Sjóðurinn er nú stofnaður og þegar fayið að safnast ofurlítið i hann. Á dögunum fékk for- maður sóknarnefndar bréf með peningagjöf frá Önnu S. Snorra- dóttur ( Sigfússonar og Guðrúnar Jóhannesdóttur) Við leyfum okkur að birta glefsu úr bréfinu: „Nokkrar krónur fylgja í g/uggasjóðinn. Mig hefði langað til að leggja blóm á leiðiforeldra minna i dag, sumardaginn fyrsta, sem var brúðkaupsdagur þeirra, en þetta er miklu betra og égheld að þau gleðjist á himni sínum ef eitthvað miðar með þessafallegu glugga í gömlu kirkjuna. Ég held jafnvel að það mætti benda því fólki á, sem á sína nánustu í Tjarnarkirkjugarði, að tilvalið sé að minnast afmœla o.s.frv. með því að stuðla að uppkomu glugg- anna í stað blessaðra blómanna, sem visna svo fljótt. Þegar allir gluggar eru komnir upp er hœgt að snúa sér að blómagjöfum.“ Sóknarnefndir vill færa Önnu þakkir fyrir gjöfina og öðrum þeim, sem sýnt hafa kirkjunni ræktarsemi og vinarhug fyrr og síðar. Þess skal að lokum getið að þessir gluggar eru mjög dýrir og þurfa að greiðast fyrir lok þessa árs. Það væri því þakksamlega þegið ef fólk vildi láta eitthvað af hendi rakna fyrir þetta málefni. Sóknarnefnd Tjarnarkirkju skipa þessar konur: Sjgríður Hafstað Tjörn, Ástdís Óskars- dóttir Syðra-Holti og Kristín Klemenzdóttir Brekku. Vélasýning á Bílaverkstæðinu Laugardaginn 11. maí, einn af góðviðrisdögunum. sást flagga- röð á háum stöngum blakta í sunnanblænum niðri hjá Bila- verkstæði Dalvíkur. Þarna var á ferðinni kynningarsýning á tækjum og á framleiðsluvörum og stóðu að henni Bílaverkstæði og Véladeild KEA á Akurevri. Margir gestir lögðu leið sína til að skoða herlegheitin og þiggja kaffisopa og kexbita og rabba við náungann og sýna sig og sjá aðra þarna í sólinni og blíðunni. A.m.k. 300 manns komu þar að sögn verkstæðis- stjórans Gunnars Sigursteins- sonar. Útifyrir Verkstæðinu var raðað upp ýmsum landbúnaðar- tækjum svo sem nýjustugerðum tragtora og heyvinnuvéla, vel að merkja þeirra, sem Búvéladeild Sambandsins flytur inn og Véladeild KEAselurhérnyrðra. Ennfremur var þar til sýnis og prófunar nýr smábíll Opel Kadett, sem vafalaust á eftir að sjást víða í umferðinni á næstu árum. Inn í Bíladeildinni voru til sýnis og útskýringa nokkur athyglisverð tæki, sem verk- stæðið á nú í „vopnabúri" sínu. Þar skal nefna mótorstillinga- Mikio um ao vera a sýningunni. tæki mjög fullkomið, sem á að geta sýnt hvað eina, sem aflaga fer í mótor og gangverki bílsins. Ennfremur stýrisstillingartæki til að geta útilokað titring í stýri og verndað legur í hjólum og dekkastillitæki, sem kemur í veg fyrir óeðlilegt hjólbarðaslit o.s.frv. I Véladeildinni voru til sýnis tæki, sem framleidd eru í deildinni og flest tengjast fisk- vinnslu: Snyrtiborð fyrir frysti- hús úr ryðfríu stáli og áli, skoðunarborð fvrir saltfisk 0£ saltskúffu á lyítara, hvort- tveggja úr áli, og skreiðarpressa. Ennfremur voru til sýnis fóður- bretti fyrir refi mjög hentug og mjög ódýr að sögn loðdýrarækt- enda. Fleira var þarna að sjá, sem sannfærði gestinn um að þarna er þýðingar mikil þjónustustofnun, sem veitir atvinnu 25 manns og getur tekið að sér fjölbreytt verkefni fyrir bíla- og véla- eigendur til ómetanlegt öryggis atvinnuvegum hér til sjós og lands.

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.