Norðurslóð - 26.06.1985, Page 7

Norðurslóð - 26.06.1985, Page 7
Framh. af bls. 2 í einni útgáfu sögunnar (í Þjóðtrú og þjöóðsögnum), hótar Hálfdán því að vígja bjargið, ef vættirnir vilji ekki leiða fram konuna og bendir það til þess að menn hafi talið þennan hluta Múlans vera óvígðan, þ.e. eins konar „Heiðnabjarg“, sem var reserverað fyrir illar vættir og ókristnar vættir, en slíkir staðir eru vel þekktir í öllum meiri háttar fuglabjörgum og sig- björgum landsins. Bygðist til- vera þeirra á þeirri viðurkenndu staðreynd, „að einhversstaðar þurfa vondir að vera“, eins og einn þessara bergvætta er látinn segja við Guðmund góða er hann vígði Drangey ( eða Grímsey). Það var ekkert keppi- kefli, og hefur heldur naumast verið talið æskilegt, að útrýma þessum vættum, heldur gilti að einangra þá í vissum hlutum bjargsins, skilja á milli þeirra ríkis og ríkismanna. I „heiðnu- bergin" var ekki sigið, fyrr en e.t.v. nú á síðustu árum. Hér má einnig minna á sögn eina af Þorvaldi skáldi á Sauða- nesi, sem birt er í Þjóðsögnum og munnmœlum J. Þorkelssonar, bls. 345. Segir þar, aðÞorvaldur hafi deilt um selveiði í Vogunum norðan i Olafsfjarðarmúla við nágranna sína í Sauðakoti, og ætlað að steypa björgunum niður yfir vogana með kunnáttu sinni. Þegar hann er á leiðinni úteftir til að framkvæma þetta, sofnar hann og dreymir að stórskorinn maður kemur að- vífandi og segir honum með þjósti, að láta af þessari fyrir- ætlan. Er þá sagt að Þorvaldur kvæði vísu þessa: Þótt fjöllin geti ég fært úr stað, fyrir vísu og kvæði, mig girnir ei að gera það, nema guð minn leyfis bæði. Frægðarför á Tungnahrygg „Til fjallanna líður löngun mín“ í sambandi við sumaráætlun Ferðafélagsins birtum við hér myndir úr óvenjulegri ferð, sem farin var á Tungnahrygg síðast- liðið sumar í júlíbyrjun. Þá lögðu 4 bræður frá Bakka á hesta sína og riðu fram í Skíðadalsbotn. Teymdu síðan lákana eins og leið iiggur upp úr Almenningsbotninum ígegnum Svarfdælaskarð og yfir Deildar- hrygg og niður á Tungnahryggs- jökul eystri. Riðu síðan yfir jökulinn bak við Steingríms- hnjúk og að Tungnahryggs- skála. Þar dvoldu þeir skamma stund í glampandi sumarveðri. Þótti þeim Ijallahringurinn fagur og gott að koma í skála Fcrðafélagsins og drekka rjúk- andi kókómaltið. Altur á móti munu hestarnir hafa búið við magran kost, því lítill er gróðurinn þarna í 1250 metra hæð, varla svo að þar sé að hafa korn upp í nef á snjótittl- ingi. Þeir bræður riðu síðan sömu leið til baka og voru ekki nema svo sem 10-12 tíma í leiðangrin- um frá Stekkjarhúsum og til baka þangað aftur. Létu þeir hið besta al ferðinni og vilja kanna fleiri hestaleiðir með Tungnahryggsskála sem viö- komustað. Hyggjast þá hafá mcð sér heytuggu í poka fyrir þarfasta þjóninn. Þessir ótrauðu hesta- og Ijallamenn voru Vilhjálmur, Baldur, Friðrik og Torfi Þórarinssynir. tjörn, fararstjóri Valdemar Bragason. Göngugarpar geta gengið íjallaleið inn á Látra- strönd og gist yfir nótt I skip- brotsmannaskýli. 10. ágúst, laugardagur. Lauf- létt gönguferð um Hánefsstaða- og Hofsárskóga með grasa- fræðilegu ívafi. Fararstjóri Hjörtur E. Þórarinsson. Á Tungnahryggsjökli - Steingrímshnjúkur til vinstri. - I.jósm. Baldur. Sumaráætlun F.F.Sv. Stjórn Ferðafélags Svarfdæla hefur samið ferðaáætlun sum- arsins og er hún á þessa leið: 29. júní, Göngudagur fjöl- skyldunnar Ungmennafélagið Þorstcinn Svörfuður hyggst standa fyrir gönguferð um kvöldið upp að Skriðukots- vatni. Lagt verður af stað frá Hofsárkoti og fararstjóri er Gunnsteinn Þorgilsson. Ferðafélaginu er boðin þátt- taka í þessari ferð og hvetur félaga til að koma með og sjá þennan fáfarna stað. 14. júlí, sunnudagur. Göngu- ferð frá Stekkjarhúsum að Við skála Ferðafélagsins. Stafni í Skíðadal. Skoðaðar gamlar rústir. Farið af stað upp 27. júlí, laugardagur. Ökuferó úr hádegi. Fararstjóri Hjörtur um Leirdalsheiði I Fjörður. E. Þórarinsson. Leiðsögumaður Sverrir á Lóma- 24.-25. ágúst, laugar- og sunnudagur. Gönguferð á Tungnahrygg. Farið á bíl að Baugaseli í Barkárdal. Gengið þaðan og gist í Tungnahryggs- skála. Gengið næsta dag niður í Skíðadal. Fararstjóri Jón Baldvinsson. Allt eru þetta bráðskemmti- legar ferðir og allir velkomnir að slást í förina. Gjörið þið svo vcl. Stjórn F.F.Svd. Aðrir segja þó að hann kvæði þetta, er menn báðu hann að kveða burt Stólinn í Svarfaðar- dal, því mönnum fannst fjallið skyggja nokkuð á byggðina. Það er vel við hæfi að enda þessar frásagnir og vangaveltur um landvætti á Dalíík og nágrenni, með þessari merku vísu Þorvaldar, sem á einkenni- lega vel við um nútímann. Við mannverur þykjumst nú ráða yfir þeirri tœkni, að við getum í bókstaflegum skilningi flutt fjöll úr stað, en væri það ekki skynsamlegra að ráðgast fyrst um það við guð okkar og þá íbúa góða eða vonda, landvœttina (huldufólk, álfa og tröll), sem búið hafa með okkur í landinu í þúsund ár, og hver veit hvaðlengi áður. *Steingrímur Þorsteinsson segir þetta ekki rétt, og sé hurðin enn við lýði þótt hún kunni að hafa minnkað eitthvað í jarð- skjálftunum. Endir SUMARFERÐ Svarfdælingasamtakanna í Reykjavík verðurfarin, ef næg þátttaka fæst, föstudaginn 12. júlíkl. 8s.d.frá Umferðamiðstöðinni (að austan). Ekið um kvöldið að Ásaskóla í Gnúpverjahreppi og þar gist. Laugardaginn 13. júli: Fjallabaksleið nyrðri - Landmannalaugar- Eldgjá, að Kirkjubæjarklaustri. Sunnudaginn 14. júlí: Ekið heimleiðis. Viðkomustaðir: Hjörleifs- höfði - Dyrhóley og víðar eftir ástæðum. Pöntun farseðla dagana 2. og 3. júlí í síma 45241 hjá Sólveigu Sveinsdóttur eftir kl. 6 e.h. Ferðanefndin. Frá Dalvíkurskóla Við Dalvíkurskólaverðurboðið upp áframhalds- nám eins og undanfarin ár. Um er að ræða 1. ár framhaldsnáms á eftirfarandi brautum, sam- kvæmt „Námsskráfyrirframhaldsnám á Norður- landi:“ Viðskiptabraut Uppeldisbraut Heilsugæslubraut Fiskvinnslubraut Iðnbraut Almenn bóknámsbraut Auk þess er starfrækt skipstjórnarbraut við skólann (sjá grein um skólaslit). Umsóknarfrestur um nám í framhaldsdeild ertil 10. júlí. Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 61665 ( á kvöldin). Skólastjóri Kvenfélagið Tilraun auglýsir Alla sunnudaga í ágúst verður kaffisala hjá kven- félaginu Tilraun í Svarfaðardal í veitingaskála félagsins við Tungurétt. Kaffisalan verður frá kl. 14-17 þessa daga. Tilvalinn áningastaður á litla hringveginum í dalnum. Kvenfélagið VÉLSTJÓRI Vélstjóra með réttindi til vélstjórnar á 2.100 h.a. vél eða meira, vantar á b/v Björgúlf E.A. 312. Upplýsingar í síma 6 16 66. Útgerðarfélag Dalvíkinga h.f. Frá bæjarsjóði Dalvíkur: Síðasti eindagi fyrirframgreiðslu útsvars og aðstöðugjalda er 5. júlí n.k. Vinsamlega gerið skil og komist hjá óþarfa innheimtukostnaði. Bæjarsjóður Dalvíkur. MÖTUNEYTI - AÐSTOÐ Næsta skólaár er laust aðstoðarmannsstarf í mötuneyti Húsabakkaskóla. Um fullt starf er að ræða. Nánari upplýsingar gefur formaður skólanefnd- ar, Guðrún Lárusdóttir, Þverá í Svarfaðardal í síma 61541. Húsabakkaskóli NORÐURSLÓÐ - 7

x

Norðurslóð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.