Norðurslóð


Norðurslóð - 17.12.1985, Page 1

Norðurslóð - 17.12.1985, Page 1
Jólablað 1985 Vetur í fjalladalnum Aðventa. Marglit Ijós í gluggum, greniilmur, laufabrauð. Jólin eru að koma. Enn kemur þessi fagnaðaríka hátíð, sem mcetir okkur hvert ár. En, það er eins og hún komi ný hvert sinn. Kertaljós og fallegar skreytingar vekja ávallt tilhlökkun í brjóstum okkar, og boðskapurinn um komu konungsins berst að eyrum okkar. Það er gleði framundan, einlœg, barnsleg. Heimurinn tekur á sig aðra mynd en hversdags. Það verður önnur tið í veröld okkar, hátíð, sem sœjum við i annan heim, þar sem ávallt ríkir gleði, kœrleikur, góðvild, fegurð lífsins. Tilefni þessa og þungamiðja er fœðing lausnarans. Vegna hans er jólatréð Ijósum prýtt, tákn um lífsins tré. Sálmasöngur ómar með þróttmikilli gleði vegna hinna miklu tíðinda: „ Yður er í dag frelsari fœddur, sem er Kristur Drottinn í borg Davíðs." Guð býr meðal manna, hann er hjá mér og þér. Hin mörgu tákn hátíðarinnar benda á hann, ríki hans. Kertalog, gjafir, gnótt krœsinga, heimilisprýði og hvíld frá erfiði daganna, allt þetta setur svip á jólin, en merking þess er nánast táknrœn um eitthvað annað lif eða annars konar, en við lifum daglega, tákn um aðra veröld en hið hrjúfa hversdagslíf. Þau tákna líf kœrleikans, gjafmildinnar, gnóttanna, hvildarinnar og Ijóssins i ríki Guðs. Þangað inn er okkur boðið að ganga með Jesú Kristi. „Dýrð sé Guði í upphœðum ..." Gleðilega jólahátíð. Jón Helgi Þórarinsson Gluggi í Tjarnarkirkju. Dagbók jólanna Messtur um jól og áramót: Aðfangadagur: Jóladagur: 2. jóladagur: 29. desember: Nýársdagur: Aftansöngur í Dalvíkurkirkju kl. 18. Hátíðarguðsþjónusta í Vallarkirkju kl. 13.30. Hátíðarguðsþjónusta í Tjarnarkirkju kl. 15.30. Barnaguðsþjónusta í Dalvíkurkirkju kl. 11.00. Guðsþjónusta á Dalbæ kl. 14. Hátíðarguðsþjónusta í Urðakirkju kl. 14.00. Hátíðarguðsþjónusta í Dalvíkurkirkju kl. 17.00. Samkomur: 26. des. Jólatónleikar Samkórs Dalvíkur í Víkurröst kl. 21.00. 27. des. Dansleikur 1 Víkurröst kl. 20.30. 28. des. Jólatrésskemmtun 1 Víkurröst kl. 14.00. Diskotek fyrir unglinga í Víkurröst um kvöldið. 29. des. Hraðmót í innanhússknattspyrnu. 31. des. Áramótabrenná. Áramótadansleikur. 27. des. Föstudag UMF Þorsteinn Svörfuður. Samkoma á Grund kl. 21. Kvikm.sýning, söngur, dans ofl. 30. des. Jólatrésskemmtun barna á Grund kl. 13.30. Afgreiðslutími verslana á Dalvík um jólin: 21. des, frá 10-22 23. des. trá 9-23. Á aðfangadag frá 9-12 27. des. frá 10-18 31. des. frá 9-12

x

Norðurslóð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.