Norðurslóð - 26.06.1985, Blaðsíða 6
Atvinna
Sparisjóður Svarfdæla óskar að ráða starfs-
mann.
Umsóknir skulu sendar til sparisjóðsstjóra
fyrir 1. júlí 1985. _
gg Sparisjóóur Svarfdœla ■ Dalvík
Frá bæjarsjóði Dalvíkur:
Síðasti eindagi fasteignagjalda 1985, er 5.
júlí n.k. Að þeim tíma loknum verða ógreidd
álögð fasteignagjöld send lögfræðingi til
innheimtu.
Vinsamlega gerið skil og komist hjá óþarfa
innheimtukostnaði.
Bæjarsjóður Dalvikur.
!■ ranih. al l'orss.
tímabil verksmiójunnar, þegar
þetta kemst allt í gang, sem
vonandi verður síöitr á þessu
ári. Lilrarniðursuöa er nú rnjög
á dagskrá og mikið áhugamál
hjá Sölustolnun lagmetis og
lleirum, enda ererlendi markað-
urinn l'yrir þessa vöru (niður-
soðin liiur mínus 309c al lýsinu)
mjög góður og vaxandi um
þessar rnundir.
Umfang starfseminnar
Eins og er þá eru lramleiddar ca
1000 einingar á dag. (dósir og
krakkur) en lokunar\él fyrir-
tækisins gæti annað lbOOO
einingum á dag el' út í það væri
tariö. Nú um stundir vinna
þarna þetta 4-6 manns. Attur á
móti þegar liírarniðursuðan
kemst í gang gætu aiköst orðið
5-8000 einingar á dag og þyrltu
þá trúlega 7-I0 manna staríslið.
Hins\egar gæti reksturinn borið
sig vel þótt Iramleiðslan yrði
minni, jafnvel myndi 3500-4000
eininga tramleiðsla geta tryggt
ágæta afkoniu.
Eru þetta ekki
skýjaborgir?
Nei. þetta telur Jón alls engar
skýjaborgir enda eru allar
áætlanir grund\allaöar á álits-
gerðum Irá \irtum opinberum
stolnunum. Rannsóknarstolnun
fiskiðnaðarins og Sölustolnun
lagmetis.
Nei nei. segir lorstjórinn með
sannlæringars\ ip. Auðvitað er
ég bjartsýnismaður. annars væri
ég löngu uppgelinn. en þetta er
byggt á raunsæi og hlýtur að
heppnast.
Norðurslóö lætur í ljós þá ósk
að þær vonir verði sér ekki til
skammar. enda er hér um að
ræða nytsemdarf'yrirtæki, sem
byggir á grund\allarat\ innu\egi
Dahíkur og skiptir niiklu máli
að öll slík viðleitni lái staðist.
Feluvísur Eiríks í Uppsölum
Skemmtilegt rannsóknarefni
í síðasta jólablaði birtum við
allan bæjarvísuvísnabálk Eiríks
í Uppsölum (Prjóna-Eiríks). Við
létum þess getið að handritið,
sem eftir var iarið, væri augljós-
lega gallað og væri því örugglega
meira eða minna af villum eins
og það birtist í blaðinu. Jafn-
framt mæltumst við til þess, að
þeir, sem kynnu að vita meira
um bæjarvísurnar eða hefðu í
fórum sínum betri eintök af
þeim heldur en það, sem
Freylaug Eiðsdóttir sendi blað-
inu, létu til sín heyra.
Það reyndist líka svo að fleiri
uppskriftir af þessum merkilegu
bæjarvísum eru á sveimi hér og
þar. Pálmi Jóhannssor. frá Búr-
felli bifvélavirki og fræðavinur á
Dalvík hringdi og kvaðst eiga
eina uppskrift. I ljós kom að
þetta var að mörgu leyti betra
plagg heldur en það, sem birt
var. þar er augsýnilega margt
réttar skráð og verður skiljan-
legt eitt og annað, sem óskiljan-
legt var áður. Ennfremur fylgja í
uppskrift P.J. lausnir á flestum
felunöfnunum. bæði nafn bónda
(og föðurnafn) svo og bæjar-
nafnið.
Fyrir fáum dögum kom svo
upp. úr kassa með blaðadóti á
Söklcu eitt ljómandi fallegt
einta'k af bændavísunum, snyrti-
lega vélritað og innbundið í
smákompu. Þar eru einnig
lausnir á felunöfnunum.
I stuttu máli má segja, að nú
sé að verða nokkuð ljóst hvernig
þau eru hugsuð af höfundinum
með fáeinum undantekningum
þó því enn eru einhverjar
skekkjur að þvælast innanum.
Annars er það að segja um
þennan vísnabálk, 95 vísur, að
því oftar sem maður lítur i hann
því betur sér maður, hvað
bráðskemmtilegt efni þetta er og
prýðilega gerðar margar vísur-
nar. Það skal endurtekið og nú í
alvöru, sem sagt var í gamni í
jólablaðinu, að þessi bragur er
hið merkilegasta rannsóknar-
efni bæði sem gátugerðaríþrótt,
sagnfræði og bókmenntir.
Það væri t.d. upplagt fyrir
einhvern svarfdælskan náms-
mann, sem á að skrifa og leggja
fram ritgerð til prófs, að velja sér
þetta viðfangsefni. Þar kæmi
m.a. til að skýra felunöfnin og
gera einnig grein fyrir kenning-
unum, sem úir og grúir af í
vísunum, kvenkenningum, for-
manna kenningum, sjávar-
kenningum og fleiru og fleiru.
Líka væri gaman að skoða og
flokka bændanöfnin.
Það kemur sjálfsagt engum á
óvart að Jónarnir (Nóarnir)
voru margir. En að þeir hefðu
verið 31,182% af öllum bænda-
hópnum hefði fæsta grunað.
Það voru þeir samt eða 29 af 93.
Fyrr má nú vera einstrengings-
hátturinn.
Að lokum skal drepið á 2
vísur nánast valdar af handahófi
Vissi einhver að það hefði verið
mannabústaður á milli Brekku
og Brekkukots? Það var reyndar
smákot þar, þegar Eiríkur kvað
braginn. Vísa númer 69 hljóðar
svo:
Frosta bekkjar boli nú
Bessi ráðið getur.
Yrkir sína ómafrú
öðrum mörgum betur.
Bekkpr er sama sem lækur,
frostabekkur er kaldalækur.
Bolur (flíkin) er sama sem kot.
Frostabekkjarbolur er því
Kaldalœkjarkot og bóndinn hét
Björn (Bessi) Björn í Kalda-
lækjarkoti, og hann yrkir jörð
sína, óma frú, betur en margir
aðrir, enda hefur hún líklega
verið heldur smá. Þetta vissu
þeir ekki sem sömdu Svarf-
dælingaritið, því þar er Kalda-
lækjarkot ekki nefnt á nafn og
var þó í byggð a.m.k. árið 1852,
þegar Eiríkur orti bæjar-
vísurnar.
Þar sem báran beljar við
brúði Þundar - glaður
Hlóðar notar haglendið,
hann er og formaður.
Þetta sýnist okkur vera hinn
besti kveðskapur. Þundurereitt
heiti Óðins. Brúður Óðins var
Jörðin. Þar sem báran beljar við
land heitir Brimnes. Hlóðar er
cilt iil þessu stiihii iiglimölnum
Eiríks. Ð er sama sem D og þá
fáum við Haldór út úr ruglinu.
Sem sé llalldói á Brimnesi. sem
er bæði bóndi og formaður á
bát. Og auk þess er hann
gleðimaður.
Og því segum við það enn á
ný: Feluvísurnar hans Prjóna-
Eiríks eru rannsóknarefni jafn-
vel fyrir doktorsritgerð.
•' V ■LjjsSZrL, .w,
WM Hvert sem þú ferð eru niðursuðuvörumar M
okkar ómissandi. Við bjóðum þér t.d.
kindakjöt í karry, nautasmásteik og saxbauta. n
Okkar vörur fást í öllum betri verslunum =
- hvar sem þær eru. \
Kjötiðnaðarstöð KEA |
Akureyri
Frá sóknarnefnd Urðarkirkju
Ákveðiö hefur verið að geraviðglugga kirkjunn-
ar og mun það óhjákvæmilega hafa mikinn
kostnað í för með sér. En þar sem sóknargjöld
gera ekki meira en að standa undir venjulegum
útgjöldum, verður að leita annarra leiða um fjár-
öflun.
í fámennri kirkjusókn erekki um margarleiðirað
velja. Sóknarnefndin hefur því ákveðið að leita til
fólks í Urðasókn um stuðning og treystir því að
safnaðarfólkið og aðrirvelunnararkirkjunnarláti
eitthvað af hendi rakna.
í desember bárust kirkjunni peningagjafir til
samans um kr. 5000 frá heimilisfólki á Atlastöð-
um, á Urðum og frá Helga Símonarsyni á Þverá.
Sóknarnefndin þakkar þessar gjafir og fyrirfram
einnig þær, sem í vændum eru.
Sóknarnefnd Urðakirkju.
Samstarf í lok kvennaáratugar S.þ.
Konur á Akureyri
og við Eyjafjörð
Við efnum til ijóða- og smásagnasamkeppni.
Þátttaka er heimil öllum konum sem búa við
Eyjaförð. Góð verðlaun verða veitt. Skilafrestur
er til 15. september n.k. og úrslit verða kynnt 24.
október. Verkin skulu merkt dulnefni og nafn
höfundar fylgja í lokuðu umslagi. Ragnhildur
Bragad., Þórunnarstr. 132, Ak., veitir þeim við-
töku og gefur nánari upplýsingar í síma 2 57 98.
Bókmenntahópur.
6 - NORÐURSLÓÐ