Norðurslóð - 26.06.1985, Blaðsíða 8

Norðurslóð - 26.06.1985, Blaðsíða 8
Svarfdælsk byggð & bær Má ég kynna? Tímamót Skírnir Þann 16. júní var skírö Emma Björg. Foreldrar hennar eru Asdís Gunnarsdóttir, lóstra, og Eyjóll'ur Sigurðsson, bíl- stjóri, Sunnubraut 5 Dalvík. Þann 22. júní \ar skírður Baldvin Freyr. Foreldrar hans eru Valgerður Gylladóttir og Sigurjón Hermann Herbertsson. verkamaður. Hjarðarslóð lb Dal\ ík. Brúðkaup Þann 25. maí voru gelin saman í hjónaband BjörnBúrdarson. raívirki, og Jóhanna Krislín Óskarsdóttir. skrilstolu maður, Hjarðarslóð 2e Dalvík. 22. júní \oru gelin sarnan í hjónaband Sigurjón Hermann Herbertsson. verkamaðurog I algeróur Gylfadóttir. Hjarðar- slóð I b Dalvík. Fermingarbörn í Vallarkirkju á hvítasunnu. F.v. fremsta röð: Inga Dóra Jarðbrú, Elín Hofsárkoti, Saga Ingvörum. Miðröð: Alfreð Hánefsstöðum, Sveinborg Þverá, Hlyni Hofsá. Aftasta röð:Sólveig Brautarhóli, séra Jón Helgi, Helgi Þverá, Erla Jóna Klaufabrekkunt. - Ljósm. S. H. 25 ára fermingarbörn úr Upsasókn. Fremri röð: Ingigerður Snorra- dóttir, Þórunn Þorgilsdóttir, Gréta Arngrímsdóttir, Jóhann Daníelsson (fengin að láni), Sesselja Antonsdóttir, Snjólaug Aðalsteinsdóttir. Aftari röð: Karl Kristinsson, Gunnar Stefánsson, Sigtryggur Jóhannsson, Jóhann Antonsson, Valur Harðarson, Gunnar Jónsson, Baldur Friðleifsson. Til lesenda Með útkomu þessa blaðs jer Norðurslóð í sitt árlega sumarjrí, að vísu ekki tilsólarlanda, held- ur í heyskap ogjisk ej að líkum lœlur. Við óskum öllum lesendum góðs og só/ríks sumars. Hittumst heil og sœl í september. Útgefendur Einn þeirra embættismanna á Dalvík sent ntargur maður þarf aö eiga skipti \ iö er skrilstoi'u- stjóri Ú.K.E.D. Frá l.júníhel'ur nýr maður setið í þeirn stóli og skal hann kynntur hér stuttlega. Ásmundur Jónsson heitir hann, fæddur 23. sept. 1960 og er Esklirðingur í húð og hár. Þar ólst hann upp gekk í skóla og tók gagnfræðapróf. Þaðan lá leiðin í Samvinnuskólann í Bifröst, hvaðan hann útskrifað- ist 1978. Þá fór hann í fram- haldsdeild þess skóla í Reykja- \ík og útskrilaðist sem sam- vinnustúdent 1980. Þá tók við starfið og liann réðst sem skrifstofumaður við Lífeyrissjóð starfsmanna SÍS þar sem liann vann uns hann lluttist hingað nú í vor. Ásmundur er tjölskyldumað- ur. Konan er Helga Skúladóttir Þorsteinssonar kennara á Laug- um í Reykjadal. 4 ára dóttir þeirra heitir Berglaug. Áhugamál auk starfsins? Mikill áhugi á íþróttum t.d. handbolta s\o og hverskonar ungmennafélagsstarfsemi og jafnvel pólitík. Mikið gaman al bridge. Hjónin hyggja gott til starfs- ins hér, ætluðu sér alltal að hverfa út á land og eru ákveðin að láta sér líka vel hér. Norðurslóð býður ljölskyld- una velkomna og árnar þeim heilla. Vegaframkvæmdir ’85 Akureyrarleiðin í alklæðnaði Blaðið átti stutt símtal við umdæmisverkfræðing (iuðmund Svafarsson á Akureyri og innti hann eftir helstu vegafram- kvæmdum í nágrenninu á þessu sumri. Guömundur nefndi l'yrst þá framkvæmdina, sem okkur hér útfirðingum mun þykja gleði- legust en það er lúkning á „klæðningu" á vegi nr. 82 milli Akureyrar og Dalvíkur. í þetta verk var á vegaáætlun kr. 10,1 milljón, en nokkuð af þeirri upphæð fór í að greiða skuld á þessum vegi frá í fyrra. Lögð var klæðning á allan kallann frá Þorvaldsdalsá að Hálsá. Eins og llestir vita þá er klæðningin, þ.e. bundna slit- lagið sctt á í tveimur lotum og líður gjarnan nokkur tími á milli. Á ca. þriggja km kafla l'rá Krossum upp á miöjan háls var nú lögð fyrri klæðningin en seinni klæðning báðu mcgin við. Síðan er áformað að leggja síðari klæðningu á miðstykkið fyrir haustið. Ekki er þó þessari vegafram- kvæmd að lullu lokið, þ\ í eftir er að ganga frá köntum sá í jarð- vegssár, girða ogslétta út námu- stæði o.s.frv. all rnikið verk, sem unnið verður á næsta ári og eru á áætlun kr. 5 milljónir til þess verks. Aðalatriðið er þó að nú cr komið bundið slitlag á alla leið- ina Dalvík - Akureyri, alklæðn- aður eins og sagt var í gamla daga, og segi svo hver sem til þess hel'ur samvisku, að ekkert gott gerist á þessum síðustu og verstu tímum. Það á a.m.k. ekki við um vegamál. Ó-vegurinn mikli Þá er á áætlun á þessu ári 5 milljón krónur til byrjunar- framkvæmda við jarðgöng í gegnum Múlann, Þetta fé verður notað til að hreinsa allt laust elni lrá báöuni fyrirhuguðum opum allt inn í fast berg. Enn- fremur til að ganga frá gerð vinnuplana. Sjálf gangagerðin hefst samt ekki fyrr en 1987 og þó ekki af fullri alvöru fyrr en árin 88-90. Göngin verða 3,2 km frá lólugjá Eyjaljarðarmegin að Kúhagagili Ólalsljarðarmegin. Þeim hallar í heild um 2,5% frá Eyjalirði til Ólafsíjarðar og einhver kryppa verður á þeim (upp á við) nálægt opinu Eyjafjarðarmegin. Að lokum skal þess getið að unnið verður við nýjan Hjalt- eyrarveg frá Skriðulandi niðurá Bakkaveg, 2,1 krn. Verkið hefur verið boðið út og var lægsta tilboð 58,5% af áætluðu kostnaðarverði. í þetta verk eru til 2,3 milljónir. Ennfremur er áætlað að lagfæra á Möðru- vallavegi í námunda við Þrastar- hól fyrir 0,8 milljónir. 17. júní hátíðahöld Aðalhátíðin fór fram við Ráðhúsið í blíðveðri. Ávarp fjallkonunnar flutti Lovísa María Sigurgeirsdóttir. Ræðu hélt séra Jón Helgi. Stuðmaður Valgeir Guðjónsson skemmti og verðlaun voru afhent sigurvegurunum í víðavangshlaupi. (Sjá rnyndir.) Tívólí fyrir börnin var neðan kirkjunnar og á íþróttavellinum fóru fram hestaíþróttir. Allt vel lukkað i alla staði. Verlaunahafar úr hlaupinu. F.v.: Snjólaug Árnadóttir, Sigurbjörg Karlsdóttir sem vann hlaupið r sextánda sinn, Bryndís Brynjars- dóttir. Til vinstri verðlaunaafhending vcgna 17. júní hlaups.

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.