Norðurslóð - 17.12.1985, Qupperneq 10
Svavar Björnsson frá Ölduhrygg
Skammdegishugleiðingar
Bréf frá Noregi
Svavar Björnsson fæddist í Olduhrygg 16. sept. 1949 sonur siðustu
ábúendanna þar Þorbjargar Vilhjálmsdóttur frá Bakka og Björns
Jónssonar frá Hóli.
Svavar er kvæntur norskri konu og eiga þau eina dóttur.
Þegar ritstjóri Norðurslóðar fór
þess á leit \ið mig að skrila
nokkur orð í jólablaðið um
mína hagi hér í Noregi. tók ég
þessu boði með þökkum. Ég hei
ekkert samband \ ið íslendinga
hér í Noregi. !es ekki íslensk
dagblöð - það eru því litlir
möguleikar á að halda móður-
málinu við. því miður.
Frá Ölduhrygg til Vardö
- 20 ára ferðalag
Fyrir 20 árum síðan, árið 1965
hófst mitt langa ferðalag. sem
endaði í litlum bæ í Norður-
N’oregi. Á eyju út í Barentshaf-
inu með Rússland sem næsta
nágranna.
Þú verður eiginlega lesandi
góður a'5, líta aðeins á landa-
bréfið. í Norður-N'oregi og
lengst mót austri finnur þú
kannski Vardö á landabréfinu
bara örlítill punktur. Hér er mín
paradís sem tók mig 13-14 ár að
finna.
Áfangar
um. Á langri ferð eru margar
áningar nauðsynlegar.
Ég var í Samvinnuskólanum
á Bifröst frá 1967-69 og næstu
tvö árin starfaði ég við fanga-
hjálp í Reykjavík, var blaða-
maður hjá Tímanum, var í
Kaupmannahöfn og kynnti mér
meðhöndlun eiturlyfjaneytenda
og starfaði hjá lögreglunni í
Reykjavík. Þessi tvö ár voru
mjög mikilvæg í lífi mínu. Ég
fékk ómetanlegt veganesti. Eftir
Svavar Björnsson.
starf mitt við fangahjálpina í
Reykjavík og dvöl mína í
Kaupmannahöfn, var ég ekki í
vafa um að ég vildi helga líf mitt
því að hjálpa þeim, sem eru
hjálparþurfi af ýmsum ástæð-
um. Ég stundaði nám í félags-
ráðgjöf við félagsmálaskólann í
Stafangri og lauk prófi árið
1974.
Ég tók þá ákvörðun að
horfi til baka, sé ég ekki eftir
þeirri ákvörðun. Égerrótgróinn
hér. Hér vil ég vera.
Vardö - mín paradís
Eftir að hafa unnið við félags-
ráðgjöf í Kristjánssandi og
Björgvin í þrjú ár, kom ég til
Vardö árið 1977, ráðinn í stöðu
sem félagsmálastjóri við félags-
málastofnun bæjarins.
Vardö er bær með rúmlega
3.400 íbúa. Íbúum hefur
fækkað mikið síðustu 15 árin.
Árið 1970 voru 4.300 íbúar
hér. Vardö fékk kaupstaða-
réttindi fvrir tæpum 200 árum
síðan eða árið 1798. Sjávar-
útvegur er aðalatv'innugrein
hér með sjö frystihús og fisk-
vinnslustöðvar og marga báta
50-60 tonna. Hér \ oru 2-3
togarar í nokkur ár. fyrir um
það bil 10 árurn síðan. Útgerð
þeirra heppnaðist ekki þá. en
nú eru möguleikar á að ný
togaraútgerð byrji hér á næsta
ári.
Hér eru herstöðvar. Bæði
norski flugherinn og NATO
hafa herdeildir ogtækniaðstöðu
hér. Héðan er gott að hafa eftir-
lit með rússneska herflotanum
sym heldur til við Múrmansk.
Á sólbjörtum dögum sjáum við
rússnesku fjöllin hinum megin
við fjörðinn. Eyjan Vardö er
þrjá kílómetra frá meginland-
inu. Eina samgönguleiðin var
ferja sem var tíu mínútur á
leiðinni. í fleiri áratugi reyndi
bæjarstjórnin að fá norska
Stórþingið til að samþykkja
fjárveitingar til að byggja brú
yfir sundið. Árin liðu og ekkert
gerðist. Fyrir um það bil 10
árum samþykkti Stórþingið að
byggja ekki brú heldur grafa
göng undir sundið. Byggingar-
framkvæmdix-nar hófust árið
1979. Göngin voru tilbúin til
notkunar árið 1982, þau kostuðu
sem svaraði 550 miljónum
íslenskra króna, þau eru mikið
mannvírki 2892 metra löng en
undir sjónum er lengdin um það
bil 1700 metrar, Dýpst eru
göngin 88 metra undir yfirborði
sjávar.
Þessi göng eru þau fyrstu
neðansjávar hér í Noregi og eru
lengstu göng neðansjávar í
Norður-Evrópu. Þetta er því
mannvírkí sem hefur vakið
míkla athygli um alla Evrópu og
fyrír okkur sem búum hér og
notum göngin daglega, eru þau
algjör bylting í samgöngumál-
um.
Starf mitt sem félagsráðgjafa
hér er að mörgu leyti ólíkt því
sem var í stórbæjunum Kristjáns-
sandi og Björgvin. Hér þekkja
allir alla og maður kemst í kynni
víð fólkíð á allt annan hátt.
Maður verður eíginlega meðlimur
í stórri fjölskyldu en ekki bara
félagsráðgjafínn sem fójk leitar
til í nauð sinní,
Ég hef haft mikinn áhuga á
stjórnmálum síðustu árin. Og
Ferðin frá Ölduhrygg til Vardö ílengjast í Noregi, að minnsta
var vitanlega í mörgum áföng- kosti í nokkur ár. Þegar ég í dag
Jarðgöngin út í eyna.
Sparisj. Svarfdæla
Opið verður:
23.12. 9.15-12 og 13-16
24. 12. 9.15-12
27.12. 9.15-12 og 13-16
30.12. 9.15-12 og 13-16
31. 12. 9.15-12
Lokað 2. jan. vegna uppgjörs.
Bæjarskrifst. Dalv.
Lokað á aðfangadag.
Mánud. 30. des. opið til kl. 18.
Gamlársd. 31. des. opið 9.15-12.
27. des. og 2.jan. opnað kl. lOí.h.
;; Frá Fóstbræðrasjóði
Fóstbræðrasjóður mun velta námsstyrK á þessu
skólaári sem fyrr. Styrkhæfireru allirfyrrverandi
nemendur Húsabakkaskóla, sem stunda nám
eða hyggjast stunda nám í búnaðar-kennslii- og
samvinnufræðum.
Umsóknir sendist formanni skólanefndar Húsa-
bakkaskóla, Guðrúnu Lárusdóttur á Þverá, fyrir
15. janúar 1986.
Sjóðsstjórn.
byrjaði fljótlega að sinna þeim
málum þegar ég kom til Vardö.
Við bæjarstjórnarkosningar árið
1983 komst ég í bæjarstjórn og
bæjarráð lyrir Verkamanna-
llokkinn. Ég er nú formaður
Verkamannaflokksins hér í
Vardö einnig formaður félags-
aðgerðum frá nágrönnum okkar
í austri. Við höfum ekkigleymt
að það voru Rússarnir sem árið
1944 björguðu Norður-Noregi
úr heljargreipum Þjóðverja í
síðustu heimsstyrjöld.
Vardö og Dalvík eru að
mörgu leyti líkir bæir. Aðal-
Varde séð úr lofti.
málaráðs og stjórnar sjúkra-
hússins.
Hvernig er það svo að búa
hér, fleiri hundruð kílómetra
fyrir norðan heimskautsbaug?
Á sömu breiddargráðu og Síbería,
með herskipa- og kafbátaflota
Rússanna í stríðum straumum
rétt utan við stofugluggann, til
og frá bækistöðvunum við
Múrmansk. Vel vitandi, að ef
Rússarnir einhvern tímann ráð-
ast á Noreg, þá erum við hér í
Vardö að líkindum þeir fyrstu,
sem verða fyrir slíkri árás. Af
þessu eru hernaðarsérfræðing-
arnir okkar uppteknir, ekki við
sem búum hér. Við reiknum
ekki með neinum hernaðar-
atvinnuvegurinn er sá sami,
sjávarútvegur. Við erum á sama
báti - bókstaflega. Ég reikna því
með að bæði ráðamenn og
atvinnurekendur í Vardö og á
Dalvík geti lært mikið hver af
öðrum. Ég vil því nota tæki-
færið, þegar ég nú óska lesend-
um Norðurslóðar gleðilegrajóla
og alls hins besta í framtíðinni,
að koma á framfæri þeirri
hugmynd minni, að Dalvíkur-
bær og Vardö stofnuðu til
vinabæjarsambands á sama hátt
og Akureyri og norski bærinn
Tromsö. Ef forráðamenn Dal-
víkurbæjar hefðu áhuga fyrir
þessu myndi ég gera mitt besta
til að slíkt mætti verða. s.b.
Hver er fróðastur
í Svarfdælu?
Vinur Norðurslóðar ágætur, Árni Rögnvaldsson frá Dæli,
hefur sent blaðinu skemmtilega þraut lesendum til dægra-
styttingar um jólin. Það eru spurningar úr Svarfdæla-sögu.
í bréfinu var einnig 1000-krónu seðill til verðlauna, þeim sem
best sendir svörin fyrir miðjan janúar.
Nú skulu menn nota tækifærið og kynna sér Svarfdælu og
fá e.t.v. tímakaup fyrir.
Árna þökkum við mikillega vinsemdina. Og svo koma
spurningarnar.
1. Hvað hét faðir Þorsteins Svarfaðar og hvaðan úr Noregi
var hann?
2. Hver var frumorsök þess, að Þorsteinn reis úr öskustó?
3. Hver cirap Þárólf Þórgnýsson?
4. Nafngreindu þrjú börn Þorsteins.
5. Vegna hvaða afreks var Þorsteinn nefndur Svörfuður og
hvað fékk hann í nafnfesti?
6. A hvaða bœ bjó Þorsteinn í Svarfaðardal?
7. Hverjir voru jbreldrar systkinanna Sigriðar og Klauj'a?
(Ful/t nafn.)
■8. Hver sagði og við hvern: ,, Eigi œt/a ég, að önnur kona sé
betur ge/in en ég"?
9, Hver sagðiog viðhvern:,,Eigimákomastfyrirsitt skapa-
dcegur"?
10. Hvernig lýsir Svarfdœla Þórólfi Þórgnýssyni?
11. Hvað átti Karl ómálgi að Já íJ'öðurbœtur?
12. Hverjir drápu Klauja?
13. Hvar faldi Skíði Asgeirssyni?
14. Hvar bjó Skíði með Yngvildi j'ögurkinn?
15. Hvaða afrek í hestamennsku vann Karl ómálgi?
16. Hvað varð um Yngvildi fögurkinn ej'tir að Skíði var
hrakinn j'rá henni?
17. Hver var Jyrirboði að dauða Karls rauða?
18. Hvað var gert til að aj'stýra yjirgangi KlauJ'a a/turgengnum?
19. Um hvern er þessi mannlýsing: „Hann var úleygur og
ennisbreiður, munnljótur, neJIítiU, hálslangur og höku-
mikill, skolbrúnn og lágu hátt kinnbeinin"?
20. Hvaða harmleikur gerðist í túninu á Möðruvöllum i
Skíðadal?
10 NORÐURSLÓÐ