Norðurslóð - 29.10.1985, Qupperneq 2
NORÐURSLÓÐ
Útgefendur og ábyrgðarmenn:
Hjörtur E. Þórarinsson, Tjörn Svarfaðardal
Jóhann Antonsson, Dalvik
Afgreiðsla og innheimta:SigríðurHafstað, Tjörn
Sími 96-61555
Ljósmyndari: Rögnvaldur Sk. Friðbjörnsson
Prentun: Prentsmiöja Björns Jónssonar
Heill forseta vorum...
Embætti forseta íslaruis er og á aö vera einingartákn. Um
þessa fullyrðingu er sæmileg sátt meö þjóöinni. Aösjálfsögðu
hefur fólk skipst í hópa þegar valið hefur veriö milli persóna
til þessa embættis. En flokkadráttum lýkur alltaf þegar kjöriö
er afstaðiö. Úrslit þeirra kosninga sem fram liafa fariö til
þessa eru án efa afleiöing umræöu og gerjunar í þjóðfélaginu
á þeim tíma sem þær eru háöar. hannig má segja aö þeir sem
kjiirnir hafa veriö (il embætisins séu fulltrúar þeirra
menningar- og félagsstrauma, scm um þjóðfélagið hafa leikiö
á hverjum tíma. Þv í er ekki aö undra þótt þær persónur sem
gegnt hafa emhætinu þyki í mörgu ólíkar. Sameiginlegt eiga
þær þó allar aö hafa gegnt starfi sínu af stakri prýöi.
Núverandi forseti er glæsilegur fulltrúi þjóöarinnar. Stolt
höfum viö lylgst meö frammistööu hennar í þeim opinberum
heimsóknum sem luin liefur fariö i sinni emhættistiö.
Skemmst er aö minnast velheppnaöra feröa til Spánar og
Hollands. Sú athygli sem ferö hennar vakli í hvoru þessara
landa beindist ekki aöeins aö íslandi sem menningarheild,
heldur var tækifæriö nýtt til aö vekja athygli á því, sem við
liöfum öðrum aö hjóöa í viöskiptum. Þannig má segja aö i
raun sé núverandi forseti slyngasti sölumaöur íslenskrar
framleiðslu sem v iö eigum. Þó feröir hennar hafi verið nýttar í
viöskiptalegum tilgangi hefur þaö í engu spillt fyrir glæsilegri
frammistööu forsetans. Slíkt er vissulega vandmeöfariö og
sýnir \el hæfni \ igdísar Einnhogadóttur í embætti.
Ekki er aö efa, aö kjör Vigdísar Finnbogadóttur til þjóö-
höföingja áriö 1980 var m.a. í samhengi viö umræöu um
stööu kvenna í þjóöfélaginu. Imræðu sem varö mun
almennari eftir kvennafrídaginn svokallaöa 1975. í Ijósi þessa
er óskiljanleg sú vanhugsaöa krafa sem framkvæmdavaldiö
geröi til Vigdísar um emhættisverk á 10 ára afmælisdegi
kvennafndags nú á dögununi. Framkvæmdavaldiö var meö
reglugeröirnar meö sér og hugöist beita þeim gegn persónu-
legri reisn þjóöhöföingjans. Sem betur ler kom ekki til þess.
Hérskal látin sú von uppi aö framkvænulasaldiö vandi betur
samskipti sín við þjóðhöföingjann en þetta dæmi sýnir.
J.A.
Dalvíkingur fyrst og fremst
og Svarfdælingur þar að auki
í þættinum „Mér er spurn" í Norðurslóð - nánar í svari við spurn-
ingu Hjörtínu, kemur ýmislegt fram viðvíkjandi Dalvík og Dalvík-
ingum. Mig langar til að fjalla svolítið um þetta hér á eftir og reyna
að finna rök fyrir því hversvegna ég er að fetta fingur út í þetta. Ég
tek fram að ég nota nafnidSvarfdœlingur eins og ég hef alltaf gert en
ég veit um það sjónarmið að Svarfdœlir séu sveitarmenn, en Svarf-
dælingar yfir allt hérað.
Það fer ekkert á milli mála að
ég er Dalvíkingur, fæddist á
Dalvík áður en Dalvíkingar
hættu að fæðast þar og hef verið
þar búsett alla æfi, ekkert val
um fegurö eða átthagaást.
Áöur en ég held lengra, ætla
ég að koma meö smá sýnishorn
úr dagbókinni hans afa.
28. ágúst 1892 skrifar Jóhann
Jónsson bóndi á Ytra-Hvarfi í
dagbók sína:........engin beita
Jcesl, ekkert róió hér af dalvík.
27. október 1892 .... Fáir
hajá róid, santt hejúr alla daga
verid hér af dalnum róió af
einhverjum, svo heita má að úr
veiðistöðinni haji verið róið til
Jiskjar rúmhelga daga alla,
samjleytt 24 róðra, mun slíkt
fágætt hér úr Svarjaðardalsvík.
28. október 1892 .... Pálljör
ofan með hesta 3, sótti Jisk
Sveinn og Nonni heima.. . .Jór
hríð versnandi, allir sjómenn
gengu heim.
5. nóvember 1892 .... aj'li
góður 3 daga, sléttir bátar og
kippað, Jór Nonni oján ogjleiri
sem heima hajá verið".
Svarfaðardalsvík lífæðSvarí-
dælinga dalvík í styttu máli þá,
Dalvík síðar og áfram hluti af
Svarfaðardal, eins og til dæmis
Eyjafjörður af Norðurlandi og
Norðurland af íslandi, og gæti
ég verið í öllum þeim samtökum
sem kenna sig við þessa staði.
Ég er Dalvíkingur fyrst og
fremst og Svarfdælingur þar að
auki og svo framvegis.
Við Dalvíkingar megum vera
þakklátir fyrir þá þróun sem
varð á nafninu, aö lokum varð d
að D og forðaði okkur frá að
verða Böggvisstaðasendingar
eða Svarfaðardalsvíkingar. Eg,
að minnsta kosti er ánægð með
að vera Dalvíkingur og þarf
ekki vegna fegurðar dalsins að
kenna mig við hann frekar en
það sem inni felst í Dalvíkur-
nafninu. Erekki Svarfaðardalur
fagur vegna umhverfis síns,
meðal annars svo sem Ijallanna?
Ég veit ekki betur en að Dalvík
eigi þessa fegurð líka og þurfi
ekki aö biðja um hana. Dalvík
er aö komast af táningsaldrin-
um og vill fara að eiga sitt og
þaö verður þetta ágæta foreldri,
Svarfaðardalur, að sætta sig
við.
Reykjavík er fögur vegna
þeirra íjalla sem þaðan sjást og
jafnvel sólarlagsins. Við eigum
dágóða sólarupprás, bláan himin
með fullu, gylltu tungli og
stjörnum eins og aðrir. Ef
einhverjum finnst Svarfaðar-
dalur fagur en Dalvík ljót,
hlýtur sá hinn sami að horfa
ofan á tærnar á sér þegar hann
gengur þar um.
Dalvík er ekki bara jörðin
sem viö göngum á og mannanna
verk sem við getum þreifað á,
hún er allt sem við sjáum, fjöllin
umhverfis okkur eða það sem
við skynjum á annan hátt:
Hljóðið frá sjónum, hreyfing
hans, lyktin hvort sem hún er af
fölnuðu laufi, fiski, minkum eða
öðrum húsdýrum úr sveitinni
eftir því hvaðan vindurinn blæs.
„Dalvíkingar nú til dags". Ég
bíst við að þaö séu þeir sem
heimili eiga nú á Dalvík.
Ctilokað er aö þeir geti allir
talist Svarfdælingar, sumir
hverjir þurfa aö veðrast nokkuð
á staðnum áður en þeir sætta sig
við að verða annað en þeir voru.
Okkar ágætu Dalvíkingar:
Skagfirðingurinn Hjörtína og
Vestmannaeyingurinn Ragn-
hildur, grannkona mín, geta
þær orðið Svarfdælingar?, mér
finnst ekki, en auðvitað verður
hver að ráða þessu fyrir sig og
geta geymt það í hjarta sínu.
Hjörtína og Ragnhildur þurftu
á sínum tíma að takast á við
átthagaástina og hina ástina,
eins og þó nokkuð margir þurfa
að gera.
Ein gerð af Dalvíkingum er
enn og það sú merkasta. Það eru
þeir sem fara „ofan" og ekki
heim aftur. Ég kalla þá ekki
innflutta og ekki innfædda, þeir
eru svo sjálfsagðir í „púkkið" og
geta verið það sem þeir vilja.
Þetta er fólkið sem lagði grund-
völlinn að þessu bæjarfélagi, en
þeir verða ekki allir Dalvíkingar
í hjarta sínu, gæti ég best trúað.
Svo þetta sem stendur um
Bjarmabúð undir kaupfélags-
bakkanum í „Mér er spurn".
Það eru, held ég sjóhúsin sem
fyrst eru kölluð Sognsbúð í
Dalvíkursögu svo Bjarmaskúrar
við myndina af þeim. Á mínum
dögum var hætt að kalla sjó-
húsin búðir en það voru verslan-
irnar, svo sem Höepfnersbúð og
Siggabúð, en sjóhúsin kölluðum
við skúra, en feilið þarna er það
að kaupfélagið átti Bjarma-
skúrana undir kaupfélagsbakk-
anum en ekki þessir ágætu
menn sem tilnefndir eru. Það
muna sjálfsagt margir ennþá
eftir kaupfélagsbryggjunni, þetta
voru sjóhúsin sem fylgdu henni.
Frá þessari bryggju gerðu síðast
út: Sigfús Þorleifsson, Bjarma-
menn, Böggvisstaðamenn og Páll
Friðfinnsson. Sigfús, Böggvis-
staðamenn og Páll áttu sín
sjóhús (skúra). í Böggvisstaða-
skúrum og Bjarmaskúrum var
mötuneyti yfir vertíðina. Bryggja,
Bjarmaskúrar, íbúðar- og versi-
unarhús uppi á bakkanum, svo
og Rauðiskúr var það sem fylgdi
Sogni og Jóhann Jóhannsson í
Sogni seldi Kaupfélagi Eyfirð-
inga árið 1915, árið sem ég
fæddist.
Nú hugsar einhver kanski.
Ætlar manneskjan ekki að segja
álit sitt á búðarnafninu? Nei, allt
í lagi. Það er klappað og klárt.
Ég mun versla í kaupfélaginu til
æviloka. Mér þykir vænt um
Kaupfélagið, það er kanski
einhver átthagaást. Og gott
sýnist mér fyrir Dalvíkinga að
Kaupfélagi Eyfirðinga helur
verið stjórnað þannig að það
hefur ekki farið á hausinn í
hamförum síðustu ára.
Aðalbjörg Jóhannsdóttir
- Ljósm. Hallgr. Einarss.
Umbætur í Urðakirkju
Á sunnudaginn 27. október var
guðsþjónusta haldin í Urða-
kirkju. Þetta var nokkurs konar
hátíðarmessa og þakkargerð af
því tilefni, að farið hefur fram
mikil viðgerð og endurbætur á
kirkjunni.
I ræðu sinni skýrði sóknar-
presturinn, sr. Jón Helgi
Þórarinsson kirkjugestum frá
framkvæmdunum og færði fram
þakkir til þeirra mörgu sóknar-
barna og fyrrverandi sóknar-
barna, sem lögðu hönd að
verkinu eða gáfu kirkjunni
gjafir í sambandi við það.
Viðgerðin var í fyrsta lagi
fólgin í því að skipt var um alla
glugga kirkjunnar. Það verk var
aðallega unnið af þeim Júlíusi
Friðrikssyni í Gröfog Hallgrími
Einarssyni á Urðum.
Ennfremur var kirkjan öll
máluð innan og var það að
mestu sjálfboðaverk fjölda
sóknarbarna undir leiðsögn
Gunnars Jónssonar málara á
Dalvík.
Þá gaf ungmennafélagið Atli
2 NORÐURSLÓÐ
teppi á kirkjugólfið og systkinin
frá Þorsteinsstöðum gáfu áklæði
á bekkina og sáu um uppsetn-
ingu þess. Þetta var minningar-
gjöf í tilefni af 100 ára afmæli
föður þeirra Tryggva Halldórs-
sonar 15. sept síðastliðinn. Þetta
verk vann að mestu Hartmann
Eymundsson tengdasonur
Tryggva og Ingibjargar á
Þorsteinsstöðum.
Þá skýrði presturinn frá því
að hjónin í Dæli, Kristín og
Gunnar, hefðu gefið söfnuð-
inum prestskrúða, þ.e. stólu og
hökul úr íslenskri ull ofið af
Guðrúnu Vigfúsdóttur frá
Litla-Árskógi.
Kirkjugestir voru margir og
var athöfnin öll með sérstökum
blæ hlýju og notalegheita. Það
fór ekki fram hjá neinum, að
kirkjan hefur tekið miklum
stakkaskiptum til hins betra og
er ástæða til að óska söfnuð-
inum til hamingju með fram-
kvæmdina og þann anda fórn-
fýsi og ræktarsemi, sem hefur
gert hana mögulega.
Þökkum auðsýnda samúð og vináttu við
andlát og útför
Jónasar Þorleifssonar
fyrrum bónda í Koti
Sérstakar þakkir til starfsfólks handlæknis-
deildar F.S.A.
Börn, tengdabörn
barnabörn og barnabarnabörn.
Okkar bestu þakkir til allra þeirra, sem
auðsýndu okkursamúðog vináttu viðandlát
og útför bróður okkar
Björgólfs Loftssonar
frá Böggvisstööum.
Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks
á gjörgæslu og handlæknadeild Sjúkrahús-
ins á Akureyri.
Við biðjum guð að blessa störf ykkar.
Systkinin.
Athugasemd
Kristinn Guðlaugsson vill koma
því á Iramfæri að í grein hans í
síðasta blaði urn tillögur að
nalni á verslunarbúðina er
olurlítil ónákvæmni, sem ástæða
er til að leiðrétta, því rétt skal
vera rétt.
Það er í sambandi við Bjarrna-
búð, sem reyndar helur misrit-
ast í Bjarnarbúð á öðrum stað í
blaðinu. í greininni stóð:
Eigendur (Bjarmabúðar) Þor-
steinn og Árni Antonssynir frá
Hamri, kempur rniklar.
Þarna hefði átt að standa
lcigjendur en ekki eigendur, því
Kauplélagið átti þessa skúra,
sem þar áður voru cign Jóhanns
Jónssonar, en lánaði þá þeirn
bræðrum Antonssonum.
Sjálfir áttu þeir svo beitinga-
skúr sem stóð norðan við garnla
Valencíuhúsið.